Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 23 .1 .t= s I I Fylgi flokka og kosningaúrslit dZl Mars '87 [____j Mars-apríl '87 1_. .^...1 Miður apríl '87 1... ..! Síðasta vikan '87 EHZH Kosningar '87 Hér sjóst niðurstöður síð- ustu skoðanakannanna Félagsvísindastofnunar og úrslit kosninganna 25. apríl 1987. MAMJJÁSONDJFMAMJJASONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJASONDJFM 1987 1988 1989 1990 1991 reglubundinna stjórnmálakannana farið næst kosningaúrslitum með fylgi stærri stjórnmálaflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokks. Það skiptir iíka máli hvaða könnun gefur réttasta mynd af afstöðu flestra kjósenda. Síðustu kannanir DV og Félags- vísindastofnunar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík 1990 voru með svipað heildarfrá- vik frá niðurstöðum, en þó var könnun DV framkvæmd mun nær kosningum en könnun Félagsvís- indastofnunar. Ef báðar kannanir hefðu verið ,jafnréttar“ hefði frá- vikið því átt að vera mun minna hjá DV en hjá Félagsvísindastofn- un, vegna áhrifa af mismunandi tímasetningu kannananna. Þetta var sérstaklega þýðingarmikið í borgarstjörnarkosningunum vegna þess að verulega miklar hreyfingar voru á fylginu eftir að nýtt fram- boð, Nýr vettvangur, kom fram.“ Sýndu vel þróun fylgisins Stefán segir að síðustu tvær til þijár kannanir Félagsvísindastofn- unar fyrir síðustu þingkosningar hafi sýnt mjög vel hvert stefndi í fylgi fjögurra af sex stærstu stjórnmálaflokkunum, það er hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknar- flokki, Alþýðubandalagi og Borg- araflokki. Hefði fylgisþróun tveggja seinustu kannana Félags- vísindastofnunar verið framreikn- uð með beinni línu hefði hún fallið beint saman við kosningaúrslitin fyrir þessa fjóra flokka. „Þetta er mjög þokkaleg útkoma, ef mið er tekið af reynslu af stjórnmálakönn- unum í nágrannalöndunum,“ segir Stefán. „Þegar útkoma í síðustu könnunum DV fyrir kosningarnar 1987 er skoðuð, má sjá að engin slík regla er í niðurstöðum þeirra nema fyrir Alþýðuflokkinn. Þetta gæti bent til að mælingar kannana DV, annarra en þeirrar síðustu fyrir kosningar, séu nokkurri óvissu háðar. í síðustu könnun fyrir kosningar hefur DV tvöfaldað svarendahóp sinn. Svörun virðist stundum hafa verið betri þá, og verða niðurstöður þeirra þá auðvit- að ábyggilegri. Allar aðrar kann- anir DV en sú síðasta fyrir kosn- ingar eru mun óábyggilegri, til dæmis þegar 40-50% svarenda í könnun með 600 manns gefa ekki upp afstöðu, eins og venjulegt er í könnunum DV. Alvarlegasti gall- inn við þær kannanir er sá, að í þeim er kerfisbundin skekkja þegar hópur óráðinna og þeirra sem ekki svara er svo stór. Slíkar kannanir eru alls staðar á Vesturlöndum taldar ófullnægjandi, en þær hafa þann kost að vera ódýrar í fram- kvæmd. Könnun en ekki forspá Hins vegar er ætíð rétt að hafa í huga þegar mat er lagt á spá- gildi kannana, að mikil hreyfing er á kjósendum allt fram á síðustu stundu, þannig að aldrei er rétt að ætla að síðasta könnun fyrir kosningar sé ábyggileg spá um kosningaúrslitin sjálf. Kosninga- baráttan og annað getur því breytt myndinni alveg fram á kjördag. Kannanir sýna einungis stöðuna eins og hún mælist á könnunartím- anum sjálfum, en þó hlýtur að vera þýðingarmikið að þær sýni þá stöðu eins og hún er í reynd, gefi fólki með öðrum orðum réttar og áreiðanlegar upplýsingar.