Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 4

Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 4
4 FREmR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 ERLEIMT INNLEMT Björguðust úr Ölfiisá TVÆR staálkur bjÖTguðust giftu- samlega þegar bifreiö sem þær voru farjþcgar í var ekið út í Olf- usá, Bfidaœ við Tryggvaskála á Selfass^ nm siðustu helgi. Tveir ungir nnciin sem einnig voru í bif- reiðimni förusL Stúikurnar bárust niður áma og komst önnur af sjálfs- dáðunœ f famd en hin náði að halda sér í kMtavegg. Fjórtán ára piltur varð sjðmiarrotíur að slysiiiu. Varð það ti þe^; að Jögregian kom strax á stadímn og bjaigaði stúlkunni. Þota ArnarBugs komin Þota sent Amarflug tók á kigu í B aMfarfkjumim kom til iandsms á fösttiidag og fór samdægurs í áætianarflug fyrir félagið. Vegna seinktutar á komu þotunnar til landsms totu farþegar sem áttu bókad far með félaginu í erfiðleik- um ined að komast 13 og frá landimu aia vikuna og var málum bjargað firá degi t3 dags. Samstarf Flugieiða og S AS til umræöu Flsjgteffir og SAS hafa átt við- ræður tnm samstarf sem meðal annars hafa gengið út á það að SAS eígitist aUt að 25% hlut i Flug- leiðumL Sambandið í sex hlutaíelög Stjórn Sambands íslenskra sam- vinnuféfaga ákvað á fundi sínum um sóðostn heigi að kanna mögu- leika á að stofna sjálfstæð hlutafé- lög inm brcija de3d Sambandsins. alls sex félög, og gera Sambandið að eignarhaldsfélagi. Áður en stjórnin ákvað þetta lýsti Guðjón B. Olafsson forstjóri þeirri skoðun sinni að breyta bæri Sambandinu í eitt hlutafélag. Vilja álver við EyjaQörð Á fjöbnennum fundi um álver í Eyjafirði sem haldinn var í Sjall- anum á Akureyri á þriðjudagskvöld var samþykkt ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að nýju álveri verði vaiinn staður við Eyjafjörð. Margir fundarmenn höfðu áhyggjur af af- ieiðingum þess fyrir Norðlendinga og aðra landsbyggðarmenn ef álver verður byggt á suðvesturhorni landsins. Kjötvinnsla SS á Hvolsvöll? Sláturfélag Suðurlands hefur gert áætlun um róttækar skipu- lagsbreytingar sem, ef fram- kvæmdar verða, hefðu í för með sér flutning á um 110 störfum frá Reykjavík tii Suðurlands. Gert er ráð fyrir að slátrun verði hætt á Hvolsvelli en kjötvinnsla fyrirtæk- isins flutt þangað í staðinn. Sjálfstæðisflokkur fengi 56% Sjálfstæðisflokkur fengi rúman helming atkvæða í kosningum til borgarstjórnar Reykjavíkur sam- kvæmt könnun sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert fyrir Morgun- blaðið. Flokkurinn fengi 9 borgar- fulltrúa af 15, jafn marga og hann hefur nú. Nýr vettvangur fengi 23,3% atkvæða og þijá fulltrúa (Alþýðuflokkur hefur nú einn), Kvennalisti 7,2% og einn fulltúa eins og nú, Alþýðubandalag 6,7% og einn fulltrúa í stað þriggja nú og Framsóknarflokkur 6,1% og einn fulltrúa eins og nú. Sameigin- legar kosn- ingarí vændum? Mærgt bendir nú tii að brátt verði kosid til sauieigintegs þýsks löggjafarþings. Boðað hefur verið til þingkosnínga í Vestur-Þýska- landi 2. desember en kjörtimabil starfandi þings rennur út um miðjam janúar 1991. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, hefur látið í það skina að æskilegt sé að om leið verði kosið í Austar-ÞýskalandL Telja menn að það muni auðveida sameining- arferfið. Á föstudag var undirrit- aður samningur mflli þýsku ríkjanna um efnahagssamruna sem fetur m.a. í sér að vestur- þýska markið verður gjaidmiðill Austur-Þýskalands fiá og með 1. júlí. .1 afnaðarmenn ná meirihluta í Sambandsráðinu Vestar-þýsklr jafnaðarmenn hafa nú náð meirihluta í Sam- bandsráðinu í Bonn sem er nokk- urs konar efri defld þingsins og geta því haft meiri áhrif á löggjöf en elia. Geiðist þetta með því að kristiiegir demókratar og frjálsir demókralar töpuðu meirihluta sínum í rikiskosningum í Neðra- Saxlandi. Jafnaðarmenn héldu hins vegar meiríhluta sínum í Nordrhein-WestfaJen, fjölmenn- asta sambandsríki Vestur-Þýska- lands. Bannað verði að móðga