Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 9 Reilutilboð 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga kl. 12.00-17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíð, sími 621599. Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og þolir högg. Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir tærnar. i hælbótinni er hlíf til varnar hásin og öklabeini. JALLATTE öryggisskórnir — öruggtval. >X< JaHai ORYGGI FYRIR OLLU TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lónatöflu Toyota bílasölunnar. SUBARU STW ’87 Ljósblár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 53 þús/km. Verð 770 þús. stgr. TOYOTA 4-RUNNER '90 Vínrauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 13 þús/km. Verð 2.180 þús. stgr. TOYOTA COROLLA ’86 Blár. Sjálfsk.í dyra. Ekinn 47 þús/km. Verð420 þús. stgr. FORD ESCORT '85 Blár. 4 gíra. 3 dyra. Ekinn 91 þús/km. Verð 360 þús. WILLIS WRANGLER '87 Svartur. 5 gíra. 2 dyra. Ekinn 47 þús/km. Verð 1.370 þús. stgr. TOYOTA COROLLA LB ’88 Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 24 þús/km. Verð 820 þús. TOYOTA Álviðræður viö sjálfstæöismenn valda óróa í stjómarsamstarfinu: Leynif undur sem sýnir ótrúlegan kjánaskap - segir Ólafur Ragnar Grimsson Fjármálaráðherra__^ Deilt um fundi Um þær mundir sem spennan var sem mest innan ríkisstjómar- innar vegna álmálsins í síðustu viku skýrði Jón Baldvin Hannib- alsson, formaður Alþýðuflokksins, frá því í útvarpsviðtali, að hann hefði með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra rætt við þá Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Davíð Odds- son, varaformann flokksins, um álmálið. Sagði Jón Baldvin að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefði vitað um þessa fundi og væri ekki andvígur þeim. Hið sama verður ekki sagt um Alþýðubandalagið og Ólaf Ragnar Grímsson eins og vikið er að í Staksteinum í dag. „Kjána- skapur“ Ólafur Ragnar Grímsson, formadur Al- þýðubandalagsins og fjármálaráðherra, virðist hafa fengið pólitískt af- brýðissemikast, þegar haim frétti af fundum Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Jóns Sigurðs- sonar með þeim Þorsteini Pálssyni og Davíð Odds- syni. í samtali við Dag- blaðið-Vísi (DV) komst Ólafur Ragnar þamiig að orði: „Jón Baldvin hefur ekki sagt mér fráþessum fmidi og ég hefði ekki trúað þvi að forsætisráð- herra væri að samþykkja það að eirni ríkissljórnar- flokkurinn væri að eiga leynifundi með stjórnar- andstöðuflokki án þess að aðrir rikisstjórnar- flokkar vissu það.“ Þegar Ólafur Ragnar er spurður, hvort þetta sé viðkvæmt mál fyrir stjórnarsamstarfið, svar- ar hann: „Það er alltaf viðkvæmt þegar ráðherr- ar eins flokks fara að ræða stórmál við stjórn- arandstöðuna á trírnað- ar- og leynifundum án þess að láta aðra stjóm- arflokka vita. Við í Al- þýðubandalaginu höfum aldrei vanið okkur á slik vinnubrögð. Þetta var auðvitað fyrst og fremst ótrúlegur kjánaskapm- og ég ætla að vona að svona leynifundum ljúki. Mér finnst Sjálfstæðis- flokkurinn hafa sýnt ákveðinn manndóm að hafa ekki tekið þátt í svona leynimakki." Lokaorð Ólafs Ragn- ars verða ekki skilin á annan veg en þann, að hami telji að ráðherrar Alþýðuflokksins hafi ver- ið að leita samnhiga við sjálfstæðismenn um leynilegt samkomulag um fraingang álmálsins, hvað sem liði afstöðu ein- stakra sfjóniarflokka og þetta hafi verið gert með vitund og vilja forsætis- ráðherra. „Stórmál“ Þrátt fyrir andmæli Ólafs Ragnars Grímsson- ar mæltust þeir Jón Bald- vin og Jón Sigurðsson til þess við Þorstein og Davíð, að þeir hittu sig á fundi sl. föstudag. Um þami fund sagði Svavar Gestsson í DV: „Þetta er stórmál og algerlega óvenjulegt." Sagðist