Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 EFNI Borgardómur: Hótelið í Haukadal má eitt kenna sig við Geysi BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur viðurkennt með dómi kröfu eig- anda Hótels Geysis í Haukadal um að eigendum Hótels Geysis í Reykjavík sé óheimilt að nota það nafn í atvinnurekstri eða sem íírma- heiti og er þeim gert skylt að afmá nafnið Hótel Geysir Reykjavík sf. úr firmaskrá að viðlögðum eitt þúsund króna dagsektum og greiða 100 þúsund króna málskostnað. Eigandi hótelsins í Haukadai til- kynnti firmaskrá Árnessýslu um einkafirma sitt á sviði hótel- og veit- ingaþjónustu í maí 1986, Hótel Geysi, og í apríl 1988 var firmaskrá Reykjavíkur tilkynnt um sameignar- félagið Hótel Geysi Reykjavík sf., sem hefði hótel-, veitingarekstur og skylda starfsemi að tilgangi. Skömmu síðar lét eigandi hóteisins í Haukadal skrá vörumerkið Hótel Geysir og í júní á liðnu ári stefndi hann eigendum hótelsins í Reykjavík og krafðist þess að riafn þeirra yrði afmáð úr firmaskrá. Borgardómur tók allar kröfur hans til greina og taldi að stefnandinn notaði nafnið Hótel Geysir með full- um rétti, sem hann hefði aflað sér með markaðsfestu og firmaskrán- ingu enda séu engar skorður reistar við því að örnefni séu notuð sem hluti af firmanöfnum, jafnvel nöfn á heimsfrægum stöðum. Þá þótti sýnt fram á að veruleg hætta væri á að villst yrði á fyrirtækjunum tveimur enda sé starfssvið beggja hið sama og þau séu á sama markaðssvæði. Stefndu háfi jafnvel notað nafnið Hótel Geysir án takmörkunar við Reykjavík. Notkun þeirra á nafninu með eða án takmörkunar þyki fallin til að vekja þá hugmynd að náið samband sé milli fyrirtækjanna og réttur þeirra til að reka bílaleigu með nafninu Geysir veiti ekki heimild til að nota það nafn í hótelrekstri með þeim hætti að villst verði á því og lögmætu fírmanafni stefnandans. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóminn. Ekki náðist í eiganda Hótels Geys- is í Reykjavík, Svavar Egilsson, til að inna hann eftir hvort dóminum yrði áfrýjað eða hótelinu valið nýtt nafn. Perlan opin PERLAN, útsýnishúsið á Oskjuhlíð, verður til sýnis al- menningi í dag frá kl. 14-17. Þetta er í þriðja sinn sem opið hús er í Perlunni, en þegar hafa komið þangað um 10 þúsund gest- ir, samkvæmt upplýsingum hita- veitunnar. Flugleiðir-SAS: Eðlilegt og skynsam- legt að skoða þettamál - segir samgönguráðherra STEINGRÍMUR J. Sigfusson samgönguráðherra segir Flug- leiðamenn hafa gert sér grein fyrir gangi viðræðna Flugleiða og SAS um kaup þess siðar- nelhda á hlut í Flugleiðum. Eðli- legt og skynsamlegt sé hjá Flug- leiðamönnum að skoða þessa hluti. Hann segir málið vera á því stigi að hann vilji hvorki tjá sig um það efnislega né að unnt væri að sjá fyrir hvaða áhrifum markaður hér á landi yrði fyrir vegna þessara breytinga. Hann vildi hvorki lýsa yfir né útiloka að eignaraðild SAS að Flugleiðum kalli á stefnubreytingu stjórnvalda eða aðgerðir til að örva samkeppni í flugi að landinu. Ráð- herrann sagði að enn væri aðeins um könnunarviðræður að ræða og sagðist mundu kynna ríkisstjóm efni viðræðnanna komist þær á ein- hvern rekspöl. „Mér finnst mjög eðlilegt og í