Gorhatsjov Lagt hefur verið fram frumvarp til lagaíÆðstaráði Sovétn'kjanna þar sem bannað er að móðga for- seta Sovétríkjanna að viðlagðri sex ára fangelsisvist. Talið er að tilefnið séu mótmæli stjórnarand- stæðinga á Rauða torginu 1. maí síðastliðinn. Míkhaíl Gorbatsjov hefur látið í Ijós megna fyrirlitn- ingu á þeim sem hrópuðu gegn honum ókvæðisorð á degi verka- lýðsins. Freistað inngöngu í þinghúsið í Tallinn Um tvö þúsund andstæðingar sjálfstæðis í Eistlandi freistuðu þess á þriðjudag að komast inn í byggingu Æðsta ráðs landsins. Edgar Savisaar, forsætisráð- herra landsins, bað fólk þá í beinni hljóðvarpsútsendingu að koma þingmönnum til hjálpar. Um 20.000 manns urðu þegar við kallinu og tókst að stökkva stjórn- arandstæðingum á flótta. Rannsóknarboranir leyfðar við Dounreay Leyfðar hafa verið rannsóknar- boranir vegna byggingar geymslu fyrir kjarnorkuúrgang á svæði kjarnakljúfsins í Dounreay á Skotlandi. Skoskir þjóðemis- sinnar hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Sammy Davies Jr. látinn . Bandaríski skemmtikrafturinn Sammy Davies Jr. lést á mið- vikudag 64 ára að aldri. Bana- mein hans var krabbamein í hálsi. Metverð fyrir málverk „Málverk af Gachet lækni“ eft- ir Vincent van Gogh seldist fyrir 82,5 milljónir dala (rúma fimm milljarða ísl. kr.) í New York á þriðjudag. Er það hæsta verð sem fengist hefur fyrir nokkurt mál- verk. Japanskur kaupsýslumaður reiddi fram féð og síðar í vikunni keypti hann verk eftir Renoir fyrir 78,1 milljón dala sem er næst hæsta verð sem fengist hef- ur fyrir málverk. Stefiiubreyt- ing á Tævan? Taipei. Reuter. YFIRVÖLD á Tævan eru sögð í þann mund að breyta stefnu sinni I garð alþýðulýðveldisins Kína í grundvallaratriðum en mikill fjandskapur hefúr verið milli ríkjanna. Búist er við opinberri tilkynningu við embættisvígslu Lee Teng-hui forseta næstkom- andi sunnudag. Stjórn þjóðemissinna á Tævan hefur talið sig einu löglegu stjóm alls Kína frá því þjóðernissinnar flýðu til eyjarinnar eftir valdatöku komm- únista á meginlandinu 1949. Hefur stefna Þjóðernissinna verið á þá lund allar götur síðan og stjórnin í Peking jafnan verið kölluð „ræningjastjóm- in“. Yfirvöld í Peking hefur alltaf litið á Taipei sem höfuðstað héraðs í alþýðulýðveldinu. Áð undanförnu hefur dregið fú- kyrtum yfirlýsingum í garð Peking- stjórnarinnar. Tímamót urðu sl. þriðjudag er varnarmálaráðherrann, Hau Pei-tsun, sagði opinberlega að menn yrðu að sætta sig við þann raunveruleika að Kína væri eitt land með tvær ríkisstjómir. Með stefnu- breytingu era stjómvöld sögð vonast til að hægt verði að koma á eðlilegum samskiptum landanna. Reuter Málverk fyrir 9,6 milljarða Japönskum iðnjöfri, Ryoei Saito, var á föstudag slegið málverkið „Au Mouline de la Galette" eftir franska listamanninn Pierre Renoir fyr- ir 78,1 milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði 4,7 milljarða íkr, á upp- boði Sotheby’s í New York. Sl. þriðjudag seldi Sotheby’s Saito port- rettsmynd af lækni, Dr. Gachet, á 82,5 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 4,9 milljarða króna. Hefur hann því keypt málverk fyrir um 9,6 milljarða króna í vikunni. Hæsta verð, sem áður hafði verið greitt fyrir málverk, var um 50 milljónir dollara. Bandaríkjaforseti g’límir við hallareksturinn á kosningaári EKKl verður sagt að baráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1988 hafi verið málefiialeg. Mesta athygli vakti það loforð annars fram- bjóðandans, George Bush, að skattheimta yrði ekki aukin í forsetatíð hans. Bandaríkja- menn hafa öðrum þjóðum frem- ur andstyggð á sköttum og lærðir menn fúllyrða að Walter Mondale, frambjóðandi demó- krata, í kosningunum árið 1984, hafi kveðið upp dauðadóm yfir framboði sínu er hann lýsti yfir því í sjónvarpi að skattahækk- anir væru óhjákvæmilegar. Nú hefiir George Bush afráðið að takast á við stærsta verkefnið á vettvangi bandarískra efiia- hagsmála, hallann á rekstri