Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1989 M Bretland og Evrópubandalagið: Almenningur vill ekki afhenda EB meira vald St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, er samstíga brezkum almenningi í afstöðunni til Evrópubandalagsins (EB). Brezkur almenningur er ekki sérlega sannfærður um að þátttaka í bandalaginu haíí verið til góðs og hann hefur lítinn áhuga á að láta það fara með málefiii sín, að því er kemur fram í könnun, sem nýverið birtist í dagblaðinu The Independent. Könnunin var unnin á vegum Harris-rannsóknarstofiiunarinnar í fjórum löndum Evrópu- bandalagsins: Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og á Spáni. I henni kemur fram marktækur munur á afstöðu brezks almenn- ings til Evrópubandalagsins og almennings í hinum löndunum þrem- ur. Þeir, sem spurðir voru, fengu lista með sex atriðum og áttu að segja hvort þátttaka i EB hefði komið þeim til góða með einhveijum hætti. Aðeins eitt atriði fékk stuðn- ing meira en 40% aðspurðra Breta. 55% þeirra töldu að ófriður milli þjóða væri ólíklegri. Vestur-þýzkur almenningur virðist styðja EB eindregnast. 84% aðspurðra töldu að þátttakan yki vöruúrval, 72% að hún gerði það auðveldara að ferðast til útlanda, 69% að ófriður væri ólíklegri og 60% töldu þátttökuna í EB auka áhrif landsins á stjórn Evrópu. 46% Breta eru andvígir því að sameiginleg mynt verði tekin upp í Evrópubandalaginu, 31% Vest- ur-Þjóðveija, 13% Frakka og 8% Spánveija. Yfir 50% íbúa í Vestur-Þýzka- landi, Frakklandi og á Spáni telja breytingarnar, sem fýlgt hafa þátt- töku, hafi verið til góðs fýrir lönd sín, en aðeins 28% Breta eru sömu skoðunar. Spurt var um það, hvort einstök lönd ættu að taka ákvarðanir í til- teknum málefnum eða EB fyrir þau öll sameiginlega. Mikill meiri- hluti í öllum löndum er fyrir því að EB taki ákvarðanir um lög gegn mengun. 49% Breta telja að hvert land fyrir sig eigi að ráða varnar- málum, en sú skipan ríkir nú. Sam- svarandi tala fyrir Vestur-Þjóð- Bandaríkin: Lyfgegn Parkin- sons-veiki? DEPRENYL heitir nýtt lyf sem virðist hægja verulega á þróun Parkinsons-veikinnar er veldur heilaskemmdum, að sögn bandarískra vísinda- manna. Dagblaðið The Was- hington Post hefiir eflir læknaritinu New England Journal of Medicine að gerð- ar hafi verið tilraunir með lyfið á 800 manns með byrj- unareinkenni sjúkdómsins og árangurinn hafi verið nyög góður. Parkinsons-veiki á rætur að rekja til þess að ákveðin tegund af heilafrumum deyr en ekki er vitað um orsökina. Frumur þessar eru hluti vefja sem mynda taugabrautir er annast sjálfráð viðbrögð vöðvanna’ Flestum sjúklingum er nú gefið svonefnt L-dopa sem slær nokkuð á einkennin, a.m.k. til að byija með, en hindrar ekki að sjúkdómurinn breiðist út-í heilanum. Forstöðumaður þeirrar stofnunar í Bandaríkjunum, er fæst við rannsóknir á tauga- sjúkdómum, Carl Leventhal, segir að deprenyl lofi vissulega góðu. Hann telur þó að kanna þurfi áhrif nýja lyfsins á sjúkl- inga í nokkur ár áður en hægt sé að slá nokkru föstu um var- anlegan bata af meðferðinni. veija er 16%, Frakka 31% og Spán- veija 29%. 60% Breta telja, að hvert land fyrir sig eigi að setja lög um félags- leg réttindi, 62% Vestur-Þjóðveija, 51% Frakka og 39% Spánveija, en um þetta hefur verið deilt mjög á undanförnum mánuðum. 70% Breta líta svo á, að hvert land fyrir sig eigi að ákveða, hvað sé' kennt í skólum, eins og nú er raunin í EB, 41% Vestur-Þjóðveija, 40% Frakka og 29% Spánveija. Svipuð afstaða virðist ríkja hjá stuðningsmönnum brezka íhalds- flokksins og Verkamannaflokks- ins, en stuðningsmenn þess síðar- nefnda hafa fram til þessa verið andsnúnari EB. Einnig kemur fram í öllum löndum, að lítill mun- ur er á-afstöðu ungra og gamalla í þessum löndum. 47. leikvika - 25.nóvember 1989 Vinningsrööin: 1X1-X1X-X12-211 HVER VANN 1.972.370- kr. 0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð 11 voru með 11 rétta - og fær hver: 35.934- kr. á röð Þrefaldur pottur - um næstu helgi !!!! Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands. Skoðanir henn- ar á Evrópubandalaginu virðast fara saman við skoðanir margra landa hennar. Það er einnig skýr meirihluti meðal Frakka og Vestur-Þjóðveija, fyrir því að sækja áfram að stefnu- miðum EB án Breta, komi til þess að velja þurfi á milli þeirra og EB. FÆJKlAAHDjt MÓTORAR HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER markaður Vörumarkadur allt árið Opii frá kl. 10-18.30 Laugardaga frá kl. 10-16 Ny|ar vorur Bókamarkaður Hljómplötur og E | ■LmiMi Samkort S-K-',F'A N Seisladiskar Kápur, úlpur, buxur, blússur, jakkar, pils, krumpugallar, jogginggallar, barnafatnaður, skyrtur, sokkar, nærfatnaður, kaffi- og matarstell, glös og hnífapör og margt, margt fleira. Við erum í VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR HRINGBRAUT 121 % AWOIG4RDUR Söluturn í JL-húsinu RAFBUÐ VESTURBÆJAR HF. sími 622732 Jk. Hársnyrting (iUEIFIM sími 22077 Búsáhöld og gjafavörur sími 11981 HUSHLUTIR HF. INNRÉTTINGAR sími 625045 Opið til kl. 22.00 öll kvöld. ÓSKABLÓMIÐ sími 625880 PIZZA-RAMI HEIMSENDING Sl'mi 21066 Vídeoleiga og sölutum sfmi 17620 $peinn*$akari BAKARÍ-KCWraTORI KAFFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.