Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 Skiptikjarareikn- ingarnir afnumdir SEÐLABANKINN hefur tilkynnt bönkum og sparisjóðum að frá áramótum verði óheimilt að bjóða skiptikjör á óbundnum innláns- reikningum en heimilt verði að verðtryggja innistæður sem standi óhreyfðar í 6 mánuði. Að sögn Eiríks Guðnasonar, aðstoðarbanka- sljóra Seðlabankans, hefur viðskiptaráðuneytið nýlegá ítrekað til- mæli ríkisstjórnarinnar í þessa átt og samþykkt þá leið sem ákveðið hefur verið að fara. Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbankans segist gjalda verulegan varhug við þessari breytingu. Að sögn Eiríks Guðnasonar hafa skiptikjör verið áhættusöm fyrir bankana. Erfitt hafi reynst að sjá fyrir hvaða skuldbindingar þeir tækju á sig með þeim og útkoman hefði á stnndum komið á óvart. Til lengdar væru skiptikjarareikningar til þess fallnir að auka vaxtamun. Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbanka íslands sagði að hann hefði talið skynsamlegt að leyfa skiptikjarareikninga á óbreyttum grundvelli út næsta ár. Hann sagði að á þessu ári hefði viðmiðun- artímabil verðtryggingar á skiptikj- arareikningum verið sex mánuðir og hefði við þær aðstæður reynst DC-8 þota Flugleiða: Astæður yfirliðs ekkirann- sakaðar Loftferðaeftirlitið hóf í gær að rannsaka ástæður þess að DC-8 þota Flug- leiða rak búnað á hreyfli á vinstri væng í flugbraut við lendingu í Keflavík á fimmtudag. Ekki er talin ástæða til af hálfu loftferða- eftirlits að rannsaka að í aðfluginu leið yfir sex far- þega, þar sem of lítill loft- þrýstingur var í vélinni. Trúnaðarlæknir Flugleiða, sem var um borð, kveðst ekki hafa orðið var við að farþegar féllu í öngvit. Fréttir af því hlyti hann að telja mjög orðum auknar. Þessi þota Flugleiða lenti í óhappi á flugvellinum í New York á þriðjudag í síðustu viku, þegar stigi fauk á hana og gerði gat á hana. Að lok- inni viðgerð var ákveðið að hafa jafnþrýstibúnað ekki á fullum krafti á leiðinni heim, að því er haft var eftir blaða- fulltrúa Flugleiða. Hann sagði að loftþrýstingur hefði þó ver- ið innan leyfilegra marka. í aðfluginu leið yfir sex farþega. Trúnaðarlæknir Flugleiða, Jón K. Jóhannsson, kveðst hafa verið staddur um borð í vélinni af tilviljun. Hann segir það hafa komið sér mjög á óvart að heyra fréttir af öng- viti farþega. „Flugfreyjurnar um borð þekktu mig og ég er þess fullviss að þær hefðu kallað í mig, ef farþegar hefðu fallið í yfirlið um alla vél,“ sagði hann.“ Við lendingu í Keflavík straukst búnaður hreyfils á vinstri væng við flugbrautina. Skúli Jón Sigurðarson, deild- arsérfræðingur loftferðaeftir- litsins, sagði að á vegum eftir- litsins hefði í gær verið hafin rannsókn á þessu atviki. Það stæði hins vegar ekki til að rannsaka loftþrýstingsmálið, þar sem það væri upplýst og þrýstingur hefði verið eðlileg- ur. auðvelt að stýra ávöxtun reikning- anna. Hann sagði að skiptikjara- reikningar hefðu verið mjög vin- sælt sparnaðarform og að hann sæi enga hættu samfara því að bjóða óbreytt kjör áfram. Sambandsstjóm ASÍ á fundi sínum á Grensásvegi 1 í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sambandsstjórn ASÍ samþykkir að samningaviðræður verði teknar upp: Kannaður möguleiki á skamm- tímasamningi fram í mars eða maí Kaupmáttur verkakvenna hefiir fallið um 14% á einu og hálfu ári FUNDUR sambandsstjórnar Alþýðusambands íslands, sem er æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga þess, samþykkti i gær að fela formönnum iandssambanda að taka upp viðræður við samtök atvinnurekenda og ríkisstjóm