Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 34
, MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 AKUREYRI Hagnaður nam tæp- um níutíu milljónum UM 86 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Mjólkursamlags Tónleikarog burtfararpróf V ORTÓNLEIKAR orgelnem- enda Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í Akureyrar- kirkju á morgun, laugardag, kl. 17., A fyrri hluta efnisskrárinnar flytja nemendur verk eftir Dupré, Bach, Pachelbel, Pál ísólfsson, Reger, Karg-Elert og Jón Þórarins- son. Síðari hluti tónleikanna er „opið próf“ en Stefán Gíslason lýk- ur burtfararprófi á orgel og leikur hann verk eftir Bach, Frank og Bollermann. Stefán hóf orgelnám hjá Reyni Jónassyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en hefur síðustu fimm ár verið nemandi við Tónlist- arskólann á Akureyri. Kennari hans er Björn Steinar Sólbergsson. Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári, en var 14 milljónir árinu á undan. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í gærkvöld, þriðjudagskvöld. Velta mjólkursamlagsins var tæpir tveir milljarðar á árinu 1990 og fengu bændur greiddan rúman milljarð fyrir mjólkina sem þeir lögðu inn hjá samlaginu. Alls var tekið á móti 21.618.954 lítrum af mjólk á liðnu ári, sem er 5,73% aukning. Eignir samlagsins eru metnar á um 1,5 milljarða króna. Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- samlagsstjóri sagði að aðalástæður þessa bata í rekstrinum séu aukið mjólkumagn, stöðugt rekstrarum- hverfí, hagstætt gengi dollars og þá hafi vextir af afurðalánum lækkað úr 28,5% í 14% á árinu. Um 220 bændur lögðu inn mjólk hjá samlaginu á síðasta ári, en starfsmenn þess voru um 70 tals- ins. Engin netjaveiði verður leyfð við Mývatn í maí Björk, Mývatnssveit. STJÓRN Veiðifélags Mývatns hefur ákveðið í samráði við Guðna Guðbergsson fiskifræð- ing að leyfa enga netjaveiði í Mývatni í maímánuði. Hins veg- ar er dorgveiði í vatninu heim- il. Veiði hófst þann 1. febrúar en hún hefur siðan verið frekar dræm. Margir hafa litla sem enga veiði stundað þetta veið- itímabil og þeir eru því ósáttir við framangreint bann við netjaveiði. Farfuglum hér við Mývatn fjölg- ar nú með hveijum degi. Þess má þó geta að alltaf er hér nokkuð af fugli árið um kring, til dæmis hefur verið með mesta móti af húsönd hér í vetur sem bendir til að nú séu fæðuskilyrði fyrir hana í vatninu mjög hagstæð. Ýmsir íbúar við Mývatn telja að nú þegar farfuglarnir séu að koma hingað sé brýnt að þeir verði ekki styggðir. Sérstaklega óttast menn meðferð skotvopna í því sambandi og telja þess vegna að það sé áríðandi að slíkt sé strang- íega bannað. Þess er vænst að Náttúruverndarráð styðji þær að- gerðir. Morgunblaðið/Margrét Þóra Grillaðar pylsur í Glerárskóla Eitt af því sem tilheyrir íslenska sumrinu eru grillaðar pylsur og vissulega voru foreldrar og börn í Glerárskóla í sumarskapi þegar þau hittust á leikja- og grilldegi í skólanum 1. maí. Mikið fjölmenni var og sporðrenndu börnin 400 pylsum með léttum leik og foreldrarnir gæddu sér á kræsingum sem 9. bekkingar sáu um. Fótboltaleik- ir voru háðir milli bama og foreldra og farið í aðra leiki, auk þess sem lögreglan sá um að skoða reiðhjól barn- anna. Á stærri myndinni bíða börnin spennt eftir pylsu og gosi, en á þeirri minni skoðar Magnús Axelsson lög- reglumaður reiðhjól og límir þar til gerða viðurkenningar- miða á þau sem eru í lagi. Félag eyfirskra nautgripabænda