Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 1990 Framhaldsskóli fyrir alla sér braut inn í fiskvinnsluna í stór- auknum mæli og innan tíðar fækkar stóriega þeim atvinnufærum, sem þar er að fá, svo dæmi sé nefnt. Þjónustan kallar sífellt fldiri til starfa. Fólki fjölgar í þéttbýlum en fækkar í sveitum. „Framhaldsskóli fyrir aila'1 er markmið sem fullkomlega er tíma- bært að setja á íslandi. En yfirlýs- ing'ar frá ráðuneyti menntamála duga skammt. Til þess að einhver árangur náist þarf að setja í gang víðtækt þróunarstarf. Það kostar peninga. Er pólitískur vilji fyrir því að veita fjármunum í að þróa fram- haldssskólann? í hvaða átt ber að þróa hann? Nokkrar mikilvægar spurningar 1. Eiga allir framhaldsskólar að lúta sömu reglum um inntöku nem- eftir Vilhjálm Einarsson Á síðastliðnu ári markaði menntamálaráðuneytið þá stefnu að aðlaga þyrfti framhaldsskóla lands- ins að breyttu hlutverki. Gera ætti ráð fyrir því að þeir tækju á móti öllum umsækjendum, þ.e. öllum unglingum sem verið hefðu 9 ár í grunnskóla, hvort sem þeir hefðu lokið tilskildu grunnskólaprófi eða ekki. Svo sem vænta mátti hlaut þessi stefnumörkun misjafnar undirtektir og rök voru flutt bæði með og á móti. Hér er um mikilvægt mál að ræða, svo þýðingarmikið að það má ekki hljóta flokkspólitíska afgreiðslu frá neinum ábyrgum aðila né heldur má þegja það í hel. Það er stefnt að þessu sama marki í Svíþjóð. Til- raunir hafa verið gerðar í þessa veru í ýmsum skólum þar, mistök gerð og annað reynt sem til heilla horfir. Það ætti því að vera nokkurs virði að læra af reynslu frænda okkar í þeirri von að við getum forð- ast sömu mistök og þeir hafa verið að gera en á hinn bóginn notfært okkur það sem vel hefur reynst. Allar breytingar kosta tíma, fé og fyrirhöfn Strax á áttunda áratugnum kom fram krafa um framhaldsskóla fyrir alla í Svíþjóð. Tíu til fimmtán árum síðar eða árið 1985 gat að lesa í greinargerð með fjárlögum til skóla- mála að framhaldsskóli ætlaður öll- um, þ.e. hveijum unglingi í ár- gangi, væri aðalverkefnið sem ríkis- stjórnin ætlaðist til að unnið væri að á framhaldsskólastiginu. Þetta fól í sér að kröfur voru settar fram um breytt innra starf skólanna. Við- horf til náms/menntunar/kennslu skyldu endurskoðuð. Af þessu hefur leitt að fjölþætt þróunarstarf hefur farið fram í mörgum mennta- eða framhaldsskólum í landinu. Mest hefur þetta beinst að hinu innra starfi, innihaldi námsefnis, kennslu- háttum og vinnubrögðum almennt. Sú grunnforsenda sem allt þetta starf er talið þurfa er að hvíla á er fólginn í því að hvíla á er fólginn í því að bera þarf virðingu fyrir mis- munandi eiginleikum einstakling- anna (unglinganna). Þetta skal skoðast forsenda fyrir jafnrétti í raun. Skóli fyrir alla þarf að veita Vilhjálmur Einarsson „„Framhaldsskóli fyrir alla“ er markmið sem fullkomlega er tíma- bært að setja á íslandi. En yfirlýsingar frá ráðuneyti menntamála duga skammt. Til þess að einhver árangur ná- ist þarf að setja í gang víðtækt þróunarstarf. Það kostar peninga.