raun og veru skynsamlegt að for- ráðamenn Flugleiða skoði þessa hluti. Þetta er það sem við sjáum allt í kringum okkur og ég held að það væri í raun og veru ámælisvert ef Flugleiðamenn væru ekki að skoða þessa möguleika," sagði hann. Hanri' rakti að flugfélög eins og Finnair, Austrian Airlines og Swissair hefðu að undanförnu séð sér hag í slíku samstarfi, sem bjóði upp á mikla hagræðingu varðandi ýmsan tilkostnað, auk aðgangs að stærra og öflugra bókunarkerfi. „Ef Flugleiðir ætla að verða al- vöruþátttakendur í flugheiminum og ekki bara bundnir við að flytja íslendinga að og frá landinu þá held ég að þetta hljóti að vera að mörgu leyti æskilegt og talað hefur verið um þetta sem hálfgerða líftryggingu í mín eyru,‘‘ sagði Steingrímur J. Sigfússon. „Ég horfi fyrst og fremst til þeirra möguleika sem þetta býður uppá til að Flug- leiðir geti styrkt sína stöðu og eflt sig. Jafnvel sótt fram og gegnt mikilvægara hlutverki eftir en áð- ur.“ Borgarsljórnarkosningarnar: Hraðminnkandi kjörsókn með aukinni velmegnn Kosningaþátttaka í borgarstjórnarkosningum hefiir farið hrað- minnkandi síðasta áratug, sem og í sveitarstjórnarkosningum al- mennt. Kjörsókn í Reykjavík var um og yfir 90% í borgarsljórnar- kosningum á 6. og 7. áratugnum, en í síðustu kosningum var hún tæplega 82%. Á sama tíma hefiir kjörsókn í alþingiskosningum í Reykjavík jafhan verið á milli 88 til 92%. Ein skýring á þessu gæti verið sú, að menn tengja borgarmál í Reykjavík æ minna við stjórn- málaátök en meira við það að allt sé í lagi og því verða kosningam- ar léttvægari. Ef kosninga- þátttaka heldur áfram að minnka í þess- um kosningum styrkir það þessa skýringu,“ sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. „Ég býst við að harka í mál- flutningi í borgarstjómarkosning- um hafí minnkað og andstæður í stjórnmálum eru ekki jafnskarpar og þær voru fyrir 30 árum,“ sagði Sigutjón Pétursson borgarfulltrúi, Alþýðubandalagsins. Hann sagði þetta fara saman við þróun borgarinnar síðustu 30 ár. „í upphafi þessa tímabils bjó fjöldi manns í hús- næði sem ekki er boðlegt fólki. Þá voru enn kamrar við flest hús í gamla bæn- um. Allt kerfið var óþroskað. Það hafði verið mikið aðstreymi af fólki sem ekki var tekið við af mikilli forsjálni og auðvitað kallaði þetta á miklu harðari slag. Þetta er sem betur 'fer verulega breytt, “ sagði • Sigurjón. Kjartan Gunnarsson sagði að upp úr árunum 1965-1970 hefði verið búið að koma borgarstarf- seminni, sem liti að íbúunum, í gott lag. „Það er í raun mikil sam- staða í borgarstjóm um flest meg- inatriði, svo sem að byggja upp aðstöðu fyrir börn og aldraða, leggja góðar götur og hafa nóg framboð af lóðum. Það er frekar ágreiningur um forgangsröð," sagði Kjartan. Hann sagði að fræðimenn not- uðu ákveðinn mælikvarða á það hvenær kosningar væru taldar lítilvægar. „Almenningur telur kosningar ekki mikilvægar þegar ekki er um að ræða nein meirihátt- ar ágreiningsmál milli flokkanna eða að frambjóðendur væru ekki mjög umdeildir. Eins ef menn ímynda sér að ekki verði mjög mjótt á mununum í kosningabar- •áttunni. Þannig til dæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, -að því-fleiri skoðanakannanir