Morgunblaðið - 28.11.1989, Side 38

Morgunblaðið - 28.11.1989, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 -------|--[------------------------------- Minning: Reynir Steingríms- son bóndi, Hvammi Þann 3. nóvember sl. andaðist á heimili sínu að Hvammi í Vatnsdal, A-Hún., frændi minn og vinur Reyn- ir Steingrímsson. Hann fæddist í Hvammi 21. nóvember 1925 og var því tæplega 64 ára þegar hann lést. Foreldrar Reynis voru þau Theó- dóra Hallgrímsdóttir og Steingrímur Ingvarsson. Theódóra var dóttir Hallgríms Haligrímssonar og Sigur- laugar Guðlaugsdóttur, er þjuggu stórbúi í Hvammi fyrir og eftir síðustu aldamót. Steingrímur var frá Sólheimum í Svínavatnshreppi, sonur Ingvars Þorsteinssonar, Helgasonar, Eiríkssonar frá Bolholti, sem hin fjöl- menna Bolholtsætt er komin út af. Móðir Steingríms hét Kristín Gísla- dóttir, Húnvetnirgur að ætt. Reynir ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum, en hann var næstyngstur þeiri a. Þau eru: Ingvar bóndi á Eyjólfsstöðum, kvæntur Ingi- björgu Bjarnadóttur, Hallgrímur Heiðar bifreiðarstjóri í Reykjavík, ókvæntur, og Sigurlaug búsett á Sauðárkróki, gift Hauki Pálssyni mjólkurfræðingi. Eins og kunnugt er, er Hvammur fomt höfuðból og sýslumannssetur, í tíð Bjöms Blöndal ættföður Blön- dalsættarinnar. í föðurhúsum vann Reynir öll venjuleg sveitastörf. Hann þótti snemma kappsamur við vinnu og vildi ljúka hverju verki á sem stystum tíma, þó var hann vandvirk- ur og snyrtimenni á allan hátt. Veturinn 1945-1946 stundaði hann nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði. Þar eignaðist hann marga vini og kunningja og átti góðar endurminningar frá dvöl- inni þar. Eftir dvölina á Reykjaskóla, fór hann aftur heim í Hvamm og vann áfram að búi foreldra sinna. Árið 1947 andaðist Steingrímur faðir Reynis aðeins fimmtugur að aldri. Theódóra hélt þó áfram búskap um sinn með bömum sínum. Þann 24. október 1953 gekk Reyn- ir í hjónaband með eftiríifandi konu sinni, Salóme Jónsdóttur frá Akri. Foreldrar hennar vom hjónin Jónína Ólafsdóttir og Jón Pálmason bóndi og alþingismaður. Þau Salóme og Reynir eignuðust tvær dætur, sem báðar eru búsettar í Reykjavík. Þær em Theódóra hjúkmnarfræðingur, gift Grími Jónassyni verkfræðingi, og Valgprður Jóna skrifstofustúlka, gift Gísla Úlfarssyni verslunar- manni. Eiga þau eina dóttur, Söra Lind, sem var í miklu uppáhaldi hjá afa sínum. Fyrstu búskaparár þeirra Salóme og Reynis bjuggu þau í félagi við Theódóm móður Reynis, en keyptu síðan hálfan Hvamm af henni, en hinn helminginn átti bróðir Theó- dóm, Guðjón Hallgrímsson, og síðan Hallgrímur sonur Guðjóns. Búskapur Hvammshjónanna Salóme og Reynis var farsæll, þau áttu arðsaman bú- stofn svo af bar. Það fór ekki fram- hjá neinum, sem til þekktu, að sauð- fé í Hvammi bar af öðru fé, það var líka vel hugsað um það og ætíð kapp- fóðrað. Vandað var vel' til um val lífiamba og nákvæmt bókhald haldið yfir fjárbúið, og þeir sem muna eftir hrútasýningunum, kannast við fal- legu hrútana frá Hvammi. Ræktunarstarfsemin kemur ekki af sjálfri sér, það kostar mikla vinnu og nákvæmni, en hjónin unnu þetta í sameiningu og dæturnar þegar þær vom heima. Fyrir tveimur áram förguðu þau öllu sauðfé, vegna riðuveiki, og