Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 3IT0 á rrvi 'i íii t a. i' Islenska stálfélaffið: Aætlað að hefja brotamalm- vinnslu í næsta mánuði AÆTLAÐ er að brotamálmvinnsla íslenska stálfélagsins hefjist form- Iega í lok næsta mánaðar, en þá verður væntanlega tekinn í notkun bílatætari, sem verið er að reisa á athaftiasvæði fyrirtækisins sunnan Hafnarfjarðar. Að sögn Páls Halldórssonar, framkvæmdastjóra- Is- lenska stálfélagsins, er gert ráð fyrir að smíði verksmiðjuhúss fyrirtæk- isins verði að fúllu lokið í apríl, og málmbræðsla geti hafist fljótlega upp úr því. Páll sagði að bílatætarinn, sem taka á í notkun í næsta mánuði, taki bílhræ í heilu lagi og tæti þau niður og flokki í járn, kopar, ál, gúmmí og óhreinindi. „Við fáum þannig um 94% hreint járn út úr tætaranum, en það verður það hrá- efni sem notað verður í verksmiðj- unni siálfri ásamt öðru járni sem til fellur." Sjálft verksmiðjuhús ~ íslenska stálfélagsins er um 2.400 fermetrar að flatarmáli með um 30 metra loft- hæð. Verið er að ljúka við að reisa grind hússins, og er reiknað með að í lok febrúar geti uppsetning á tækj- um hafist. Að sögn Páls er áætlað að því verði lokið í apríl og málm- bræðsla geti hafist fljótlega upp úr því. Afkastageta verksmiðjunnar verður 80-90 þúsund tonn á ári mið- að við nýtingu allan sólarhringinn. I byijun verður miðað við að fram- leiðslugetan verði um 20 þúsund tonn, en það er það hráefnismagn sem talið er að falli til hér á landi. Páll sagði að samningur hefði verið gerður við sænska fyrirtækið Axel Joþnson AB, sem er einn hluthafa í Islenska stálfélaginu, um sölu á allri framleiðslu upp að 20 þúsund tonnum næstu fimm árin, og verið væri að kanna hagkvæmni þess að Morgunblaðið/Sverrir Verið er að ljúka við að reisa grind verksmiðjubyggingar íslenska stálfélagsins á athafnasvæði fyrirtækisins sunnan Haftiarfjarðar. 17 kílóaf sælgæti í hvem Islending á ári Tannverndardagur 2. febrúar: „SÍFELLT nart skemmir tennur“ er yfírskrift tannverndardagsins, sem verður fostudaginn 2. febrúar. Tannverndarráð, sem starfar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins^ leggur að þessu sinni aðaláhersluna á umfjöllun um matarvenjur Islendinga. í fi-étt frá Tannverndarráði kemur fram, að hver Islendingur borðar að jafii- aði rúm 17 kíló af sælgæti á ári og drekkur eina og hálfa dós af gosdrykkjum á dag. í fréttinni segir enn fremur, að sjoppur séu ótrúlega margar hér- lendis og auk þess sé algengt að svokallað „sjopufæði" sé til sölu á ólíklegustu stöðum, til dæmis bensínstöðvum, myndbandaleigum og sjúkrahúsum. Við athugun á fjölda sjoppa á landinu hefur komið í ljós, að víða er ein sjoppa fyrir hveija 300-400 íbúa og sums staðar ein sjoppa fyrir hverja 150-200 íbúa. Til samanburðar má geta þess, að í Helsingfors eru um 500 sjopp- ur, sem svarar til einnar sjoppu fyrir hveija 1200 íbúa. Þá segir í frétt Tannverndarráðs, að sjoppur séu hér oft nálægt skólum eða í þeim og virki sem samkomustaður fyrir börn og unglinga. Hins vegar geti verið erfitt að fá vatn að drekka í samkomuhúsum, íþróttahúsum, skólum og sundstöðum, en gos og sæta drykki sé víðast hægt _að fá. Tannverndarráð segir, að íslend- ingar drekki þrisvar sinnum meira af gosdiykkjum en Svíar, eða sem samsvari einni og hálfri dós á dag. Þar séu ekki taldir með ýmsir drykkir með ávaxtabragði; allmisjafnir að gæðum. Þá megi reikna með, að íslendingar borði rúm fjögur þúsund tonn af sælgæti á ári, eða meira en 11 tonn á dag. Það samsvari rúmum 17 kílóum á ári á hvern mann, eða einu og hálfu kílói á mann í hveijum mánuði. Tannverndarráð segir þetta óæski- lega þróun, sem eigi án efa stærst- an þátt í hve margar tennur skemm- ist í íslendingum og erfiðlega geng- ur að fækka tannskemmdum. flytja inn hráefni til að nýta alla fjárfestinguna í verksmiðjunni, en á þessu stigi væri óljóst hvort af því yrði. Að sögn Páls Halldórssonar er áætlaður heildarkostnaður við smíði verksmiðju íslenska stálfélagsins um 400 milljónir króna, en þar af kostar bílatætarinn um 100 milljónir króna. Islenska stálfélagið hefúr safnað bílhræjum í tæplega eitt ár, og er gert ráð fyrir að byrjað verði að tæta þau niður í lok næsta mánaðar. Með MERRILD getur þú eignast þessar frábæru borðmottur Þannig farið þið að: m"...... Merrild Kaffe A/S Pósthólf 407 121 Reykjavík FHISKMALET KAFFfí Hinar glæsilegu borðmottur, sem þeir geta eignast, sem nota MERRILD kaffi, eru sérstaklega hannaðar fyrir MERRILD af Susanne Brenöe. Þær verða því eftirsóttar. Klippið efsta hlutann af raúðum MERRILD kaffipakka 500 gr. og sendið af- klippur af þrem pökkum í þessu áritaða um- slagi, og fáið eina borðmottu senda um hæl. Einnig er hægt að senda 12 afklippur í einu og fæst þá ein borðmotta að auki eða samtals fimm mottur. Þeir, sem ekki óska að fá borðmottumar, geta í staðinn fengið greidda peninga, en andvirði hverrar mottu erkr. 81,00. Krossið í reitina hér að neðan eins og við á. Munið að skrifa nafn og heimilisfang á bakhlió umslagsins, áður en afklippunum er komið fyrir og þá er ekkert eftir nema frimerkja og setja í póst. Það er gott að hafa eitthvað að hlakka til. Ég sendi hér með (krossið í viðeigandi reiti). □ 3 afklippur af rauðum MERRILD 500 gr. □ 6 afklippur af rauðum MERRILD 500 gr. □ 9 afklippur af rauðum MERRILD 500 gr. □ 12 afklippur af rauðum MERRILD 500 gr. □ Ég vil gjaman fá sendar Södahl borðmottur. □ Ég vil gjaman fá greiðslu i peningum. Tilboð þetta gildir til 28. febrúar 1990, en fellur þá úr gildi. Við óskum öllurn MERRILD unnendum góðrar skemmtunar rjtsöðóN Klippið efsta hlutann af þrem rauðum MERRILD pökkum og fáið senda eina borð- mottu eða greiðslu i peningum. Klippið efsta hlutann af 12 MERRILD pökkum og fáið 4 borðmottur sendar og einá að auki í kaupbæti eða greiðslu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.