Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 49 minn í einni sjónhendingu þau ár sem við unnum saman í kjörbúð þeirra hjóna, hennar og Hreins Sumarliðasonar. Strax við fyrstu kynni okkar mynduðust sterk tengsl og vinátta sem að héldust traustum böndum aila tíð síðan. Mér finnst að þessi vinátta hafi átt sér rætur í sameig- inlegri reynslu okkar, einhveijum sérstökum áhugamálum eða jafnvel í hugðarefnum sem að báðum aðil- um eru hugleikin. Þannig voru tengsl okkar Önnu og þess vegna finnst mér sárt að kveðja þennan vin minn, sem var tilfinningarík kona og bar hag og velferð annarra fremur fyrir bijósti en sinn eigin. Þegar fundum okkar bar saman í síðasta skipti kvartaði hún ekki yfir þeim vágesti sem að knúð hafði dyra heldur lýsti áhyggjum af líðan barna sinna, barnabarna, vanda- manna og vina. Það er óhjákvæmilegt að á kveðjustundu sem þessari reiki hug- urinn til þess óréttlætis sem að ég finn til þegar slíkur vinur ér burtu tekinn, vinur sem ávallt lagði alla sína ástúð og skilning í að huga að velferð annarra. í raun er þetta óréttlæti hluti af tilveru okkar, en sá þáttur sem-einatt er erfiðast að umbera. Eftir mörg kaflaskipti í lífi mínu hófst nýr og gleðilegur þáttur fyrir um 10 árum, en þá bar fundum okkar Önnu saman í fyrsta sinn þegar ég fékk vinnu í verslun þeirra Hreins við Norðurbrún. Það var ómetanlegt að geta tjáð skilnings- ríkum vini áhyggjur sínar og áform. Aðstoð Önnu við að byggja nýjar brýr vonar og bjartsýni var ómetan- leg og mun ég ætíð standa í þakkar- skuld við hana. Síðar skipti ég um vinnustað, en vinátta okkar var hin sama og er ég í dag forsjóninni þakklátur fyrir að leiðir okkar Önnu lágu saman. Um leið og ég sendi vinum og vandamönnum samúðarakveðjur bið ég Önnu Hallgrímsdóttur Guðs blessunar í þeirri fullvissu að slíkri sómakonu verður vel tekið á næsta áfangastað. Með vinarkveðju. Gústav Hannesson Ég kveð elsku tengdamóður mína, Ósk Pálínu Önnu Hallgríms- dóttur, með miklum söknuði og ég á eftir að hugsa til hennar ótal sinn- um með hlýhug og þakkiæti. Það eru nú fimmtán ár síðan ég hélt fyrir henni vöku, þar sem hún vakti og beið eftir að strákurinn á mótorhjólinu skilaði heim dóttur- inni. En það breyttist fljótt frá því að vera strákurinn á mótorhjólinu í strákinn hennar. Síðan leið ekki langur tími þar til hún fann brúðarkjól á Gústu mína og okkur Gústu var haldið höfðinglegt brúðkaup. Okkur fannst alltaf gott að eiga heima í kjallaranum hjá Önnu og Hreini, svo gott að við bjuggum fjórum sinnum hjá þeim og öll börn- in okkar áttu sína fyrstu mánuði í húsinu númer fimm við Erluhóla. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann, margar góðar stundir í Erluhólunum, í sumarbú- staðnum fyrir austan og þegar þau- heimsóttu okkur í Kaliforníu. Þær minningar munu lifa að eilífu í hjarta mér. En nú kveð ég Önnu að sinni, Guð blessi hana. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ómar Sigurðsson Skjótt skipast veður í lofti, jafnt í mannlífinu sem í náttúrunni. Ekki óraði mig fyrir þegar ég kynntist Önnu sumarið 1989 að sextán mán- uðum síðar yrði hún öll. Anna barðist hetjulega við erfið- an andstæðing sem varð henni yfir- sterkari. Þótt öllum væri Ijóst hvert stefndi, þá kvartaði Anna aldrei. Þvert á móti leitaði hún í vonina og með innri styrk hvatti liún okkur til dáða, kannski til þess að hjálpa okkur að bera þá sorg og erfiðleika