Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ I’RlDJUDAGUIi 9. OKTÓBER 1990 Sovéska strandgæslan ræðst til inngöngn í skip Grænfriðunga Moskvu. Reuter. SOVÉSKA strandgæslan réðst í gær um borð í skip umhverfisvernd- arsamtakanna Grænfriðunga við eyjarnar Novaja Zemlja eftir að hafa skotið viðvörunarskotum. Fréttastofan TASS sagði að Novaja Zemlja til að mótmæla áhöfn strandgæsluskips sovésku^ hugsanlegum kjarnorkutilraunum á öryggislögreglunnar KGB hefði lagt hald á skipið vegna þess að skipvetjarnirnir hefðu af ásettu ráði rofið landhelgi Sovétríkjanna og neitað að fylgja fyrirmælum landa- mærayfirvalda. Talsmenn Grænfriðunga í Stokk- hólmi brugðust ókvæða við þessum aðgerðum en skipið var sent til Eldislaxinn veldur tjóni í norskum ám og vötnum Washington. Frá ívari Guðmundssyni. fréttaritara Morgunblaðsins. eyjunum. Áður en sovéska strandgæslan réðst til inngöngu í skipið höfðu fjórir menn yfírgefíð það á hraðbát- um og farið til Novaja Zemlja. Þeir ætluðu inn í neðanjarðargöng, sem notuð hafa verið við kjarhorku- tilraunir. Sex af 38 manna áhöfn skipsins eru Sovétmenn. Það hafði verið í Sovétríkjunum í tvær vikur. Engar kjarnorkutilraunir hafa verið gerðar á Novaja Zemlja í að minnsta kosti ár en sovéska stjóm- in íhugar nú að hefja þær að nýju. Kjarnorkutilraunir hafa að undan- fömu farið fram í Kazakhstan í Mið-Asíu en umhverfísvemdar- sinnar hafa einnig mótmælt þeim að undanfömu. Austurríki: Reuter Gasgrímum dreift í ísrael Þrír hermenn setja gasgrímur á ísraelsk böm í skóla, sem var notaður sem dreifingarmiðstöð er ísraelsk stjórnvöld hófu mestu gasgrímnadreifingu frá heimstyijöldinni síðari á sunnudag. Um 4,7 milljónum gasgr- ímna verður dreift í ísrael á næstu mánuðum. Þjóðarflokkurinn beið mik- inn ósigur í þingkosningum ZQrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NEFND norskra þingmanna, sem nýlega sat umhverfisþing í Ottawa, höfuðborg Kanada, skýrði frá því, að eldislax hefði valdið alvarlegum usla í ám og vötnum í Noregi. Hann hefði smitað náttúrulax með sýklum og óþrifum. Hákon Blankenberg þingmaður sagði, að útlit væri fyrir, að sótt- hreinsa þyrfti 70 norskar ár með sterkum efnum, sem gætu eytt lífríki ánna tímabundið. Hann benti á, að sérstaklega ströng lög í Nor- egi, sem hefðu verið sett til að vemda árnar, hefðu ekki komið í veg fyrir tjónið áf eldislaxinum. Britt Harkestad þingmaður kvað svo sterkt að orði, að smit og óþrif af eldislaxi í norskum ám væri eins og tímasprengja, sem vísindamenn vissu ekki hvernig ætti að stöðva. Brian Riddell, kanadískur físki- fræðingur, sagði að gengi fjöldi eld- islaxa í ár, þar sem náttúrulax væri fyrir, gæti svo farið, að allur laxastofn ánna yrði fyrir breyting- um, sem kynni að reynast ógjörn- ingur að vinda ofan af. Kanadíski þingmaðurinn Jim Fulton hefur krafíst þess að skipuð verði nefnd vísindamanna til að taka þetta mál til meðferðar. FRANZ VRANITZKY, kanslari og formaður Jafn- aðarmanna- flokksins (SPÖ) í Aust- urríki, hlaut traustsyfirlýs- ingu kjósenda í þingkosning- um um helg- ina. Flokkurinn bætti við sig einu sæti í kosningunum en samstarfsflokkur hans í ríkis- stjóm, Þjóðarflokkurinn (ÖVP), galt afhroð og tapaði 17 sætum. Stjórnarflokkarnir hafa eftir sem áður yfirgnæfandi meiri- hluta í þinginu. SPÖ hlaut yfir 43% atkvæða og ÖVP 32%. Þeir hafa nú samtals 141 af 183 sæt- um í þinginu. Að kosningum loknum er talið líklegast að flokkarnir haldi áfram að starfa saman, stjórnarmyndun- arviðræður kunna hins vegar að taka langan tíma. Josef Riegler, varakanslari og formaður ÖVP, sagði þegar úrslit voru kunn að það þyrfti að endurskoða stefnu flokksins vandlega. Hann þykir litlaus leiðtogi. Kanslaraembættið og persóna Vranitzkys eru talin hafa hjálpað SPÖ en flokkurinn kom vel út úr kosningunum þrátt fyrir hneykslismál sem hafa hrjáð hann lengi. Vranitzky hefur margoft sagt að hann vilji