Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Ráða ytri aðstæður mestu? eftir Einar Júlíusson Ástæða er til þess að gera nokkr- ar athugasemdir við útskýringu Sigfúsar Schopka fiskifræðings á því hvers vegna þorskklakið batnar ekki í sérblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, þann 19. september. Þessi slæma útkoma úr þorsk- klakinu og lélegir árgangar fimm ár í röð skrifast fyrst og fremst á aðstæður í sjónum samfara miklum veiðum. Það er tæpast hægt að skýra þetta eingöngu með of litlum hrygningarstofni því árin 1983 og 1984, þegar stór- ir árgangar komust upp, var hrygningarstofninn svipaður og nú. Hafa mælst áhrif annarra þátta á klakstærðina en stærð hrygningarstofnsins? Varðandi fýrstu staðhæfinguna að aðstæður í sjónum hafi áhrif á stærð þorskklaksins þá hef ég séð þá fullyrðingu áður í ritinu Auðlind- ir um aldamót, sem framkvæmda- nefnd um framtíðarkönnun gaf út 1987. Ég hef þó hvergi séð vitnað í birtar rannsóknarniðurstöður sem sýnt hafa fram á áhrif mælanlegra þátta í umhverfinu á klakstærðina og Vísindasjóður hafnaði styrkum- sókn fýrir slíkar athuganir. Það má vel vera að ytri aðstæður, mæl- anlegar eða ekki mælanlegar, ráði mestu um klakstærðina. Ekki er þá yfir því að æðrast en við skulum samt hafa kjark til að stjóma því sem við getum stjömað. Hvað varðar orðin „samfara miklum veiðum“ veit ég ekki alveg við hvað Sigfús á hér en það er reyndar trú mín að veiðarnar geti haft truflandi áhrif á klakið aðrar en þær að minnka hrygningarstofn- inn. Það er t.d. merkilegt hvað klak síldarinnar tók snögglega við sér þegar flotinn hvarf loks alveg af miðunum. Ég kannast hinsvegar heldur ekki við beinar rannsóknir á þessu sviði. Var hrygningarstofninn 1983-1984 svipaður og nú? Varðandi síðari málsgreinina er ég alveg ósammála. Hrygningar- stofninn 1983-1984 var ekkert svip- aður og nú. Hann var allt öðruvísi eins og mjmdin sýnir, gjörólíkur. Kvarðinn á myndinni er lógarit- mískur svo fimmfaldur munur sýn- ist e.t.v. ekki mikill en það er afger- andi munur. Aldurshópar fiska eldri en 7 ára vom 4-5 sinnum stærri að meðaltali ’83-’84. Varð- andi 4-6 ára físka hinsvegar þá er hrygningarstofn þeirra að meðaltali helmingi stærri nú og hrygningar- síofn þriggja ára fiska er nú 6 sinn- um stærri en þá. í tonnum talið em þetta góð skipti. Gamlir þorskar eru hvort eð er ekkert mjög algengir og hrygningarstofninn er 30 þús- und tonnum stærri nú en þá. Hrygn- ingarstofninn ætti líka að vera með allra stærsta móti nú því stóru ár- gangarnir ’83-’84 eru einmitt orðn- ir kynþroska. En ég er ekki viss um að þetta séu góð skipti í hrogna- fjölda talið og tel þau afleit varð- andi klakstærðina. Hrygningar- stofn þriggja ára físka er nú nærri 60% stærri en hrygningarstofn 10 ára fiska í tonnum talið og 14 sinn- um stærri í þorskhausum talið. En er hann eins mikils virði? Hví skyldu gamlir þorskar skipta máli? Ef engar rannsóknir hafa sýnt fram á samband hrygningarstofns og klakstærðar þá má það e.t.v. einu gilda hvort hrygningarstofninn ’83-’84 er svipaður