Morgunblaðið - 28.11.1989, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.11.1989, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 28. NÓVEMBER 1989 a Verð með söluskatti: Kr. 5.964,- án efnis. Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! BÍLABORG H.F. FOSSHÁLSI 1 ,SÍMI 68 12 99 KROMHILLU- SAMSTÆÐURNAR KOMNAR Einnig í hvítu og svörtu. Stokor hillur eóa samstæóur meó hillum, skápum ogskúffum. Ármúla 1, Reykjavík. Sími 82555 p ðvgmiM iét Metsölublað á hvetjum degi! Úlfar Þormóðsst^^^Km förti gáfustjórnar Þjódviljans: ilafur Ragnar ál að segja af sér Úlfar Þormóösson rithöfundur og félagi í AlþýQ bandalaginu segir í Króníku Alþýöublaösins í | aö Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþ bandalagsins heföi ótt aö segja af sér formerj ar niöurstööur landsfundar Alþýðuband Kommúnistar í vanda Fyrir landsfund Alþýðubandalagsins voru uppi hugmyndir um að flokkurinn gengi í Al- þjóðasamband sósíalista. Á fundinum var ákveðið að hugsa málið betur. Eru þeir sem líta á sig sem merkisbera hugsjónar kommún- ista andvígir aðild að Alþjóðasambandinu enda er það gamall erkifjandi þeirra, sem telja alþjóðahyggju sósíalista trúnað við vald- hafa í Moskvu. Menn tala ekki hátt um slíkan trúnað núna en þó má sjá votta fyrir honum hér og annars staðar. í Staksteinum er drep- ið á vanda ítalskra kommúnista og litið á hann í alþýðubandalagsljósi. Rifist á Ítalíu I síðustu viku liélt mið- stjórn ítalska kommún- istaflokksins rifrildis- fund, þar sem rætt var um tillögu flokksfor- mannsins, Achille Occh- etto, þess efnis, að orðið kommúnismi yrði þurrk- að úr nafiii flokksms og hann hætti að nota ham- ar og sigð sem merki sitt. Formaðurinn lagði einn- ig til að reynt yrði að stofiia nýjan sósíal-demó- kratískan flokk, sem sækti um aðild að Al- þjóðasambandi sósíalista. Italski kommúnistaflokk- urinn hefúr verið hinn stærsti í Evrópu og hafa skoðanabræður hans víða utan áhrifasvæðis Moskvu oft litið til hans sem fyrirmyndar. Með tillögu sinni vildi flokksformaðurinn bæði bregðast við upplausn- inni í Austur-Evrópu og snúast til vamar fyrir kommúnistaflokkinn, sem á í vök að veijast. Flokkurinn hefúr staðið utan ríkisstjómar í 40 ár, þótt hann hafi verið næst- stærsti flokkur landsins. I fréttaskeyti Reuters segir, að tillögu for- mannsins hafi verið tekið a&r illa í miðstjóminni og hafi verið gerð hróp að Occhetto. Er talið að flokkurinn kunni að klofna, annars vegar í fylkingu þeirra, sem tejja glæsta sögu flokksins þannig, að hann eigi að starfa áfram með fullri reisn, og hins vegar þeirra, sem hallast á sveif með Occhetto og kallaðir eru „ungu foringjamir". í upphafi fúndarins gerði um 50 manim hóp- ur hróp að Occhetto og sakaði hann um flokks- svik. Þeirra á meðal vom gamlar konur með grári stafinn i kverkunum. I höfuðstöðvum flokksins höfðu starfsmeim ekki undan að svara símhring- ingum frá reiðum flokks- möimum, þegar „gras- rótin" reis upp gegn formanninum. I fúndar- salnum kröfðust ræðu- menn þess að efiit yrði til aukaflokksþings tÚ að ræða málið. Gamalreynd- ur flokksmaður, Pietro Ingrao, sagði í ræðu, að hann sætti sig ekki við slíkan dauðadóm yfir kommúnismanum og myndi beijast gegn því að hann yrði kveðinn upp. Er talið liklegt, að boðað verði til auka- flokksþings snemma á næsta ári. Skoðanakönnun dag- blaðs sýndi, að um 50% af félögum í kommúnista- flokknum vildu ekki að flokkurinn skipti um nafii. 