Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 35
M0RGUN6LAÐIÍ) VPSMPn/flnnNNUy&^^ OKTÓUKK 1990 35o Bretland Laugavegi 59 Kjörgarði Sími 15250 K á p u r J a k k a r D r a g t i r F r a k k a r Buxur Blússur P i l s . . . Búist við frekari vaxta- lækkunum fyrirjól St. Andrews, frá Guömundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BÚIST er við frekari lækkunum á grunnvöxtum í kjölfar ákvörð- unarinnar um þátttöku í evr- ópsku gengissamvinnunni og 1% lækkun grunnvaxta sl. föstudag. Andstæðingar íhaldsmanna hafa sakað stjórnina um að hafa látið stjórnmálaástæður ráða ákvörð- uninni en ekki efnahagslegar. John Major, breski fjármálaráð- herrann, tilkynnti þá ákvörðun stjórnar sinnar sl. föstudag kl. 4 síðdegis, að sterlingspundið yrði þátttakandi í evrópsku gengissam- vinnunni frá mánudegi og jafnframt lækkaði Englandsbanki grunnvexti um_ 1% í 14%. Á laugardag samþykkti nefnd Evrópubandalagsins, að gengi pundsins yrði 2,95 þýsk mörk og það hefði 6% svigrúm til hækkunar eða lækkunar. Gengi hlutabréfa hækkaði þegar í stað mjög mikið á föstudag. Fyrstu klukkustundina eftir að hlutabréfa- markaðurinn hóf viðskipti á mánu- dagsmorgun hækkuðu hlutabréf meira en nokkru sinni á svo skömm- um tíma. Sömuleiðis hækkaði gengi sterlingspundsins þegar í stað og hélt áfram að hækka á mánudag. Talið er að gengi pundsins verði í efri mörkunum næstu vikur, vegna þess að vextir eru háir í Bretlandi samanborið við önnur lönd EB og spákaupmenn hafa nú tryggingu fyrir því, að pundið lækki ekki í verði. Afstaðan til frekari sameiningar EB og þar með til þátttöku ster- lingspundsins í gengissamvinnunni hefur verið eitthvert erfiðasta mál Thatcher-stjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra, sagði til dæmis af sér vegna ágreinings við frú Thatcher um slíka þátttöku. Mikil átök eru innan breska íhaldsflokks- ins um afstöðuna til frekari samein- ingar Evrópúbandalagsins. Þessi yfirlýsing hefur mikla pólitíska þýðingu. Hún kom á loka- degi ársfundar breska Verka- mannaflokksins og allar líkur eru á, að ákvörðun stjórnarinnar taki vind úr seglum Verkamannaflokks- ins, en hann hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum sl. ár. Eitt lykilatriðið í nýrri efnahags- málastefnu Verkamannaflokksins er einmitt þátttaka í gengissam- vinnunni. Þessi ákvörðun bætir líka andrúmsloftið á ársfundi íhalds- flokksins, sem hefst í dag, þriðju- dag. Talsmenn Verkamannaflokksins segja ákvörðunina ekki byggjast á efnahagslegum forsendum heldur sé hún dæmi um örvæntingu Thatcher-stjórnarinnar. Efnahagssérfræðingar telja, að verðbólga hafi náð hámarki í sept- ember, en tölur fyrir september verða birtar nk. föstudag, en muni fara lækkandi út allt næsta ár. Þeir búast við að vextir geti jafnvel verið komnir niður í 11% næsta sumar. Fasteignamarkaður í Bret- landi, sem verið hefur í lægð sl. ár, tók þegar við sér um helgina. Bygg- ingalánasjóðir hafa þegar tilkynnt, ‘að þeir muni lækka vexti á hús- næðislánum um 0,5-1% um næstu mánaðamót. Þá verða vextir af húsnæðislánum 14,5-15%. EMS — John Major breski fjármálaráðherrann tilkynnti fyrir helgi að breska sterlings- pundið yrði þátttakandi í Evr- ópska myntkerfinu (EMS). f y r i r k o n u r Hef opnað sálfræðistofu á Laugavegi 43 Einstaklings- og fjölskyldumeðferðir Námskeid til að taka á höfuðverk, svefntruflunum og langvinnum verkjum hefjast í byrjun nóvember. Upplýsingar og innritun í síma 16331 á kvöldin og um helgar. Claudia Ósk Hoeltje, sálfræðingur. Kosn ingaskrifsto fa stuðningsmanna Sólveigar Pétursdóttur vegna prófkjörs sjálfstæðis- manna í Reykjavík erað Suðurlandsbraut 4,3ju hæð. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 14:00-21:00. Símar: 679516, 38300 og 38303. NÝJA LÓSRITUNARVÉLIN FRÁ XEROX Eigum fyrirliggjandi á sérstaklega hagstæðu verði XEROX 5014 ljósritunarvélina sem lientar smærri fyrirtækjum e5a deildum stærri fyrirtækja. Sterkbyggð vél með ótrúleg ljósritunargæði. Vébn býður m. a. upp á: • stækkun / minnkun | • hnapp fyrir Utaðan pappír 5 • hnapp fyrir ljósmyndaljósritun l Eigum ennfremur átta a5rar geröir fyrirliggjandi. jj - Verð frá kr. 71.627.- «* - ——-------------------------- t Kynntu þér gæði og kosti XEROX. SKRIFSTOFUVÉLAR SUND HF NÝBÝLAVEGI14-16 - SÍMI 641222 -tækni og þjónusta á traustum grunni SIEMENS Þvottavélar Þurrkarar Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðaíœki fyriir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 nýtt símanúmer auglýsimgadeild^ tiBilll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.