Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 35
M0RGUN6LAÐIÍ) VPSMPn/flnnNNUy&^^ OKTÓUKK 1990 35o Bretland Laugavegi 59 Kjörgarði Sími 15250 K á p u r J a k k a r D r a g t i r F r a k k a r Buxur Blússur P i l s . . . Búist við frekari vaxta- lækkunum fyrirjól St. Andrews, frá Guömundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BÚIST er við frekari lækkunum á grunnvöxtum í kjölfar ákvörð- unarinnar um þátttöku í evr- ópsku gengissamvinnunni og 1% lækkun grunnvaxta sl. föstudag. Andstæðingar íhaldsmanna hafa sakað stjórnina um að hafa látið stjórnmálaástæður ráða ákvörð- uninni en ekki efnahagslegar. John Major, breski fjármálaráð- herrann, tilkynnti þá ákvörðun stjórnar sinnar sl. föstudag kl. 4 síðdegis, að sterlingspundið yrði þátttakandi í evrópsku gengissam- vinnunni frá mánudegi og jafnframt lækkaði Englandsbanki grunnvexti um_ 1% í 14%. Á laugardag samþykkti nefnd Evrópubandalagsins, að gengi pundsins yrði 2,95 þýsk mörk og það hefði 6% svigrúm til hækkunar eða lækkunar. Gengi hlutabréfa hækkaði þegar í stað mjög mikið á föstudag. Fyrstu klukkustundina eftir að hlutabréfa- markaðurinn hóf viðskipti á mánu- dagsmorgun hækkuðu hlutabréf meira en nokkru sinni á svo skömm- um tíma. Sömuleiðis hækkaði gengi sterlingspundsins þegar í stað og hélt áfram að hækka á mánudag. Talið er að gengi pundsins verði í efri mörkunum næstu vikur, vegna þess að vextir eru háir í Bretlandi samanborið við önnur lönd EB og spákaupmenn hafa nú tryggingu fyrir því, að pundið lækki ekki í verði. Afstaðan til frekari sameiningar EB og þar með til þátttöku ster- lingspundsins í gengissamvinnunni hefur verið eitthvert erfiðasta mál Thatcher-stjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra, sagði til dæmis af sér vegna ágreinings við frú Thatcher um slíka þátttöku. Mikil átök eru innan breska íhaldsflokks- ins um afstöðuna til frekari samein- ingar Evrópúbandalagsins. Þessi yfirlýsing hefur mikla pólitíska þýðingu. Hún kom á loka- degi ársfundar breska Verka- mannaflokksins og allar líkur eru á, að ákvörðun stjórnarinnar taki vind úr seglum Verkamannaflokks- ins, en hann hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum sl. ár. Eitt lykilatriðið í nýrri efnahags- málastefnu Verkamannaflokksins er einmitt þátttaka í gengissam- vinnunni. Þessi ákvörðun bætir líka andrúmsloftið á ársfundi íhalds- flokksins, sem hefst í dag, þriðju- dag. Talsmenn Verkamannaflokksins segja ákvörðunina ekki byggjast á efnahagslegum forsendum heldur sé hún dæmi um örvæntingu Thatcher-stjórnarinnar. Efnahagssérfræðingar telja, að verðbólga hafi náð hámarki í sept- ember, en tölur fyrir september verða birtar nk. föstudag, en muni fara lækkandi út allt næsta ár. Þeir búast við að vextir geti jafnvel verið komnir niður í 11% næsta sumar. Fasteignamarkaður í Bret- landi, sem verið hefur í lægð sl. ár, tók þegar við sér um helgina. Bygg- ingalánasjóðir hafa þegar tilkynnt, ‘að þeir muni lækka vexti á hús- næðislánum um 0,5-1% um næstu mánaðamót. Þá verða vextir af húsnæðislánum 14,5-15%. EMS — John Major breski fjármálaráðherrann tilkynnti fyrir helgi að breska sterlings- pundið yrði þátttakandi í Evr- ópska myntkerfinu (EMS). f y r i r k o n u r Hef opnað sálfræðistofu á Laugavegi 43 Einstaklings- og fjölskyldumeðferðir Námskeid til að taka á höfuðverk, svefntruflunum og langvinnum verkjum hefjast í byrjun nóvember. Upplýsingar og innritun í síma 16331 á kvöldin og um helgar. Claudia Ósk Hoeltje, sálfræðingur. Kosn ingaskrifsto fa stuðningsmanna Sólveigar Pétursdóttur vegna prófkjörs sjálfstæðis- manna í Reykjavík erað Suðurlandsbraut 4,3ju hæð. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 14:00-21:00. Símar: 679516, 38300 og 38303. NÝJA LÓSRITUNARVÉLIN FRÁ XEROX Eigum fyrirliggjandi á sérstaklega hagstæðu verði XEROX 5014 ljósritunarvélina sem lientar smærri fyrirtækjum e5a deildum stærri fyrirtækja. Sterkbyggð vél með ótrúleg ljósritunargæði. Vébn býður m. a. upp á: • stækkun / minnkun | • hnapp fyrir Utaðan pappír 5 • hnapp fyrir ljósmyndaljósritun l Eigum ennfremur átta a5rar geröir fyrirliggjandi. jj - Verð frá kr. 71.627.- «* - ——-------------------------- t Kynntu þér gæði og kosti XEROX. SKRIFSTOFUVÉLAR SUND HF NÝBÝLAVEGI14-16 - SÍMI 641222 -tækni og þjónusta á traustum grunni SIEMENS Þvottavélar Þurrkarar Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðaíœki fyriir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 nýtt símanúmer auglýsimgadeild^ tiBilll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.