Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 30
30 jMORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990 t Maðurinn minn, GUNNARJÓHANNESSON fyrrverandi póstfulltrúi, Hagamel 38, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 26. janúar. Málfriður Gísladóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, , HELGA ÁSMUNDSDÓTTIR, andaðist mánudaginn 22. janúar í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Leifur Stefánsson og börn. t Maðurinn minn, ÓSKAR SIGURÐSSON skipstjóri, Eyjaseli 1, Stokkseyri, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 24. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna Kristjánsdóttir. t Ástkær móðir okkar, SIGURLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, áður búsett í Vestmannaeyjum, Hátúni 8, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 25. janúar. Hildur Jónsdóttir, Kristín Björg Jónsdóttir, Unnur A. Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Sigurjón Jónsson. t Ástkær eiginmaður minn, SNORRI JÓNSSON, Kötlufelli 3, Reykjavík, andaðist á Landspítalnum fimmtudaginn 25. janúar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðrún Árnadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN BERGÞÓRSDÓTTIR frá Hvammstanga, Vesturgötu 15, Keflavík, lést á Hlévangi 23. janúar. Alda Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólöf Magnúsdóttir, Þórir Magnússon, Hólmar Magnússon, y barnabörn og barnabarnabörn. Alexander Jóhannesson, Hermann Nfelsson, Stefán Þórarinsson, Jensína M. Leó, Guðrún R. Guðmundsdóttir, t Maðurinn minn, faðir/okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT VALGEIR JAKOBSSON, Bakkastíg 13, Bolungarvik, verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungarvík, mánudaginn 29. janúar kl. 14.00. Nielsfna Þorvaldsóttir, Karftas Hafiiða, Óskar Háifdánsson, Matthildur H. Benediktsdóttir, Guðrún V. Benediktsdóttir og barnabörn. Minning: Benedikt Guðnmnds- son á Staðarbakka Fæddur 30. nóvember 1905 Dáinn 17. janúar 1990 I dag er til moldar borinn Bene- dikt Guðmundsson, bóndi á Staðar- bakka, en Benedikt var fæddur í Hnausakoti í Miðfirði 30. nóvember 1905, en hann lést 17. janúar sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason, bóndi í Hnausakoti og síðar bóndi og hreppstjóri á Staðar- bakka, og Margrét Elísabet Bene- diktsdóttir kona hans. Árið 1907 fluttu foreldrar Benedikts að Stað- arbakka, sem var hans heimili síðan, þar stóð hann fyrir búi móð- ur sinnar, að föður hans látnum ásamt Gísla bróður sínum. Síðan rak hann eigin búskap á Staðar- bakka frá árinu 1945 ásamt eigin- konu sinni, Ásdísi Magnúsdóttur frá Torfastöðum. Þau gengu í hjóna- band 19. maí 1945 og eignuðust 4 mannvænleg börn sem öllu eru góð- ir þegnar þessa þjóðféiags. Hjónin voru samhent um að gera heimilið að Staðarbakka hlýlegt og aðiaðandi og þangað komu margir sveitungar með margskonar vanda- mál og við margskonar aðstæður og alltaf var reynt að finna viðeig- andi og sanngjarna iausn fyrir alla. Sá hæfileiki fjölskyldunnar á Stað- arbakka að horfa á hvert mál með jákvæðu hugarfari og með glögg- skyggni að finna þá lausn sem hag- stæðust var hverju sinni, varð til þess að Benedikt var kallaður til margra trúnaðarstarfa á sviði fé- lagsmála í okkar sveit. Árið .1928 var hann einn af stofn- endum og fyrsti formaður Ung- mennafélagsins Grettis, en það hef- ur oft starfað með miklum blóma. Það byggði sundlaug og samkomu- hús á Laugarbakka á árunum eftir 1930 og tók síðar þátt í byggingu Félagsheimilisins Ásbyrgis. Félagið setti á svið ijöldann allan af leiksýn- ingum og hefur verið lyftistöng og til menningarauka í fábreytni sveitalífsins. Benedikt starfaði í sveitarstjórn Ytri-Torfustaðahrepps frá árinu 1937 og til 1962 eða um aldarfjórð- ung og þar af sem oddviti í 14 ár. Stjórn sveitarfélags er einn mikil- vægasti þáttur stjómunar í hveiju byggðarlagi þar sem lögð eru fjár- hagsleg gjöld á misvelstæða þegna sveitarfélagsins og þeim síðan deilt til þeirra nauðsynjaverka sem hvar- vetna kalla eftir fjármagni. Það er því mikill fengur að til starfa í sveit- arstjórnum ráðist traustir og glögg- ir menn, eins og Benedikt, sem sjá þarfir og vaxtarmöguleika síns umhverfís. Hann var sýslunefndar- maður Ytri-Torfustaðahepps í sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu í nær tvo áratugi og hreppstjóri og umboðsmaður skattstjóra um