Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 24
reer íam .g. huoaj3UT80'i uiöAjaHuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. MAI 1991 2ÍS A Islandi alast fjölmörg börn upp við heimilisofbeldi eftir Hólmfríði Jónsdóttur í umræðunni um ofbeldi í þjóð- félaginu virðist það alveg hafa farið framhjá fólki að mörg böm fá beinlínis kennslu í því á heimil- um sínum hvernig fara má með þá sem ekki haga sér „rétt“. Mikið hefur verið rætt og ritað um ofbeldi á liðnu ári og enn er umræðan í fullum gangi. Talað er um aukið ofbeldi í skólum og á götum úti og er orsakanna t.d. leit- að í of miklu sjónvarpsglápi barna, því foreldrar hafa ekki tíma til að sinna þeim vegna of mikils vinnu- álags, börnin ganga sjálfala, skólinn fullnægir ekki uppeldishlutverki sínu o.s.frv. Allt eru þetta góðar og gildar ástæður, en því miður er hvorki til ein skýring á vanda þess né ein lausn. Einn er sá þáttur ofbeldis sem lítið hefur verið rætt um í íjölmiðl- um og er það heimilisofbeldi. Heim- ilisofbeldi, þ.e. þegar karlmaður beitir konu sína ofbeldi, er yfirleitt framið á „bak við byrgða glugga", og viðgengst því miður oft í skjóli friðhelgi heimilisins. Fjölskyldu- meðlimir í hlutverki þolenda eiga sinn þátt í að fela tilvist þess, því skömmin sem fylgir því er mikil. Sú goðsögn er áberandi í þjóðfélag- inu að heimilisfeður þessir beiti of- beldi I stundarbijálæði, eða í áfeng- isvímu. Samkvæmt könnunum okk- ar í Kvennathvarfínu þá er áfengis- vandamál með í tæplega helmingi tilvika. Þá benda og erlendar rann- sóknir á að valdbeiting þessi eigi sér ekki stað í augnabliksæði, held- ur hafa gerendur fullkomna stjórn á hegðun sinni. Því til sönnunar má benda á að ofbeldi beinist alltaf að sömu manneskjunni og gerendur geta haft stjóm á sér t.d. í sam- kvæmum. Þegar síðasta gestinum hefur verið fylgt úr hlaði fellur sprengjan. Þá hugsanlega vegna e.s. atviks, sem átti sér stað í byrj- un samkvæmisins. Það skiptir ekki öllu máli hvað það er sem hrindir ofbeldinu af stað, gerendur eiga allavega ekki í neinum erfíðleikum með að finna sér ástæðu til að beita því. Sökinni er oft komið yfír á konuna, sem hefur orðið sér út um þessa „refsingu" vegna þess að hún átti hana „skilið" einhverra hluta vegna. Mðrg hundruð börn hafa dval- ið með mæðrum sínum í Kvenna- athvarfinu frá því það tók til starfa. Frá opnun kvennaathvarfs og til áramóta 90-91 hafa meira en 2.000 komuskýrslur verið skráðar í Kvennaathvarfinu, þar af eru 828 komuskýrslur barna. Frá áramótum Litbrigði jarðar- innar gefin út í kilju ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Litbrigði jarðarinnar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Hún kom fyrst út árið 1947 og hefur komið út þrisvar síðan og auk þess verið þýdd á mörg tungumál. Á yfirborðinu er þetta sveitasaga frá krepputímanum, en hún fjallar um sígilt efni; fyrstu ástina. Hún Iýsir því hvemig ástin og vonin gerbreyta Iífsviðhorfi sextán ára drengs, ljá smáatriðum þýðingu og litlum at- burðum mikla merkingu. Eftir Litbrigðum jarðarinnar gerði Ágúst Guðmundsson sjónvarpskvik- mynd sem frumsýnd var fyrir skömmu. Bókin er gefín út í kilju. Hún er 70 bls., prentuð í Englandi. Auglýs- ingastofan Næst hannaði kápu. (Fréttatilkynning) Ólafur Jóhann Sigurðsson hafa þegar dvalið þar 65 konur og 45 börn. Mörg þúsund símaskýrslur háfa verið skráðar frá upphafi, en meirihluti þeirra eru stuðningsviðtöl við þolendur heimilisofbeldis. Allflest þeirra bama sem koma með mæðrum sínum f Kvennaat- hvarfið hafa búið við andlegt of- beldi. Þau hafa óbeint orðið þolend- ur heimilisofbeldis með því að búa við slíkar aðstæður. Sum barnanna hafa orðið vitni að líkamlegri vald- beitingu föðurs/sambýlismanns á móður sinni og jafnvél gengið á milli þeirra þó þau séu ekki eldri en t.d. 7 ára. Þessi líkamlega vald- beiting getur birst í kynferðislegu ofbeldi t.d. nauðgun eða barsmíð- um, hrindingum o.s.frv. Afleiðingar lfkamlegs ofbeldis geta birtst börn- unum í sýnilegum beinbrotum, mar- blettum, glóðarauga o.fl. Ekki eru áverkar þó alltaf sýnilegir, t.d. get- ur hljóðhimnan sprungið í kjölfar slæmra höfuðhögga. Börnin eru ekki alltaf sjónarvott- ar að því sem gerist, stundum eru þau inni í nærliggjandi herbergi og heyra. Þau reyna jafnvel að útiloka hávaðann t.d. með því að „breiða sængina upp fyrir haus og spila á spiladósina og reyna að heyra ekki, en heyra samt...