sem fylgdu sjúkdómi hennar. Mér þótti vænt um Önnu. Ég er þakkláturþeim góðu móttökum sem við fengum, sonur minn og ég. Anna var hlý en ákveðin. Hún bar virðingu fyrir öllum. Hringborðsumræður með þeim hjónum voru líflegar og þegar á reyndi voru þau alltaf reiðubúin að ráðleggja okkur „unglingum" í lífsbaráttunni. Þótt Anna okkar sé nú horfin sjónum í þessari jarðvist hefur maður það á tilfinningunni dð hún muni áfram vaka yfir ijölskyldu sinni, því svo sterk voru böndin. Hennar mun mikið vera saknað og erfitt mun vera að sætta sig við að hún skuli vera svo fljótt kölluð yfir móðuna miklu, langt um aldur fram. Guð varðveiti þig, elsku Hreinn, og veitti þér styrk til þess að tak- ast á við þær breytingar sem orðn- ar eru vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, ömmu og tengdamóður. Sigurður Baldvin Við þökkum ástkærri móður ynd- islegu stundirnar sem við höfum átt saman á lífsleiðinni. Við minn- umst hennar sem ávallt var meira en boðin og búin að rétta okkur öllum hjálparhönd. I krafti Guðs leiðum við litlu ljósgeislana hennar í gegnum lífið með styrk hennar og hreinleika í veganesti. Styrkur hennar í veikindunum, jákvætt við- horf og þakklæti til allra, allt til hins síðasta, verður okkur ávallt sem snertanlegur yæri. Við þökkum starfsfólki Borg- arspítalans, læknum, hjúkrunar- fræðingum, sjúkraliðum og öðru starfsfólki deildar A-5 sem óneitan- lega urðu hluti af þínum síðustu stundum í þessari tilveru. Líf okkar er snortið af henni. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Sirrý, Gústa og Jóna Magga Nú legg ég augun aftur, Ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Mig langar að fá að kveðja Önnu með nokkrum orðum. Þótt ég hafi ekki þekkt hana lengi þá á ég margs að minnast. Minningar um hjarta- hlýja og góða konu sem sífellt var að gefa af sér. Minningar um sterk- an og mikinn persónuleika sem sýndi sig vel í þeim veikindum sem hún átti við að stríða. Ég kveð nú Önnu mína. Guð veri með henni og veiti Hreini, dætrum og barnabörnum styrk í þessari rniklu sorg. Reynir Hilmarsson Minning: Þorsteinn Matthías- son frá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. september 1990 Þegar ég heyrði lát Þorsteins i Matthíassonar leitaði hugurinn fyrst til síðustu samfunda við hann. Ég geri ráð fyrir að þannig sé einn- ig farið með aðra sem heyra lát vinar. Það var laugardaginn 22. september. Erindið var að lána honr um útvarpið mitt, en hann ætlaði að skrifa upp af spólu sem ég lét tala inn á fyrir hann. Hann sagðist eiga eftir að taka eitt viðtal á DAS í Hafnarfirði sem átti að fara í Hrafnistublaðið. Ég bauðst til að keyra hann suðureftir, hann skyldi bara hringja í mig hvenær sem væri. Var þá meiningin að fara á næsta laugardag. Blaðið átti ekki að koma út fyrr en í nóvember. Þetta var síðasti fundur okkar. Ég kynntist honum seint eða um 1985. Það var tilviljun að hann flutti í næsta hús við mig og sá ég hann tilsýndar nokkrum sinnum þar til ég gekk til hans og kynnti mig. Ég þekkti hann áður í sjón og hann þekkti bróður minn og kannaðist við foreldra mína, því foreldrar hans voru vinir föður míns. Ég hafði líka dálítið í fórum mínum sem ég vissi að hann hefði áhuga á að sjá en það var sendibréf frá föður hans til föðui' míns. Þannig byijaði kunn- ingsskapur okkar. Hann hafði mikinn áhuga á því sem ég var að gera og öfugt. Þar af leiddi að stundirnar urðu