um niðurfærslu verðlags og nýja kjara- samninga. Þá samþykkti fundurinn áskomn á ríkisstjórnina um að virðisaukaskattur verði í tveimur þrepum og skuli neðra þrepið fela í sér 12-13% skatt. I því þrepi verði helstu lífsnauðsynjar. Einnig var lýst yfir stuðningi við afstöðu meirihluta Húsnæðismálastjórnar um að hækka ekki vexti á lánum úr Byggingarsjóði ríkisins. í umræð- um um kjaramál á fundinum kom fram mikill stuðningur við framan- greind atriði meðal sambandsstjórnarfulltrúa. í framsögu sinni um kjaramál ingi yrði að hindra enn frekara sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, að í þeim samningum sem framundan eru bæri að leggja höf- uðáherslu á verðtryggingu iauna, niðurfærslu verðlags og sérstakar hækkanir lægstu launa. Ganga beri opið til viðræðna og í fyrsta lagi fá svar ríkisstjómarinnar við því hvað hún sé tilbúin til að gera til að færa niður verðlag og sporna gegn verðhækkunum. Gagnvart at- vinnurekendum yrði annars vegar ræddur möguleiki á skammtíma- samningi fram í mars eða maí og hins vegar langtímasamningur jafnvel til tveggja ára, þar sem verðtrygging yrði meginkrafan. Markmiðið með skammtímasamn- kaupmáttarfall. Ef viðræður fari í hnút beri að fresta málum fram yfir áramót og taka þau þá upp af krafti. Ásmundur sagði að í þeim sam- tölum sem hann hefði átt við ein- staka fulltrúa atvinnurekenda und- anfarið hafi hann mætt miklum þunga. Þeir segi að verðtrygging launa komi ekki til greina og því aðeins sé hægt að semja að verka- lýðshreyfingin samþykki að kaup- máttur falli enn frá því sem nú sé. Ásmundur nefndi í ræðu sinni tvær mögulegar leiðir til að hækka lægstu laun. Annars vegar að leggja niður lægstu taxtana og hins vegar að færa aldurshækkanir og lífaldursviðmiðanir í takt við það sem gerist hjá opinberum starfs- mönnum. í erfiðu atvinnuástandi eins og nú er sé launaskrið minna en á þenslutímum og því ætti sér- stök hækkun til lágtekjufólks í kjarasamningum frekar að skila árangri þannig að launahlutföllin breytist. í samantekt hagdeildar ASÍ um kaupmáttarþróun, sem dreift var á fundinum, kemur fram að kaup- máttur lágmarkslauna nú í desem- ber hafi fallið um 15% frá því í júní í fyrra eða á einu og hálfu ári og kaupmáttur lægra launuðu hóp- anna hafi fallið meira en kaup- máttur hærra launuðu hópanna inn- an ASÍ. Kaupmáttur greidds tíma- kaups hafi þannig á sama tímabili fallið um 8% og kaupmáttur heildar- launa um 7%. Þetta er meðaltal félaga í ASÍ. Frá júní í fyrra hefur kaupmáttur verkamanna fallið um tæp 10%, kaupmáttur verkakvenna um tæp 14% og kaupmáttur af- greiðslukvenna um rúm 10%. Iðnað- armenn og skrifstofumenn draga meðaltalið upp. Guðmundur J. „ gekk af fiindi ASI GUÐMUNDUR J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, gekk út af sambandssljórnar- fúndi ASÍ í gær og sagði hann að umræður um vaxtamál hefðu gengið svo fram af sér að hann Unnið að því að styrkja fjárhag Stöðvar 2: Verslunarbankinn þrýstir á að nýir aðilar komi inn í fyrirtækið UMLEITANIR standa yfir til að styrkja fjárhag Stöðvar 2 og tengdra fyrirtækja. Fyrirtækið er með neikvæða eiginfjárstöðu og mjög skuld- sett vegna mikils stohifjárkostnaðar, örrar uppbyggingar og tap- rekstrar fyrstu tvö árin. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefúr viðskiptabanki Stöðvar 2, Verslunarbankinn, áhyggjur af skuldastöðu sjónvarpsstöðvarinnar og hefúr þrýst á að fjárhagslega öflugir innlendir aðilar komi inn í fyrirtækið sem nýir hluthafar til að unnt verði að grynnka á skuldum og treysta fjárhag þess. Eftir þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun Verslunarbankinn leggja kapp á að lausn hafi fundist á málefnum sjón- varpsstöðvarinnar áður en bankinn rennur formlega inn í Islandsbanka hinn nýja nú um áramótin. í þessu sambandi hefur hugsanleg þátttaka Árvakurs hf., útgáfufélags Morg- unblaðsins, í fyrirtækinu verið nefnd. Hans Kristján Ámason, stjórnarformaður íslenska sjón- varpsfélagsins, móðurfyrirtækis Stöðvar 2 og Islenska myndversins, segir að nauðsynlegt sé að afla frek- ara hlutafjár og staðfestir að for- ráðamenn fyrirtækisins hafi haft það til athugunar, bæði erlendis og hér innanlands. Tilboð liggi fyrir frá tveimur bandan'skum fjölmiðlafyr- irtækjum. En einnig er verið að kanna áhuga frönsku sjónvarps- stöðvarinnar Canal Plus á þátttöku í fyrirtækinu, eins og fram hefur komið. Hans vildi ekki gefa upp til hvaða innlendra aðila hafi verið leit- að, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru í þessu sam- bandi einkum nefnd fyrirtækin Hekla hf., Vífilfell og Hagkaup en Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, sagðist ekkert geta sagt um þetta mál í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hans Kristján Árnason vildi ekki ræða fjárhag eða skuldastöðu fyrir- tækjanna í samtali við Morgun- blaðið að öðru leyti en því að hann kvað ijárhagsstöðuna verða að telj- ast eðlilega miðað við að þetta væri fyrirtæki í hraðri uppbygg- ingu. Hann sagði að fyrstu tvö árin hefði verið tap á rekstrinum en í ár væri útlit fyrir verulegan hagnað af rekstri Stöðvar 2 og tengdra fyrirtækja eftir að reiknaður hefði verið fjármagnskostnaður og af- skriftir. I nóvember væru vergar tekjur fyrirtækisins hinar mestu í sögunni eða á annað hundrað millj- hefði ekki mátt silja undir þeim lengur. Sagði Guðmundur að á sama tíma og uppsögnum færi fjölgandi og næstum hvert ein- asta fyrirtæki bæri hærri fjár- magnskostnað en launakostnað væri verið að gera ályktanir á sambandsstjórnarfúndi ASÍ um vexti af húsnæðismálalánum, sem væru lægstu vextirnir í þjóðfélaginu. „Fólkið kemur ekki til mín vegna þess að húsnæðisvextir séu að þjaka það heldur eru það vext- ir af skammtímalánum og lífeyris- sjóðslánum sem eru 9%. Það er vaxtakostnaður sem er að sliga almennjng og fyrirtækin í landinu og ASÍ kemur þetta ekki við,“ sagði Guðmundur. Jóhann í sjötta sæti JÓHANN Hjartarson tapaði skák sinni við júgóslavneska stórmeist- arann Popovic á stórmeistaramót- inu í Belgrað sem lauk í gær. Jóhann lenti þar með í sjötta sæti með 5 og hálfan vinning. Sigur- vegari varð heimsmeistarinn Garrí Kasparov með 9 og hálfan vinning af 11 mögulegum. Næstir komu Timman og Ehlvest með 6 og hálfan vinning og Júsúpov og Ljubojevic með 6 vinninga. Með sigri í mótinu náði Kasparov 2.800 Elo-skákstigum fyrstur manna. Skákum síðustu umferðar lauk þannig að Kasparov vann Nikolic, Timman og Ehlvest sömdu um jafn- tefli og Ljubojevic vann Agdestein. Biðskák Jóhanns og Kasparovs úr áttundu umferð var tefld á sunnudag og sömdu meistararnir um jafntefli. Saltað í um 150 þús- und tunnur SALTAÐ hafði verið í liðlega 150 þúsund tunnur af síld í gærkvöldi, þar af rúmlega 80 þúsund tunnur á Rúss- landsmarkað, en 26. nóvem- ber í fyrra var búið að salta í 219 þúsund tunnur. Um helgina var saltað í um 40 stöðvum. Búist var við að settur yrði kvóti á söltunarstöðvarnar í gærkvöldi, en það er gert þegar eftir er að salta um 35% af heildarsöltunarkvótanum. Kvóti stöðvanna er reiknaður út frá hlutdeild þeirra í söltun- inni undanfarin 8 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.