Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 11

Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 11 Söngur og hvíld. omismnmiB HLímjEK EK LJÚSIO ÍMYRKRIÍSLEHSKKS KLZHEIMEK-SJÓKLIKBK 00 KHHKRRK MEB HEILKBILOH. ÞKR ER REYHT KO LÉTTK ÞEIM LÍFIO SEM FEHBIO HKFK ÞEHHKH ERFIOK SJÓKOÓM, EHHKHH HERJKRK 5% ÞEIRRK SEMERO ELORIEH B5 KRK hún var að ljúka sérnámi í öldrunar- hjúkrun. Hugrún sótti þegar í stað um vinnu og hefur síðan starfað í Hlíðabæ, auk þess að sinna málefn- inu í frístundum í Félagi aðstand- enda Alzheimer-sjúklinga. „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Við byijuðum á að skipuleggja starfsemina. Vorum í hálfan mánuð með fyrirlesurum og kynntum okk- ur hvernig svona starfsemi fer fram, því þetta er algjör nýjung hér á landi. Það má líka segja að undir- búningnum sé ekki lokið. í hverri viku erum við að móta starfsem- ina.“ Auk Hugrúnar hefur Jakobína Gestsdóttir starfað í Hlíðabæ frá upphafi. Sung-ið útúr þögninni Þegar blaðamaður leit inn snemma á mántdagsmorgni, voru starfsmenn búnir að skipuleggja daginn og bílstjóíri þegar búinn að flytja þorra vistraanna að Hlíðabæ. Hefðbundinn starfsdagur hófst um hálfníu með því að tveir starfsmenn ásamt vistmönnumisátu í betristof- unni og lásu yfir BÍöð helgarinnar, til að rilja upp dægurmálin, frétt- næma viðburði og önnur áhugaverð efni. Klukkan 10.00 hófst sameigin- legur morgunfundur í kjallara, þar sem byrjað var að rifja upp hvaða dagur var þennan dag og hvað hver og einn hét. Flestir virtust vel upp- lagðir, fyrir utan eina konu sem iðaði í stólnum og lét óbeit sína í ljós á þeim semistýrði dagskránni. „Segið henni að þegja,“ sagði sú gamla, en virtist ein um óánægjuna. Starfsmaður lét þessa uppákomu ekki koma sér á óvart og tók um hendina á gömlu konunni, sem strax virtist slaka á og líða betur. Raunar virtist enginn taka eftir þessu, nema blaðamaðurinn sem var kynnast í fyrsta sinn fólki sem á það sameiginlegt að vera með heilabilun. Morgunfundurinn leið áfram í rólegheitum. Smátt og smátt kveiktu menn á nöfnum hvers ann- ars, en ekki virtist sú vitneskja til frambúðar. Til að auðvelda sam- skiptin fengu allir merki í barm með nafninu sínu. Vangaveltur um hitann úti og upprifjun á vikudegi, mánaðardegi og ártali varð ágætis upphitun fyrir morgunsöng og annasaman dag. Með hjálp starfs- manna fékk skjólstæðingur, fyrrum tónlistarkennari, að leiða sönginn. SJÁ NÆSTU SÍÐU >1 staklega, er sú að fyrir allöngu síðan varð vart við mörg tilfelli af heilabii- un hjá fólki sem hafði þurft á gervi- nýrum að halda. Meira og minna fyrir tilviljum kom í ljós að mikið af áli hafði safnast fyrir í heilanum. Einnig kom í ljós að efnasambönd sem innihalda ál, höfðu verið notuð til hreinsunar á nýrnavélunum. Enn- fremur tókst mönnum að sýna fram á breytingar á heila í tilraunadýrum, við það að gefa þeim ál. Þegar þetta var nánar athugað kom hins vegar í ljós, að ekki var í raun um að ræða Alzheimer-breytingar. Ein at- hugun í Bretlandi þótti sýna fram á ákveðin tengsl á milli áls í drykkj- arvatni og tíðni Alzheimers, en þetta samband virtist ekki vera sterkt auk þess sem ekki var hægt að útiloka aðra þætti, þannig að ekki var litið á athugunina sem sönnun. En hvernig er búið að málefnum Alzheimer-sjúklinga á Islandi? „Ég held við stöndum nokkuð vel,“ segir Jón. „Almenningur er upplýstari um þessi málefni og við höfum þokkaleg félagsleg úrræði á meðan heilsufar sjúklinga er sæmi- legt. Hins vegar vantar umræðu um umönnunarform fyrir fólk sem ekki getur verið lengur heima. Einkum vantar sambýli. Ennfremur vantar deildir sem sinna fólki sem er lengra leitt í sjúkdómnum. Þá er ljóst að ákveða þarf þessum deildum stað í heilbrigðiskerfmu; hvort þær eiga að tilheyra geðdeildum, sem hafa reyndar að miklu leyti hafnað þess- um sjúklingahópi, eða hvort þær eiga að tilheyra öldrunarlækninga- deildum, eins og þróunin virðist vera núna.