Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 43 KNATTSPYRNA / SKOTLAND Hættið að sparka Guðmund niður! - segirTony Fitzpatrick, fram- kvæmdastjóri St. Mirren „TORFASON er besti miðherj- inn í skosku knattspyrnunni í dag, ásamt Mo Johnston og Ally McCoist," segir Frank McGarvey, aðstoðarfram- kvæmdastjóri St. Mirren, um Guðmund Torfason sem hefur leikið vel með St. Mirren að undanförnu og er íhópi marka- hæstu leikmanna Skotlands. Guðmundur hefur oft verið leik- inn grátt af mótherjum sínum og hann missti stjórn á skapi sínu í bikarleik gegn Ayr, eftir að sami maðurinn hafði sparkað fjórum sinnum aftan á hæla hans. Guð- mundur var rekinn af leikvelli og fékk tveggja leikja heimaleikja- bann. Hann verður ekki með gegn Aberdeen í dag og heldur ekki gegn Dundee. Tony Fitzpatrick, framkvæmda- stjóri St. Mirren, bað leikmenn í skosku deildinni að hætta að sparka Guðmund niður, í grein í skoska blaðinu Sun í gær. Hann sagði að Guðmundur væri mjög góður drengur og hafi hleypt nýju blóði í Mm FOLX ■ REAL Madrid tryggði sér rétt til að leika í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar, með því að vinna Valladolid samanlagt, 3:1. Valladolid vann seinni leik lið- anna, 1:0, og var leikurinn söguleg- ur. Þrír leikmenn Valladolid voru reknir af velli. ■ MICHAEL Laudrup tryggði Barcelona farseðilinn í undanúr- slitin með því að skora sigurmark- ið,' 3:2, úr vítaspyrnu í framleng- ingu, gegn Real Sociedad. Laud- rup skoraði tvö mörk fyrir Barce- lona, sem vann samanlagt, 4:3. John Aldridge setti bæði mörk Real Sociedad. Búlgarinn Lu- bosrav Penev skoraði sigurmark, 1:0, Valencia gegn Real Zaragoza, en samanlögð úrslit urðu, 2:2. Valencia vann í víta- spyrnukeppni, 3:1. H GLENN Hoddle, leikmaður með Mónakó. meiddist á hné á æfingu í vikunni og verður frá a.m.k. mánuð. Hoddle var frá keppni í sex mánuði í fyrra vegna meiðsla á hné. ■ HOLLENSKA 1. deildarfélagið Arnhem hefur fengið til sín tvo sovéska knattspyrnumenn frá CSKA Moskvu. Þetta eru Valeri Masalitin, .sóknarleikmaður og miðvallarspilarinn Sergej Krutov. Masalitin, sem lék með ólympíu- liði Sovétmanna, var markahæstur í sovésku 2. deildarkeppninni - með 32 mörk, en Krutov var út- nefndi besti ungi leikmaðuriftn í Sovétríkjunum 1989. lið sitt. „Hann hefur staðið sig frá- bærlega." Fitzpatrick sagði að Guðmundur væri fljótur leikmaður, leikinn og skotfastur. „Mótherjar okkar hræð- ast hann og gera þeir allt til að stöðva Guðmund. Það er óþolandi að sjá hvernig menn hafa komust upp með að sparka Guðmund niður leik eftir leik.“ Morgunblaðiö/Andrew Barr Guðmundur Torfason í baráttu við skoska landsliðsmanninn Richard Go- ugh hjá Glasgow Rangers. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Bermudamenn vilja leika gegn íslenska landsliðinu LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu mun að öllum líkindum leika landsleik gegn Bermuda í Hamilton áður en liðið leikur gegn Banda- ríkjunum í apríl. Eggert Magnússon, formaður ÍCSÍ, sagði í sam- tali við Morgvnblaðið, að það væri mikill áhugi hjá Bermudamönnum að fá landslið íslands í heim- sókn. Þess má geta að ísland hefur leikið þijá landsleiki gegn Bermuda - í Reykjavík 1964 og 1969 og í Hamilton 1969. „Það er búið að ákveða að landsleikur okkar gegn Bandaríkjamönnum verði í St. Louis í Misso- uri 8. apríl," sagði Eggert. Þess má til gamans geta að Þórólfur Beck, fyrr- um fyrirliði landsliðs íslands, lék eitt keppnistíma- bil í St. Louis. Hann var fyrirliði St. Louis Star keppnistímabilið 1967-1968. GLIMA Fjórir glímumenn sýna í Svíþjóð Fjórum íslenskum glímumönnum hefur verið boðið að sýna íslenska glímu í Vesterás í Svíþjóð helgina 10. og 11. febrúar. Alþjóðlegt fangbragðamót fer fram í Vesterás þessa.helgi og verð- ur íslenska glíman kynnt þar sérs- taklega. Glímusýningin verður send út í beinni sjónvarpsútsendingu og ætti að vera mikil og góð kynning fyrir íþróttina. Þeir sem hafa verið valdir til fararinnar eru: Ólafur Haukur Ól- afsson, Eyþór Pétursson, Pétur Yngvason og Jóhannes Sveinbjörns- son. ítfóm FOLX- ■ ÖRNÓLFUR Oddsson, knatt- spyrnumaður frá ísafirði hefur