hrygningar- stofninum nú eða allt öðruvísi. En ég er hræddur um að svo sé ekki. Gamlir þorskar hrygna ekki á sama tíma og þeir yngri. Þeir hrygna við aðrar umhverfisaðstæður og seiði þeirra era ekki í alveg beinni sam- keppni við seiði frá yngri fiskum. Það er alls ekkert hægt að afskrifa gamlingjana þótt í minnihluta séu. Né heldur er sjálfgefið að það megi bæta þá upp með jafnmörgum tonn- um af kynþroska þriggja ára þorski. Hvaða samband er milli hrygn- ingarstofns og klakstærðar? Á þessu sviði eru til rannsóknir og ég tel vemlega fylgni milli klak- stærðar og hrygningarstofns 9 ára fiska og eldri. Það má nánast sjá þessa fýlgni beint í myndunum tveimur sem fýlgdu greininni í sjáv- arútvegsblaði Morgunblaðsins Úr verinu 19. september. Stórir ár- gangar og Grænlandsgöngur þeirra gefa stóra toppa í hrygningarstofn- inn kringum 1970 og 1980. Ár- gangamir em þó ekki gamalreyndir fyrr en nokkmm árum síðar og miðað við fyrmefnda fylgni má þá búast við stærstu klökunum kring- um segjum 1973, 1983 og 1993. Hvort það gengur eftir ættu menn sjálfir að dæma. Menn geta sjálf- sagt séð það sem þeir vilja sjá í neðri myndinni, en fylgnin fer ekk- ert milli mála ef reiknuð út stærð- fræðilega. Sveiflumar í klakstærð- inni eru um 2,5 árum á eftir sveifl- unum í hrygningarstofninum því fiskifræðingar miða stærð hans við allt of unga og óreynda fiska. Er nokkuð að marka fiskifræðinga? í nýjustu skýrslu fískifræðinga er þessi sama mynd af klakstærð- inni en aðeins betri því hún nær aftur til 1960 og í viðaukanum sem Jón Jónsson síðar forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar skrifaði 1957 við nýju útgáfu bókar Bjama Sæ- Einar Júlíusson „íslenskir fiskifræðing- ar hafa alltaf verið leið- andi í alþjóðlegum fiskirannsóknum þó að ráð þeirra hafi mátt sín lítils gegn skoðunum sljórnmálamanna og gróðafíkn og heimtu- frekju hagsmunaaðila.“ mundssonar, Fiskarnir, geta menn fylgt sveiflunum aftur til 1928. Það vom menn sem kunnu sitt fag sem hófu fískirannsóknir um aldamótin síðustu og söfnuðu nákvæmum mælingum og gögnum fyrir VP- greiningu, stofnstærðar og sóknar- mælingar í þorskstofninn samfellt frá 1927 þó að hinni stærðfræðilegu úrvinnsluaðferð hafí ekki verið beitt úti í heimi fyrr en 22-30 ámm síð- ar. íslenskir fískifræðingar hafa alltaf verið leiðandi í alþjóðlegum fiskirannsóknum þó að ráð þeirra hafí mátt sín lítils gegn skoðunum stjómmálamanna og gróðafíkn og heimtufrekju hagsmunaaðila. Hve- nær ætla stjórnmálamenn að læra sitt fag og hætta þessu tauti um að fískifræðin sé ung vísindagrein og fískifræðingar viti nú ekki allt? Er eitthvað að marka hagsmunaaðilana? Af hveiju eiga hagsmunaaðilarn- ir að ráða því hvernig fískveiðunum er stjómað? Er eitthvað að marka þessar fullyrðingar skipstjóranna að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikið af þorski á Vestfjarðamiðum og nú og það sé fiskur alls staðar Að svíkja heila kynslóð eftir Ólaf ísleifsson Svo sem kunnugt er af fréttum hefur á undanfömum þremur ámm staðið yfir endurskoðun á lögum um almannatryggingar. Að