Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 10
Jí 10 OQP.l jIáIVAAI. .VS nUDAOÍÍADUM GIGAimUOKOM MORGÚNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 Nýtt umhverfis- málaráðuneyti? eftir Birgi ísleif Gunnarsson Eitt stærsta málið sem Alþingi kemur til með að fjalla um á næst- unni er nýtt umhverfismálaráðu- neyti. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tvö frumvörp um málið. Annað er um breytingu á lögum um Stjórnar- ráð íslands þess efnis að umhverfis- málaráðuneyti verði bætt við þau sem fyrir eru. Hitt er um breytingu á ýmsum lögum þar sem einstök verkefni eru færð undir hið nýja ráðuneyti, t.d. náttúruvernd, heil- brigðiseftirlit, varnir gegn mengun sjávar, skipulags- og byggingarmál o.s.frv. Ógeðfelld málsmeðferð Um þessi frumvörp verður vafa- laust deilt á Alþingi, bæði vegna málsmeðferðar og efnis þeirra. Málsmeðferð af hálfu ríkisstjórnar- innar hefur verið einkar ógeðfelld. Stofnun þessa nýja ráðuneytis er liður í hrossakaupum milli Borgara- flokksins og annarra ríkisstjórnar- flökka. Það er liður í því að finna ráðherrum Borgaraflokksins verk- efni í ríkisstjörninni og bfður for- maður flokksins óþreyjufullur eftir því að verða umhverfismálaráð- herra. Allt setur þetta afar leiðin- legan svip á málið. En um þetta nýja ráðuneyti er einnig mikill efniságreiningur. Um mikilvægi umhverfismála er ekki deilt og allir eru sammála um að samræma þurfi betur stjórn á þess- um málaflokki. Landsfundur Sjálf- stæðisf lokksins samþykkti t.d. ítar- lega ályktun um umhverfismál þar sem gripið var á mörgum þáttum þeirra og alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins hafa flutt frumvarp á SKIPA PLÖTUR - INNRÉTTINGAR SKIPAPLÖTUR i LESTAR pw BORÐ-SERVANT PLÖTUR ■ WCHÓLF MEÐ HURÐ BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR NOfíSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORGHlMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Alþingi um samræmda stjórn um- hverfismála. Þar er ekki gert ráð fyrir nýju ráðuneyti, en hins vegar tilfærslu verkefna milli ráðuneyta í því skyni að samræma betur stjórn þessa málaflokks. Tískustefna íslendingar eru oft dálítið sein- heppnir. Tískustefnur frá útlöndum eru oft lengi að ná ströndum ís- lands og oft ekki fyrr en þær eru búnar að ganga sér til húðar í öðr- um löndum. Þegar fánýti þeirra er að koma í ljós annars staðar grípa íslendingar þær oft fegins hendi og taka til við að framkvæma þær í gríð og erg. Ýmsar stefnur í skóla- málum eru dæmi um þetta. Stofnun umhverfismálaráðu- neyta var mjög í tísku á síðasta áratug og slík ráðuneyti hafa verið stofnuð í ýmsum nálægum löndum. Nú er svo komið að miklar efasemd- ir eru uppi um gagnsemi þeirra. Þessi ráðuneyti hafa reynst afar mikil skriffinnskubákn. Sem dæmi má nefna að umhverfismálaráðu- neytið er langstærsta ráðuneytið í Danmörku. Þó eru allir sammála um að stjórn umhverfismála hafi ékki tekist vel í Danmörku, enda er þar mikil mengun og margir spyija sig að því hvort ekki hefði náðst betri árangur með annars konar stjórnunaraðferð. Umhverfismálin einangrast Sérstök umhverfismálaráðuneyti hafa einangrað þennan málaflokk. Mörg ráðuneyti, eins og t.d. þau sem