Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 13

Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 13 Lánasjóður íslenskra námsmanna auglýsir eftir umsóknum um námslán og námsstyrki á skólaárinu 1990-91 Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu LÍN, skólum hérlendis og sendiráðum íslands erlendis. SKIPAN LÍN HLUTVERK. Lánasjóðnum er'ætlað að veita íslenskum námsmönnum að uppíylltum ákveðnum skilyrðum fjárhagsaðstoð til framhaldsnáms. STARFSREGLUR. Sjóðurinn starfar skv. lögum nr. 72/1982. Nánari ákvæði varðandi starfsemi og lánveitingar sjóðsins er að finna í reglugerð og árlegum úthlutunarreglum. STJÓRN. Menntamálaráðherra skipar 6 menn í stjóm sjóðsins. STARFSEMI. Starf LÍN er þríþætt. Lánasvið annast úthlutun námsaðstoðar. Innheimtusvið hefur umsjón með endurgreiðslu námslána. Upplýsingasvið sér um upplýsinga- og kynningarstarf sjóðsins. RÁÐGJÖF. Sérfræðingar sjóðsins veita upplýsingar og ráðgjöf í síma og viðtölum. AFGREIÐSLA. Skrifstofa LÍN er við Laugaveg 77 í Reykjavík. Hún er opin alla virka daga frá 11-15. Sími sjóðsins er 2 50 11 (Grænt númer er 99 66 65). Símatími ráðgjafa er alla daga kl. 9-12. Viðtalstími er kl. 12-15 alla daga nema mánudaga. SKILYRÐI Umsækjandi um námsaðstoð verður að uppfylla skllyrði sjóðsins varðandi lánshæfni til að njóta hennar. AÐSTOÐARHÆFT NÁM. Fyrirhugað nám verður að samræmast reglum um aðstoðarhæft nám. NÁMSÁRANGUR. Á aðstoðartímanum verður námsmaður að fullnægja kröfum um árangur og eðlilega framvindu í námi. Sjóðurinn tekur í flestum tilvikum mið af kröfum skóla. Lágmarkskrafan er þó að námsmaður ljúki námi sem svarar til 75% þess sem telst vera fullt nám á timabilinu. Það merkir að veitt er aðstoð í hámark 4 ár til að ljúka þriggja ára námi. TEKJUR. Námsmaður telst vera í leyfi tiltekinn tima á námsárinu. Tekjur námsmanns (og maka hans) umfram tiltekið fritekjumark hafa áhrif á upphæð láns.75% af tekjum námsmanns umfram framfærslukostnað í ieyfi, (50% af tekjum maka umfram (12 mánaða) framfærslukostnað og allar tekjur maka umfram tvöfaldan framfærslukostnað) koma til lækkunar á reiknaðri ijárþörf á námstíma. AÐSTOÐARHÆFT NÁM A ÍSLANDI HÁSKÓLANÁM Háskóli íslands; Háskólinn á Akureyri; Búvisindadeildin á Hvanneyri; Tðlvuháskóli Verslunarskólans; SÉRNÁM Framhaldsd. iðnnáms; íþróttak.skólinn; Leiklistarskólinn; Stýrimannaskólar; Fiskvinnsluskólinn (fisktæknanám); Tónlistarskólar(7. stigogofar/kennarad.); Tækniskólinn(iðnfræði/raungr.d. /rekstrard.); ANNAÐ SÉRNÁM Námsmönnum sefn náð hafa 20 ára aldri hefur verið veitt námslán t.d. til náms í: Búfræði; Fiskeldi; Lyfjatækni; Garðyrkjuskólanum; Meistaraskóla iðnaðarins; Ritaraskólanum; Iðnskólum; Undirb.deild Tækni- og Samvinnuhásk.; í ÚTLÖNDUM HÁSKÓLANÁM Nám við viðurkenndar háskólastofnanir erlendis. (Um lán til greiðslu skólagjalda gilda sérstakar reglur). SÉRNÁM Sémám sem ekki er hægt að stunda á ísiandi, ef um fullt nám er að ræða sem tekur minnst eitt námsár. Kennaraháskólinn; Tæknifræði-/heilbr.deild Tækniskólans; Tónmennta-/tónfræðid.Tónlistarskólans: Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólans. Fósturskólinn; Myndlistaskólar; Vélskólar; Þroskaþjálfaskólinn; NÁMSAÐSTOÐ LÍN TEGUND AÐSTOÐAR. Sá sem uppfyllir skilyrði LÍN á rétt á almennu námsláni, ferðastyrk og aukaláni. Almennt námslán til greiðslu kostnaðar vegna: -Framfærslu á námstíma; -Bóka-. efnis- og tækjakaupa; -Skólagjalda. Ferðastyrkur til greiöslu