Morgunblaðið - 28.11.1989, Side 16

Morgunblaðið - 28.11.1989, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 Á skútii uni heimsinshöf Unnurjökulsdóltir l’orbjöm Magnússor KJÖLFAR KRÍUNNAR er ævintýraleg ferðasaga. Þorbjörn og Unnur smíða skútu, sigla á henni um hálfan hnöttinn og skrifa síðan um þessa stórfenglegu reynslu. Útkoman er einkar vel skrifuð og vönduð bók um framandi mannlíf. Fjörleg frásögn skreytt ótal lit- myndum. Þetta er bók um fólk sem þorði að lóta drauminn rætast. I og menning í ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA Siðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Skipulag* heima- hjúkrunar í tileftii viðtals við Hildi Helgadóttur eftir Bergljótu Líndal í Morgunblaðinu sunnudaginn 1. október sl. er grein, sem fjallar um „Umönnun gegn alnæmi" og athyglisvert viðtal við Hildi Helga- dóttur, sem er fyrsti íslenzki hjúkr- unarfræðingurinn, sem sérhæfir sig í ujnönnun alnæmissjúklinga. í greininni segir m.a.: „Það þarf nauðsynlega að koma á fót heima- hjúkrun fyrir alnæmissjúklinga þannig að sú þjónusta geti staðið þeim sjúklingum til boða sem kjósa að dvelja heima í veikindum sínum. Þegar starfa nokkrir hjúkrunar- fræðingar við heimahjúkrun krabbameinssjúklinga (leturbr. mín) og vinna þar mjög gott starf. Til þess að hjúkrunarfræðingar séu í stakk búnir til að annast alnæmis- sjúklinga heima þurfa þeir að sjálf- sögðu á fræðslu að halda og hana þarf að efla stórlega." Heilbrigðisþjónustan hefur geng- ið í gegnum mörg þróunarskeið gegnum tíðina eins og eðlilegt er. Allt frá því, þegar gamli góði heim- ilislæknirinn var hinn góði andi fjöl- skyldunnar, læknir, ráðgjafi og trúnaðarvinur, þar til tími sérhæf- ingar tók við, afleiðing sívaxandi þekkingar, en þá gerðist það, að skjólstæðingurinn „skiptist í hina ýmsu líkamshluta" og þjónustan dreifðist á marga aðila. Það gleymdist, að hann er mannvera með andlegar, líkamlegar og félags- legar þarfir, og tilheyrir fjölskyldu og þjóðfélagi. Allt fléttast þetta saman á margbrotinn og flókinn hátt og hefur gagnkvæm áhrif á heilsu og líðan. Til að þjónustan verði árangursrík, verður að hafa þetta í huga. Viðbrögðin við þessari þróun voru þau að megináherzlu er nú lögð á alhliða — eða það, sem kall- að er „heildræn þjónusta“. Þá er það flókna og mikilvæga samspil, sem að framan getur, haft í huga, og enginn einn þáttur slitinn úr samhengi við annan. Jafnframt er lögð áherzla á, að sami starfsmaður Bergljót Líndal „Á því skal vakin sér- stök athygli, að heima- hjúkrun er veitt öllum sem á þurfa að halda.“ sinni sama einstaklingnum, m.a. til að ná góðu trúnaðarsambandi. Með þetta í huga var heilsu- gæslustöðvum komið á fót. Nær heilsugæslukerfið nú til allra lands- manna nema hluta Reykjavíkur, þar þjónar Heilsuverndarstöð Reykja- víkur enn sem komið er. Heilsu- gæsiustöðvar hafa það hlutverk að veita fólki alhliða heilbrigðisþjón- ustu, utan sjúkrahúsa, í hverfinu, sem það býr. Er þetta skipulag yfir- lýst stefna heilbrigðisyfirvalda. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 er talið upp hvaða þjón- ustu heilsugæslustöðvar skuli veita, þ. á m. er heimahjúkrun. Skipulögð heimahjúkrun hefur verið rekin í Reykjavík allt frá árinu 1902 og hefur henni verið komið á víðast hvar á landsbyggðinni, a.m.k. í þéttbýli. Markmið heimahjúknmar er: „Að Elli- og hjúkrun- arheimilið Grund eftir Árna Helgason Ég hefi átt því láni að fagna að hafa fylgst með þróun mála á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík og fengið að gleðjast með þeim framförum sem þar hafa orð- ið í gegnum tíðina. Þetta hefir gert mig vissan í því að forstjórinn Gísli Sigurbjörnsson er réttur maður á réttum stað og þrátt fyrir árin að baki sé ég engin ellimörk á huga hans og höndum og hugsun fyrir velferð þeirra sem hann veitir skjól. Ég hefi orðið til þess að fá þarna húsaskjól fyrir ólíklegustu dvalar- gesti, gesti sem einhvernveginn höfðu bitið það í sig að ekki væri verandi á slíkri stofnun, en sjá nú í dag hversu alvarlega það hefir misskilið allt og fagnar hverjum degi og blessar heimilið og að hafa komist þangað. Ég undrast líka þegar ásóknin var mest og Gísli þurfti að taka alvarlegar ákvarðan- ir um að þétta hópinn í herbergjun- um til að bjarga þeim sem bágt áttu og sáu lítið annað en götuna, hversu vel hann komst hjá allri gagnrýni og blessunarlega og er ekki í vafa um að þarna er marg- föld guðsblessun á ferðinni og allt hefir þetta blessast fyrir miskunn hans og náð. Með hverju árinu sem líður er líka verið að bæta um og gera vistlegra. Þá skal því ekki gleymt að stór salur er fyrir tilbeiðslu og þakkar- gjörð til Drottins sem allan sigur gefur og forstjórinn er líka viss um hvaðan hjálpin kemur, hann var ekki fyrir ekki neitt alinn upp og mótaður á sannkristnu heimili. Og það kemur svo sannarlega fram nú og hefir komið fram. Og ekki má gleyma því að öllu því í nýmælum sem er á döfinni er rækilega fylgst með og tileinkað sér það besta í rekstri þessa stóra og góða heimil- is. Þá skal á það bent að læknis- þjónusta er þarna mikil og staður fyrir hana. Þangað koma læknar á öllum sviðum til að hjálpa og líkna vistmönnum. Þetta er eitt af því dásamlegasta sem ég hefi orðið var við. Ég kem oft á Grund, horfi vel í kring um mig og sé brosin á vist- mönnum. Ræði við þá og þeir eru ekkert að luma á þakklætinu og örygginu sem þeir búa við. Grund er fyrsta heimilið á landinu sem er til hjálpar öldruðum og hefir haldið velli gegnum árin, og ekki staðnað. Stjórn þess hefir verið þjóðinni til sóma og ætti ég að óska minni þjóð einhvers góðs eða ráðamönnum hennar sem ekki gengur alltof vel að stjórna fjármálum hennar, myndi ég fyrst og fremst óska þess að hún ætti marga slíka sem Gísli Sigur-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.