þessu hefur verið unnið í sérstakri stjómskipaðri nefnd, sem samið hefur drög að frumvarpi um breyt- ingar á almannatryggingalögun- um. í nýjasta fréttablaði Vinnu- veitendasambandsins kemur fram, að meirihluti nefndarinnar leggur til, að aimennar ellilífeyrisgreiðsl- ur falli niður, fari tekjur ellilífeyr- isþega yfir tiltekin mörk. Verði þessi tillaga að lögum rýfur ríkisstjórn orð og eiða gagn- vart heilli kynslóð íslendinga, þ.e. kynslóðinni, sem er komin á ellilíf- eyrisaldur eða er að nálgast hann. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins í almannatrygginganefnd lögðust gegn tillögu meirihlutans um tekj- utengingu ellilífeyris. Þessum aðil- um hefur stundum áður tekist að koma vitinu fýrir ríkisstjóm jafn- „Verði þessi tillaga að lögum rýfur ríkisstjórn orð og eiða gagnvart heilli kynslóð Islend- inga.“ réttis og félagshyggju, en ekki í þetta sinn að því er virðist. Réttur sem allir eiga Eins og nú háttar til fá allir ellilífeyrisþegar 67 ára og eldri greiddan eillilífeyri, svonefndan gmnnlífeyri, frá almannatrygg- ingum. Gmnnlífeyrir greiðist án tillits til annarra tekna, t.d. úr líf- eyrissjóði. Sérhyer einstaklingur á þessum aldri nýtur þess vegna öryggisins, sem gmnnlífeyririnn felur í sér. Aimannatryggingar sjá auk þess um viðbótargreiðslur til þeirra, sem hafa lágar eða engar lífeyristekjur. Þessar viðbótar- greiðslur kallast tekjutrygging og fara þær eftir tekjum einstaklings. Til þessa hefur verið litið svo á, að allir einstaklingar ættu rétt Ólafur ísleifsson á að fá grunnlífeyri almanna- trygginga. Fólk hefur hagað sparnaði sínum til elliára með hlið- sjón af grunnlífeyrinum í trausti þess, að þessi réttur væri fyrir hendi og yrði virtur af stjórnvöld- um þegar til kæmi. Þetta traust byggist á því, að rétturinn til grunnlífeyris er áunninn en ekki gustuk veglyndra ráðamanna. Fram til 1971 greiddu flestir þeirra, sem nú em að komast á ellilífeyrisaldur, sérstakt trygg- ingaiðgjald. Þeir sem inntu þessar iðgjaldagreiðslur af hendi hafa treyst því og ættu að geta treyst því, að þær tryggðu þeim lág- markslífeyri frá 67 ára aldri. Frá því að iðgjaldið var lagt af hefur fólk litið svo á, að skattgreiðslur á starfsævinni tryggðu því gmnnl- ífeyri úr almannatryggingum, sem em fjármagnaðar með sköttum eins og allir vita. Lífeyriskerfið Við samningu lífeyrissjóða- frumvarpsins, sem var á annan áratug í smíðum, var lagt til gmndvallar, að almannatrygging- ar annist granntryggingar í lífey- riskerfínu og greiði áfram elli- og örorkulífeyri óháðan tekjum á starfsævinni. Fmmvarpið gerir ráð fyrir, að til viðbótar starfi líf- (Hermann Skúlason DV 18/7 ’90), að ástandið sé líkt og aflasumarið 1981 (Guðjón A. Kristinsson, DV 18/7 ’90) og að óhætt sé að veiða 60 þúsund tonn af grálúðunni (Ás- geir Guðbjartsson FF 25/8 ’89)? Er það einhver varanleg lausn á vanda útgerðarinnar að láta undan þeim og stækka kvótana eða af- nema? Hefur eitthvað breyst? Það bólar enn lítt á síðasta toppn- um í hrygningarstofninum í kring- um 1990 sem stóm árgangarnir ’83-’84 og