“ (Frásögn barns sem dvalið hefur í Kvennaathvarf- inu.) Börnin verða og fyrir beinu and- legu ofbeldi í formi t.d. höfnunar, innilokunar og/eða hótana. Sum hafa bæði orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi getur í þessum tilfellum verið bar- smíðar og/eða kynferðislegt of- beldi. Þó virðist líkamlegs ofbeldis í formi barsmíða gæta í mun minna mæli á börnum, þess ber þá að gæta að líkamleg valdbeiting eins og t.d. rassskellingar, löðrungar og tukt eru enn réttlætanleg uppeldis- aðferð í hugum margra. Else Christensen er danskur sál- fræðingur sem starfað hefur í kvennaathvörfum í Danmörku. Hún hefur skrifað bækur um áhrif og eðli ofbeldis og gert rannsóknir á börnum sem dvalið hafa í dönskum kvennaathvörfum. Hún telur að börn þessi hafa nokkum sameigin- elg einkenni, sem eru afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa búið við. Ekki er ástæða til að ætla að íslensk böm séu frábrugðin þeim dönsku hvað þessi einkenni varða. Fyrst ber að nefna, að þau hafa langflest upplifað ofbeldi og afleið- ingar þess á fjölskylduna og heimil- Hólmfríður Jónsdóttir „Ef við ætlum að kom- ast fyrir ofbeldi innan þjóðfélagsins verðum við að byrja þar sem uppeldi barnanna á sér stað og fyrirmyndir þess eru líklegar til að mótast.“ ið. Eins og að ofan greinir þá eru þau f langflestum tilfella meðvituð um hvað er að gerast, þó svo að ofbeldið eigi sér stað að næturlagi og foreldrar telji börnin í fasta- svefni. Þau sjá og heyra og fara ekki varhluta af þeirri spennu sem ríkir á heimilinu. Þau skynja ótta og niðurlægingu móður sinnar og ógnarvald föður síns. í öðru lagi nefnir Else hræðslu og óvissu sem ríkjandi þætti í lífí þessara bama. Hræðslu um KVað framtíðin ber í skauti.sér fyrir bamið og aðra fjöl- skyldumeðlimi og hræðslu um að verða yfírgefin. Þá em börnin mjög blendin í tilfinningum sínum gagn- vart foreldrum sínum, sem þau bæði elska og hata. Þau vantreysta þeim sem eiga að gæta þeirra and- lega og líkamlega öryggis og neyð- ast til að taka ábyrgðina á sínar eigin herðar. Fjölskyldumeðlimir tala sjaldnast um ofbeldið heima við og barnið fær þannig ekki tæki- færi til að tala um tilfinningar sínar og áhyggjur heldur einangrast í angist sinni. Þá er þessum börnum og sameiginlegt að fyrirverða sig fyrir það ofbeldi sem framið er á heimilunum og þögnin ásamt skömminni eiga stóran þátt í að einangra fjölskylduna. Else Christensen telur mjög mik- ilvægt að börnin fái að tjá sig um reynslu sfna af heimilisofbeldi. Þá við einhvern fullorðinn sem hefur þekkingu á afleiðingum þess og getur stutt barnið í að tjá sig og aðstoða það við að svara þeim spurningum sem því liggur á hjarta. í þessu sambandi beinir hún at- hygli sinni að fræðslu fyrir fagfólk, sem kemst í snertingu við börn í starfi sínu, t.d. fóstrur, kennarar, hjúkrunarfólk og læknar. Barn sem elst upp við að of- beldi í mannlegum samskiptum sé algerlega hafnað — og að það sé ekki undir neinum kringum- stæðum réttlætanlegt, — sættir sig ekki við ofbeldi þegar það vex úr grasi. Hvaða veganesti fær bam sem upplifír svo mikið ójafnvægi í sam- skiptum foreldra sinna þar sem móðirin er beitt andlegu og/eða lík- amlegu ofríki? Hvemig er það í stakk búið til að takast á við félags- legt umhverfi sitt? Er það lfklegra til að beita ofbeldi eða verða fyrir því? Hveijar eru fyrirmyndir þess, faðirinn sem valdníðingur og móðir- in sem niðurlægð og hjálparlaus einstaklingur? Rannsóknir sýna að í mörgum tilfella á félagslegi arfur- inn stóran þátt f þessu samspili foreldranna. Barn sem elst upp við gagnkvæma virðingu foreldra sinna þar sem rætt er um hlutina og of- beldi í samskiptum er hafnað, hlýt- ur að vera betur í stakk búið til að afneita beitingu þess í samskiptum sínum. Til þess að geta tekið á vanda þessum, verðum við þegnar þessa þjóðfélags að opna augu okkar fyr- ir því vandamáli sem heimilisofbeldi er og viðurkenna tilvist þess. Því heimilisofbeldi er ekki vandamál lít- ils þjóðfélagshóps, heldur snertir það okkur öll. Ef við ætlum að komast fyrir ofbeldi innan þjóðfé- lagsins verðum við að byija þar sem uppeldi barnanna á sér stað og fyr- irmyndir þess eru líklegar til að mótast. Á svipaðan hátt og gripið hefur verið til aðgerða gegn ein- elti, væri hægt að sameinast í átaki gegn heimilisofbeldi. Að lokum langar mig til að nefna að Else Christensen er væntanleg hingað til lands í boði Samtaka um kvennaathvarf og mun hún halda fyrirlestur í Norræna húsinu þann 6. maí nk. Höfundur er barnastarfskona í Kvennaathvarfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.