fara með atvinnumál, líta á umhverfismálaráðuneyti sem and- stæðing sinn en ekki sem sam- starfsaðila. Jafnframt hefur verið vaxandi tilhneiging til að varpa allri ábyrgð á umhverfismálum yfir á þetta sérstaka ráðuneyti. „Þetta er þeirra mál en ekki okkar", er hugs- unarháttur sem er orðinn ríkur í mörgum ráðuneytum á Norðurlönd- um. Þetta álit mitt byggi ég m.a. á viðtölum við marga stjórnmála- menn á Norðurlöndum, sem nú sjá eftir því að þétta skref skuli hafa verið stigið. Miðstýringarhugmyndir Eitt allsheijar umhverfismála- ráðuneyti byggir á hugmyndum um 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori EINAR ÞÓRISSON LONG, solumabur KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. LOGGILTURFASTEtGNASAU Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Glæsilegt einbhús - skipti möguleg Nýtt steinh. tvær hæðir 104 + 108 fm með 6-7 herb. íb. íbhæft ekki fullg. bílsk. 31,5 fm. Mikil og góð langtlán. Húsið stendur á næstum frág., rúmg. ióð í Seljahverfi. Skipti æskil. á íb. í nágr. m/4 góðum svefnherb. Góð eign á góðu verði 4ra herb. hæð 96,9 fm nettó v/Snorrabraut. Vel með farin. Sérinng. Nýtt Danfosskerfi. Skipti mögul. á minni eign. Verð aðeins kr, 5,5-5,7 millj. Ennfremur til sölu við: Dunhaga 3ja herb. íb. á 3, hæð 88 fm. Nýtt bað. Nýtt gler. Langholtsveg 4ra herb. aðalhæð í þríb. Nokkuð endurn. Gott verð. Dalsel 4ra herb. glæsil. endaíb. Sérþvottah. Bílhýsi. Góð lán. Hlemmtorg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Nýtt gler o.fl. Laus strax. Hringbraut 2ja herb. á 1. hæð. Öll nýendurb. Góð geymsla. Sporhamra 3ja herb. stór og glæsil. íb. í smíðum. Sérþvottah. Bílsk. Fullgerð sameign. Frábær greiðslukjör. Glæsileg sér efri hæð 6 herb. við Digranesveg, Kóp. Stór og góður bílsk. Fráb. útsýni. Þurfum að útvega meðal annars: 5 herb. íb. í Fossvogi eða nágr. 2ja herb. íb. á 1. eða 2. hæð í borginni. Rétt eign verður borguð út. Góða sérhæð 5-7 herb. í borginni eða á Nesinu. Nýl. einbhús með 6-8 herb. ib. Opiðídag kl. 10.00-16.00 Fjöldi fjárst. kaupenda. AIMENNA FASTEIGHAStUH LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 miðstýringu. Slíkar hugmyndir reynast alltaf illa því að margföld reynsla er fyrir því að dreifing ábyrgðar sé farsælust. Nýlega kom út svokölluð Brundt- land-skýrsla, en það er skýrsla nefndar sem starfaði á vegum Sam- einuðu þjóðanna undir forystu Gro Harlem Brundtland, sem þá var forsætisráðherra Noregs. Þetta er allmikil skýrsla sem grípur á ýms- um þáttum umhverfismála. Þegar skýrslan er lesin má segja að hún sé ein samfelld viðvörun gegn mið- stýringu í umhverfismálum. Þar er varað við tilhneigingu undanfarinna ára til að loka þennan málaflokk inni í ákveðnum stofnunum. Það er vakin sérstök athygli á því að umhverfismál séu svo víðfeðmur málaflokkur að hann sé samofinn og samþættur fjöldamörgum öðrum málum þannig að þar verði ekki greint í sundur. Birgir ísleifur Gunnarsson „Stofiiun umhverfis- málaráðuneyta var mjög í tísku á síðasta áratug og slík ráðu- neyti hafa verið stofiiuð í ýmsum nálægum lönd- um. Nú er svo komið að miklar efasemdir eru uppi um gagnsemi þeirra.