ekki starfa með Fijálslyndaflokki (FPÖ) Jörgs Haiders í stjórn. FPÖ bætti við sig 15 þingsætum í kosningunum, fór úr 18 í 33 sæti og hlaut yfir 16% atkvæða. Græningjar gengu klofn- ir til kosninga en þingflokkurinn hlaut rúm 4%, bætti við sig einu þingsæti og fékk því alls 9 menn kjörna. Fögnuður ríkir í herbúðum frjálslyndra en flokkurinn þykir þó ekki hafa bætt eins miklu við sig og búast hefði mátt við af stærsta stjómarandstöðuflokkn- um. Haider lýsti yfir því á kosn- inganótt að flokkurinn yrði áfram í stjórnarandstöðu. Yfir 83% þátttaka var í kosning- unum. Kjósendur gerðu ekki upp hug sinn fyrr en á síðustu stundu samkvæmt skoðanakönnunum. Það hafði áhrif á niðurstöður kannananna en þær spáðu harðri baráttu milli SPÓ og ÖVP. Stórtap ÖVP kom forystu hans og kjósend- um því í opna skjöldu. Bretland: Best að búa í Glasgow St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. ÞAÐ er best að búa í Glasgow af öllum borgum á Bretlands- eyjum, ef marka má könnun bresks tímarits. Tímaritið Company gerði könn- un meðal ungs fólks í Bretlandi á því, í hvaða stórborg það vildi helst búa. Það átti að gefa hverri bprg einkunn fyrir ýmsa eiginleika á bilinu 1-10. Glasgow varð efst með 7,3. Beðið var um mat á menning- arlífi, tómstundámöguleikum, op- inberri þjónustu, atvinnutækifær- um, öryggi á götum úti, hrein- læti, opnum svæðum, vingjam- leika staðarbúa og verði á fas- teignum. I Glasgow var næturlífið talið framúrskarandi og sömuleiðis tómstundamöguleikar, íbúar vin- gjamlegir og lítil ástæða til að óttast ofbeldi á götum úti. Edinborg kom næst á eftir og var talin hreinust allra stórbórga í Bretlandi, fékk 6,7. Leeds var talin best allra enskra stórborga nema ofbeldi var talið vera þar álíka slæmt og í London. Leeds fékk 6,4. Manchester var talin hafa gott nætur- og menningarlíf, en hún væri skítug og opin svæði væru ekki á hveiju strái. London var neðst allra stór- borga í Bretlandi í þessari könnun. í henni var menningarlíf talið best og sömuleiðis væri næturlíf fram- úrskarandi, en fólkið er talið kuldalegt og verst sé að búa í henni af öllum stórborgum á Bret- landseyjum. Fimmtíu ár frá fæðingu Johns Lennons: „Imagine“ leikið 1 beinni útsend- ingn um allan heim ÞESS verður minnst með athöfn hjá Sameinuðu þjóðunum í dag að flmmtíu ár eru liðin frá fæðingu Johns Lennons. Lennon sem var mikill friðarsinni og félagi í hljómsveitinni „The Beatles", einni vinsælustu popphljómsveit allra tíma, féll fyrir morðingja hendi 8. desember árið 1980. Athöfninni í dag verður útvarpað um allan heim og verður hægt að fylgjast með henni á Rás 2 kl. 14.00. Þar flytur ekkja Lennons, Yoko Ono, ávarp og leikið verður Iag Lennons, „Imagine". / Athöfnin byrjar klukkan 14.00 að íslenskum tíma með ávarpi eig- inkonu framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Síðan flytur Yoko Ono stutt árvarp og loks verður lag Lennons, „Imagine", spilað. Að sögn aðstoðarmanns Ono fer athöfnin fram í einum af fundarsölum Sameinuðu þjóð- anna og hefur fjölda gesta verið boðið þangað. Athöfninni verður jafnframt útvarpað til 130 landa og nær til fleiri áheyrenda en um getur í sögunni. Að hans sögn átti vinur Yoko Ono, Jeff Pollack, hugmyndina að því að minnast afmælis Lennons með þessum hætti. Hugmyndin þótti góð og var ákveðið að stefna að fram- kvæmd hennar í stað þess að efna til tónleika. í bréfí frá Yoko Ono þar sem boðið er íil athafnarinnar er vísað ti! kvæðis Lennons: „ímyndið ykkur allt fólkið þar sem það hlustar á „Imagine" og tekur ef til vill undir út um allan heim.“ Ríkisútvarpið minnist afmælis Lennons með beinni útsendingu John Lennon og Yoko Ono. frá athöfninni hjá Sameinuðu þjóðunum kl. 14.00 á Rás 2. Síðan verður dagskrá um Lennon á Rás 2 frá klukkan 22.07-24.00 í kvöld þar sem meðal annars verður rætt við Yoko Ono. Franz Vranitzky
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.