ferðakostnaðar. Aukalán til greiðslu staðfests kostnaðar vegna: -Ferða bama og maka; -Flutnings búslóðar til námsstaðar; -Meðlags á námstima; -Röskunar á högum. FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR. Öll aðstoð vegna framfærslu á námstima er miðuð við ákveðinn grunnkostnað (þ.e. grunnframfærsla) sem stjóm LÍN ákveður. Kostnaðartölur em mismunandi eftir námslöndum og endurskoðaðar reglulega með hliðsjón af þróun gengis og verðlags. Gmnnframfærsla á íslandi 1. mars 1990 er 48.832. Upphæð hámarksláns reiknast sem ákveðið hlutfall af gmnnkostnaði í viðkomandi landi miðað vlð framfærslubyrði umsækjandans. 1. september n.k. hækkar grunnframfærslan um 6.4%. BÓKAKOSTNAÐUR. Við útreikningláns er tekið tillit til kostnaðar vegnabóka-. efnis- og tækjakaupa. SKÓLAGJÖLD. Lán vegna skólagjalda er aðeins veitt til náms sem ekki er hægt að stunda hérlendis. Sett er hámark (5000US$) á skólagjaldalán nema til framhaldsnáms í háskóla. FERÐASTYRKUR. Ferðastyrkur er veittur tll greiðslu kostnaðar vegna ferðar til námsstaðar að hausti og heimferðar að vori. Sett er hámark á upphæð ferðastyrks. AUKALAN. Sett er hámark á upphæð láns vegna flutnlngs búslóðar og ferðakostnaðar fjölskyldu. Önnur aukalán em veitt tll greiðslu staðfests aukakostnaðar. UMSÓKN UMSÓKN. Umsækjandi um námsaðstoð verður að fylla út sérstakt eyðublað sem fæst í afgreiðslu LÍN, skólum hérlendis og sendtráðum íslands erlendis. Umsókn skal skila timanlega, helst í mai ef nám hefst að hausti. Síðasti sklladagur umsóknar um námslán og/eða ferðasfyrk á skólaártnu 1990-91 er: -1. ágúst vegna aðstoðar á haustmtsseri; -1. desember vegna aðstoðar á vormisseri; -1. mars ef nám hefst eftir 1. april. Ekki er vettt aðstoð á haustmisseri ef umsókn berst eftlr 1. ágúst. STAÐFESTING. Umsækjanda verður send staðfesting á móttöku umsóknar og upplýsingar um helstu atriði varðandi úthlutun og skllyrði námsaðstoðar. UFPLÝSINGAR. Á hveiju aðstoðarári skal sktla upplýsingum er varða innritun, námsárangur. skólakostnað og tekjur lánþega. AFGREIÐSLA AFGREIÐSLUTÍMABIL. Námslán fyrlr skólaárið er ekki afgreitt í einu lagi, heldur er skólaárinu skipt í afgreiðslutímabil og hver afgreiðsla er tengd innheimtu tilteklnna upplýsinga. Á íslandi eru afgreiðslutímabilin tvö en fjögur erlendis. 1. ÁRS NEMAR OG AÆTLUN. Sá sem sækir um aðstoð í fyrsta skipti og er að hefja lánshæft nám telst 1. árs nemi og fær 1. hluta námsláns afgreiddan að loknu fyrsta misseri ef námsárangur hans á misserinu er fullnægjandi. Hann getur við upphaf náms fengið áætlun um upphæð láns ef hann skllar umsókn og umbeðnum upplýsingum tímanlega. Sá sem sækir um í fyrsta skipti en er ekki byijandi í lánshæfu námi þarf að skila staðfestingu á fyrra námi með umsókn sinni. ENDURGREIÐSLA LÁNSKJÖR. Námslán eru verðtryggð en vaxtalaus. ENDURGREIÐSLUTÍMI. Afborganir heíjast þremur árum eftir námslok. Ef ekki tekst að endurgreiða lánið á 40 árum falla eftirstöðvar niður. ÁRSGREIÐSLA. Upphæð árlegrar endurgreiðslu er háð tekjum. Hún miðast við 3.75% af brúttótekjum ársins á undan endurgreiðsluári. Ársgreiðslan greiðist í tvennu lagi. Föst greiðsla 1. mars og viðbótargreiðsla 1. september. Umsókn skal skila tímanlega, helst í maí eða júní, en í síðasta lagi: 1. ágúst n.k. Lánasjóður íslenskra námsmanna Laugavegi 77 101 Reykjavik Sími 2 50 11 Fax 2 53 29 Grænt númer 99 66 65 Afgreiðslan er opin alla virka daga kl. 11-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.