Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 48
48 MOEGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 I ©»989 Universal Press Syndicate n Hvað rnyrvdí þab kosfcci. m'ikié oÁ senda. 8H Kjlóa. þungan tr&katta. tit Haw'aii t tvöer vikur f " S Með morgunkaffinu Ég er hættur að tala við sjálfan mig. Ég kalla það hættur þó ég hringi stund- um í símsvarann hjá mér og... Eru einstæðir foreldrar þurfalingar Olafs Ragnars? Til Velvakanda. I beinni línu fiármálaráðherra í júní sagði fjármálaráðherra að hann hefði undir höndum tölur sem sýndu að einstæðir foreldrar í heild fái meira til sín í ýmsar greiðslur frá ríkinu en þeir borgi í skatt sem heild, þ.e. að þeir skattar sem ríkið fái séu lægri en þær sérstöku greiðslur, barnabætur og annað, sem einstæðir foreldrar fái til sín. Skattfrjálsar tekjur hjóna eru 96 þúsund krónur en skattfijálsartekj- ur einstaklings eru 47 þúsund krón- ur á mánuði. Vísast þetta framan- ritað til greinar í Morgunblaðinu 16. nóvember sl. skrifaða af Kristínu Jónsdóttur. Hvað meinar Olafur Ragnar Grímsson? Er hann að notfæra sér stöðu sína og vald til að ofsækja einstæða foreldra eða hvað? Ég þarf ekki annað en að líta á laun mín til að fá svar. Allur barnabótaaukinn og þær barnabæt- ur sem ríkisbókhald sást ekki yfir að taka er hirt upp í skattiiwr, og síðan er líka tekinn skattur af laun- unum. Því meira sem maður vinnur því meiri skattur. Af hveiju eru ekki barnabætur og barnabótaauki fellt niður og skatturinn lækkaður sem svarar því? Til hvers er verið með svona sýndarmennsku? Barna- bætur og barnabótaauki taldi ég að væri þjóðfélagsleg uppbót, til að gera alla jafnari að lífsgæðum, en Olafi Ragnari Grímssyni hefur svo sannarlega tekist að breyta þessari hugmynd minni. Það hlýtur að segja sig sjálft að erfiðara er fyrir ein- stætt foreldri að ala upp barn eða börn þar sem iaunin eru aðeins ein, heldur en fyrir hjón þar sem launin eru tvenn. Allir friðarhöfðingjar fram að þessu hafa haft það á stefnuskrá sinni að gera alla jafna og létta undir með þeim sem eru í verri þjóðfélagslegri aðstöðu en aðrir. En friðarhöfðinginn, hann Ólafur Ragnar Grímsson,.er að út- búa nýjan hóp af bágstöddu fólki í þjóðfélaginu, einhvern þurfalinga- hóp sem kemur til með að gjalda illilega fyrir að hafa, vegna óviðráð- anlegra aðstæðna, lent í því að verða einstætt foreldri. Allir boð- berar friðarins hafa verið algjörlega á móti stéttamismun og viljað út- rýma fátækt, því það á að vera til nóg handa öllum og þeir hafa verið manna fátækastir sjálfir af verald- legum gæðum. En hann Ólafur Ragnar Grímsson, hann býr bara til svona fátækrahópa andstætt öll- um öðrum friðarboðberum fyrr og nú. Hvernig er einstæðu foreldri ætlað að lifa á því sem það fær þegar búið er að draga allt af laun- unum, svo sem félagsgjöld og lífeyr- issjóð, orlof og allt er þetta dregið af í vissum prósentum af laununum. Því hærri laun því hærri frádráttur og eins er með skattinn. Einstætt foreldri með eitt eða fleiri börn á framfæri þarf að borga húsaleigu og borga af námsláni; hvernig á þetta að vera hægt? Og það versta við þetta allt er að árstekjurnar eru síðan aftur skattlagðar í samræmi við þá heildarupphæð sem sténdur á launaseðlinum en ekki þá tölu sem fæst út þegar eingöngu sú upphæð er reiknuð út sem viðkomandi aðilar fengu raunverulega í peningum, því það vantar svo mikið á launin hjá fólki þegar búið er að draga allt frá. Framkoma Ólafs Ragnars Grímssonar gagnvart fólki sem er að reyna að beijast áfram fyrir lífi sínu og sinna er með slíkum ólíkind- um að það er engan veginn hægt að koma orðum að þeirri lýsingu sem væri helst við hæfi. Þó mætti helst ætla að hann ætti einhverri einstæðri móður grátt að gjalda aftur í grárri forneskju og sé að nota aðstöðu sína til að hefna sín, eða hvað er hægt um þennan friðar- höfðingja sem er einn sinnar teg- undar fyrr og nú og í framtíðinni, svo sérstök er framkoma hans gagnvart einstæðum foreldrum. Það felst svo mikil ómennska og mannfyrirlitning í framkomu hans gagnvart einstæðum foreldrum að með hreinum ólíkindum er. Það er greinilegt að fjármálaráðherra og friðarhöfðingi fara ekki saman í embætti. Það er gott og mikið gleðiefni að marsisk stefna er orðin viður- kennd sem einhver þau hrikaleg- ustu mistök sem hent hafa mann- kyn. Og núna þegar ég sé spá Nostradamusar rætast á óviðráðan- legum hraða og fljótt út um allan heim, þá dettur mér í hug hvað myndi langt í 1000 ára ríkið. Því þeir atburðir sem nú eru að gerast i heiminum og munu gerast á næstu árum þýða það að sú menning, sem við þekkjum og fortíð okkar er byggð