Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 „Enginn annar hefur getað brætt saman þau mörgu og ólíku sjónarmið, sem hér hafa komið fram.“ Eduardas Potasinkas, þingmaður „Landsbergis er of mikili Lithái til að svíkja okkur.“ María Stankaviciene, litháísk kennslukona. „Hannerenginn Ronald Reagan.“ Romualdas Ozolas, varafor- sætisráðherra Litháens. Munurinn á þeim er sagður sá að Mazowiecki geri sér grein fyrir takmörkunum sínum og þeim skorðum, sem völdum hans séu settar. Það hefur ekki komið í hlut Landsbergis heldur Kazimieru _Prunskiene forsætisráðherra (sem er kommúnisti) að koma fram fyr- ir hönd Litháens á erlendri grund. Varaformenn hafa verið í forsæti sendinefnda, sem hafa farið til Moskvu. Fleygustu ummæli Lit- háa eru ekki höfð eftir Landsberg- is heldur vini hans og aðstoðar- manni, Algis Cekuolis, sem sagði nýlega um framferði Rússa: „Þetta er kúgun með mannlegu yfirbragði.“ Fáir draga í efa að Landsbergis sé fulltrúi þjóðarviljans, en hjá Litháum togast á þjóðerniseld- móður og pólitískt raunsæi. Efa- semdir um pólitískar baráttuað- ferðir Landsbergis og siðferðilega þijózku hans hafa aukizt að sögn Bills Keller í The New York Times: Um þriðjungur fulltrúa á lithá- íska þinginu virðist eins tregur til að fara samningaleiðina og Lands- bergis. Annar þriðjungur heldur tryggð við Landsbergis, en er tvíbentur í afstöðu sinni til aðferða hans. Loks styður einn þriðji þing- manna hugmyndir um sveigjan- legri afstöðu til Gorbatsjovs, þótt sá hópur sé alveg eins staðfastur í stuðningi sínum við sjálfstæðið og aðrir þingmenn. „Hreinn meirihluti Litháa er ekki ánægður með afstöðu Lands- bergis," segir Arvydas Juozaitis, sem hefur sagt sig úr stjórn Saju- dis. „Um leið fær þessi hreini meirihluti ekki séð hvernig hægt sé að breyta því sem orðið er.“ í marz kallaði Juozaitis kosningu Landsbergis „söguleg mistök". Juozaitis telur að árekstrarnir við Moskvuvaldið kunni að efla þann hóp, sem vilji fara samninga- leiðina, en bætir við: „Landsbergis nýtur enn mikils stuðnings, því að ekki liggur í augum uppi að einhver önnur stefna komi til greina." Cepaitis, einn af samstarfs- mönnum forsetans, óttast hug- myndir um að friða Moskvuvaldið. Hann sagði nýlega að sovétkerfið væri í andarslitrunum. „Máttur er það eina sem Moskvuvaldið skil- ur,“ sagði hann. Hann viðurkennir að traust staða Gorbatsjovs vegi þyngra á metunum en frelsi Lithá- ens, en telur að hrun Sovétríkj- anna yrði blessun. „Það er skylda okkar við heiminn að eyða þessu heimsveldi," sagði hann. Eduardas Vilkas, stuðnings- maður málamiðlunar, álítur að Landsbergis sé smám saman að færast í átt til samkomulags. „Ég hélt einu sinni að þróunin til lýð- ræðis í Rússlandi mundi taka þrjú til fimm ár, en þróunin er miklu örari vegna fordæmis Austur-Evr- ópubúa,“ sagði hann. „Það er hættulegt að búa með reiðum ná- grönnum," bætti hann við til að útskýra að Litháar hefðu hag af því að Gorbatsjov héldi völdunum. VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, heftir litla stjórnmála- reynslu, en er af gamalli og virtri ætt menntamanna og ætt- jarðarvina og hefur verið andstæðingur kommúnista alla ævi. Hann er 57 ára gamall og var tónlistarfræðingur og píanóleikari við tónlistarháskólann í Vilnius áður en hann var kjörinn leiðtogi sjálfstæðishreyfingarinnar Sajudis. Móðurafi Lands- bergis samdi fyrstu kennslubók Litháa í nútíma- málfræði. Föðurafi hans