33% töldu að nafn- breytingin myndi leiða til endanlegs klofnings. Þegar vegur ítalska kommúnistaflokksins var sem mestur í kosningun- um 1976 hlaut hann 35% atkvæða. Flokkurinn hef- ur lengi státað af því að vera ekki undir handar- jaðri valdhafanna í Moskvu og hann stofnaði „Evrókommúnistahreyf- inguna“ á áttunda ára- tugnum. Flokkurinn gagnrýndi innrás Sovét- manna i Afganistan. Hann var ósammála sov- éskum þrýstingi á Pól- veija og fordæmdi innrás Varsjárbandalagslanda í Tékkóslóvakiu. Flokkur- inn hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár en' Sósíalistaflokkurinn (jafnaðarmenn) undir forystu Bettinos Craxis heftir sótt fram. Occhetto var lgörinn formaður eftir ósigur kommúnista í sveitar- stjómarkosningum 1988, þegar fylgi þeirra fór nið- ur í 22%, hið minnsta í 35 ár. í Evrópukosning- unum sl. vor fékk flokk- urinn 28%. Nú kann Occhetto að verða spark- að úr formennskunni og sagt er að hann hafi hót- að að segja af sér, ef áform hans næðu ekki fram að ganga. Rifíst á íslandi Á landsfundi Alþýðu- bandalagsins rifúst menn um hvemig þessi arftaki Kommúnistaflokks Is- lands ætti að haga sér við nýjar aðstæður. ís- lenskir kommúnistar vom langt á undan flokksbræðmm sinum á Ítalíu að skipta um nafii og númer. Hins vegar snúast átökin innan Al- þýðubandalagsins um svipuð atriði og hjá ítölskum kommúnistum. Þar ber hátt spuming- una um aðild að Alþjóða- sambandi sósíalista. Sá er munuriim á ítalska kommúnista- flokknum og Alþýðu- bandalaginu, að þar í landi vita mcnn þó hvaða skoðun flokksformaður- inn hefur. Hér á landi hefúr formaður Alþýðu- bandalagsins, Olafúr Ragnar Grimsson, þá skoðun sem honum hent- ar hveiju sinni. Það lá í loftinu að stuðningsmenn hans væm helstu tals- menn þess imian Al- þýðubandalagsins, að flokkurimi gengi í Al- þjóðasamband jafnaðar- manna. Það var þó ekki samþykkt á fúndinum. Átökin urðu ekki jafú áköf og heit og á Ítalíu, enda sýnast ítalskir kommunistar ((jarfari en skoðanabræður þeirra hér á landi við að láta skoðaúir sínar í ljós. Ólaf- ur Ragnar varð undir í mikilvægum atriðum á landsfundi Alþýðubanda- lagsins. Hann talar þó eins og sigurvegari og síst af öllu hefúr hann í hótunum um að láta af háum embættum þótt all- ir aðrir telji að skoðanir hans og stefiia nái ekki fram að ganga. Nú er hins vegar svo komið að jafii áhrifamik- ill maður innan Alþýðu- bandalagsins og Ulfar Þormóðsson, sem er handgcnginn Svavari Gestssyni, krefst þess beinlínis að Ólafúr Ragn- ar segi af sér. í grein í Alþýðublaðinu túlkar Úlfar landsfúnd Alþýðu- bandalagsins með þess- um hætti: „Þess vegna höfiiuðu félagar minir [í Alþýðubandalaginu] einnig Ólafi Ragnari. En í stað þess að skilja þegar skall í tönnum og segja af sér eins og kollegar hans austan tjaldsins rifiia gera nú hver af öðrum lét hann sefja sig einan og hlæjandi á kjánaprikið mitt.“ r a AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. (§£> meinánægja Vinningstölur laugardaginn 25. nóv. *89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.510.785 2. 1 565.993 3. 4af5 99 9.862 4. 3af 5 4.604 494 • r---J Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.327.492 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.