Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 44
MOBGUNBLAÐIÐ FÖST.UDAGUR 3. MAÍ 1991 1jv; j ; r-'-rrrT" -------------- 2DEXIDN léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svörtstálrör • Grá stálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allar gerðirtengja Við sníðum niður eftir máli r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Minning: GuðríðurH. Guðmunds- dóttirfrá Bíldsfelli Fædd 18. október 1923 Dáin 22. apríl 1991 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) I gær var til moldar borin, frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, frú Guðríður Hulda Guðmundsdóttir frá Bíldsfelli í Grafningshreppi, Ámes- sýslu, til heimilis á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Hún hafði síðastliðin fimm ár háð harða og hetjuiega baráttu við einn þann sjúkdóm, sem læknavísindin hafa enn ekki fundið svar við og leggur að velli flesta þá er þennan sjúkdóm fá. Lengst af var hún þó ekkert á því að gefast upp, enda var hún ekki ein þeirra sem auðveldlega gera það. Hulda, en það var hún kölluð í daglegu tali af vinum og vanda- mönnum, var yngst sjö barna hjón- anna Guðmundar Þorvaldssonar og Guðríðar Finnbogadóttur, sem bjuggu á Bíldsfelli frá 1910 til 1948, er Guðmundur lést. Hulda ólst upp á Bíldsfelli við venjuleg landbúnaðarstörf á stóru og mann- mörgu heimili, á einhverri mestu kostjörð á Suðurlandi. Þar liggja rætur hennar, enda var ástin á landinu, fegurð þess og gróðri ann- ar ríkasti þátturinn í lífi hennar. Hún þráði að vernda gróður og koma upp skógrækt þar á föður- leifð sinni. Sá draumur var einmitt nú fyrst að verða að veruleika, þeg- ar hún kveður þessa jarðnesku ver- öld. Hulda var glæsileg kona og tígu- leg, mikill persónuleiki, með sterka skapgerð og virðuleika um sig. Hvar sem hún fór var tekið eftir henni. Hún var listfeng mjög og góðum gáfum gædd, hagmælt enda þótt hún léti ekkert slíkt frá sér fara, nema til sinna nánustu. Hún hafði næman smekk fyrir allri feg- urð. Hún fékkst lítilsháttar við að mála, til dæmis málaði hún mjög fallega á postulín og eru nokkrir fallegir munir til eftir hana innan fjölskyldunnar. Listafallega rithönd hafði Hulda einnig og eins og einum kunningja hennar var á orði, þá líktist rithönd hennar einna helst koparstungu. Já, það vorum við, fjölskylda hennar, sem hún helgaði líf sitt og alla sína krafta. Eins og einn æskuvinur hennar sagði einu sinni; Hún vildi ekki verða fræg og hún vildi ekki verða rík af þeim auðæfum sem eru forgengileg. Á hvítasunnudag, árið 1948, gekk Huida að eiga eftirlifandi eig- inmann sinn, Sigurð Jónsson frá Svanavatni á Stokkseyri, þáverandi aðalvarðstjóra í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, en síðar sjálf- stæður atvinnurekandi. Þau Hulda og Sigurður eignuðust fimm mann- vænlega syni sem eru ailir upp- T I L B 0 fl lí B S I N S VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- ..........MW"WI.................... _____________________Dæmi um greiðslumáta:_______________________ l)Visa/Euro raðgreiðslur í , 2) Munalán í 30 mánuði. 11 mánuði, ca. 10.888,- Útborgun 27.364,-, afborgun hvem mánuð. á mánuði ca. 3.500,- Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði. komnir og fjölskyldumenn. Þeir eru: Örvar, forstjóri, rekur eigið fyrir- tæki. Hann var um 20 ára skeið fulltrúi og síðar deildarstjóri í far- skrárdeild íslensku flugfélaganna og tölvuvæddi þau. Guðmundur, fag-sölumaður hjá Plastprent hf. Hann er einnig umdæmisforseti Kirkju Jesú Krists hinna síðari-daga heilögu á íslandi. Jón, kerfisfræð- ingur hjá SKÝRR. Hann var í 20 ár mesti afreksmaður í körfubolta- íþróttinni á íslandi. Sigurður Ómar, tölvunarfræðingur með MS-gráðu frá fylkisháskólanum í Chicago, Kaliforníu, USA. Hann vinnur nú næstu fjögur árin að ákveðnu tölvu- verkefni í Bandaríkjunum. Davíð Art, sölumaður hjá Sjafnarlager í Garðabæ. Hann er einnig í söng- námi. Barnabörnin eru nú orðin 16 samtals. Hulda og Siguður höfðu lifað hamingjusöm í farsælu hjónabandi í 42 ár. Margs er að minnast, en börnin og barnabörnin hafa alia tíð verið mesti og besti fjársjóður þeirra. Hulda hafði næmt trúarskyn sem hún notaði giftusamlega, sér og sínum að leiðarljósi. Syni sína ól hún upp í guðs trú og góðum siðum, þar sem hún lagði ríka áherslu á hreinskilni og heiðarleika. Hreinskilni og heiðarleiki voru áber- andi á meðal þeirra mörgu kosta sem hún bjó yfir, svo mjög að stund- um kom það fólki í opna skjöldu hversu hrein