ára- bil. Árið 1938 var Benedikt einn af stofnendum Veiðifélags Miðfirðinga og kosinn í stjórn þess félags frá árinu 1939 til 1973 eða í 34 ár og formðaur þess frá árinu 1948 til 1973 eða í aldarfjórðung. Á sínum tíma var stofnun Veiðifélags Mið- fírðinga mikilvægur félagslegur þáttur til aukinnar fískgengdar í Miðfjarðará og til meiri verðmæta- sköpunar. Á þessu árabili jukust tekjur landeigenda við Miðfjarðará verulega og skipta nú umtalsverðu máli í búskap. Áuk þess tók Bene- t Eiginmaður minn, faðir og afi, JÓN HÓLM FRIÐRIKSSON, Háaleitisbraut 105, sem andaðist 17. janúar verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, mánudaginn 29. janúar kl. 13.30. Anna Pálsdóttir, Reynir H. Jónsson, Bragi Reynisson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför JÓHANNESAR BJÖRNSSONAR veggfóðrarameistara. Ingólfur Jóhannesson, Þórunn B. Finnbogadóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærs sonar okkar og bróður, ÓLAFSBARKARBARKARSONAR, Völvufelli 50. Börkur S. Ólafsson, Sigrún S. Óskarsdóttir, Guðrún Ó. Barkardóttir, ÓskarS. Barkarson og systkini. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHILDAR SKAFTADÓTTUR, Sörlaskjóli 56. Inga Guðbergsdóttir, Guðmundur Hallgri'msson, Skafti Guðbergsson, Arna Stefánsdóttir, Guðbjörg Guðbergsdóttir, Einar Matthíasson og barnabörn. dikt þátt í starfí búnaðarfélags sveitarinnar og var um árabil full- trúi Búndaðarsambands Vestur- Húnavatnssýslu á fundum Stéttar- sambands bænda. Eins og af framansögðu sést vann Benedikt að flestum þeim fé- lagsmálum sem skipta samfélag sveitarinnar máli og leysti þau vel af hendi með vandvirkni, velvilja og áræðni, sem aftur skilar farsælu starfi við margvíslegar aðstæður. En heima á Staðarbakka var hans starfsvettvangur og þar unnu þau hjónin saman við þann atvinnu- veg, sem færði þeim lífsafkomu, landbúnaðinn. Hann var þeirra að- alstarf og þar byggðu þau sitt heim- ili af miklurn myndarbrag, eins og áður er lýst. Á Staðarbakka hafði verið kirkjustaður um langan tíma. Árið 1890 var byggð ný timbur- kirkja sem ennþá stendur, en hún var nú á síðari árum úr sér gengin og þurfti endurbóta við. Benedikt var um árabil í sóknarnefnd Staðar- bakkakirkju og safnaðarfulltrúi. Að stórum hluta fyrir áhuga hans og fjölskyldunnar á Staðarbakka var kirkjan endurbyggð á árunum 1980 til 1983. Og eftir gagngerðar end- urbætur var hátíðarmessa í kirkj- unni á miðju sumri 1983. Þau hjón lögðu metnað sinn í að koma kirkj- unni í sem mest upprunalegt horf og lögðu alúð við að búa hana sem best úr garði. í sumar verður kirkj- an því 100 ára. Síðastiiðinn nýársdag sóttu margir kirkju á Staðarbakka. Það var fagur nýársdagur og sveitin skartaði sínum fegursta vetrar- skrúða. Öllum kirkjugestum var boðið að veisluborði á heimili Ás- dísar og Benedikts eins og svo oft áður hafði gerst á heimili þeirra. Hinn aldni sveitarhöfðingi tók þar á móti gestum sínum skýr og rök- réttur í hugsun með áhuga og skoð- un á því markverða sem er að ger- ast í þjóðfélaginu. í dag, tæpum mánuði síðar, kveðjum við Benedikt Guðmundsson í hinstá sinn í kirkj- unni á Staðarbakka. Blessuð sé minning hans. Böðvar Sigvaldason Þegar ég kom heim frá vinnu minni 17. janúar sl. barst mér sú fregn að Benedikt Guðmundsson bóndi á Staðarbakka í Miðfírði væri látinn. Kannski kom mér þetta ekki svo mjög á óvart því ég vissi að hann hafði kennt nokkurs las- leika og orðið að dvelja um tíma á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Samt er maður atltaf jafn óviðbúinn þegar kallið kemur. Þegar ég fór að hugleiða kynni okkar Benedikts varð mér ljóst að með honum var genginn einn prúðasti og grandvar- asti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Benedikt var fæddur að Hnausa- koti í Miðfirði 30. nóvember 1905. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason bóndi í Hnausakoti og síðar á Staðarbakka og kona hans, Margrét Elísabet Benediktsdóttir. Benedikt var aðeins tveggja ára að aldri, þegar fjölskyldan flutti að Staðarbakka. Síðan hefur hann dvalið á þeim stað að undanteknum þeim tíma, sem hann stundaði nám í Bændaskólanum á Hvanneyri. Benedikt kvæntist ágætri konu, Ásdísi Magnúsdóttur frá Torfastöð- um, og lifír hún mann sinn. Foreldr- ar Ásdísar voru Guðfinna Björns- dóttir frá Núpsdalstungu og Magn- ús F. Jónsson. Þau bjuggu fyrst að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.