ver- iðjáðinn þjálfari 3. deildarliðs Ein- hérja á Vopnafirði. Þetta kom fram í Degi í vikunni. Ornólfur tekur við af Njáli Eiðssyni sem verður við stjórnvölinn hjá IR í sum- ar. ■ EGGERT Magnússon, formað- ur KSÍ og Ellert B. Schram, fyrr- um formaður sambandsins, verða viðstaddir þegar dregið verður í riðla í Evrópukeppni landsliða í Stokkhólmi 2. febrúar. ■ KSÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir þjálfurum fyrir öll önnur lands- lið heldur en A-landsliðið. Hér er um að ræða 21 árs landsliðið, ungl- ingalandsliðið, drengjalandsliðið, piltalandsliðið og landslið kvenna. ■ HAMBURGER hefur keypt Brasiliumanninn Nando frá Flamengo á 270 millj. ísl. kr. Nando er 23 ára og skrifaði hann undir tveggja og hálfs árs samning. ■ PETER Grant, miðvallarieik- maður Celtic, óskaði eftir því að vera seldur frá félaginu í gær. Don Howe, framkvæmdastjóri QPR segist vera tilbúinn að borga 450 þús. pund fyrir Grant. „Við eigum nóg af peningum eftir að hafa selt Nigel Spackman, Peter Reid, Martin Allen og Andy Gray,“ sagði Howe. ■ FIMMTÁN leikmenn West Ham eru á sjúkralista um þessar mundir. Þrátt fyrir það náði félagið jafntefli, 0:0, gegn Derby í deildar- bikarkeppninni. Stuart Robson, sem hefur verið meiddur í sextári’ mánuði, kom til Lou Macari, fram- kvæmdastjóra West Ham um morguninn fyrir leikinn og bauðst til að leika. Robson var inn á í áttatíu mín. og stóð sig vel. „Þetta er það gleðilegasta sem komið hef- ur fyrir mig hér hjá West Ham. sagði Macari eftir leikinn. ■ MANCHESTER United varð fyrir blóðtöku í gær. Bakvörðurinn Lee Sharp meiddist og mun ekki leika bikarleikinn gegn Hereford. Bryan Robson leikur heldur ekki með, en aftur á móti verður Mike Duxbury með og þá hefur United kallað á Mal Donaghy, sem var í láni hjá Luton. H COLIN Pates, sem Arsena^, keypti frá Charlton á dögunum, mun leika með liðinu gegn QPR. Einnig þeir David Rocastle og Michael Thomas, sem hafa átt við meiðsli að stríða. Frá Bob Hennessy i Englandi KNATTSPYRNA / RUMENIA Urslrt leikja Dinamo og Steaua ákveðin fyrir fram - segirjyrrum markakóngur Evrópu Rodion Camataru, sem lék um þriggja ára skeið með Dinamó Búkarest ÚRSLIT knattspyrnuleikja milli stóru liðanna í Rúmeníu, Steaua og Dinamo í Búkar- est, voru alltaf ákveðin fyrir fram á undanförnum árum. Þetta kom fram í viðtali við markaskorarann mikla Rodi- on Camataru í belgísku blaði í gær, en hann lék í þrjú með liði Dinamo. Camataru, sem nú leikur með Charleroi i Belgíu, segir í viðtalinu sem birtist í De Morgen, að Steaua aðdáandinn Valentin Ceausescu, sonur forsetans fyrr- verandi, Nicolaes, hefði ákveðið úrslit leikjanna. „Það var ómögulegt að sigra í leikjunum gegn Steaua. Þeir voru almáttugir,“ segir framheijinn, sem er nú 31 árs, í viðtalinu. „Ég lék úrslitaleik [rúmensku] bikar- keppninnar þegar leikmenn Ste- aua gengu af velli vegna þess að rangstöðumark sem þeir skoruðu var ekki dæmt gilt. Daginn eftir var markið úrskurðað gilt og Ste- aua vann bikarinn," sagði hann. Leikmaðurinn heldur áfram: „í annað skipti var mark sem ég gerði dæmt af vegna ímyndaðrar rangstöðu. Á meðan allir ellefu leikmenn Dinamo umkringdu línuvörðinn hóf dómarinn leikinn að nýju og Steaua skoraði." Camataru, sem hlaut gullskó Adidas er hann skoraði 44 mörk í rúmensku 1. deildinni keppn- istímabilið 1986-87, sagði fréttir þess efnis að rúmenska deildin byggðist öll á falsi, væru ýktar. „Aðallega var um að ræða leiki Steaua og Dinamo. Dómarar vildu ekki koma nálægt þeim leikjum vegna þess að Valentin Ceausescu var alltaf að gefa skipanir úr stúk- unni.“ í viðtalinu heldur Camataru því fram að Steaua, sem er lið hers- ins, hafi „stolið" 13 bestu leik- menn landsins frá öðrum liðum, án þess að greiða fyrir þá, tveim- ur árum áður en félagið varð Evrópumeistari 1986. „Félögin fengu einhveija leikmenn í stað- inn. Ef forráðamenn þeirra'neit- uðu að láta bestu leikmenn sína af hendi fengu þeir einfaldlega símhringingu frá Valentin Ceau- sescu... Enginn þorði að segja nei við hann vegna hryllingsins sem það hefði getað kostað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.