menntamálaráðherra ætla að ræða málið „þeg- ar forsætisráðherra er kominn“ eins og það er orðað. Taldi meimta- málaráðherra að þátt- taka Jóns Baldvins, for- manns Alþýðuflokksins, í þessum fundum gerði þá tortryggilega og Svavar bætti við: „Þarna hlýtur því að vera rætt um fleiri mál en ál enda sagði Jón Baldvin í gær að verið væri að ræða um skipan þmgmeirihluta." Ólafur Ragnar sagði, þegar hann var spurður um föstudagsfundinn, áður en hann var hald- hm: „Þetta er pólitískt einkaframtak Jónanna en ég vona að þeir fari að tilmælum flokkssystur sinnar, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, og haldi svona fundi með Kvennalistan- um og saimi þannig að þetta séu bara upplýs- ingafundir." Að sögn DV sagðist hann ekkert geta sagt til um það hvort þessi fundarhöld stefndu stjórnarsamstarfinu í hættu. Þeir sem eru vanir að lesa í orð forystumanna Alþýðubandalagsins sjá strax, að ráðherrar flokksins eru alls ekki á því að Icynimakk með stjórnarandstöðunni breyti nokkru um fram- kvæmd „ráðherrasósíal- ismans" en sú stjórn- málastefna hefur það sem höfuðtnarkmið að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins sitji sem lengst í ráðherrastólum, hvað sem störfum eða stefnu rikisstjómarinnar líður. Jón Baldvin hopar Svavar Gestsson las það út úr þátttöku Jóns Baldvins í fundunum með Þorsteini og Davíð, að þar væri ekki einvörð- ungu verið að ræða um útfærslu á álsamningum hcldur stjórnmál á víðara gruimi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Jón Baldvin hætti við þátt- töku í fundinum um há- degisbilið síðastliðinn föstudag sem Davíð Oddsson segir að hafi verið boðaður á þann hátt, að þeir Þorsteinn liefðu verið beðnir að halda fund með formanni Alþýðuflokksins og iðn- aðarráðherra. Sagði Davíð í DV, að tilkyimt hefði verið að morgiú föstudagsins að Jón Bald- vin myndi ekki sækja fundinn. Um þennan síðasta fund segir Jón Baldvin í DV sl. laugardag: „Eftir atburði gærdagsins [þ.e. sl. fimmtudag] og yfirlýs- mgar ýmissa stjórnar- manna Landsvirkjunar hefm- iðnaðarráðlieixa óskað eftir því að fá að fiuida með Davíð Odds- syni og hugsanlega fleiri sjálfstæðismöimum í meirihluta stjórnar Landsvirkjunar til þess að freista þess að skýra svolítið afstöðu þessa stjómarmeirihluta til málsins og til umboðs Landsvirkjunarstjórnar í samningunum. Það er því ekki rétt að ég hafi leitað eftir þessum fundi á veg- um formaims Alþýðu- flokksins.11 Þarna standa orð Davíðs Oddssonar gegn orðum Jóns Baldvins og er sérkennilegt að beðist sé afsökunar á óvæntri fjarveru Jóns Baldvins á fundi sem hann ætlaði aldrei að sitja að eigin sögn. Hvers vegna var Þorsteinn Pálsson boðað- ur til þessa fundar? Ekki á haim sæti í stjóm Landsvirkjunar. ' Ami Grétar Finnsson, sem er eiim fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í stjórn Lands- virkjunar, sagði við DV, að þessi föstudagsfmidur hefði ömgglega ekki ver- ið tengdur stjóm Lands- virkjmiar; iðnaðarráð- heira hefði aldrei boðað stjómarmenn Lands- virkjunar til fundar vegna álmálsins. Af öllu þessu má helst ráða, að forystumeim Alþýðuflokksins geti - hreinlega ekki glímt við mál af þessari stærðar- gráðu, án þess að þau fari úr böndunum. VERÐBREF I ASKRIFT Við sem lottóinu ; piotiáKl nLLar • • uraium ekki getum líka P« / # / x • Það tekur að vísu dálítið lengri tíma, en með reglulegum sparnaði má líka safna digrum íjársjóði. Verðbréf í áskrift hjá VIB er þjónusta fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Til dæmis verða 10.000 kr. á mánuði í 20 ár að 5 milljónum ef vextir haldast 7%. Verið velkomin í VÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. NÝBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.