Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÖKTÓBER 1990 33 Atriði úr myndinni „Að elska negra án þess að þreytast." . Laugarásbíó: „ Að elska negra án þess að þreytast“ frumsýnd LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Að elska negra án þess að þreytast". Með aðalhlutverkin fara Isaac de Bankole og Maka Kotto. Leik- stjóri er Jacques W. Benoit. Myndin gerist í blökkumanna- hverki í Montreal í Kanada meðan á hitabylgju stendur. í aðalhlut- verkum eru maður, sem er verðandi rithöfundur og Bubbi sem vitnar í Kóraninn við öll hugsanleg tæki- færi. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 8. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð {lestir} verð (kr.) Þorskur 108,00 72,00 93,99 12,085 1.135.970 Þorskur(ósl.) 73,00 73,00 73,00 0,027 2.008 Ýsa 120,00 67,00 96,53 14,193 1.370.077 Ýsa (ósl.) 90,00 90,00 90,00 0,219 19.710 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,163 820 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,010 50 Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,012 1.320 Steinbítur 62,00 62,00 62,00 0,195 12.090 Lúða 320,00 270,00 290,00 0,246 71.429 Koli 61,00 42,00 42,97 3,195 137.287 Ufsi 33,00 33,00 33,00 0,387 12.772 Langa 69,00 57,00 67,37 2,607 175.667 Keila (ósl.) 35,00 35,00 35,00 3,672 127.522 Karfi 37,00 37,00 37,00 0,069 2.572 Samtals 82,79 37,083 3.070.294 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 137,00 69,00 101,00 31.086 3.139.771 Þorskur(ósL) 87,00 80,00 80,35 0,336 26.999 Ýsa 122,00 61,00 62,64 0,828 51.866 Ýsa (ósl.) 88,00 60,00 80,87 2.003 161.991 Karfi 39,00 39,00 39,00 0,081 3.159 Ufsi 45,00 31,00 43,15 71,359 3.079.502 Steinbítur 73,00 72,00 72,00 1,158 83.433 Saltfiskflök 155,00 135,00 145,30 0,230,00 33.420 Langa 75,00 67,00 73,22 4.724 298.594 Lúða 325,00 285,00 298,94 0,501,00 149.770 Skarkoli 47,00 40,00 47,00 0,016 752 Keila 39,00 36,00 37,48 4,724 177.036 Skata 115,00 5,00 109,80 0,254 27.890 Skötuselur 405,00 405,00 405,00 0,006 2.430 Lýsa 55,00 55,00 55,00 0,602 33.110 Blandað 60,00 17,00 30,40 0,077 2.341 Undirmál 68,00 61,00 62,64 0,828 51.866 Samtals 405,00 5,00 67,17 137,650 9.245.790 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 136,00 61,00 97,37 9,276 906.575 Ýsa 120,00 68,00 88,72 4,544 403.121 Karfi 50,00 27,00 43,92 5,658 248.511 Ufsi Steinbítur 70,00 60,00 66,92 0,209 13.987 Langa 64,00 40,00 57,78 1,645 95.044 Bl. & langa 63,00 63,00 63,00 0,178 11.214 Lúða 420,00 290,00 351,84 0,171 60.340 Ufsi 57,00 29,00 41,34 7,474 . 308.966 Skarkoli 77,00. 77,00 77,00 0,309 23.793 Keila 38,00 20,00 33,59 2,623 88.118 Skötuselur 130,00 130,00 130,00 0,012 1.560 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,081 405 Lysa 26,00 26,00 26,00 0,052 1.352 Háfur 14,00 14,00 14,00 0,100 1.400 Gellur 295,00 ■ 295,00 295,00 0,027 8.113 Blandað 37,00 37,00 37,00 0,076 - 2.812 Samtals 67,06 32,436 2.175 Selt var af Þorleifi og Þresti í Grindavík af dagróðrabátum. Á morgun verða seld af Sveini Jónssyni u.þ.b. 20 tonn af karfa. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK 5. - 8. október 1990. Talsverð ölvun var í borginni á föstudag og aðfaranótt laugar- dags. Þann sólarhring þurfti lög- reglan að sinna 55 útköllum vegna ölvunar, en útköllin voru alls 266. 