“ Mörg álitaefni Auk ágreiningsins um það hvort stofna skuli sérstakt umhverfis- málaráðuneyti eru mörg álitaefni í frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Þau lúta fyrst og fremst að því hvort umhverfisþátturinn í viðkomandi málaflokki sé svo yfirgnæfandi að það réttlæti að málaflokkurinn verði rifinn úr sínu rétta samhengi og settur undir stjórn sérstaks umhverfismálaráðuneytis. Menn hljóta t.d. að spyija sjálfan sig: Hvort skyldi nú skipulag sveitarfé- laga eða byggingarmála eiga frekar heima með öðmm sveitarstjórnar- málum eða umhverfismálum? Hvort skyldi heilbrigðiseftirlit, þ. á m. rannsóknarstofur vegna matvæla- eftirlits, eiga betur heima með heil- brigðismálum eða umhverfismál- um? Spurningar af þessu tagi eru fjölmargar og hvern slíkan mála- flokk þarf auðvitað að athuga sér- staklega. Það bendir hins vegar allt til þess að ríkisstjórnin og f lokk- ar hennar séu búnir að binda sig svo í þessu máli vegna hrossakaup- anna við Borgaraflokkinn að engu verði um þokað í þeim frumvörpum sem nú liggja fyrir Alþingi og að reynt verði að keyra þessi mál í gegn óbreytt. Höfmuhir er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Charles Egill Hirt í Reykjavík 5 og 6): „Frá því ég man eftir mér hefur fólk eldra en ég sett út á orðalag á borð við „ógeðslega fallegur“, „óhugnanlega gott“ eða „viðbjóðslega þægilegt“. Gjarna er sagt að þetta orðalag einkenni málfar unglinga, sbr. „orðabók“ Morgunblaðsins fyrir skemmstu, en það vill gleymast að orðaval á borð við „ægilega gaman“ og „ógurlega fínt“ heyr- ist sjaldnast hjá fólki fætt eftir lýðveldisstöku." Athugasemdir umsjónar- manns: Hann myndi í fyrsta lagi ekki segja „fætt eftir lýðveldis- töku“. Orðmyndin „fætt“ ætti að vera í þágufalli, og orðið „lýð- veldistaka" er óhæft að smekk umsjónarmanns, minnir einna helst á tanntöku, og ættum við heldur að tala um lýðveldis- stofnun. Um áhersluorð er það að segja, að þau slitna fljótt, og menn eru sífellt að reyna að finna sér eitthvað nýtt til þess að vekja athygli. Verður slíkt ekki alltaf tekið alvarlega eða mælt á sömu stiku og annað málfar. Ágætur íslenskukennari minn fyrir löngu gaf okkur stílsefnið vorhret. Einn Reykvíkingur, sem var með mér í bekk, vissi víst ekki meira en svo hvað vor- hret var, og eftir stuttan stíl og vandræðalegan um þetta fyrir- brigði setti hann með stórum stöfum: „Mikið djöfulli eru Dan- ir vitlausir." Ekki man ég hvað hann fékk fyrir stílinn. Charles Egill Hirt aftur: „Einhvers staðar var rætt um hvort rétt væri að setja eignar- fornafn á undan nafnorði í ákveðnum tilfellum. Einn dró í efa að_slíkt mætti nokkurn tíma gera. Ég held það sé nokkuð ljóst að talsverður merkingarmunur er á því að segja: „Megas er minn maður“ og „Megas er maður minn“.“ Umsjónarmaður vísar til þess sem oft hefur birst um þetta efni áður í þættinum. Oftast þegar enginn sér og enginn maður heyrir og brennivínið búið er, þá bið ég guð að hjálpa mér. (Kristján Níels Júlíus Jónsson (1859-1936); stikluvik.) ★ Heyrt í sjónvarpsviðtali: „Ástandið á loðnunni virðist vera betra en í fýrra varðandi fitu- innihald." Þetta heldur umsjónar- maður að þýði: Loðnan virðist feitari en í fyrra. ★ Vitnisburðir eru teknir að ber- ast um „Fjörðurnar". Magnús Lyngdal Stefánsson á Akureyri