á, er að líða undir lok og algjörlega andstæð menning er að rísa upp. Og vonandi verður sú menning þannig að fólk verði metið eftir sönnum andlegum verðmætum en ekki því sem sýnist og blekking- um og lygum. Stöð 2 sýndi fyrir nokkru mynd um Bjargvættina þar sem vináttu tveggja manna var ógnað og eitr- uð. Notaðar voru aðferðir eins og tíðkast í kommúnistaríkjunum til að gera heilbrigt fólk geðveikt og koma því undir lás og slá eða til að koma því á geðsjúkrahús. En sem betur fer þá sigraði sjálfið í manninum, kærleikurinn. Hið illa tapaði. Einhvern veginn finnst mér þessi mynd koma upp í huga mér núna þegar ég velti fyrir mér þeim umbrotum sem eru að gersta þessa dagana í heiminum. Til dæmis með jarðskjálftana í San Fransisco. Hvað myndi gerast ef það kæmu jarðskjálftar þar sem kjarnorka er geypid í jörðu? Stendur ekki ein- hvers staðar í Biblíunni að jörðin eigi eftir að farast í eldi? Og ef við sleppum við það er þá jörðin ekki samt í andarslitrunum ef litið er til annarra spádóma. Samkvæmt spá Nostradamusar og fleiri eigum við jarðarbúar eftir að ganga í gegnum miklar hörmungar á næstu árum en síðan tekur 1000 ára ríkið við, þar sem um allan heim verður ríkjandi friður og kærleikur. Er það ekki einmitt það sem er að gerast í dag í heiminum. Undanfari þess sem koma skal. Mér sýnist það sam- kvæmt minni mannfræðilegu stærðfræði sem ég hef þó eingöngu iært í skóla lífsins. Vonandi breytist allt til batnaðar með nýjum og betri heimi og fólk þurfi ekki að þjást lengur af annarra völdum. En eitt er víst að það þarf að breytast í hvelli hagur einstæðra foreldra ef ekki á að fara illa fyrir þeim. Bjarney Kristín Ólafsdóttir HÖGNI HREKKVÍSI Yíkverji skrifar LÖGEEGLUpJÓNI . . . " Isíðustu viku var hafist handa við að senda í sjónvarpi frá breska þinginu. Er meira að segja unnt að ná þessari sendingu hér á landi, því að geislanum er beint frá London upp í gervitunglið ASTRA. Þeir sem hafa móttökutæki fyrir þann hnött hér og annars staðar í heiminum geta sem sé kynnst því, að þar eru breskir þingmenn stöðugt talandi á einni rás frá því skömmu eftir há- degi og fram á kvöld, gott ef sending- in hefst ekki fyrir hádegi á föstudög- um. Hér i blaðinu var sagt frá því, að í Bretlandi tóku menn þessari ný- breytni misjafnlega og virtust blöðin flest neikvæð í dómum sínum eftir fyrsta daginn. Hvað sem því líður er ljóst, að mikil þægindi eru af því fyrir marga að geta aðeins kveikt á sjónvaipinu til að íýlgjast með því sem er að gerast í þjóðþinginu. Strangar reglur gilda um það hvem- ig myndavélunum skuli beitt. Til- gangurinn með reglunum er að stemma stigu við því að þingið breyt- ist í einskonar leikhús. Verður fróð- legt að fylgjast með þvi, hver reynsl- an verður af þessu. xxx Hér hjá okkur er ijöldi sjónvarpr- ása takmarkaður. Hins vegar er nóg af hljóðvarpsrásum. Ætti Al- þingi að huga að því að setja upp sendi, svo að unnt sé fyrir þá sem áhuga hafa á málefnum þess og þjóð- málum almennt að hlusta á þingum- ræður í hljóðvarpi. Er undrunarefni að ekki þetta skuli ekki hafa verið gert nú þegar. Forsetar þingsins hafa unnið að því að smíða og framkvæma reglur sem gera blaða- og fréttamönnum erfiðara fyrir en áður að hafa náin samskipti við þingmenn eða taka af þeim myndir við störf í þingsalnum. Þrengsli og aðstaða í þinghúsinu er þannig að menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir gera sér ferð þang- að til að hlusta á umræður. Myndi það létta á öllum starfsmönnum þingsins, ef hafist yrði handa við að hljóðvarpa beint frá þingfundum. Sú setning er fleyg nú um stund- ir, að marxisminn eigi sér aðeins skjól innan veggja vestrænna há- skóla. Til marks um þetta telur Víkveiji þau vandræði sem ýmsir nemendur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í stjómmálafræði glíma við vegna skorts á Kommún- istaávarpinu eftir þá Marx og Eng- els. Er svo komið, að það er ófáan- legt á almennum markaði á íslensku og mun ekki í ráði að endurprenta það að svo stöddu. Víkveiji hefur ekki rannsakað málið ofan í kjölinn en honum býður í grun að eftirspum eftir Kommún- istaávaipinu hafi vaxið eftir að Hann- es Hólmsteinn var skipaður lektor við Háskólann. Telur lektorinn það líklega skyldu sína að halda boðskap ávarpsins að nemendum sínum. Það væri svo sem í samræmi við aðra sögulega atburði samtímans, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson yrði næsti útgefandi Kommúnista- ávarpsins á íslensku. Við skulum bara vona, að hann fari þess ekki á leit við Stofnun Jóns Þorlákssonar að hún standi að verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.