var leik- skáld og blaðamaður, sem barðist gegn stjóm Rússakeisara á síðari hluta 19. aldar, skrifaði greinar í ólöglegt blað stjórnarandstæðinga á litháísku — sem þá var bönnuð — og var sendur í útlegð til Rúss- lands. Faðir hans og alnafni var einn fremsti arkitekt Litháa, tók þátt í sjálfstæðisbaráttu þeirra 1918 og var félagi í neðanjarðarhreyf- ingunni, sem barðist gegn nazist- um í síðari heimsstyrjöldinni. Þeg- ar Vytautas var 11 ára var bróðir hans, Gabrielus, handtekinn af nazistunm fyrir að skipuleggja mótmælaað- _________________ frelsisbaráttu Litháa fyrr en sjálf- stæðishreyfingin Sajudis var stofnuð sumarið 1988. „Hann var jafnlítill andófsmaður og allir aðr- ir,“ segir Jorias Vruveris, fv. sam- starfsmaður hans í tónlistarskó- lanum. Sundurleitir hópar stóðu að hreyfingunni og áttu oft í hörðum innbyrðis eijum. Landsbergis var laginn að jafna slíkan ágreining og ávann sér traust fyrir mála- miðlunarhæfileika, útsjónarsemi, kænsku og skipulagsgáfu. Þegar hann var kjörinn formaður hreyf- ingarinnar hlaut hann viðumefnið gvdri lape — „refurinn snjalli" — og samstarfsmenn hans hafa kall- að hann „meistarann" með hrifn- ingu og aðdáun. Fyrr á þessu ári líkti Jurate Gustaite, kenn- MANNSIVIYNP eftir Gudm. Halldórsson gerðir. Skiljanlegt var að manni af slíkri ætt væri falið að stjóma baráttu fyrir algerum aðskilnaði við ríkja- samband, sem Litháar báðu aldrei um aðild að. „Þjóðerniskennd stendur djúpum rótum í Litháen,“ sagði Vytautas Landsbergis í marz. „Öldum saman hafa ásælnir nágrannar undirokað land okkar.“ Hann hefur sagt að hann líti sovézka stjórn Litháens sömu aug- um og stjóm nazista og keisara- stjómina á sínum tíma og sovézk- um valdamönnum hefur gramizt sú afstaða hans. Að öðm leyti en því að Lands- bergis er af kunnri ætt föðurlands- vina lá hins vegar ekki í augum uppi að hann yrði leiðtogi Litháa í þijózkufullri baráttu þeirra gegn Moskvuvaldinu. Tónlistin hefur átt hug hans allan og það á greinilega betur við hann að sitja við píanóið en að ávarpa mannfjölda og leikur hans virðist falla fólki betur í geð en skrif hans um stjórnmál. Hann þykir fær píanóleikari og hefur sent frá sér tvær hljómplöt- ur auk níu bóka. Seinni kona hans, Gazína, leikur einnig á píanó og stór íbúð þeirra er full af blómavösum, kristal og fornmun- um, sem Landsbergis-fjölskyldan faldi á þjóðnýtingarárunum eftir innlimun Litháens í Sovétríkin 1940. Landsbergis er stoltur af því að öll fjölskyldan tekur þátt í baráttunni fyrir sjálfstæði af lífi og sál, þar á meðal sjö ára afkom- andi hans, sem veifaði þjóðfána Litháens á fundum í fyrra. „Drengnum finnst að hann sé að beijast fyrir Litháen í samræmi við glæsta hefð Landsbergis-ætt- arinnar," sagði hann.„Fjölskyldan er tengd þessari hreyfingu tilfinn- ingaböndum." Landsbergis fæddist 18. októ- ber 1932 í Kaunas, sem þá var höfuðborg Litháens. Hann er lút- erstrúar,' þótt flestir landsmenn séu rómversk-kaþólskir, og þegar lýst var yfir sjálfstæði Litháens hóf hann daginn á því að biðjast fyrir í dómkirkjunni í Vilnius. Hann tók ekki virkan þátt í þjóð- ari við tónlist- arskólann, Landsbergis við skáksnill- ing: „Mér hefur oft dottið það í hug þegar ég hef fylgzt með leik- fléttum hans og séð hann beita kænskubrögðum, stjórna með lagni og færni og hugsa sífellt nokkra leiki fram í tímann." „Enginn annar hefur getað brætt saman þau mörgu og ólíku sjónarmið, sem hér hafa komið fram ,“ segir Eduardas Potasinkas þingmaður. Ræður hans lýsa festu og ákveðni og einörð afstaða hans gegn Rússum hefur vakið traust.