sem sýna hann með 75% fylgi, þess minni líkur eru á góðri þátttöku í kosningun- um,“ sagði Kjartan. Siguijón Pétursson sagði að honum virtist meiri deyfð yfir kosningabaráttunni nú en áður. „Allar skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram við völd, og þá fínnst fólki það ekki hafa neinna kosta völ í kosningunum. Og ekki styrk- ir það hvað vinstri kanturinn er sundraður." Hann sagðist einnig telja að fjölgun fjölmiðla muni draga enn frekar úr kosningaþátttöku. „Stjórnmál eru ekki áhugasvið hins venjulega almenna manns, heldur er þeim þrengt upp á fólk. Nú óttast ég að þessi fjöldi fjöl- miðla verði einfaldlega til þess að fólk komi sér undan að taka af- stöðu og það muni í vaxandi mæli valda doða og áhugaleysi á stjórm álu m f“- sagði-Sigu ijón. BAKSVIÐ GudmundurSv. Hermannsson ► l-48 Ekki bara kölkuð ►í Reykjavík er rekið eitt dagvist- arheimili fyrir fólk sem gengur með hinn erfiða hrörnunarsjúkdóm alzheimer. Blaðamaður Morgun- blaðsins kynnti sér starfsemina á Hlíðabæ, ræddi við lækni og for- stöðumann og aðstandendur tveggja alzheimersjúklinga/10 Mannsmynd ►Landsbergis, forseti Litháens/14 íslenskt sjónvarp — ekki fátæklegt endur- varp ► innlend dagskrárgerð á í vök að veijast á íslandi þrátt fyrir að sjónvarpsrásum fari fjölgandi. Áukið framboð af sjónvarpsefni virðist einvörðungu hafa í för með sér stóraukið flóð erlendrar afþrey- ingar. Um stöðu íslenskrar fram- leiðslu í fijálsu fjölmiðlasamfélagi er rætt við Bjöm G. Bjömsson, núverandi forstöðumann dag- skrárgerðar á Stöð 2 en hann hef- ur fylgst með þróuninni í þessum málum frá upphafi. Af fingrumfram ►Jón Ólafsson í Moskvu ræðir við rússneska píanóleikarann Leonid Tsjísjík sem heldurdjasstónleika hérlendis á Listahátíð í sumar/22 Bheimili/ FASTEIGNIR ► D24 Miðbærinn ►Viðtal við Þórð Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðing/14 Híbýli/Garður ► Stanislas Bohic fjallar um notk- un gijóts í görðum/20 ► 1-36 Borgin ávaxta sinna ►Á ferð með Davíð Oddssyni, borgarstjóra/1 Thorstenn & Thors- tenn ►Magnús Gylfi og Susan Thors- tenn reka lögmannsstofu í stór- borginni New York, þar sem alls eru starfandi um 70,000 lögfræð- ingar. Hallgrímur Thorsteinsson ræðir við Magnús Gylfa um laga- krókaá Manhattan en hann mun fyrsti íslendingurinn sem fær mál- flutningsréttindi fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna/6 í trúnaði ►Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir við Hólmfríði Karlsdóttur/12 Myndlist ►Bragi Ásgeirsson skrifar um sýningu Sveins Björnssonar/14 Erlend hringsjá ► Morðin í Wormhoudt/16 Get ekki lifað án gítarsins ►Hvernig Gunnar Hjálmarsson breytist úr rólegum bankagjald- kera á daginn í urrandi pönkrokk- araákvöldin/18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar 42 Dagbók 8 Gárur 47 Hugvekja 9 Mannlifsstr. lOc Leiðari 24 Fjölmiðlar 20c Helgispjall 24 Menningarstr. 24c Reykjavíkurbréf 24 Kvikmyndir 26c Myndasögur 39 Dægurtónlist 27c Brids 39 Bíó/dans 30c Stjörnuspá 39 Velvakandi 32c Skák 39 Samsafnið 34c Fólk í fréttum 42 Bakþankar 36c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: T—4-------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.