margar sem við áttum saman. Hann var með það í huga að skrifa ættartölu ömmu sinnar, Svanborgar Guðbrandsdóttur, sem var ættuð úr N-Þingeyjarsýslu. Þegar hann heyrði nafn tengdason- ar míns sagði hann mér að þeir væru frændur og útskýrði að það væri í Svanborgarætt. Já, ég var nú reyndar farinn að safna í þá ætt svo við hefðum kannski getað unnið saman ef honum hefði enst aldur til. Þorsteinn var fæddur á Bjarna- nesi, Kaldrananeshreppi, 23. apríl 1908, en fluttist ungur með for- eldrum sínum að Kaldrananesi þar sem þeir bjuggu í 40 ár en fluttust þá jtil Reykjavíkur. Agrip af ættarskrá Matthíasar er að finna í 1. bindi endurminninga hans „Að morgni“ skráð af Þor- steini. Þorsteinn fór nokkrum sinnum til vetrardvalar til Spánar sér til hressingar og ánægju, langaði helst til að flytja þangað. Hann var ákveðinn að fara í vetur og sagði að ég hefði gott af því að fara þang- að. I vor veiktist hann og þurfti að fara á sjúkrahús og fór í framhaldi af því í Hveragerði. Eftir dvölina þar fannst mér hann heldur hress- ari en þó eitthvað máttlítill. Hann var fróður maður enda kennari að ■ UMHVERFISRÁÐHERRA hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um með hvaða hætti væri hægt að flýta því að gerða ráðstaf- anir til að draga úr loftmengun frá bifreiðum. í skipunarbréfi er þess óskað að nefndin hraði störfum sem framast er unnt svo málið geti feng- ið afgreiðslu í tengslum við gerð fjárlaga fyrir árið 1991. í nefndinni eiga sæti: Jón Gunnar Ottósson, deildarsérfræðingur, Umhverfis- ráðuneyti, formaður; Guðrún Asta Sigurðardóttir, deildarstjóri, Fjár- mennt. Samtalsþættir hans ótelj- andi og sérlega var þægilegt að heyra hann tala í útvarp. Hann hafði frá mörgu að segja, hann gat talað um trúmál, stjórn- mál, ættfræði og hvaðeina sem minnst var á og var alveg viss hvað hann ætlaði að kjósa næst. Þeir sem geta hlustað þeir fræðast og þar naut ég góðs a.f. Með þessum orðum kveð ég vin minn Þorstein með virð- ingu og þökk. Sonum hans, barna- börnum og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Pálína Magnúsdóttir málaráðuneyti; Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, deildarsérfræðingur, Umhverfisráðuneyti; Guðni Karlsson, sérfræðingur, Dóms- málaráðuneyti; Karl-Ragnars, forstjóri, Bifreiðaskoðun íslands hf.; Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri, Bílgreinasam- bandsins og Björn Pétursson, stjórnarmaður, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Að auki starfa með nefndinni sem ritari Sigur- björg Gísladóttir hjá Hollustu- vernd ríkisins. SÉRHÖNNUÐ S TIGAHÚSA TEPPI 5 ára bletta-ábyrgð. Mælum, rífum gömlu teppin af, gerum tilboð, leggjum nýju teppin fljótt og vel. TEPPABUÐIN Göltefnamarkaður, Suðurlandsbraut 26. TILBOÐS- DAGAR Nýborg"# Ármúla 23, sími 83636 GIGN- FROSIN omi FRÁ iÖNIX GRAM frystikistu r FRYSTIKISTUR 234 Itr. kr. 37.790 (kr. 35.900 stgr.) 348 Itr. kr. 47.350 (kr. 44.980 stgr.) 462 Itr. kr. 55.780 (kr. 52.990 stgr.) 576 Itr. kr. 75.980 (kr. 72.180 stgr.) GRAM frystiskápar FRYSTISKÁPAR 100 Itr. kr. 39.990 (kr. 37.990 stgr.) 146 1tr. kr. 46.280 (kr. 46.280 stgr.) 175 Itr. kr. 46.970 (kr. 44.620 stgr.) 240 Itr. kr. 54.990 (kr. 52.240 stgr.) 330 Itr. kr. 73.670 (kr. 69.990 stgr.) Góðir shilmálar Traust þjónusta 3ja ára ábyrgð IrO nix Hátúni 6a • Simi 91-24420 Þú svalar lestrarþörf dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.