og bein hún var. Síðastliðið eitt og hálft ár var hún næstum því heimilisföst á deild 11E á Landspítalanum. Þar naut hún bestu hugsanlegrar umönnunar yfírlækna og hjúkrunarfólks. Allir sem einn kepptust við að gera henni lífið sem bærilegast, og við sem elskuðum hana mest munum aldrei gleyma þeirri umhyggju og hlýju sem henni var þar auðsýnd. Állt þetta þökkum við af hjarta. Hulda var lögð til hinstu hvíldar á óskastað sínum í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Þar hvílir hún við hliðina á lítilli sonardóttur sem an- daðist tveggja mánaða gömul fyrir fjórtán árum síðan. Við sem eftir lifum biðjum þess að góður Guð blessi og varðveiti ástkæra eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Hjónaminning’: Rannveig Helgadóttir Valdimar Runólfsson Rannveig og Valdimar í Hólmi, farin! bæði! Þau fóru frá okkur samferða- mönnum sínum hægt og hljóðlega, eins og þegar ljós íjarlægist, en þegar ljós ijarlægist hlýtur að dimma. Þegar fólk sem var manni lengi samferða kveður, koma upp í hugann minningar frá liðnum árum. Mér dettur í hug hálfgerður einstæðingur sem fyrir 45 árum hafði fyrir tilviljun fengið far með vörubíl austur frá Vík í Mýrdal, í krappasta skammdegi og snjór á jörðu. Leið hans !á yfir eyðisanda, heiðar og endalausar hraunbreiður og sjaldnast vissi hann hvar hann var staddur. En ungir eru menn bjartsýnir og treysta hamingjunni og hún var þessum unglingi hlið- holl. Því um kvöldið kom hann að Hólmi til Rannveigar og Valdimars, sem tóku honum með þeirri til- standslausu gestrisni að hann finn- ur að hann er kominn heim. Þessi ungi óreyndi maður var sá sem þessi orð skrifar á leið í Smíðaskól- ann í Hólmi, sem Valdimar stýrði, og gengu þau hjón honum í for- eldrastað næstu fjögur árin. Valdimar, fæddur og uppalinn í Hólmi, sem nú rak Smíðaskólann, lærði iðn sína húsasmíði í Reykjavík og starfaði þar um árabil. Hann naut trausts sem vandaður bygg- ingarmeistari með víðtæka verk- þekkingu, ekki aðeins í sinni grein húsasmíðinni heldur líka á málm- smíði og hverskonar vélum. Þegar Bjami bróðir Valdimars, sem gert hafði garðinn frægan með raforku- framkvæmdum, lést langt um aldur fram, varð það að ráði að Valdimar flyttist austur að Hólmi og stofnaði smíðaskóla, sem hann rak í mörg ár ásamt myndarlegum búskap. Skólinn var í námskeiðsformi, sex mánuði yfir veturinn og sóttu hann ungir menn allstaðar að af landinu, lærðu þar að beita verkfæmm og umgangast þau. Bóklegar greinar vom einnig kenndar. Eg var svo heppinn að komast í skólann fyrsta veturinn sem hann starfaði og tók því ásamt fjórum öðmm nemendum dálítinn þátt í uppbyggingu skól- ans, byggingu húsnseðis og fleim. En um vorið axlaðist þannig til að ég varð kyrr og vistaðist í Hólmi næstu fjögur árin. Þetta var glaður og áhyggjulaus tími og tóku þau Rannveig og Valdi- mar alltaf þátt í því þegar yngra fólkið reyndi að hafa ofan af fyrir sér. Valdimar kunni mikið af skemmtilegum sögum, sagði vel frá og oft spilaði hann við okkur af miklu fjöri um kaffíbaunir og gerði þannig margt langt vetrarkvöldið stutt. En hann hafði líka uppi gam- ansemi á vinnustað, ýtti undir glettni manna á milli og gerði vinn- una þannig ánægjulega og tíminn leið fljótar. Valdimar var glöggur maður, vel gefínn og fylgdist vel með því sem gerðist í samtíðinni, mönnum og málefnum og oft fannst mér hann þekkja menn nokkuð gjörla þegar hann heilsaði þeim í fyrsta skipti.j Rannveig 1 Helgadóttir frá Þykkvabæ kóna hans var glaðlynd og hafði gjama gamanmál á reiðum höndum, en skoðanir hennar voru samt skýrar og fróð var hún með afbrigðum um héraðið, fólkið sem byggði það og örlög þess. Og ætt- fróð var hún mjög, gat rakið ættir flestra sem hún þekkti langt aftur í tímann og sá ég hana þó aldrei með neitt skrifað um þau efni. Ég hef oft hugsað um það hve vel þau hjónin skildu okkur ungling- ana og væri betur að svo væri um fleiri. Aldrei þann tíma sem ég var í Hólmi man ég eftir að misklíð kæmi upp milli þeirra hjóna og nemenda skólans, og var þó fjarri því að við kæmumst upp með hvað sem var. En við fundum að reglur þær sem okkur voru settar voru sanngjamar og á rökum reistar og fórum því eftir þeim af fúsum vilja. Þó það væri allt of sjaldan, kom ég nokkrum sinnum að Hólmi á seinni árum og tók nærri mér að sjá hve hallaði undan. Rannveig þá svo farin að kröftum að hún mátti varla um þvert hús ganga, en hug- ur hennar var alltaf jafnskýr og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.