Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 1

Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 1
112 SIÐUR B/C 113. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Rúnar Þór í HÚSDÝRAGARÐINUM í LAUGARDAL Fúlga í boði fyrir skrímsli Lundúnum. dpa. BRESKT veðmálafyrirtæki áformar um- fangsmikla leit að skrímslinu í Loch Ness-stöðuvatninu í Skotlandi dagana 5.-7. október. Hyggst það meðal annars bjóða 250.000 punda (25 milljóna íkr.) verðlaun geti einhver lagt frarn óyggj- andi sönnun fyrir því að ófreskjan sé í vatninu. Allir sem vilja geta tekið þátt í leitinni og verða sérfræðingar frá nátt- úrugripasafninu í Lundúnum dómarar. Þeir taka ekki óskýrar myndir eða hljóð- sjármælingar gildar heldur vilja þeir helst beina- eða vefjasýni. Þátttakendur mega ekki beita skutlum eða öðrum vopnum. Skipuleggjendur leitarinnar telja afar ólíklegt að skrímslið fínnist. Vilja girðingu kringum Sfinxinn Kaíró. Reuter. ALÞJÓÐLEG sveit vísindamanna sem beðin hefur verið að leggja á ráðin um verndun Sfinxins og pýramídanna miklu í Egyptalandi hefur lagt til að allt að sex metra hár veggur verði reistur um- hverfis þessar fornminjar til þess að vernda þær fyrir ágangi ferðamanna. Innan hans verði öll mannvirki seinni tíma rifin og þar með bjóðist gott út- sýni til pýramídanna og Sfinxins af múrnum. Einnig leggja vísindamenn- irnir til að umferð ökutækja verði nán- ast bönnuð í nágrenni fornminjanna og malbikaðir vegir sem liggja þvers og kruss um minjasvæðið verði rifiiir upp. Menningar- og menntamálaráðherra Egypta bjóst í gær við að tillaga vísindamannanna yrði samþykkt og veggurinn reistur innan tveggja ára. Hægrimenn í sókn í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKIR hægrimenn (Moderatarna) eru í sókn um þessar mundir og hefúr fylgi þeirra aldrei verið jafii mikið í 60 ár, samkvæmt Gallup-könnun, sem birt var á fóstudag. 27 af hundraði kjósenda styðja flokkinn, ef marka má könnunina. Fylgi jafnaðarmanna er 33,5%, sem er meira en tíu prósentu- stigum minna en þeir hafa fengið á undanfórnum áratugum. Borgaralegu flokkarnir njóta stuðnings 49,5% Svía en vinstriflokkarnir 41%. Enduireisnarráðmu spáð sigri í Rúmeníu Búkarest. Reuter, Daily Telegraph. RÚMENAR ganga að kjörborðinu í dag og verða þetta fyrstu frjálsu og lýðræðis- legu kosningarnar í landinu í rúma hálfa öld ef marka má leiðtoga Endurreisnar- ráðsins sem fer með völdin. Stjórnarandstæðingar hafa deilt hart á ráðið fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð og bent á að flestir forystumenn ráðsins hafi áður ver- ið kommúnistar og taglhnýtingar Nicolae Ceausescus einræðisherra sem drepinn var í desemberbyltingunni. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa lýst áhyggj- um vegna þess að stjórnarandstæðingum hefúr verið mismunað á ýmsan hátt, m.a. í rúmenskum ríkisljölmiðlum, auk þess sem þeim hefur verið hótað ofbeldi. A Ottast var að til blóðugra átaka gæti komið í kosningabaráttunni en þrátt fyrir mikla heift, brigsl um kommúnisma og fleiri ávirðingar, hefur ekki farið svo. Þúsundir óánægðra stúdenta og andófs- manna hafa teppt umferð á Háskólatorginu í Búkarest vikum saman til að krefjast þess að kosningunum yrð. seinkað og mót- mæla Endurreisnarráðinu en yfirvöld hafa ekki reynt að fjarlægja þá með valdi. Flestir spá ráðinu sigri í þingkosningun- um og sama er að segja um forsetafram- bjóðanda þess, Ion Iliescu, starfandi for- seta. Aðrir frambjóðendur til embættisins eru Radu Campeanu, úr Fijálslynda flokkn- um, og Ion Ratiu, frambjóðandi Bænda- flokksins. Yfir sextán milljónir manna eru á kjörskrá og kjörseðlarnir eru þrír þar eð barist er um embætti forseta auk sæta í báðum deildum þingsins, 119 í efri deild, 387 í neðri. Landinu er skipt í 40 kjör- dæmi auk Búkarest. 82 flokkar bjóða fram og verður þingsætum“skipt eftir hlutfalli þeirra af heildaratkvæðamagninu. Hljóti enginn forsetaframbjóðandi yfir helming atkvæða verður kosið aftur milli tveggja efstu manna 3. júní. Þá á einnig að kjósa aftur um þingsæti í þeim kjördæmum þar sem kosningaþátttaka er undir 50%, verði það nauðsynlegt. Um 430 erlendir eftirlitsmenn munu reyna að fylgjast með því hvort kosningarn- ar fari heiðarlega fram og nær 1.300 er- lendir fréttamenn eru í landinu vegna kosn- inganna. Fyrstu tölvuspár eru væntanlegar skömmu eftir kl. 20 í kvöld að íslenskum tíma. EKMBARA KÚLKEÐ/io MANNSMYND Vytutas Landsbergis forseti Lithái Iííiiii í Hngnrgóma AFMGRIM FRM..... RÚSSNESKi PÍANÓ- LEIKARINN LEONÍD TSJÍSJIK MSM DAGSKRARGERÐ ISLENSKT SJÓNVARP EKKIFÁTJEKLEGT EHDURVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.