Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 4 ísland og Austur-Evrópa eftir Þorvald Gylfason i Atburðarásin í Austur-Evrópu undanfamar vikur markar tímamót í sögu álfunnar, ekki aðeins vegna þess að flestar þjóðir Austur-Evrópu virðast nú vera í þann veginn að I kasta af sér hlekkjum langvarandi ófrelsis. og kúgunar, heldur líka vegna þess að nú virðist fijáls og heilbrigður markaðsbúskapur loksins r vera í sjónmáli þar eystra. Þessir atburðir beina athyglinni að ástandinu hér heima. Málf lutning- ur ýmissa forustumanna í stjórn- málum hér ber vitni um lífseiga for- dóma um lögmál markaðsviðskipta í hagskipulagi vestrænna ríkja. Hér á landi gætir trúlega meiri tortryggni meðal stjórnmálamanna gagnvart fijálsum búskaparháttum en í nokkru öðru landi í allri Vestur- Evrópu._ Það er því engin tilviljun, að við fslendingar búum við minni samkeppni og meiri ríkisafskipti á mörgum sviðum atvinnulífsins en aðrar Vestur-Evrópuþjóðir, til dæmis í landbúnaði og bankamálum. Þessi tortryggni birtist meðal annars í því, að tillögur um löngu tímabærar umbætur í fijálsræðisátt eru iðulega kenndar við „fijálshyggju" í lítils- virðingarskyni, en þáð orð hafa ýms- ir heittrúarmenn notað aðallega til að auðkenna hugmyndir um einka- væðingu slökkviliðs og lögreglu og annað af því tagi. Tillögur um inn- flutning á erlendum osti í því skyni að bæta hag fólksins í landinu með fjölbreyttara og ódýrara matvöruvali eru sem sagt lagðar að jöfnu við einkavæðingu lögreglu án tillits til þess, að allar aðrar Vestur-Evrópu- þjóðir leyfa innflutning á osti og einkalögregla tíðkast hvergi í álf- unni. II Á síðasta ári vakti ég máls á því í nokkrum greinum hér í blaðinu og í vikuritinu Vísbendingu, að bann við innflutningi kartaflna, eggja og kjúklinga væri þungur baggi á al- menningi. Ég skýrði frá því, að kostnaður neytenda vegna innflutn- ingsbannsins l988 hefði numið um 40.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu að jafn- aði á núgildandi verðlagi. Afnám innf lutningsbannsins myndi því bæta lífskjör heimilanna í landinu jafn- mikið að meðaltali og fjórðungslækk- un tekjuskatts. Ég skýrði jafnframt frá því, að þessar álögur á neytendur næmu um 11 milljónum króna á hvert ársverk við kartöflu-, eggja- og kjúklinga- framl'eiðslu á núgildandi verðlagi og væru því margfalt meiri en meðalárs- laun í þessum greinum. Afnám inn- flutningsbannsins myndi því losa margfalt meira fé en þyrfti til þess að bæta innlendum framleiðendum viðskiptavinamissinn að fullu, ef þeir stæðust ekki samkeppni við innf lutn- ing. Kostnaður nejTenda vegna banns við innflutningi á grænmeti, svína- kjöti og osti er mjög mikill líka, eins og nærri má .geta. Framkvæmda- stjóri Hagkaups hefur til dæmis skýrt frá því, að verzlunin geti boðið íslenzkum neytendum hollenzkan „gouda“ ost fyrir tæplega 330 krón- ur hvert kíló. íslenzkur „gouda“ ost- ur kostar hins vegar næstum 760 krónur hvert kíló í búðum nú. Verð- munurinn nemur því um 430 krónum á hvert kíló. Heildameyzla osts hér heima 1988 var tæplega 2.600 tonn samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs land- búnaðarins eða um 40 kíló á hvetja fjögurra manna fjölskyldu í landinu að jafnaði. Ef við gerum ráð fyrir sama verðmun á öðrum osttegund- um, greiðir hver fjögurra manna fjöl- skylda i landinu því um 17.000 krón- um meira fyrir ost á hveiju ári að meðaltali en hún þyrfti að gera. Ef ostur væri fluttur inn frá út- löndum, myndi hvert heimili í landinu sem sagt hagnast um allt að 17.000 krónur á hveiju ári til frambúðar. Þó geri ég alls ekki ráð fyrir því, að innlend ostaframleiðsla legðist af, heldur myndi frjáls