hafa verið fjárlaus síðan, en næsta haust máttu þau taka kindur aftur. Þó að sauðfé væri í hávegum haft hjá Reyni og mikil ánægja að starfa við það, vom fleiri áhugaefni í sambandi við búskapinn. Hann var mjög áhuga- samur í sambandi við hrossarækt, átti líka góðan stofn í byijun búskap- ar og slakaði aldrei á ræktunarstarf- inu í sambandi við það: Hann notaði jafnan góða stóðhesta og fór oft með bestu hryssurnar til bestu stóðhesta sem völ var á. Með slíku starfi eign- aðist Reynir góð hross. Hann var ávallt vel ríðandi og hafði mikinn áhuga á hestamennsku og hafði gaman af að bregða sér á hestbak ef tími var til frá daglegum störfum, og lét þá hesta sína fara á kostum. Best kynntist ég reiðhestum Reynis er við mörg haust fómm saman í göngur. Reynir var þá ávallt manna best ríðandi, en mikið reyndi oft á hestana í slíkum ferðum, en þeir bmgðust aldrei hjá honum á hveiju sem gekk. Hann var ágætur leitar- maður, athugull og hlífði sér hvergi. Hann hreifst mikið af hinum víðáttu- miklu heiðarlöndum, með hinum kjarnmikla gróðri og fegurð. Þó tók hann Fljótsdrögin fram yfir allt ann- að, með hinum tignarlegu jöklum, Langjökli og Eiríksjökli. Eitt sinn er Reynir var á göngu í svokölluðu Krákahrauni, fyrir sunn- an Krák, fann hann helli sem ekki var vitað um áður. Svo nákvæmlega lýsti hann staðnum fyrir okkur gangnamönnum, að seinna er ég var þarna á ferð fann ég hellinn og hlóð stóra vörðu við hann. Hellirinn var skírður Reynishellir. Reynir var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, grínsamur og kátur, tók lagið ef því var að skipta enda hafði hann ágæta söngrödd. Þegar ég rifja nú upp samskipti okkar frændanna frá liðnum árum kemur ótal margt upp í hugann sem of langt yrði að telja upp hér. Allt er það jafn bjart og enginn skuggi hefir komist þar að. Það er ánægju- legt fyrir mig, og þær minningar vil ég geyma sem lengst. Lengst af búskaparárum Salóme og Reynis bjó á móti þeim frændi Reynis, Hallgrímur Guðjónsson, og Fjóla Kristmannsdóttir. En fyrir nokkram árum seldu þau sinn helm- ing af jörðinni og fluttu til Reykja- víkur. Þann hluta keyptu svo hjón úr Reykjavík, Gunnar Ástvaldsson og Þuríður Guðmundsdóttir, er hafa búið þar síðan og reynst þeim Salóme og Reyni góðir nágrannar. Reynir vann mörg störf í þágu sveitar sinnar og voru þau unnin af sama dugnaði og vandvirkni, sem einkenndu störf hans alla tíð. Hann var gæfumaður í lífinu, átti góða foreldra og systkini og alinn upp á miklu myndarheimili, í einni fegurstu sveit á íslandi, þar sem hann dvaldi alla tíð. Hann eign- aðist góða konu sem hann elskaði og virti, og tvær yndislegar dætur, sem hann bar umhyggjú fyrir og vildi veg þeirra sem bestan. Þau Hvammshjón bættu mikið jörð sína, stækkuðu túnið, byggðu útihús og nú síðast endurbættu þau íbúðar- húsið. Mikill gestagangur var á heimili þeirra, þau iíka vinamörg og skemmtileg heim að sækja. Frá því að ég man fyrst eftir hefur ríkt mik- il vinátta milli heimilanna í Hnausum og Hvammi. Faðir minn og Steingrímur faðir Reynis voru bræðrasynir og uppeldisbræður. Ég fagna því að vináttan hefur haldist fram á þennan dag. Við hjónin áttum því láni að fagna að fara í margar skemmtiferðir með þeim Hvamms- hjónum. í öllu