“ Þóra K. Krnfmilóttir, forstöðumaður: VIBMÓTIB BETim HBFT LÆKHIH0MIL0I „EG TEL að veran hér í Hlíðabæ, samskipti okkar við skjólstæðinga, geti haft lækningargildi. Þá á ég ekki við sjúkdóminn sem slíkan, held- ur frekar hina öruggu fylgikvilla hans, sem eru kvíði, öryggisleysi og önnur tilfinningaleg vanlíðan, sem oft er sjúkleg og ekki síður þungbær en sjúkdómurinn sjálfúr," segir Þóra Á. Arnfinnsdóttir, geðhjúkr- unarfræðingur, sem er deildarstjóri og jafhframt forstöðumaður Hlíða- bæjar, á meðan Guðjón Btjánsson er Hið heimilislega og afslappaða andrúmsloft í Hlíðabæ, er í raun hluti af ákveðnu skipulagi. Dag- leg starfsemi byggir faglega á kenn- ingum bandaríska sálfræðingsins Abrahams Maslovs, um manninn og frumþarfir hans. Inntakið er að hver maður hafi ákveðnar frumþarfir, sem ekki breytist frá vöggu til grafar og þeim verði hann að fá fullnægt að einhverju marki til að halda heilsu og sálarheill. Þóra segir að með því að skipuleggja samveruna, aðstoðina og þjálfunina á þann veg að hún komi jafnt til móts við tilfínningaleg- ar þarfir sem líkamlegar og félagsleg- ar, þá verði mikið bætt og jafnvel læknuð sum afleidd einkenni sjúk- dómsins. „Allt okkar starf miðar að því að skapa skjólstæðingunúm ör- yggi og vellíðan. Lykilatriðið er að fólki finnist það velkomið; að það finni sig meðal vina og kunningja og að við lítum ekki á það sem sjúkl- inga, heldur sem félaga og jafningja. Þetta starf er stöðugur línudans. Málið snýst um að gera hvorki of miklar kröfur, né of litlar. Ástæðan fyrir því, að ég er svo hrifin af hug- myndafræði Abrahams Maslovs er sú, að hún er stöðug áminning um ársleyfi frá störfum. að hugsa heildrænt um manneskjuna. Mér finnst á margan hátt hafa verið vandamál hjá okkur í heilbrigðisstétt- um, hve við höfum verið læst í því að hugsa einungis um líkamlega þátt- inn. Við lærum svo mikið um mann- inn í pörtum, en það skortir alla sam- hæfingu. Við sjáum þessa merki víða á stofnunum, enda er t.d. ennþá ver- ið að tala um fólk sem þurfi fyrst og fremst líkamlega umönnun og svo hina sem þurfa andlega umönnun. Staðreyndin er sú að í allri þessari þjónustu þurfum við að geta sinnt öllum þörfum manneskjunnar. Með því að nota þessa hugmyndafræði Maslovs, vitna stöðugt til hennar, auðveldar það okkur þessa samþætt- ingu.“ Hvernig framkvæmið þið eftir hug- myndafræðinni? „Við erum að reyna setja upp dag- skrá, sem tryggir að fólk hafi mögu- leika á fjölbreytilegri virkjun. bæði hugar og handar. Til þess að tryggja að tekið sé tillit til einstaklingsbund- inna þarfa, erum við með svokallað tenglakerfi, þ.e. að við skiptum skjól- stæðingunum á milli starfsmann- anna. Hver starfsmaður er tengill fyrir 3-4 einstaklinga. í samvinnu við verið vandamál lyá okkur í heil- brigðisstéttum, hve við höfúm verið læst í því að hugsa einung- is um líkamlega þáttinn," segir Þóra Á. Arnfinnsdóttir forstöðu- maður Hlíðabæjar. mig, er þessi tengill eins konar að- standandi á staðnum. Honum er ætl- að að setja sig sérstaklega inn í að- stæður og ástand þessara einstakl- inga og kynnast aðstandendum þeirra. Það á t.d. ekki að vera tilvilj- un hver fer í útivist, hver fer í vinnu- stofu og hver fer í Hrafnaþing. Það er markvisst reynt að finna verkefni sem henta. Þeir sem hafa þann vana að hvílast eftir hádegi, gera það að sjájfsögðu einnig hér.“ I Hlíðabæ er lögð mikil áhersla á að tala við fólkið, sífellt er verið að minna á og staðfesta eitt og annað í veruleikanum. Þóra segist sannfærð um, að í sumum tilfellum þurfi að bregðast fyrr við um dagvistun. Nokkur dæmi eru um að fólk hafi verið svo lengi á biðlista að dagvistun hefur ekki lengur verið raunhæfur kostur. „Það eru auðvitað mikil von- brigði. En við höfum hins vegar mun fleiri jákvæð dæmi. Nýverið hafa t.d. komið hingað þrjár konur, sem eru það lítið skertar að þær njóta sín virkilega vel, blómstra hreinlega. Það sannfærir mann um hve nauðsynlegt það er að ná til fólksins á meðan það er raunhæft að það hafi not af vist- inni.“ Hvað má helst bæta í þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar? „Það þarf fleiri úrræði. Það þarf t.d. fleiri Hlíðabæi og fleiri litlar dag- vistanir, sem miðast við þarfir eldra fólks sem er farið að bila að heilsu. Ég tel að stórar dagvistanir geti hent- að eldra fólki við góða heilsu sem félagslegt úrræði, eins og t.d. Múla- bær þar sem eru 48 manns á dag. Einnig er ljóst að það vantar sárlega sólarhringsþjónustu um helgar og þjónustu sem býður upp á skammtíma innlagnir. Fyrir aðstand- endur er þetta mikið kappsmál, enda verða þeir að eygja möguleika á hvíld stöku sinnum, þeir geta í raun aldrei treyst á að geta komist í sumarfrí. Sjúkrahúsin geta aldrei tryggt þeim hvíldarinnlagnir," segir Þóra A. Árnf- . innsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.