Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 48

Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 48
I I FORGANGSPOSTUR UPPLYSINBASÍMI 63 77 90 MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVIK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Stöð 2 og Sýn; Innlend »éagskrár- g-erð verður skorin niður - segir stjórnar- formaður Sýnar Ríkisútvarpið Sjónvarp steinir að því að stórauka innlenda dag- skrárgerð, á sama tíma og for- svarsmenn Stöðvar 2 standa frammi fyrir niðurskurði. „Okk- markmið er, að á næsta ári verði um helmingur dagskrár- innar innlent efiii,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri i samtali við Morgunblaðið. For- svarsmenn Stöðvar 2 segja ekki íjárhagslegan grundvöll til að auka hlut innlendu dagskrárinn- ar, á meðan verið sé að rétta fjár- hag fyrirtækisins. „I samkomu- laginu sem gert var við samein- ingu Stöðvar 2 og Sýnar þann 4. maí, var skýrt tekið fram að ^ Ípjjlend dagskrá yrði skorin nið- ur. Sú_ ákvörðun stendur enn,“ sagði Arni Samúelsson stjórnar- formaður Sýnar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Stöð 2 var kostnaður við ’ innlenda dagskrár- gerð, þar með taldar íþróttir, 121 milljón krónaárið 1988 og 168 milljónir árið 1989. Fyrstu áætlanir fyrir árið 1990 gerðu ráð fyrir 160 milljónum, en sú áætlun er í endurskoðun, til lækkunar. í þessum tölum er allur kostnaður við dagskrárgerðina. . Ekki tókst að fá sambærilegar tölur frá Ríkisútvarpinu, en sam- kvæmt upplýsingum Harðar Vil- hjálmssonar fjármálastjóra RÚV er áætlað að 200 milljónir fari beint til innlendrar dagskrárgerðar í ár, sem er svipað að raungildi og síðustu tvö ár. Inni í þeirri upphæð er ekki kostnaður vegna íþrótta, og ekki kostnaður við tækniþjón- ustu og leikmyndagerð. Heildar- kostnaðurinn er því mun hærri. Samkvæmt fyrstu tillögum fyrir Ijárlagagerð næsta árs, er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til _inn- lendrar dagskrárgerðar hjá RÚV. Sjá nánar „íslenskt sjónvarp — „ ckki fátæklegt endurvarp" á bls. 16 og 17. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Halldór Sveinsson tínir fylsegg úr stakknum sínum eftir velheppnaða ferð í bjargið. Eggjataka Eyjamanna Karl Birgisson stóðst ekki mát- ið og bragðaði á fengnum. EYJAMENN hafa löngum farið Fýlseggjataka er hafin, en upp svartfúglnum. Eyjamenn fara í flestallar úteyj- ar til fýlseggjatökunnar og sýta það lítt þó fýlnum sé haldið í skefjum. Hann veldur oft miklu ónæði við lundaveiðar, þegar hann truflar flug lundans. ' Lítill hópur manna fór fyrir nokkrum dögum út í Álfsey til fýls- eggjatöku. Eyjan er brött og erfið yfirferðar. Við fýlseggjatöku síga menn ekki í bjargið á sama hátt og þegar svartfuglseggin eru tekin, heldur handstyrkir hver maður sig niður eftir reipi. í einni ferð í bjarg- í úteyjarnar á vorin til eggjatöku. úr helginni fara menn að huga að ið tekur hver maður 30-50 egg og er nokkur þrekraun að komast upp á brún aftur og þarf að gæta mik- illar varúðar með viðkvæm eggin. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum, var í för með Jóni Þóri Geirssyni, vélstjóra, Halldóri Sveinssyni, lögregluþjóni, og Karli Birgissyni, háseta, í eggja- tökuferð þeirra í Álfsey. Alls höfðu fjórmenningarnir um 800 egg upp úr krafsinu eftir daginn. Sjá einnig Á íornum vegi bls. C 32. Fyrstí fermur af stál- slaggi á leið tíl lands HLAÐBÆR-COLAS, undirverktaki Hagvirkis, og Reykjavíkurborg hafa keypt einn farm af svonefndu stálslaggi, gijótmulningi sem notaður er í bundið slitlag vega og verður efiiinu skipað upp úr flutn- ingaskipinu Nauma í Haftiarfjarðarhöfn á morgun, alls 2.900 tonn- um. Hluti Reykjavíkurborgar af farminum er 750 tonn. Efninu verður blandað í ákveðn- um hlutföllum í íslensk vega- gerðarefni. Von er á öðru skipi eft- ir tvær vikur með 1.900 tonn af stálslaggi sem Reykjavíkurborg hefur fest kaup á. Efnið sem hér .um ræðir er af gerðinni lysit en helstu eiginleikar þess, fyrir utan að vera harðara en íslenskt gijót, eru að í dimmu virðist lysit hvítt og eykur þar með birtumagn á veg- unum. Nýr vettvang’ur fær mest fylgi frá Alþýðubandalagi ÞEIR sem segjast ætla að kjósa Nýjan vettvang við borgarstjórnar- kosningarnar koma úr kjósendahópum allra flokka við síðustu kosningar en hlutfallslega mest fylgi fær listinn frá Alþýðubanda- l.agi, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofiiun gerði ' '—íyrir Morgunblaðið. 