Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 41
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 281 NÓVEMBER 1989 41 Sigríður Anna Sigur- jónsdóttir - Minning Fædd 15. ágúst 1915 Dáin 5. október 1989 Laugardaginn 14. október sl. var til moldar borin tengdamóðir mín Sigríður Anna Siguijónsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Stóru-Hildisey, Austur-Landeyjum. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurn tíma, og síðasta árið sem hún lifði dvaldi hún á Ljósheimum, langlegu- deild Sjúkrahúss Suðurlands. Við lítum gjarnan á dauðann sem óvin, en þó getur hann mætt sem líkn, þegar lífið er ekki orðið annað en þjáning. í Prédikaranum segir (3: 1-3): Óllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma; að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa það upp, sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma. Sigríður Anna Siguijónsdóttir var fædd 15. ágúst 1915 í Hrafna- gili í Vestmannaeyjum. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Þórodds- dóttur frá Dalseli og Siguijóns Jónssonar frá Vesturholtum undir Eyjaflöllum. Þau hjón eignuðust 5 börn, 4 dætur og 1 son er lést í bernsku. Sigríður var elst þeirra systkina. A yngri árum stundaði hún ýmist störf, svo sem víst á vetrum og réð sig sem kaupakonu á sumrin á æskustöðvar sinna foreldra undir Eyjaíjöllum. 27. janúar 1940 gekk hún að eiga Axel Jónsson, þau höfðu verið heitbundin um tíma. Ungu hjónin tóku þá við búi af foreldrum Axels sem búið höfðu í vesturbænum í Stóru-Hildisey um 20 ára skeið. Gömlu hjónin dvöldu áfram í Hildis- ey og nutu umönnunar ungu hjón- anna.til dauðadags. Þeim Sigríði og Axel varð íjög- urra barna auðið, og skuli þau nú talin í aldursröð: Guðjón löggæslu- maður á Selfossi, kvæntur Ásdísi Ágústsdóttur; Ingigerður húsfreyja í Reykjavík, gift Siguijóni Einars- syni; Jón ókvæntur verkamaður á Selfossi; Erla húsfreyja í Reykjavík, gift Birgi Schram. Barnabörnin eru 11 og 2 barna- barnabörn. Sigríður og Axel bjuggu mjög snyrtilegu búi í Hildisey, sem gaf vel af sér, þó ekki væri stórt í snið- um, en vegna heilsubrests Axels brugðu þau búi vorið 1978 og fluttu til Selfoss. Sigríður hóf þá störf hjá Sláturfélagi Suðurlands, og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Sigríður var hreinskiptin, lundin var létt og hún átti óvenju gott með að umgangast fólk, og var þá hrókur alls fagnaðar. Hún hafði ríka réttlætiskennd, og ávallt tók hún málstað þeirra sem minna máttu sín, ef því var að skipta. Hún var félagslynd, starfaði meðal ann- ars í kvenfélaginu Freyju í Austur- Landeyjum, og eftir að hún flutti á Selfoss gekk hún í félag eldri borg- ara, og allra ferðalaganna sem hún fór með þeim naut hún í ríkum mæli. Hún var ein af stofnendum kirkjukórs Krosskirkju, og söng með kórnum í mörg ár, hún hafði góða söngrödd og mikið yndi af söng. Sól skein í heiði, það var einhver fegursti dagur haustsins, þegar jarðneskar leifar Sigríðar voru flutt- ar austur í Landeyjar. Fjallahring- urinn fallegi tók henni opnum örm- um. Vestmannaeyjar risu úr hafi fegurri en nokkru sinni fyrr. Við stoppum á hlaðinu í Hildisey, staðn- um þar sem hún hafði svo lengi lif- að og starfað, elskað og vonað. Það fór ekki framhjá neinum að sveitin hennar var að þjóða hana velkomna heim, en í Krosskirkjugarði hafði húp sjáif kosið að hún yrði lögð til hinstu hvílu. Með þessum fáu orðum við ég þakka Sigríði samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Ásdís Ágústdóttir Njáll Mýrdal yfírmats- maður — Minning Fæddur 4. júlí 1921 Dáinn 19. nóvember 1989 Ég vii nú með nokkrum orðum' minnast félaga okkar hjá Ríkismati sjávarafurða, Njáls Mýrdals yfir- matsmanns, sem féll frá 19. nóvem- ber sl. eftir að hafa verið frá vinnu um nokkurt skeið vegna veikinda. Hann fæddist 4. júlí 1921 og var því 68 ára þegar hann lést. . Njáll starfaði við sjávarútveg frá því að hann fór ungur á sjó með. föður sínum um 15 ára aldur. Hann átti því um ævina ófá handtök, fyrst sem háseti og stýrimaður, síðar í landi við fiskvinnslu og aflaði sér þá réttinda til matsstarfa. Eftir að hafa starfað um árabil sem saltfiskmats- maður, fastréð Njáll sig hjá Fisk- mati ríkisins árið 1973, sem síðar varð Ríkismat sjávarafurða. I fyrstu starfaði Njáll við ferskfiskmat, en 1979 var hann skipaður yfirmats- maður í ferskum og frystum fiski í dag, 28. nóvember, hefði ástkær frænka mín, Kristbjörg Júlíusdóttir, orðið 85 ára, ef hún hefði lifað. Hún fæddist að Hvassafelli í Eyjafirði árið 1904. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Árnadóttir og Júiíus Gunniaugsson. Var hún þriðja barn þeirra af 6 systkinum og eru öll lát- in nema móðir mín, María, sem var yngst. Hún býr á Akureyri og er gift Guðmundi Jónatanssyni málara- meistara, sem nýlega er iátinn. Kristbjörg var vel gefin og laghent. Hún varð fyrir því óláni að detta og handleggsbrotna, þá 13 ára gömul. Þetta átti eftir að valda henni miklum sársauka bæði andlega og líkamlega, því að hún fékk berkla í handlegginn. Ekki gafst frænka upp því að 18 ára gömul leitaði hún sér lækninga til Danmerkur og fór oft þangað síðar sér til heilsubótar. Hún auk þess sent hann sinnti búnaðareft- irliti fiskiskipa á suðvesturlandi. 1982 var hann skipaður deildarstjóri saltfiskdeildar. Á þessunt starfsferli aflaði hann sér víðtækrar þekkingar á fiski og sjávarafurðum, en var auk þess nákvæmur í vinnubrögðum og . mjög fær skrifstofumaður. Hann átti því auðvelt með að ganga í eða að- stoða við nánast öll þau störf sem til féllu. Til marks um það traust sem Njáil naut, þá var hann sendur sem fulltrúi stofnunarinnar til Portúgal í ferð sem farin var á vegum Sölu- sambands íslenskra fiskframleiðenda til að samræma mat á saltfiski á íslandi og í Portugal í febníar 1983. Njáll var traustur og góður starfs- félagi sem bjó yfir mikilli þekkingu, til hans var því gott að leita varð- andi úrlausn mála. Njáll kvæntist Theódóru Jónu Ara- dóttur og áttu þau þrjú börn, en barnabörnin eru orðin fimm. Fyrir hönd Ríkismats sjávarafurða dvaldi rnikinn hluta af ævi sinni hjá systur sinni og mági, Gunnlaugu og Oddi Thorarensen á Akureyri. Krist- björg var mikil tungumálamann- eskja. Talaði vel ensku og dönsku og las þýsku. Það kom sér vel að eiga frænkur eins og Gunnlaugu og Kristbjörgu. Það fengum við systkin- in að reyna. Þær vorú svo duglegar við að aðstoða ókkur við ensku og dönsku. Kristþjörg vai' mjög bók- hneigð. Það stylti lieoni stundirnar. Sumarið ’82 varð frænka fyrir því að lærbrotna og lá 4 sjúkrahúsi í nokkrar vikur. Þaðan fór hún á dval- arheimilið Skjaldarvík. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum þangað og man eftir því að hún var oft að lesa dönsku blöðin og sýndi mér þá myndir af kóngafólkinu, sem hún fylgdist með í fjarlægð. Hún var flutt _ á sjúkrahúsið í byijun apríl og an- og samstarfsmanna vil ég með þess- um fáu línum þakka Njáli Mýrdal fyrir samfylgdina svo og störf hans á vegum stofnunarinnar, sem hann rækti af trúmennsku. Einnig vottum við eftirlifandi eiginkonu hans og börnuin samúð okkar. Halldór Árnason daðist þar. Þær systur v.oru alltaf tilbúnar að rétta mér hjálparhönd, hvenær sem var. Minnist ég þeirra með þakklæti. Elsa Guðmundsdóttir Kristbjörg Júlíus- dóttir — Minning Halldóra G. Guðna- dóttir - Minning Fædd 29. júlí 1909 Dáin 21. nóvember 1989 í nokkrum fátæklegum orðum langar okkur sytskinin til að minn- ast ömmu okkar, Halldóru Guðrún- ar Guðnadóttur, er lést þann 21. nóvember 1989. Amma bjó alla sína ævi á Eski- firði, utan síðustu árin er hún dvaldi á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún og Guðjón afi, sem lést 6. mars 1982, bjuggu lengst af í húsi, er nefnt var Braut- arholt, fyrir daga götuheita á Eski- firði. Ávallt var gott að koma í heim- sókn til þeirra. Þar mætti okkur hjartahlýja og sönn vinátta, enda voru samverustundirnar margar og ánægjulegar. Ófáar voru þær stundir er gripið var í spil eða þá bara spjallað um inálefni líðandi stundar. Amma átti sér ýmis áhugamál og ber þar fyrst að nefna leiklist, en mörg voru hennar hlutverk orð- in með Leikfélagi Eskifjarðar, á meðan leiklistarlíf staðarins var í blóma. Hún hafði einnig mikið dálæti á söng, enda var hún með- limur Kirkjukórs Eskifjarðar um árabil. Hún tók einnig virkan þátt í starfsemi kirkjufélagsins Geislans í mörg ár. Eftir að ellin færðist yfir ömmu og afa, fluttu þau inn á Dvalar- heimili aldraðra á Eskifirði. Þar' undu þau hag sínum hið besta, enda starfsfólkið gott. Skömmu eftir lát afa varð Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað heimili ömmu, enda hafði heilsu hennar hrakað mikið. Starfsfólkið þar reyndist henni vel og kunnum við því bestu þakkir sem og fólkinu er annaðist hana á Dvalárheimilinu á Eskifirði. Er við systkinin fluttum suður minnkaði sambandið við ömmu, en þær minningar, sem tengdar eru henni, munu lifa með okkur um ókomin ár. Guðjón og Anna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.