“ Sífellt hærra hlutfall unglinga sækir framhaldsnám. Geta framhaldsskólarnir aðlagað sig kröfunni: „Framhaldsskóli fyrir alla“? ( HÁ5KÚLINN) NAN FRLENDIS J (—■----T----V ' (SERSKOLAR j f ATV!NNU-\ UÍFID r RAnHALDS 5KÓLINN *—;-----s (LiFiÐ 1 SJÁLFTj hvetjum og einum möguleika til þroska burtséð frá mismunandi for- sendum nemendanna. Allir hafa sama rétt. Fróðlegt er að kanna þau rök sem liggja fyrir þessari stefnu hjá Svíum. Þau eru meðal annars: 1. Miklar breytingar hafa átt sér stað í þjóðfélaginu og eru að ganga yfir. Hraði breytinganna er vaxandi og félagsleg áhrif mikil. Það er svo komið að framhaldsskólinn er orðinn miðlægur í skólakerfinu. í fram- haldsnám sækir sívaxandi hluti hvers árgangs. Úr honum fara nem- endur svo í allar áttar. 2. Iðnaðar- og framleiðslusamfé- lagið víkur fyrir upplýsinga- og þekkingar-samfélaginu. Vinnuvikan styttist vegna sívaxandi sjálfvirkni. Vandinn vex að deila þeirri launa- vinnu sem fyrir hendi verður niður á alla sem þarfnast framfæris. Hið pólitíska markmið er þó enn að vinna skuli vera fáanleg fyrir alla. 3. Mikilvægt er að tiltekinn hópur eða hópar samfélagsins verði ekki utangátta í umróti þessara miklu breytinga vegna skorts á menntun. Það hefur sýnt sig að atvinnuleysi er mun algengara meðal þeirra sem litla skólagöngu hafa. En hlutverk framhaldsskólans ef og hefur ávallt verið meira en að búa nemendur undir atvinnulífið. Persónuþroski hvers og eins og fé- lagsmótun hefur ávallt verið snar þáttur í skólastarfi. Þetta hefur ver- ið talið hlutverk grunnskólans en færist nú í vaxandi mæli upp í fram- haldsskólann. Stórátak til endur- menntunar kennara Yfirvöld um skólamála var í upp- hafi Ijóst að til þess að markmiðið „framhaldsskóli fyrir alla“ yrði meira en nafnið tómt var mikið verk að vinna. Bæði kennurum og stjórn- endum skóla fannst þeir standa frammi fyrir miklum vanda. Ýmsir töldu að það væri hlutverk annarra stofnana í þjóðfélaginu að axla þessa byrði. Nu ættu framhaldsskól- arnir að fara að fást við unglinga sem ekki hefðu neinar mótaðar námsvenjur, fengju engan stuðning frá heimilum sínum og sem fram að þessu hefðu fengist við önnur viðfangsefni. Miklar umræður urðu meðal Svía allt frá árinu 1981, sem leiddu til þess að þingið samþykkti þrem árum síðar að næstu fimm ár skyldu fara fram þróunarstarf í skólum og til þess varið ærnu fé. Nefndir voru settar til að fylgjast með, draga_ saman niðurstöður og samræma. Á iðnbrautum heldur til- rauna- eða þróunarstarfíð áfram fram á næsta ár (’91). Hvað eignm við að gera? Það virðist augljóst að mörg þau rök, sem að ofan greinir eigi jafnt við íslenskar aðstæður og sænskar. Svíar eru mörgum árum á undan okkur í iðnvæðingu og framleiðni er mikil á flestum sviðum. Því er gagnlegt að líta svo á að vandi þeirra í dag kunni að verða vandi okkar á morgun. Margt bendir til að þróun framleiðslu- og atvinnulífs stefni hér í sömu átt: Sjálfvirknin hefur haldið innreið sína í íslenskt atvinnulíf með auk- inni framleiðslu á færri vinnustund- um. Þetta á við um báða undirstöðu- atvinnuvegi okkar, landbúnað og sjávarútveg. Nú ryður sjálfvirknin hoirel/ /A6A lofargóðu! GRILLIÐ Sími 25033 Kvöldverður í Grillinu er engum líkur. Nýr Matseðill býður bæði.nýja og hefðbundna rétti. Stórkostlegt útsýnið er enn á sínum stað ásamt þjónustu í sérflokki. Mímisbar í nýjum búningi er góð byrjun og endir á góðu kvöldi. Opinn fimmtud.-sunnud. frá kl. 19:00. MMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.