40% af þeim sem nú hyggjast kjósa Nýjan vettvang höfðu ekki kosningarétt 1986, skiluðu auðu, kusu ekki, bjuggu utan Reykjavíkur eða neituðu að segja hvað þeir kusu. Af þeim sem kusu G-listann síðast og hafa ákveðið sig ætla álíka margir að kjósa Al- þýðubandalagið og Nýjan vett- _yang við borgarstjórnarkosning- ’arnar og af þeim sem kusu Kvennalistann 1986 hyggst um þriðjungur kjósa Nýjan vettvang en um tveir þriðju Kvennalistann. 4% af kjósendur Sjálfstæðis- flokksins fyrir fjórum árum ætla að kjósa Nýjan vettvang, en flokk- urinn missir nánast ekkert fylgi til annarra flokka. Kjósendur Nýs vettvangs dreif- ast einkum á fjóra flokka þegay þeir eru spurðir hvaða flokka þeir myndu kjósa í alþingiskosningum, Alþýðuflokk, Kvennalista, Al- þýðubandalag og Sjálfstæðis- flokk. 42% kjósenda Nýs vett- vangs segjast ekki vita hvað þeir myndu kjósa í alþingiskosningum eða þá að þeir myndu ekki kjósa. Langflestir kjósendur Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjórnar myndu líka kjósa flokkinn til Al- þingis, en mjög fáir kysu aðra flokka, samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar. Sjá blaðsíðu 6. ( *isft *■ f Sigurður Sigurðsson, hjá Hlaðbæ-Colas, sagði að sú krafa hefði verið gerð af Vegagerð ríkis- ins að notuð yrðu ljós efni í slitlag- ið á Arnarneshæð. Efnið verður blandað í hlutföllunum 30 af lysiti á móti 70 af öðrum innlendum og erlendum steinefnum. Blanda verð- ur lysit öðrum efnum, að öðrum kosti yrði það of ljóst. Von er á öðru skipi um helgina til Keflavíkurhafnar sem losar dura- split sem er heldur dekkra en lysit og hefur verið lagt á hluta Reykja- nesbrautar og Nýbýlavegar. Kaup- andi efnisins er Islenskir aðalverk- takar. Helsta ástæðan fyrir flutningum efnisins hingað til lands er að það er slitgott og hentar vel til vega- gerðar. Söluaðili stálslaggsins er danska fyrirtækið Tarco vej a.s. en umboðsaðili hér á landi er Sindra- stál hf. Prófanir hafa verið gerðar í grennd við Ósló á vegum sem lagð- ir eru lysit þar sem kostir efnisins hafa komið skýrt fram, að sögn Júlíusar Sigurðssonar hjá Sindra- stáli. Efnið var kynnt forsvarsmönnum Vegagerðar ríkisins í lok mars síðastliðins og hefur meðal annars verið rætt um að efnið verði lagt á hluta Reykjanesbrautar og jafnvel í göngingegnum Óiafsfjai'ðarmúla. Húsdýra- garðurinn opnaður HÚSDÝRAGARÐURINN í Laug- ardal var opnaður formlega klukkan 14 í gær. Garðurinn er opinn almenningi frá kl. 10 í dag, sunnudag. Framkvæmdir við byggingu garðs- ins hófust árið 1989. Heildarkostnaður vegna framkvæmd- anna í garðinum er um 145,9 millj- ónir króna. Hann er um 2,6 hektar- ar að flatarmáli og er staðsettur á austan Múlavegar og sunnan Engjavegar. I garðinum hafa verið reist sex hús vegna dýrahalds, steypt sela- tjörn og gerði fyrir minka og refi. Þijú fiskeldisker eru í garðinum og innan hans eru afgirt beitarhólf, meðal annars fyrir hreindýr. Hafrafelli, gömlu íbúðarhúsi, hefur verið breytt í fræðslumiðstöð1 og þar er jafnframt aðstaða fyrir starfsmenn. í öðru húsi sem komið var upp til bráðabirgða verður veit- ingasala. Aðkomuleið að garðinum er frá Reykjavegi um Sigtún, fram- hjá Laugardalshöllinni. Atvinnulausir námsmenn: Fá bætur hafi þeir verið í vinnuífyrra ÞAÐ skólafólk sem unnið hefúr á síðustu t.ólf mánuðum meira en sem nemur 425 tímum getur fengið greiddar atvinnuleysis- bætur í sumar að upphæð um 12.434 kr. á mánuði. Almennt á skólafólk ekki rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, enda veitir skólaseta engin réttindi til slíks. Til þess að skólafólk geti fengið atvinnuleysisbætur þarf það að hafa verið í fastri vinnu síðastlið- ið sumar, a.m.k. 425 tíma. Hafi fólk þannig verið í fastri vinnu til dæmis í þijá mánuði og það tíma- bil fellui' innan 12 mánaða tímans, þá eiga þeir aðilar rétt á greiðslu atvinnuleysisbót.a í þijá mánuði. Þetta á því aðeins við að vinnan á síðasta ári hafi verið trygginga- skyld, þ.e.a.s. að vinnuveitandi hafi greitt í lífeyrissjóð og að viðkom- andi námsmaður hafi verið í stéttar- félagi. Verktakavinna og svört vinna fullnægja ekki þessum skil- yrðum. Brotist inn í 24 bíla BROTIST var inn í 24 bíla við bílasölur á Ártúnshöfða í fyrri- nótt. Úr mörgum þeirra var stolið hljómtækjum og hátölurum. Þá stálu tveir menn Suzuki-bíl við Ránargötu, en lögregla í Keflavík stöðvaði þá á Reykjanesbrautinni skömmu síðar. Lögregla í Reykjavík og víðar átti mjög annríkt fram eftir morgni vegna mikillar ölvunar. í Reykjavík voru fangageymslur meira en fullnýttar til að koma fyrir um -40 ölvuðurmmönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.