Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 12
12 ......MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUÐÁGUR 28. NÖVeMBER 1989 Selló og píanó _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og 'Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari léku á veg- um Styrktarfélags Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar í Tón- skólasalnum sl. laugardag og fluttu tónlist eftir J.S. Bach, Beet- hoven, Rakhmanínov og Schubert. Fyrsta verkið var önnur Gám- basónatan af þremur (BWV- 1028), sú í D-dúr, en þessi verk eru meðal annars merkileg vegna þess að í þeim (og fiðlu- og flautu- sónötunum, BWV 1014-19 og, 1030-32) hverfur Bach frá því að nota sembalinn eingöngu sem „continue“-hljóðfæri. Flutningur Bryndísar og Steinunnar var nokkuð hrár og vantaði í samspil þeirra að leika með þá „kontra- púntísku“-raddskipan er einkenn- ir verkið. Annað verkið á efnisskránni var eitt af uppáhaldsviðfangsefn- um sellóleikara, A-dúr sónatan, op. 69, eftir Beethoven. Þar var píanóið allt of sterkt, sem kenna má píanóinu um, þ.e. að hljómur þess sé of harður. Þrátt fyrir ágæta spretti hér og þar vantaði að marka andstæður í styrk og blæbrigðum og leika aðeins með tónmál einstakra stefja í þessu stórkostlega skáldverki meistar- ans. Þannig varð t.d. 1. þátturinn sléttur og felidur og í skertsóið vantaði alla glettni (eða stríðni) og einnig hrynræna skerpu. Eins og fyrr segir var píanóið allt of sterkt og einstaka sinnum jafnvel „martellato" (hamrandi). í „Vokalísunni" eftir Rakhm- anínov naut sellóið sín vel, en í síðasta verkinu, Arpeggione- sónötunni eftir Schubert, var upp- Bryndís Halla Gylfadóttir haf verksins vel leikið. í þessu verki getur að heyra margar fal- legar tónhugmyndir og til að ná hinum rómantíska anda verksins þarf að dvelja aðeins við þessi Steinunn Birna Ragnarsdóttir stef og eins og hugleiða blæbrigði þeirra svipað því er merking orða er túlkuð í framburði. Að því leyti er flutningur texta og tónlistar eins, að ekki er nóg að flytja hann ---------------------------------*----- skilmerkilega, heldur þarf og að gefa honum lit og tilfinnirVgalegt j inntak. \ Bryndís er efnilegur sellisti og er þetta í annað sinn sem hún heldur einleikstónleika. Þá fer það að sýna sig, hversu námið dugar henni til sjálfstæðrar vinnu og þrátt fyrir að hún ætti á einstaka stað í vandræðum með „intón- sjón“ og að leikurinn í heild væri ekki mjög yfirvegaður í túlkun og mótun verkanna, er ljóst að hér er á ferðinni kraftmikill og drífandi spilari. Steinunn Birna. hefur ekki komið fram hér á landi eftir að hún lauk námi í Banda- ríkjunum og það sem dæmt verð- ur um hana sem píanóleikara, eftir þessa tónleika, er að hún er nokkuð leikin, en hefði mátt leggja meiri áherslu á túlkun til- finninga og blæmótun tónhend- inga, sem er í raun megininntak „klassískrar“ tónlistar. Líklega má skrifa það á reikning píanós- ins, hversu heildarblær tónleik- anna var harður, því öryggi í leik og samspili var slíkt, að ekki verða þær stöllur sakaðar um æfinga- leysi. VEIÐISÖGUR Bókmenntir ErlendurJónsson Stefán Jónsson: LÍFSGLEÐI Á TRÉFÆTI MEÐ BYSSU OG STÖNG. 208 bls. Forlagið. Reykjavík, 1989. Er heiti þessarar bókar ekki óþarflega langt? Svo kann að virð- ast í fyrstu. En við lestur kemst maður að raun um að þar er engu ofaukið. Titillinn segir nákvæm- lega fyrir um innihald. Þetta eru veiðisögur. En engar venjuiegar veiðisögur. Því Stefán varð fyrir því á unga aldri að missa fótinn og hefur síðan stikað sín gæfuspor á gei’vifæti. Því má ætla að hann hafi komist hægar yfir en heilfætt- ir. Af frásögn hans að ráða sýnist þó sem hann hafi oftast komist það sem hann hefur ætlað sér. A-llt um það eru þetta ekki hrein- ræktaðar veiðisögur, heldur veiði- sögur með viðauka; veiðisögur manns sem þurft hefur að berjast á tvennum vígstöðvum ef svo má að orði kveða. Höfundur bætir líka texta sinn með »veiðispekilegum siðapredikunum« svo skírskotað sé til orða hans sjálfs. »Ég er veiðimaður.