ríkissjóðs, sem hann fékk í arf frá forvera sínum, Ronald Re- agan. Tæpast verður hjá því komist að skera niður útgjöld og hækka skatta en hvorki demókratar ___________________ né repúblík- 1 anar, flokks- bræður for- setans, eru reiðubúnir til að birta þjóð- inni þessi tíðindi. Að auki verða þingkosningar í haust og þing- menn beggja flokka, ekki síst í fulltrúadeildinni, eru uggandi um sinn hag. Loforðið sém Bush gaf banda- rísku þjóðinni er eitt eftir- minnilegasta atvikið úr kosninga- baráttunni ásamt því er Dan Qua- yle, núverandi varaforseti sem seint verður talinn til orðheppnari manna, líkt sjálfum sér við John F. Kennedy. Bush hefur margoft ítrekað loforðið en nú þegar við blasir að fjárlagahallinn verður sífellt stærri vandi eru undirsátar forsetans teknir að túlka þessi orð hans með nýjum hætti. Nú er lát- ið að því liggja að forsetinn hafi heitið því að hækka ekki tekju- skattinn en í Bandaríkjunum eins og annars staðar beitir ríkisvaldið öðrum og ekki síður áhrifaríkum aðferðum til að seilast í vasa al- mennings. I síðustu viku boðaði forsetinn leiðtoga flokkanna tveggja á þingi á fund sinn og sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar til að ræða fjárlaga- hallann. Athygli vakti að forsetinn kvaðst ekki setja nein skilyrði fyrirfram í viðræðum þessum og vom þau orð túlkuð á þann veg að Bush gæti fallist á einhvers konar skattahækkanir. Á fundinum upplýsti Richard Darman, fjárlagstjóri forsetans, að hallinn á rekstri ríkissjóðs stefndi í 200 milljarða Banda- ríkjadala á næsta fjárlagaári, sem hefst 1. október. í tíð Reagans voru Gramm-Rudman-lögin svo- nefndu samþykkt en þau kveða á um sjálfkrafa niðurskurð, einkum á sviði varnar- og félagsmála, verði hallinn meiri en 74 milljarð- ar dala á næsta ári. Gert hafði verið ráð fyrir því að niðurskurður upp á 36 milljarða dala nægði til að ná þessu marki en í máli Dar- mans kom fram að 60 til 100 milljarða dala skorti til að koma í veg fyrir að Gramm-Rudman- lögin öðlist gildi. Þyngst vegur að ævintýralegt gjaldþrot spari- sjóða lendir á ríkissjóði auk þess sem skatttekj- BAKSVIÐ efiirAsgeir Sverrisson ur af hagnaði fyrirtækja hafa dregist saman. Þá hafa vextir hækkað, gagn- stætt því sem spáð hafði verið og uppgangurinn í efnahagslífinu hefur ekki verið í samræmi við forsendur stjórn- valda. Bush hefur margoft lýst yfir því að hann óttist ekki erfiðar og umdeildar ákvarðanir en meðal demókrata er sú skoðun almenn að forsetinn hyggist gera þá ábyrga fyrir þeim skattahækkun- um sem séu nauðsynlegar. Lækk- un ríkisútgjalda kann einnig að koma hart niður á tilteknum ríkjum og jafnvel tilteknum kjör- dæmum og því má heita öruggt að þingmenn muni vilja fá eitt- hvað fyrir sinn snúð áður en þeir samþykkja einhverjar þær að- gerðir sem spillt geta fyrir mögu- leikum þeirra á að ná kjöri á ný. Þetta verkefni mun reyna mjög á stjórnmálahæfíleika George Bush. Demókratar munu krefjast þess að forsetinn hafi frumkvæðið og geri þjóðinni grein fyrir hvaða aðferðum hann vilji beita til að draga úr hallanum á ríkisbú- skapnum. Flokkur forsetans er í minnihluta í báðum deildum þingsins. Hann verður að freista þess að skapa breiðfylkingu á •• —-----------------------— ... Leiðin að settu marki verður löng og ströng. þingi, með tilheyrandi hrossa- kaupum og hagsmunagæslu, en það gerist aðeins í nánu sam- starfi við leiðtoga þingsins. Reag- an tókst þetta með ágætum í upphafi forsetaferils síns er hann kom í gegn breytingum á skatta- löggjöfinni og niðurskurði á út- gjöldum ríkisins. Bush mun reyn- ast verkefnið erfiðara því þótt hann njóti mikillar hylli komst hann ekki til valda í krafti öflug- rar sveiflu til hægri líkt og Reag- an. Af því leiðir að þingmenn treysta ekki á vinsældir forsetans í sama mæli og þeir gerðu fyrstu tvö árin sem Reagan var við völd og verða af þeim sökum tæpast jafn Jeiðitamir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.