“ Skiptir máli að fækka óákveðnum Stefán segir að svörun skipti miklu um áreiðanleika niðurstaðna stjórnmálakannana. Miklu máli skipti að fá sem flesta til að svara og minnka óákveðna hópinn.. „í athugunum Félagsvísindastofnun- ar er spurt á þijá vegu til að bæta svörunina og fækka óráðnum kjós- endum. Fyrst er spurt hvaða flokk eða lista menn myndu kjósa, ef kosið yrði á morgun. Þeir, sem segjast ekki vita það, eru spurðir áfram hvaða flokk eða lista sé lík- legast að þeir kjósi. Ef menn eru enn óráðnir, er spurt hvort þeir myndu frekar kjósa Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern hinna. Með þessari aðferð tekst að fækka óráðnum kjósendum verulega og draga úr kerfisbundnum skekkj- um, sem annars yrðu á svörun- inni. Þessi háttur hefur dregið úr kerfisbundnu ofmati á fylgi Sjálf- stæðisflokksins og hækkað fylgi annarra flokka samsvarandi. Reynslan hefur sýnt að niðurstöður Félagsvísindastofnunar hafa alltaf farið næst um útkomu Sjálfstæðis- flokksins í kosningum.“ Að sögn Stefáns kemur í ljós, þegar litið er yfir allar kannanir Félagsvísindastofnunar, að þeir, sem eftir þijár spurningar gefa enn ekki upp afstöðu sína, hafa verið frá 2,8% til 7,8% allra svarenda. Þeir, sem neita að gefa upp af- stöðu sína, eru 4,4% til 12,9%. Þeir sem segjast myndu skila auðu eru 1,2% til 9,3% og þeir sem segj- ast ekki myndu kjósa eru frá 2% til 7,5%. „Samanlagt eru það yfir- leitt á bilinu 20-30% af öllum svar- endum í könnunum Félagsvísinda- stofnunar sem ekki gefa upp af- stöðu til stjórnmálaflokka eða segj- ast myndu skila auðu eða sitja heima. Þegar verst hefur látið hef- ur sambærilegt hlutfall hjá öðrum könnunaraðilum verið 40-50%,“ segir Stefán. Aðspurður um breytingar á þessu hlutfalli á kjörtímabilinu segir Stefán að hlutfall óvissra hafí lítið breytzt allt tímabilið, en nokkrar sveiflur séu á hlutfalli þeirra sem neiti að svara, og það hafi heldur aukizt seinni hluta tímabilsins. „Ef saman eru lagðir þeir sem neita og óvissir virðist sem sá hópur hafi stækkað lítillega á seinni hluta kjörtímabilsins. Þeg- ar við leggjum saman þá, sem segj- ast myndu sitja heima, og hina, sem ætla að skila auðu eða ógildu, kemur í ljós að sá hópur stækkaði á árinu 1989, en hann minnkar aftur um leið og óvissum og þeim sem neita fjölgar, það er að segja frá 1990 til 1991.“ 13,5% yngstu kjósendanna ætla ekki að kjósa Stefán segir að hlutfall óráðinna sé talsvert mismunandi eftir þjóð- félagshópum. „Ef litið er á könnun- ina frá í marz síðastliðnum kemur til dæmis fram að konur eru óráðn- ari en karlar og yngstu og elztu kjósendurnir eru óráðnari en ald- urshóparnir á milli. Það er sérstak- lega athyglisvert hvað stór hluti nýrra kjósenda segist ekki ætla að nota kosningaréttinn, eða um 13,5%. Það kemur líka í ljós að verka- og afgreiðslufólk, skrif- stofu- og þjónustufólk og þeir, sem ekki eru útivinnandi, eru óráðnari en aðrir. Sérfræðingar og atvinnu- rekendur eru ákveðnastir í afstöðu sinni til vals á stjórnmálaflokkum, eða gefa það greiðlegar upp í könn- unum en aðrir." Stefán segir að hlutfall óráðinna sé ekki mismunandi eftir búsetu og ekki heldur eftir því hvort fólk starfar hjá hinu opinbera eða ekki. Hins vegar sé munur á því eftir ánægju fólks með eigin kjör. „Þeir, sem eru mjög ,ánægðir með fjár- hagsafkomu sína eru ráðnari en hinir, sem annað hvort eru hlut- lausir eða mjög óánægðir með af- komu sína. Það er einnig athyglis- vert að skoða sambandið milli þess, sem menn kusu síðast og og hversu ráðnir eða óráðnir þeir eru núna. Það kemur fram að þeir, sem síð- ast kusu Sjálfstæðisflokkinn, Al- þýðuflokkinn og Framsóknarflokk- inn eru ráðnastir í vali sínu núna. Fylgjendur Kvennalista, Alþýðu- bandalags og Borgaraflokks frá því síðast eru hins vegar óráðnari og sömu sögu er að segja um þá, sem ekki kusu eða skiluðu ógildu síðast, svo og þá sem ekki höfðu kosningarétt 1987. Þeir sem neita að segja hvað þeir kusu síðast neita að stærstum hluta að gefa upp áform sín nú, og þess vegna er mikil óvissa um hvernig þeir kunna að skiptast á flokka í kom- andi kosningum.“ Viðtal:ÓÞS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.