« Þannig byijar Stefán bók sína. »Það er bara sjaldan eða aldrei spurt hver maður sé, heldur bara hvað maður geri.« Þetta er vafalaust rétt. Is- lendingar halda í einfeldni sinni að staif manns segi fyrir um eðli hans og innræti. Stefán vísar á bug þvílíkri getspeki. Það er hvorki fréttamaðurinn né þingmaðurinn sem fer á veiðar heldur maðurinn eins og hann er skapaður til að afla sér viðurværis á þessari jörð, veiðimaðurinn! Svo einfalt er það. Hitt fer svo hvergi milli mála að bók þessi er samin af manni sem vanur er að fara með orð og setningar ekki síður en með stöng og byssu. Stefán er fimleikamaður HÁSKÓLANÁM f KERFISFRÆÐI Innritun í kerfisfræðinám Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands á vorönn 1990 fer fram á skrifstofu skólans til 1. desember. Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og stunda kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum, en aðrir geta þurft að sækja tíma í fornámi í öldungadeild Verzl- unarskólans, sem er ein önn til viðbótar. Kennt er eftir hádegi, en nemendur, sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslu- stjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Fyrsta önn: Vélamál Forritun í Pascal' Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfí Forritahönnun Verkefni Önnur önn: Gluggakerfi Gagnaskipan AS/400 Gagnasafnsfræði Forritun í Cobol Verkefni á 2. önn Þriðja önn: Hugbúnaöargerð Fyrirlestrar um valin efni Forritunarmál Lokaverkefni Umsóknareyóublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofan- leiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi á meðan innritun stendur yfir og í síma 688400. ✓ TVI TÖLVUHÁSKÓLI V.í. Stefán Jónsson á stíl. Þess njóta veiðisögur hans — og gjalda að sumu leyti líka. Stundum gerist hann nokkuð lang- orður vegna þess að hann getur verið svo sniðugur; og veit líka af því. Af þessu leiðir einnig hitt að höfundurinn þarf ekki að koma beint að efninu eins og háttur er þeirra sem hafa mikið að segja en kunna því minna á töfrabrögð stílsins. Stefán getur nálgast frá- sagnarefnið frá hvaða hlið sem er. Eða farið í kringum það ef honum sýnist svo. Það er út af fyrir sig löng hefð fyrir því að veiðiskap fylgi veiði- sögur. Sumir lifa allt árið í veiði- skapiium: veiða sumar og haust en ylja sér svo við veiðiminningarn- ar hinn hluta ársins. Og Stefán Jónsson heldur því fram að veiðiá- huginn þurfi ekki að dofna með aldrinum. Bók þessa tileinkar Stefán veiði- félögum. Veiðifélagar eru oft í bakgrunni veiðisagna. En má ekki segja að veiðimaðurinn sé alltaf einn — sem slíkur! Og hvað gildir þá nema hæfni hans sjálfs? Spyr fiskurinn hvort hann sé fréttamað- ur eða þingmaður? Þessu er slegið svona fram því veiðifélagarnir hljóta að teljast aukapersónur í svona bók — á eftir fiskunum og fuglunum. Þótt fáir vildu standa í sporum Stefáns í bókstaflegasta skilningi orðanna mundi margur vilja lifa þess háttar augnablik sem hann hefur bestra notið í skauti íslenskr- ar náttúru. FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI Þ.ÞORCRÍMSSOH&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Heimar horfins tíma Bókmenntir Erlendur Jónsson HEIMAR HORFINS TÍMA. Rannsóknii- og sagnir úr saíhi Margeirs Jónssonar á Ögniund- arstöðum. Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáf- una. 288 bls. Söguf. Skagfirð- inga. Sauðárkróki, 1989. Bók þessi er gefin út í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Margeirs Jónssonar bónda og fræðimanns á Ögmundarstöð- um. Hann var meðal stofnenda Sögufélags Skagfirðinga og í hópi merkustu fræðimanna sinnar tíðar. Hann var kennari að mennt en hafði auk þess sótt fyrirlestra í íslensku og sagnfræði við Háskóla íslands. Sýnt er að þar hefur hann einnig numið og tileinkað sér vand- aðar og fræðilegar rannsóknarað- ferðir. Þar eð Margeir hóf ungur búskap á föðurleifð sinni og starf- aði auk þess dijúgt að félagsmál- um lætur að líkum að hann hefur haft tómstundir einar til fræði- og ritstarfa. Hann átti lengi við van- heilsu að stríða og féll frá langt um aldur fram. Eigi að síður hafði hann þá sent frá sér þijú prentuð rit. Og mikinn fróðleik hafði hann þá saman dreginn sein hann lét eftir sig í handritum. Margeir unni héraði sínu en þoldi jafnframt önn fyrir einangrun þá og aðstöðuleysi sem takmarkaður efnahagur og vinnuálag bakaði mörgum í þá daga: »Það vita allir, að hvíldar- laust strit á sama blettinum lamar og drepur fijálsa og skapandi hugsun, en dofinn hugur er dimm- ur og hugsjónasnauður, áþekkur gluggalausu húsi og svifaseinn til útsjónar og umbóta.« Siguijón Björnsson getur þess í inngangsgrein að Margeir hafi fengist við ljóðlist á yngri árum. Þótt hann iegði kveðskapinn á hill- una sér þessa merki í ritum hans. Margeir hefur ekki aðeins vandað stíl sinn; skrif hans bera líka vott um ljóðrænt innsæi og skáldlega hugkvæmni. Einkum gætir þessa í náttúrulýsingum hans, svo og í sögnum þeim sem hann skrásetti. En Margeir lagði ríka áherslu á tengsl lands, þjóðar og sögu. Verulegur hluti þessarar bókar eru samantektir um menn og mál- efni horfins tíma. Margur hefur gefið sig að þjóðlegum fræðum og unnið gott starf á þeim sviðum eftir daga Margeirs; færri hins vegar á undan honum. Má þvi segja að hann og fáeinir jafnaldrar hans hafi átt frumkvæðið að þessum þætti íslenskrar bókmenningar og Margeir Jónsson mótað hana eins og við þekkjum hana nú. En síðan hafa fleiri en tölu verði á komið sökkt sér niður í fræðabrunna fortíðarinnar og sent frá sér bækur um þau efni. Margeir vann líka að sýnu sér- hæfðari verkefnum, tók sér t.d. fyrir hendur að rannsaka bæjanöfn á Norðurlandi og eru sýnishorn af því verki birt í þessari bók. Fátt leiðir betur í ijós hversu vel hann ígrundaði athuganir sínar áður en hann festi niðurstöðurnar á blað. Skýringar hans eru jafnan rök- studdar en bera einnig vott um þess konar fræðilegt hugmynda- flug sem oft er nauðsynlegt til að komast á sporið eftir haldbærum niðurstöðum. Vitað er að sum nöfnin hafa afbakast með aldanna rás. Önnur virðast óskiljanleg þannig að fólk álítur að þau hljóti að vera afbökuð þótt svo þurfi reyndar alls ekki að vera, merking- in hefur einfaldlega fallið í fyrnsku. Bókarheitið, Heimar horfms tíma, er lýsandi í tvennum skiln- ingi: Viðfangsefni Margeirs voru flest sótt til löngu liðinna tíma. Og sjálfur lifði hann og starfaði við aðstæður sem voru miklu nær fortíðinni en nútímanum. Þótt hann einskorðaði rannsóknir sínar mest við næsta nágrenni hafa rit hans víðtækt og almennt þjóð- fræðilegt og menningarsögulegt gildi. Mjög hefur verið vandað til út- gáfu þessarar, t.d. fylgja nafna- skrár og einnig skrá yfir prentuð rit Margeirs. Ennfremur rekur Siguijón Björnsson helstu æviatriði Mar- geirs í fyrrnefndri inngangsgrein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.