35 manns þurfti að vista í fanga- geymslunum og varð „aðsóknin" það mikil að útigangsmennirnir urðu að leita annað. Þeit' skiluðu sér hins vegar aftur aðfaranótt mánudags, en þá voru þeir einráð- ir í fangageymslunum. Mál 10 einstaklinga, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af vegna óspekta í miðborginni aðfaranótt laugar- dags, var vísað til dómara að morgni. Þeim. var gert að greiða 6-16 þúsund króna sektir. Einn þeirra, sem ítrekað kom við sögu vegna óspekta, hafði' ekki staðið skil á síðustu greiðslu og var því færður í afplánun. Áberandi var hversu margir einstaklingar bú- settir utan höfuðborgarsvæðisins komu við sögu sökum ölvunar og óspektannála um helgina. 3 umferðarslys urðu um helgina og tilkynnt var um 35 önnur umferðaróhöpp. 47 sinnum var veitt aðstoð við að opna bíla, íbúðir og annað er fólk þurfti aðstoðar við. 68 voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 19 eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur. 8 líkamsmeiðingar voru kærðar til lögreglu. Allar utan ein eru afleiðingar slagsmála á eða við yskemmtistaðina“ og á heimilum. I einu tilviki veittust ungir dreng- ir að einum í íþróttasal. 3 líkams- meiðinganna áttu sér stað í mið- borginni. 3 í þessum átta tilvikum urðu að leita á slysadeiid eftir átök. Átján ára drengur var handtek- inn snemma á laugardagsmorgun eftir að borgari hafi séð til hans þar sem hann var að reyna að komast inn í verslun í Þingholtun- um. Drengurinn bar því við að hann hefði verið orðinn mjög þyrstur og langaði í kók. Fimm nautavöðvum var stolið á undraverðan hátt frá litlum veit- ingastað í miðborginni. Starfs- maðurinn brá sér frá í fimm mín- útur, en á meðan tókst einhverjum að stinga sér inn, komast að ís- skápnum, velja sér álitlega vöðva og komast á brott með þá. Fyrir nokkru reyndi eldri maður að hnupla frosnum nautavöðva í borginni. Hann faldi hann undir hattinum, sem hann bar á höfð- inu, en upp komst um athæfið þegar leið yfir gamla manninn í versluninni. Hann hafði ekki þolað kuldann. Þrír drengir, tveir 12 og 13 ára í fylgd eins 22 ára, voru staðnir að hnupli í Hagkaup í Kringlunni á föstudag. Þeir höfðu einnig hnuplað í annarri vérslun skammt frá þegar upp komst. Verslunar- eigendur líta mjög alvarlegum augum á hnupl og kæra slíkt nú í auknum mæli til lögreglu. Hnupl er þjófnaður og eru viðurlög við því sem slíku. Aukist hefur að fólk leiti eftir því að fá að sofa í fangageymslun- um að næturlagi. Viðkomandi yfirvöldum hefur verið gert kunn- ugt um það. Rauði krossinn hefur m.a. nýlega ályktað að hann ætli á næstunni að leggja áherslu á að sinna þörfum þessa fólks. Stúlka sá dreng hella innihaldi úr veski í miðborginni aðfaranótt laugardags. Hún fylgdist með drengnum, tíndi innihaldið síðan saman, fór með það inn á lögregl- ustöð og lýsti atburðinum. Skömmu síðar var drengurinn handtekinn og viðurkenndi stuld á veskinu. Þetta er eitt dæmi þess á hvern hátt fólk getur stuðlað að framgangi réttvísinnar. Gott hugarfar hjá stúlkunni. Hreindýrshorni með áföstu fu- ruborði var