innflutningur knýja framleiðendur hér heima til aukinnar hagsýni í rekstri og hóf- semdar í verðlagningu. Þannig væri neytendum tryggt lægra verð á inn- lendum osti og jafnframt meiri fjöl- breytni í matvöruvali. Og þannig væri hægt að bæta kjör launþega verulega án þess að auka tilkostnað vinnuveitenda og án þess að hleypa nýrri verðbólguskriðu af stað. Þess vegna hlýtur aukið inn- flutningsfrelsi að vera ofarlega á dagskrá í kjaraviðræðum þeim, sem nú standa yfir, enda hafa foringjar verkalýðsfélaga og vinnuveitenda lýst sérstökum áhuga á því að semja þannig um kaup og kjör að þ'essu sinni, að tryggt sé, að verðbólgan ijúki ekki upp að nýju. III Tillögur um fijálsari innflutning landbúnaðarafurða eiga auðvitað ekkert skylt við „fijálshyggju" í venjulegum skilningi þess orðs eða við hugmyndafræði yfirleitt, heldur er einfaldlega verið að leggja það til, að við íslendingar semjum okkur að þeim viðskiptaháttum, sem þykja Þorvaldur Gylfason „ Stj órnmálamenn sjá sér þó eftir sem áður hag- í því að geta haldið áfram að ráðstafa spari- fé landsmanna og er- lendu lánsfé til eigin skjólstæðinga gegnum ríkisbanka og opinbera sjóði.“ sjálfsagðir í öllum öðrum vestrænum löndum. Verndarstefna Evrópubandalags- ins í landbúnáðarmálum hefur að vísu verið snöggur blettur á banda- laginu á liðnum árum, en hún þreng- ir þó ekki meira að en svo, að fransk- ur og svissneskur ostur er á boðstól- um í matvöruverzlunum og á veit- ingahúsum í öllum bandalagslöndun- um, líka í Danmörku, eins og marg- ir íslendingar þekkja, af eigin raun. Þar að auki stefna bandalagsþjóðirn- ar nú markvisst að því að auka sam- keppni á evrópskum búvörumarkaði og efla markaðsviðskipti sín á milli mjög verulega á öllum sviðum í því skyni að bæta lífskjör almennings í álfunni. Við íslendingar verðum að fylgjast með þessari þróun. Það er reyndar borin von að minni hyggju, að við getum náð nokkrum umtalsverðum árangri í samningaviðræðum okkar við Evrópubandalagsþjóðirnar á næstunni, nema við aukum frelsi í búvöruviðskiptum milli íslands og Evrópu auk annars, og þá gildir einu, hvort við reynum að nálgast Evrópu- bandalagið í samfloti með hinum EFTA-þjóðunum eða upp á eigin spýtur. Það er þess vegna merkilegt, að stjórnmálaf lokkar, sem kenna sig við fijálslyndi og framfarir og þykjast bera lífskjör almennings fyrir bijósti, skuli ýmist beijast af alefli fyrir áframhaldandi innflutningsbanni eða þegja þunnu hljóði. Þeir taka þrönga sérhagsmuni þænda fram yfir al- mannahag, jafnvel þótt aukið inn- flutningsfrelsi myndi losa margfalt meira fé en þyrfti til þess að bæta bændunum raskið til fulls. Jafnvel framkvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands hefur lýst sig andvígan auknu innflutningsfrelsi á búvörumarkaði, eins og fram hefur komið í Bænda- blaðinu meðal annars. Þá er fokið í flest skjól. Ætli Austur-Evrópuþjóð- irnar verði fyrri til en við að hefja innflutning á erlendum osti? IV Tortryggni margra stjórnmála- manna gagnvart heilbrigðum við- skiptum á verðbréfamarkaði er sömu ættar og óttinn við aukið innflutn- ingsfrelsi. Forsagan er eftirminnileg. Þangað til fyrir fáeinum árum átti almenn- ingur í landinu ekki annars kost en geyma sparifé sitt í vörzlu viðskipta- banka og sparisjóða eða kaupa ríkis- skuldabréf, sem voru gefin út í smá- skömmtum með óreglulegu millibili. Allir vita, hvernig fór. Verulegur hluti sparifjár þjóðarinnar brann upp á verðbólgubáli, meðan viðskiptabank- amir og skuldunautar þeirra mökuðu krókinn. Seint og um síðir brugðust stjórn- völd við með því að lögleiða verð- tryggingu sparifjár að hluta, og nokkur ný einkafyrirtæki hösluðu sér völl á