„Landsbergis er of mikill Lithái til að svíkja okkur með því að fallast á tilslakanir og mála- miðlanir," er haft eftir Maríu Stankaviciene, litháískri kennslu- konu. Hins vegar virðist hann ekki gæddur sérstökum hæfileik- um til að hrífa fjöldann með sér og hann þykir ekki taka sig vel út í sjónvarpi. Þrátt fyrir það hól, sem Lands- bergis hefur fengið, hefur aukinn þrýstingur Rússa ýtt undir efa- semdir um hvort hann sé rétti maðurinn í hlutverk þióðarleið- toga. Dregið hefur verið í efa að hann hafi til að bera nógu mikla pólitíska lagni og hæfni til að standast Míkhaíl Gorbatsjov snún- ing, þótt viðurkennt sé að hann standi honum fyllilega á sporði að vitsmunum. Þessir efasemdarmenn segja meðal annars að Landsbergis þekki ekki sovétkerfið, ólíkt leið- togum hinna Eystrasaltslýðveld- anna, og sé of tregur til að sætta sig við málamiðlanir. Það sé einn- ig galli að hann hafi ekki nógu mikla hæfileika til að vekja hrifn- ingu og traust meðal þjóðarinnar, róa hana og stappa í hana stálinu. Þegar Gorbatsjov kom í heim- sókn til Litháens í janúar, tveimur mánuðum áður en lýst var yfir sjálfstæði, kallaði Landsbergis hann „leiðtoga vinveitts grannrík- is“. Sumum þótti þetta ekki hyggi- lega mælt og Gorbatsjov virðist hafa reiðzt, en Landsbergis hefur aldrei hikað við að bjóða Rússum birginn. Eftir heimsókn Gor- batsjovs vísaði hann öllum umleit- unum Moskvustjómarinnar á bug og knúði fram sjálfstæðisyfírlýs- ing^una 11. marz, rétt áður en mikilvægt flokksþing hófst í Moskvu. Tortryggni hefur gætt í garð Landsbergis meðal landsmanna af rússneskum og pólskum ættum og Landsbergis hefur brugðizt hart við gagnrýni þeirra á fundum. Hann talar rússnesku og pólsku reiprennandi, en er aðeins sæmi- legur í ensku. „Hann er enginn Ronald Reag- an,“ sagði gamall samheiji Lands- bergis, Romualdas Ozolas varafor- sætisráðherra, nýlega í samtali við The New York Times. „Hann er ekki reffilegur.ekki mjúkur í máli og ekki sérstaklega vel máli far- inn. En hann stendur fast við sannfæringu sína og er gæddur sterkri siðgæðisvitund. Nú á þess- ari stundu getum við ekki leyft okkur þann munað að velja for- seta, sem bæði getur sett fram hugmyndir og kemur vel fyrir.“ Nokkrir samstarfsmenn Lands- bergis viðurkenna að helzti keppi- nautur hans, Algirdas Brazausk- as, leiðtogi kommúnista, hafi meiri reynslu af samningum og mála- miðlunum. Ýmsir telja að hann hefði getað náð fram markmiðum Litháa og friðað Rússa um leið. „Ég held að hinn nýi leiðtogi geri sér ekki fulla grein fyrir því að við búum við hættulegt ástand," sagði Justas J. Paleckas, helzti hugmyndafræðingur komm- únista. „Samskiptin við Moskvu- stjórnina eiga að hafa algerari forgang. Það er ekki raunsætt að einblína á hugsjónir og grundvall- an-eglur og ég er ekki viss um að Landsbergis geti fundið milliveg." Landsbergis er ekki eins hreinn og beinn og Lech Walesa og ekki eins veraldarvanur. Hann býr ekki yfir eins mikilli andagift og Vaclav Havel, sem varð að segja skilið við listagyðjuna eins og hann. Hann minnir meira á Tadeusz Mazowiecki í Póllandi. Þeir eru álíka gamlir og báðir lotnir í herð- um, fálátir, hlédrægir og trúaðir. Teikning/Pétur Haildórsson VYTAUTAS LAAPSBERGIS FORSETI Er Lithái framí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.