segir mér eftir föður sínum, Stef- áni Halldórssyni sem var sex ár á Kaðalsstöðum í Hvalvatnsfirði, að hann heyrði þá ekki annað sagt en út í „Fjörður". Sama segir Páll Helgason á Akureyri sem var fjóra vetrar- parta (1937-40) kennari í Grýtu- bakkahreppi. Hann heyrði aldrei annað en út í „Fjörður". Nýr pistill Jónínu Margrétar Guðnadóttur, ritstjóra Flugorða- safhs: „Flugorðanefnd er þessa dag- ana að fást við hugtök sem lúta að hegðun loftfars í loftinu og þeim kröftum sem þar eru að verki, þ.e.a.s. þá fræðigrein sem á ensku nefnist aerodynamics. Hefur hún stundum verið nefnd loftaflfræði á íslensku t.d. í Orða- bók Arnar og Örlygs. Nefndar- mönnum féll þetta heiti heldur illa og sættust á heitið lofthreyfi- fræði þess í stað með það í huga að enska hugtakið dynamics hef- ur verið nefnt hreyfifræði, en andstæða hugtakið statics nefnt kyrrufræði. Kraftarnir sem orka á loftfar á flugi hafa fyrir löngu fehgið íslensk heiti, en þó er hætt við að sletturnar „lift“, „þröst“ og „drag“ heyrist oftar en lyftikraft- ur, kný og viðnám. Þyngdar- krafturinn fær þó sennilega oftast að heita sínu nafni. Auk þessara fjögurra aðalkrafta hefur loft- streymið umhverfis vængina stóru hlutverki að gegna um f lug- eiginleika loftfars. Þar kemur við sögu hugtak sem á ensku heitir relative wind sem merkir að- steðjandi loftstraum á vænginn 523. þáttur og er notað m.a. til að skilgreina áfallshorn vængsins. Orðanefndin kom sér saman um heitið ástreymi um þetta fyrirbæri og er sú orðasmíð í góðu samræmi við nýyrðin ofanstreymi (eða af- streymi) og neðanstreymi fyrir ensku hugtökin downwash og upwash. í lofthreyfifræðinni þarf líka að huga að ásum loftfars þegar skilgreina á hreyfingar þess á flugi. Ásar þessir nefnast langás (longitudinal axis), þverás (lat- eral eða transverse axis) og lóð- ás (normal axis) en hreyfingar loftfars um þessa ása heita að velta (roll), kinka (pitch) og geiga (yaw) í sömu röð. Engin þessara heita eru nýsmíði flug- orðanefndar, en hreyfingarnar voru ræddar nokkuð lengi þar sem sumir voru ekki alls kostar ánægðir með kink eða geigun. Ekki datt nefndin þó niður á neitt betra og var ákveðið að láta á það reyna hvort þessi heiti næðu að festa rætur. Ef lesendum koma snjallari heiti í hug, yrðu þau vel þegin. Loks skal sagt frá nýyrði um blindlendingarkerfið, á ensku ILS eða instrument landing system og oftast kallað „æelless" í mæltu máli. Þetta vill nefndin kalla hnit- lendingarkerfi og aðflug með slíku kerfi hnitaðflug. Jafnframt skal rifjað upp að blindaðf lug sem framkvæmt er með talstýringu flugumferðarstjóra og styðst við svonefnda nákvæmnisratsjá, á ensku PAR eða precision-appr- oach radar, nefnist nákvæmnis- aðfiug. Sem fyrr eru lesendur eindreg- ið hvattir til að hugleiða tillögur f lugorðanefndar og hafa samband við ritstjóra orðasafnsins. Síminn er 694442 á skrifstofunni í Ara- götu 9.“ ★ Unglingur útan kvað (og er nú svona humm-humm): Hann Ólsen, sem át ekki slátur, fór einskipa vestur í Látur. En hamingjan góð, hann fékk lifur og blóð, svo til Hornstranda heyrðist ’ans grátur. P.s. Spennandi fréttir af Kaprasíusi birtast í næsta þætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.