Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989 33 4- Þesslr hringdu ... Athugasemd vegna skrifa Gunnlaugs Þórðarsonar Grétar Kristjánsson hringdi: Vegna ummæla Gunnlaugs Þórðarsonar í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru vil ég koma eftirfarandi á framfæri. G-samtökin, Samtök gjaldþrota einstaklinga, voru stofnuð til að opna hreinskilna umræðu um þessi mál með það að markmiði að koma í veg fyrir gjaldþrot og það segir í lögunum hjá okkur. Tilgangurinn er að hjálpa fólki að öðlast aftur sjálfsvirðingu sína og fjárhagslegt sjálfstæði ef unnt er. Og gjaldþrota fólk öðlast ekki fjárhagslegt sjálfstæði nema greiða skuldir sínar. Ég get upp- lýst að fenginni reynslu undan- farna mánuði að stór hluti af þessu fólki er mjög andlega brotið og alls ekki fært um að troða á einum eða neinum þó það vildi. Að öðru leyti vil ég fagna þessu framlagi Gunnlaugs til umræð- unnar - ég er honum sammála í flestu sem hann skrifar að undan- skildu þessu, sem hann segir um samtökin okkar. Höfum við höfum ákveðið að hittast og ræða þessi mál, og hugsa ég gott til sama- starfs við þennan mann úr lög- fræðingastétt.“ Góður útvarpsþáttur Þórður hringdi: „Það er mikill skaði að Steingrímur Ólafsson er hættur að vera með þáttinn Reykjavík síðdegis en undir hans stjórn var þátturinn mjög góður. Steingrím- ur er hættur á Bylgjunni og farinn að starfa á FM95 og þyrfti að koma af stað svipuðum þætti þar því það er ekki á allra færi að sjá um svona þátt. Vona ég að fólk hafi samband við Steingrím og hvetji hann til að fara af stað með þátt sem þennan á nýju út- varpsstöðinni því mikill fengur væri í því fyrir útvarpshlustend- ur.“ Köttur Ársgamall högni, hvítur og svartur með rauða 61, hvarf að heiman frá Logafold fyrir viku. Vinsamlegast hringið í síma 675310 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Er haft samráð? Guðlaug hringdi: „Ég hef verið að hugsa um hvort haft sé samráð um verð á sumarblómum því þau kosta alls staðar það sama, þ.e. 45 krónur. Það þyrfti að gera könnun á þessu svo hið sanna komi í ljós.“ Úr Úr tapaðist á leiðinni frá Sund- laug Vesturbæjar til Ámagarðs við Suðurgötu fyrir um það bil þremur vikum. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 12209. Óvirðing við íslenska fánann S.H. hringdi: „Á 17. júní sá ég tvo unga drengi spranga um með íslenska fánann sem þeir höfðu fyrir sjal og létu hann dragast í götuna. Finnst mér þetta mikil óvirðing og óviðeigandi að íslendingar fari þannig með sinn eigin fána. Mér finnst líka óviðeigandi að fólk láti mála fánann á andlit sitt eins og nú er farið að gera t.d. í sam- bandi við knattspyrnuleiki. Ég er ekki að ásaka þessa unglinga, þar er hins vegar greinilegt að þeim hefur ekki verið innrætt virðing fyrir fánanum og er það uppeldinu sem er ábótavant.“ Gleraugu Gleraugu fundust við Rauðár- árstíg á móts við Guðrúnargötu. Upplýsingar í síma 691130 að deginum. Svört gleraugu töpuðust 17. júní við Ástún í Kópavogi eða þar í grennd. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 41892. Dönsk spægipylsa Unnur hringdi: „Ég kom frá Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Þar keypti ég m.a. spægipylsu og fékk þær upplýs- ingar að leyfilegt væri að fljdja hana inn hér því um soðin mat- væli væri að ræða. Þegar ég kom til landsins var mér hins vegar sagt að óheimilt væri að flytja inn þessa spægipylsu því hún væri einungis soðin upp að 80 gráðum og var hún tekin af mér. Nú lang- ar mig til að vita hvað varð um spægipylsuna mína og hvað verð- ur um þessi matvæli sem tekin eru af fólki í tollinum." Fríðindi ríkisstarfsmanna Skattgreiðandi hringdi: „Mikið er talað um sparnað í ríkisrekstri og vil ég benda á eina leið til að spara. Fólk sem vinnur á ríkisstofnunum nýtur margt þeirra forréttinda að borga ekki aínotagjöld. Þetta gildir um starfsfólk Pósts og síma og tek ég það einungis sem dæmi því fríðindi sem þessi eru algeng hjá starfsmönnum ríkisfyrirtækja. Fólk sem vinnur hjá ríkinu á ekki að hafa nein forréttindi fram yfír starfsmenn fyrirtælqa í einkaeign. Þama er hægt að spara. Þessi mál þarf að taka föstum tökum.