stolið úr ólæstri sendi- bifreið, sem stóð við gatnamót Egilsgötu og Snorrabrautar um miðjan dag á föstudag. Ef einhver hefur orðið var við mann, eða menn, með allt á hornum sér er hann beðinn um að láta lögregl- una vita. Moskítófiugubitin á Flórída: Flestir fylgja varúðarrádstöfunum Islenskir ferðalangar aðvaraðir Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT sjónvarpsfréttum hafa 28 tilfelli af heilahimnu- bólfu af völdum moskítóflugna verið staðfest á Flórída, en dauðsfall af völdum bitanna er enn aðeins eitt. Grunsamleg til- felli skipta tugum, en eitthvað ber á því að fólk heldur sig hafa fengið sjúkdóminn, ef það finnur til höfuðverkjar, fær hita, ógleði eða hálsríg, en það eru helstu sjúkdómseinkennin. Hópur ís- lendinga á vegum ferðaskrifstof- unnar Ratvís sem verið hefur í St. Petersborg fékk viðvörun uin hugsanlega hættu og fylgdi þeim ráðum sem best eru talin til varn- ar. Engum í þeim hópi hefur orðið misdægurt. Nokkur tilfellanna sem komið hafa upp eru í Orange-sýslu, um- hverfis Orlando og Breward-sýslu, sunnan Orlando, umhverfis Kiss- jmmes og St. Cloud. Fólk hefur tekið vel í að fara að ráðum heilbrigðisyfirvalda og klæð- ast síðbuxum og langerma skyrtum eftir sólsetur. Það þykir besta vörn- in ásamt því að bera vökva sem flugurnar forðast á hendur og and- lit. Flestum finnst sjálfsagt að fara varlega og fylgja varúðarráðstöfun- um, þó Tiættan af flugubitunum sé aðeins brot af þeirri hættu sem felst t.d. í umferðinni. Allir skólar í Mið-Flórída hafa orðið við beiðni heilbrigðisyfírvalda um að færa íþróttakappleiki sína þannig til, að þeim sé lokið vel fyrir sólarlag, eða færa þá í hús. Það kostar mikið umstang og fyrir- höfn að breyta leikjaáætluninni, en þykir sjálfsögð varúðarráðstöfun. í nokkrum leikjum sem fram hafa farið í ljósaskiptunum hefur fólk komið vel klætt og ýmist mætt úðað flugufælandi lyfi eða þegið slíkan áburð við innganginn. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði, þegar þetta var borið undir hann, að landlæknisembættið hefði heyrt af þessum tilfellum á Flórída. Þetta væri fyrst og fremst stað- bundið fyrirbæri en stundum gæti borið meira á því. „Við munum fylgjast með þessu og bendum fólki á að fylgjast með ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda og fara eftir þeim,“ sagði Ólafur. Hann vissi ekki um neitt tilvik þar sem íslenskur ferðamaður hefði orðið fyrir smiti og sagði enga hættu á að þetta bærist til íslands. Anna og Agla í versluninni Veru. Ný vefnaðarvöru- verslun í Mosfellsbæ NÝ vefnaðarvöruverslun var bæ. Hún nefnist Vera og stend- opnuð sl. laugardag í Mosfells- ur við Urðarholt 4. Olíuverö á Rotterdam-markaöi, átta vikur, 10. ág. - 5. okt., dollarar hvert Eigendur Veru eru þær Anna Stefánsdóttir og Agla Björk Ein- arsdóttir. Þær Agla og Anna, sem báðar hafá langa reynslu af starfi í vefnaðar- og fataverslunum, munu kappkosta að veita við- skiptavinum sínum sem besta þjónustu, aðstoða við að taka upp snið og jafnvel að koma þeim af stað við saumaskapinn. Verslunin Vera ér 96 fm að flatarmáli og áhersla hefur verið lögð á vandaðar innréttingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.