Grænlandsganga þess síðari áttu að gefa. Það er þegar fýrirsjáanlegt að án Græn- landsþorsks gefa þessir 'risastóru árgangar ekki stærri topp kringum 1990-91 en þegar sést, ef mennþá geta greint hann á myndinni. „Ár- gangamir koma í veiðina 6-8 ára, ná hámarki um 10 ára gamlir og eru að mestu horfnir úr veiðinni 14-16 ára gamlir", sdagði Jón Jón- son 1952 og 1957. Nei nú em þeir að mestu horfnir úr veiðinni 8 ára gamlir. Átta af hveijum níu þorsk- um í afla á vetrarvertíð fram til 1957 vora 8 ára eða eldri og það ár vora 12 ára þorskar algengastir. En aðeins einn þorskur af hverjum 36 í heildaraflanum 1989 og 1990 hafði náð 8 ára aldri eða meir. Ekki einn af hveijum 1000 nær nú 12 ára aldri enda fá nú stórþorskar myndir af sér í bloðunum þegar þeir láta sjá sig. Þorskstofninn er allt öðm vísi en áður. Það þýðir ekkert að einblína á tonnafjöldann og afsaka sig með veiðum Breta fýrr.á árum. Menn segja 300 þús- und tonn ekki vera neina ofveiði og hrygningarstofninn svipaðan og áður. Nei, hrygningarstofninn nú er alls ekki sambærilegur við það sem hann var ’83-’84 og það er ekkert hægt að búast við sambæri- legu klaki. Bretarnir höfðu heldur engin ofurtroll sem gleypt geta heilu fótboltavellina, upp á rönd með áhorfendastæðum og öllu sam- an. Þeir veiddu aldrei nein 300 þúsund tonn af smáþorski á ísland- smiðum. Einungis íslendingar gera slíkar gloríur. Það verður líka ára- tuga bið á því að aftur leiti stórir hópar gamalreyndra þorska á klak- stöðvarnar eins og gerðu á ámnum eftir 1930, 1940, 1950, 1960, 1970 og 1980. Það er þá allavega okkur að kenna og ekki ytri aðstæðum þó að það megi e.t.v. enn segja að það sé ekki nákvæmlega vitað hvaða áhrif það muni hafa á klak- stærðina og umhverfisaðstæður • ráði miklu. En Grænlandsgöngur gætu nú brátt heyrt sögunni til. Ég held að það séu því miður við sem ráðum mestu en kunnum ekk- Höfundur er eðlisfræðingur. eyrissjóðir, sem veiti elli- og ör- orkulífeyri, sem er háður iðgjalds- greiðslum og þar með tekjum á starfsævinni. Þetta fyrirkomulag er skýrt og einfalt. En fyrirkomulagið stenst vita- skuld ekki verði tillagan um tekju- tengingu gmnnlífeyris að lögum. Með henni yrði fólki refsað fyrir að taka þátt í skyldusparnaði til lífeyrissjóðs. Fólki yrði refsað fyr- ir þennan spamað með því að skerða réttinn, sem það annars ætti í almannatryggingakerfinu. Með þessu yrði grundvellinum kippt undan starfsemi sjóðanna, því að iðgjöldin til þeirra yrðu eins og hver annar skattur. Atlögunni verður að hrinda Þessum sjónarmiðum virðast félagshyggjuöflin hafna með öllu. Tillaga þeirra um tekjutengingu lífeyris felur í sér brigð við fólkið, sem er að skila af sér löngu dags- verki. Verði hún að lögum verður heil kynslóð svipt rétti, sem fólk telur sig hafa öðlast í góðri trú. Gegn þessari tillögu verður að snúast umsvifalaust. Það má ekki líðast, að félagshyggjuöflin komi svona fram við eldra fólk í landinu. Höfundur er hagfræðingyr og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjnvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.