þessum ferðum ríkti mikil ánægja og glaðværð og við geymum hjá okkur góðar endurminn- ingar. Að lokum þökkum við hjónin vin- Minning: Ellert Tryggvason vörubifreiðasijóri SIEMENS Kœli - og frvstitœki í miklu úrvali! U Lítiö inn til okkar og skoðiö vönduð |f vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœöi, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Fæddur 29. júlí 1929 Dáinn 18. október 1989 Þann 27. október var til moldar borinn tengdafaðir minn, Ellert Tryggvason vömbifreiðastjóri. Elli, eins og hann var kallaður, fæddist í Reykjavík og foreldrar hans voru Sigríður Guðjónsdóttir og Tryggvi Ásgrímsson bifvélavirki, bæði Reyk- víkingar. Þau bjuggu fyrstu hjú- skaparár sín á Njálsgötunni, en fluttu síðan í Skerjafjörð og þar ólst Elli upp ásamt tveimur bræðmm sínum, Ottó, sem var þeirra elstur (lést 1980), og Ásgrími, yngstur þeirra bræðar. Snemma hneigðist hugur Ella til véla og bifreiða enda ekki langt að sækja þar eð faðir hans Tryggvi rak eigið bifvélaverk- stæði um árabil. Foreldrar Ella skildu og flutti móðir hans þá til Noregs 1946. Hún giftist þar að nýju og eignaðist þijú böm, auk þess sem yngsti bróðirinn flutti með henni út. Elli byijaði snemma að vinna og sjá fyrir sér sjálfur. Fyrst með sumarvinnu vestur á Barða- strönd og síðar varð hann starfsmað- ur Vélasjóðs ríkisins og starfaði á þeirra vegum um árabil á Barða- ströndinni, alla tíð á þungavinnuvél- um og markaði þar starfsferil sinn. Þessi ár á Barðaströndinni vom Ella mjög kær og komu oft upp í samræð- um og kom þá sérstakur blær í rödd- ina, svo mjög að ég hélt fyrst eftir að ég kynntist honum að hann væri >ar borinn og bamfæddur. Á Barða- ströndinni kynntist Elli ungri stúlku sem þangað var nýkomin frá stríðshijáðu Þýskalandi. Ilse Peiser hét hún þá, þau felldu hugi saman og giftu sig 1950. Ilse fékk síðar íslenskan ríkisborgararétt og tók sér Tryggvason í eftirnafn. Þau bjuggu fýrsta hjúskaparárið sitt á Stað í Reykhólasveit og þar fæddist fyrsta barnið, Elín. Síðan lá leiðin suður. í Reykjavík bjuggu þau næstu árin. Helga fæddist 1954 og tveimur árum síðar fluttust þau til Voga á Vatnsleysuströnd og Élli hóf störf hjá Islenskum aðalverktökum. 1959 fengu þau úthlutað lóð í Kóþa- voginum og byggðu sér það hús sem varð heimili þeirra síðan. 1961 hóf Elli störf í lögreglunni í Kópavogin- um sem þá var tiltölulega nýstofn- uð, hann var lögregluþjónn númer þijú. 1963 fæddist yngsti sonurinn Árni Karl. En hugurinn var ávallt við vélar og bifreiðir. Eftir fjögur ár í lögregl- unni hætti hann ásamt öðmm félaga sínum þar, Ingólfi Finnbjörnssyni, og stofnuðu þeir Sendibílastöð Kópa- vogs 1967._ Um þetta leyti kynnist ég Ella. í minningunni geymast myndir frá þessum áranrsem em kærar. Fyrsta sinn er ég fylgdi Elínu heim allt of seint eina 17. júní nótt, þegar við vomm að skjóta okkur í hvort öðm, ég var skíthræddur að þurfa að standa fyrir máli mínu, en allur ótti reyndist ástæðulaus — Elli skildi. ÞriÖjudagstðiileikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvtild kl. 20.30. Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, og Páll Eyjólfs- son, gítarleikari, flytja verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Karlheinz Stockhausen, Toru Take- mitsu og Willy Burkhard. áttuna á liðnum ámm og margar ánægjulegar samvemstundir. Um leið sendum við Salóme og fjölskyldu Theódóm, móður Reynis, og systkin- um hans, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Leifur Sveinbjörnsson Þegar mér var sagt frá láti vinar míns Reynis í Hvammi fannst mér eins og það hefði myndast stórt tómarúm sem ekki yrði fyllt upp af öðmm. Tæpri viku fyrir andlátið höfðum við Reynir ásamt fleirum unnið að ákveðnu verkefni og þar gekk hann til verks eins og hann var vanur, með sérstökum dugnaði og áhuga. Reynir var mikið náttúmbarn og naut sín hvergi betur en í faðmi sveitarinnar. Hann var mikill rækt- unarmaður og átti sérlega fallegt sauðfé og hafði lagt mikið á sig við ræktun þess, en hann varð fyrir þeirri sára lífsreynslu að fá riðuveiki í féð og var það fellt haustið 1987. Við Reynir höfðum einmitt nýverið rætt saman og hann var að segja mér hvemig hann ætlaði að venja lömbin úti sem hann ætlaði að kaupa næsta haust, en Reynir var snillingur í að umgangast sauðfé, sást strax að þar fór maður sem kunni sitt fag. Hann fór í göngur um áratuga skeið og var með allra bestu gangna- mönnum, alltaf sérlega vel ríðandi og átti fallega hesta og fönguleg stóðhross og naut þess að hlúa að þeim með góðri umhirðu og þótti vænt um sína hesta. Reynir fæddist 21. nóvember 1925 í Hvammi í Vatnsdal og var næst yngsta barn hjónanna Theodóm Hallgrímsdóttur frá Hvammi og Steingpms Ingvarssonar frá Sól- heimum í Svínavatnshreppi. Ég hef alltaf heyrt talað um heimili foreldra Reynis sem mikið myndarheimili, svo var og tvíbýli í Hvammi og var ákaf- lega mannmargt þar og hefur Reyn- ir mótast í æsku af glaðværð og fé- lagslyndi sem einkenndi hann til síðustu stundar. Fyrstu árin á Sendibílastöðinni vom ekki létt. Það er erfitt að vinna nýju fyrirtæki gmnn, en það tókst. Með' aðsetur í gamla Litaskálanum passaði Elín símann og þeir félag- amir rökkuðu timbri í BYKO á milli túra. Ekki veitti af til að endar næðu saman. Sendibílastöðinni óx fljótlega fiskur um hrygg og varð stöðug í sessi. Elli þreyttist á „hark- inu“ og réðist til Sigölduvirkjunar á stórvirkar vinnuvélar þegar fram- kvæmdir stóðu þar yfir enda þaul- vanur á gröfum og jarðýtum og af- bragðslaginn. Við slíkar fram- kvæmdir vann hann síðan meira og. . minna til dauðadags, allra síðustu árin sem vömbifreiðastjóri á Þrótti. Elli starfaði við flestar stórfram- kvæmdir á íslandi á þessum ámm, oftast í tengslum við Miðfell hf. Kröfluvirkjun, Hrauneyjarfoss, Blönduvirkjun o.fl. Einn vetur starf- aði hann við stórframkvæmdir í Só- malíu svo eitthvað sé nefnt. Stund- um er sagt um sjómenn að sjó- mennskan sé í blóðinu, ein hvers konar útþrá eða ævintýraþrá. Ég upplifði þetta hjá Ella mjög oft, nema það vora stórframkvæmdir sem löðuðu. Elli var mikill vexti og hávaxinn. Hann kallaði hlutina réttum nöfnum og þessir eiginleikar hans bæði löð- uðu til sín og fældu frá. Sterk rétt- lætiskennd er trúlega réttasta lýs- ingin á orðum og athæfi Ella. Tók ávallt málstað þeirra er minna mega sín. Ekkert væri meira í ósamræmi við líf Ella, en að minnast hans með væmni og tilfinningasemi en eitt get

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.