“ Páfagaukur Grænn páfagaukur fannst í rafstöðinni við Elliðaár fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 84321. Er hugsunin eitthvað brengluð? Til Velvakanda. Fyrir nokkrum dögum var viðtal við ungan íslending á Rás 2 um þróun mála í Kína að undanförnu. Þessi ungi maður virtist vera kunnugur Kína, að minnsta kosti talaði hann svo. Gott ef hann var ekki formaður vinafélags íslend- inga og Kínveija. Ég missti af nafni mannsins og get því ekki nafngreint hann, enda skiptir það kannski ekki máli. Það sem vakti furðu mína hins vegar var að í lok samtalsins klykkti hann út með því að leggja að jöfnu aðför kínver- skra hermanna að námsmönnum, eins og sagt hefur verið frá í frétt- um, og aðför íslenskra lögreglu- manna að Islendingum sem höfðu safnast saman við Alþingishúsið fyrir rúmlega 40 árum. Mér er allsendis óskiljanlegt hvernig hægt er að setja sama- semmerki milli þess að kínverskir hermenn skjóti til bana tugi ef ekki hundruð samlanda sína og því að íslensk lögregla kastaði táragasi yfir samlanda sína sem höfðu haft uppi óróa. Er hugsunin ekki eitthvað brengluð þegar lagt er að jöfnu byssa og táragas eða byssa og kylfa? Annað atriði sem fram kom á Rás 2 vakti athygli mína þegar ungur piltur sem fær kosningarétt eftir eitt ár spurði hvort ekki væri hægt að fá skýr svör við því hvort Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, hafi svarið rangan eið um áfengiskaup sín. Þessi ungi piltur sagðist hafa tekið eftir því að Steingrímur hafí svarið að ekki hefði verið sent áfengi á afsláttar- kjörum heim til hans en svo hefði annað komið í ljós. Útvarpsmaður- inn sagði að kanna þyrfti hvernig væri komist að orði í réttarskjölun- um, annars væri þetta vert allrar athygli. Mér fínnst þetta vel athugað hjá þessum unga pilti og nauðsyn- legt að kanna orðalagið og hvað það var sem Steingrímur var að sveija. Það er nefnilega alvarlegt mál að sveija rangan eið og Steingríms vegna nauðsynlegt að hið rétta komi fram, svo að hann verði ekki hafður fyrir rangri sök. En ungi pilturinn er efnilegur kjós- andi, þykir mér. Við kjósendur látum nefnilega bjóða okkur sitt af hveiju án þess að láta í okkur heyra. Þeir segja nú svo mikið þessir blessuðu stjórnmálamenn og tala oft í báðar áttir, svo að enginn veit hvað þeir eru í raun- inni að segja eða hvað þeir, strangt til tekið, meina. Þeir vilja halda öllum möguleikum opnum. Það hvarflar ekki að þeim að þeir þurfi að standa kjósendum skil á gerð- um sínum eða skoðunum. Við hin- ir óbreyttu kjósendur eigum bara að koma á kjörstað og kjósa. Við getum hins vegar sjaldan vitað hvað það er sem við erum að kjósa yfir okkur, því að það sem stjóm- málamennimir segja fyrir kosn- ingar fer sjaldnast saman við það sem þeir gera eftir kosningar. Hulda HEILRÆÐI Enginn má fara út á bát á ám eða vötnum án þess að hafa björgpinarvesti. Þau þurfa að snúa þeim sem þau nota sjálf- krafa í flotlegu með öndunarfæri yfir vatnsfletinum. Öll eiga þau að vera með endurskinsborðum, flautu og Ijósi. TJöfðar til A-L fólks í öllum starfsgreinum! AS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál L-L & <s® 8 VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 - 21480 Lækjargötu 3 - Skólastrætismegin, sími 621455. Vilt bú verða skiptinemi í Ástralíu eða á Nýja-Sjálandi skólaárið 1990 ASSE á íslandi hefur fengið leyfi til að senda örfáa skiptinema til viðbótar til Astralíu og Nýja- Sjálands skólaárið 1990. Farið verður út um miðjan janúar og komið heim aftur rétt fyrir jólin. Þeir, sem eru fæddir eftir 1. júní 1971, 1972 og 1973, geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE frá kl. 13-17 alla virka daga. Balens GARÐTRAKTORAR SLÁ í GEGN STRANDFLUTNINGAR FRÁ HAFNARFIRÐI NÆSTI BROTTFARARDAGUR 25. 6. FRÁ HAFNARFIRÐI TIL ÍSAFJARÐAR TIL SKAGASTRANDAR TIL DALVÍKUR TIL NORÐFJARÐAR TIL REYÐARFJARÐAR FAXAFROST HF. TRAUSTUR HLEKKUR í NÚTÍMA FLUTNINGUM VÖRUMÓTTAKA HJÁ FAXAFROST HF. ÓSEYRARBRAUT 14B, HAFNARFIRÐI. SlMAR 652275 / 651214 ■ TELEFAX 651744

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.