verðbréfamarkaði að erlendri fyrirmynd. Nú eiga íslenzkir spari- fjáreigendur þess vegna kost á því að ávaxta fé sitt með heilbrigðum hætti, svo sem tíðkast í öllum öðrum löndum Vestur-Evrópu. Og nú eiga vel rekin fyrirtæki á íslandi kost á lánsfé, þótt þeim sé meinaður aðgangur að ríkisbanka- kerfinu og opinberum sjóðum af stjórnmálaástæðum. Öflugur íslenzkur verðbréfamarkaður án íhlutunar stjórnmálamanna er því ekki einungis réttlætismál, heldur er ef ling innlends sparnaðar með öllum tiltækum ráðum forsenda þess, að stjómvöldum geti tekizt að kveða verðbólguna niður, eins og þau segj- ast vilja gera. V Samt halda margir áhrifamiklir stjórnmálamenn áfram að fjargviðr- ast út af verðbréfaviðskiptum og reyna að gera þau tortryggileg á ýmsan hátt. Þeir kippa sér ekki upp við það, að verðbólgan rýrði sparifé fólks og fyrirtækja í bankakerfinu í fyrra um fjárhæð, sem nemur um 50.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu að meðal- tali. Þessu fé hefur verið varið til þess að halda áfram að greiða niður lánsfé og viðhalda margvíslegri óhagkvæmni í bankakerfinu. Nú er þó reyndar að rofa til, eins og ráða má af því, að Landsbanki Islands hefur loksins stofnað eigið verðbréfa- fyrirtæki í því skyni áð bæta hag viðskiptavina sinna. Það er fagnaðar- efni, og það er stofnun íslandsbanka líka. Stjórnmálamenn sjá sér þó eftir sem áður hag í því að geta haldið áfram að ráðstafa sparifé lands- manna og erlendu lánsfé til eigin skjólstæðinga gegnum ríkisbanka og opinbera sjóði án fulls tillits til þeirra arðsemissjónarmiða, sem þykja sjálf- sögð í bankarekstri annars staðar í Vestur-Evrópu, og án þess að krefja skuldunautana um fulla endur- greiðslu fjárins að lánstímanum loknum. Þess vegna sjá margir stjórnmálamenn ýmis tormerki á áframhaldandi einkavæðingu banka- kerfisins til samræmis við þá skipan bankamála, sem tíðkast í öðrum vest- rænum löndum. Þess vegna halda þeir áfram að skipa dygga flokks- menn í bankastjórastöður og bankar- áð. Og þess vegna bólar ekki enn á erlendri samkeppni í bankaviðskipt- um í landinu. VI Nú hefur pólska ríkisstjórnin hins vegar í hyggju að veita erlendri sam- keppni inn í bankakerfið þar í landi og jafnframt að afnema gjaldeyris- höft strax á þessu ári. Pólska stjórn- in sýnir skilning á jrfirburðum heil- brigðrar samkeppni í bankaviðskipt- um eins og á öðrum sviðum efna- hagslífsins yfirleitt. Ungveijar eru í svipuðum hugleiðingum. Rökin fyrir aukinni erlendri sam- keppni á peningamarkaði og fyrir auknu fijálsræði í gjaldeyrisviðskipt- um eru hin sömu og rökin fyrir auk- inni samkeppni á búvörumarkaði til dæmis. I skjóli eriendrar samkeppni og aukins ftjálsræðis geta sparifjár- eigendur geymt fé sitt, þar sem ávöxtunarkjörin eru bezt, heima eða erlendis eftir atvikum, og einstakl- ingar og fyrirtæki geta með sama hætti tekið lán, þar sem lánskjörin eru bezt. Þannig er peningamálum nú háttað í sívaxandi mæli í flestum eða öllum öðrum Vestur-Evrópulönd- um, einnig á öðnim Norðurlöndum, með óverulegum undantekningum. Og ríkisstjórnir Austur-Evrópu hall- ast nú á sömu sveif. En íslenzkir stjórnmálamenn sitja fastir við sinn keip. Ef svo fer sem horfir, verður skipan mála á austur- evrópskum peningamörkuðum innan tíðar orðin ftjálslegri að ýmsu leyti en hér heima. Viljum við það? Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju: Verk eftir Buxtehude o g Bach á fjáröflunartónleikum Listvinafélag Hallgrímskirlyu gengst fyrir orgeltónleikum í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag þar sem Hörður Askels- son organisti kirkjunnar mun leika tónverk eftir Buxtehude og Bach. A efhisskrá eru meðal annars passacaglíur þeirra svo og sálmforleikir. Aðgangseyrir tónleikanna rennur óskiptur í orgel- sjóð Hallgrímskirkju en nýlega hefur verið skrifað undir samning um kaup kirkjunnar á orgeli frá Klais-orgelsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi. Jafnframt er verið að skipuleggja fjáröflunarátak vegna kaupanna. Á efnisskránni eru þrenns konar tónverk eftir Buxtehude og Bach en það eru passacaglíur eða til- brigði, prelúdíur og sálmforleikir, segir Hörður Áskelsson um efnis- skrá tónleikanna. -Mér finnst sam- anburður á passacaglíum þeirra sérlega áhugaverður en þetta form var í miklu uppáhaldi hjá Buxte- hude og sterkar líkur benda til þess að passacaglía Bachs, sú eina sem hann samdi, hafi verið samin fyrir áhrif frá Buxtehude. Fræg er sagan af heimsókn Bachs til hans veturinn 1705 til 1706 og má sjá það í fyrri orgelverkum Bachs að hann hefur drukkið í sig áhrif frá Buxtehude. Síögrandi tónverk Hörður segir að passacaglía Bachs hafi verið mörgum kynslóð- um organista vinsælt og síögrandi verk: Fræðimenn hafa lengi deilt um merkingu þess og formgrein- ingu og það hafa verið skrifaðar ótal ritgerðir um leynda dóma þess. Skoðanir eru mjög skiptar um það hvernig velja skuli orgelraddir við flutning verksins. Sumir vilja róm- antískt raddval með pianissimo, mjög veiku, í byijun og síðan cres- endo, vaxandi styrkleika, allt til enda en aðrir telja að leika eigi verkið með fullum styrk eða fullu verki, organo pleno eins og við köllum það, frá upphafi til enda. Mér finnst eðlilegast að orgelið sem leikið er á hveiju sinni ráði raddvalinu. Þó má ekki bijóta ákveðin lögmál um samhengi til- brigða svo að verkið klofni ekki vegna tíðra hljómborðaskiptinga og styrkleikabreytinga. Með litla 10 radda orgelinu í Hallgrímskirkju er ekki hætta á að ég ofgeri verk- inu með styrkleika en það má í leiðinni minna á að þegar hið nýja 70 radda orgel verður komið upp getur passacaglían hljómað með öllum þeim styrk sem orgelleikari kann að kjósa sér, segir Hörður ennfremur. Áður en Hörður er spurður nán- ar um stóra orgelið 'skal upplýst að efnisskrá tónleika hans hefst á verkum eftir Buxtehude. Fyrst er passacaglía í d-moll, síðan prelúdía í D-dúr og loks sálmforleikur. Verk Bachs eru prelúdía og fúga í C- dúr, sálmforleikur og enda tónleik- arnir á, passacaglíunni í c-moll. Tónleikamir hefjast klukkan 17. En hvað er að segja um hið væntan- lega orgel frá Klais? Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju (t.v.) skoðar hér teikningar af orgelinu ásamt Klais orgelsmið. Nýja orgelið sumarið 1992? Skömmu fyrir áramót gengu forráðamenn Hallgrímskirkju og fulltrúar Klais orgelsmiðjunnar frá samningi um kaup kirkjunnar á 70 radda orgeli, segir Hörður. Þessi orgelsmiðja hefur mikla reynslu í smíði svo stórra orgela og fulltrúar Klais hafa eins og aðrir orgelsmið- ir heimsótt okkur nokkrum sinnum undanfarin ár meðan athuganir hafa staðið yfir. Smíðin tekur tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að orgelið verði tilbúið um mitt ár 1992 ef Hallgrímskirkju tekst að afla nægjanlegra fjármuna til að standa í skilum. Orgelið hefur fjög- ur hljómborð og fótspil, pípurnar eru yfir 5 þúsund og alls vegur hljóðfærið um 25 tonn, segir Hörð- ur og segir hann orgel sem þetta geta orðið gífurlega lyftistöng fyrir orgelleikara hér á landi. Það eigi einnig eftir að laða hingað tii lands færustu orgelleikara heimsins og marka þannig kaflaskil í flutningi orgeltónlistar hérlendis. Sérstök fjáröflunarnefnd hefur verið sett á laggirnar sem undirbýr söfnunarátak en því verður hleypt af stað innan skamms. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.