og mjólkursamlag KEA: Mjólkurframleiðendum í landinu fækkaði um 700 á síðasta áratug Jersey-mjólkurkúakynið hugsanlega ræktað í Hrísey Ytri-Tjörnum. FRAMLEIÐENDUM mjólkur í landinu fækkar ört, árið 1980 voru þeir tæplega 2.300 en voru á síðasta ári komnir niður í 1.600. Búin hafa jafnframt stækkað og er framleiðsla þeirra nú að meðal- tali um 66 þúsund lítrar á ári en var innan við 50 þúsund lítrar í upphafi síðasta áratugar. Þetta kom fram í erindi sem Oddur Gunnarsson bóndi á Dagverðareyri og formaður Félags eyfirskra nautgripabænda hélt á sameiginlegum aðalfundi félagsins og Mjólk- ursamlags KEA, sem haldinn var á þriðjudagskvöld. í erindi hans kom einnig fram að á síðasta áratug hafí rauntekjur mjólkurframleiðenda lækkað um 12% og nautakjötsframleiðendur hafa misst 20% eða hluta raun- tekna sinna á sama tíma. Oddur ræddi einnig um fram- tíð holdanautaræktunar á íslandi og um Einangrunarstöðina í Hrís- ey, en Galloway-kynið sem þar hefur verið er nú fullræktað og flutningur fijóvgaðra eggja úr eynni í land er þegar hafinn. Hugsanlegt er að ný kyn verði flutt í stöðina í Hrísey og hefur helst komið til greina Jersey- mjólkurkúakynið eða nýtt holda- nautakyn og hafa tvö slík verið nefnd til sögunnar. Dagvístardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftír leikskólastjórum, fóstrum, þroskaþjólfum eða öðru uppeldismenntuðu fólki, sem tilbúið er til að flytja út ó landsbyggðina og reyna eitthvað nýtt. Á Akureyri bjóðum við upp á fjölbreytt uppeldisstarf, regluleg námskeið, öflugt félagslíf og síðast en ekki síst góða veðrið og skíðafærið. Fyrir utan leikskólastjóra og deildarfóstrur vantar okkur 2 stuðningsaðila, þroskaþjálfa eða fóstrur í 100% störf fyrir 2 fötluð þörn. Boðið er upp á stuðningsnámskeið og handleiðslu. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um störfin eru veittar á dagvistardeild í síma 96-24600, alla virka daga frá 10-12 og hjá starfs- mannastjóra í síma 96-21000. Umsóknarfestur er til 15. maí og umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til starfs- mannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akur- eyri. Húsnæði í„Listagili“ í viðræðum Akureyrarbæjar og Kaupfélags Eyfirðinga um hugsanleg kaup Akureyrarbæjar á hluta af húseign- um Kaupfélagsins í Grófargili („Listagili"), hefur verið rætt um að Akureyrarbær selji síðan áfram til einstakl- inga og/eða samtaka hluta af þessu húsnæði. Um er að ræða húsnæði sem gæti t.d. hentað fyrir vinnu- stofur, verkstæði, gallerí, veitingasölu, verslun o.þ.h. Nánari upplýsingar um það húsnæði, sem hugsanlega yrði boðið til endursölu, er hægt að fá á skrifstofu menn- ingarmála hjá Akureyrarbæ, Strandgötu 19b, sími 27245. Þeim sem hug hefðu á að athuga með húsnæði þarna er bent á að hafa samband við áður nefnda skrifstofu menningarmála fyrir 10. maí nk. Bæjarstjóri. í skýrslu mjólkursamlags- stjóra, Þórarins E. Sveinssonar, kom fram að samlagið tók á móti rúmlega 21,6 milljónum lítra af mjólk, en það er 5,73% aukn- ing á innvegnu magni miðað við árið á undan. Flokkun mjólkur- innar var mjög góð, en 99,13% hennar fóru í 1. flokk. Lands- grundvallarverð til bænda var 48,56 krónur sem er tæpur helm- ingur af óniðurgreiddu heildsölu- verði. Velta samlagsins var á síðasta ári tæpir tveir milljarðar, en bænd- um var greiddur rúmur milljarður fyrir mjólkina. í máli Þórarins kom fram að rekstur samlagsins gekk mjög vel á liðnu ári og var rekstrar- hagnaður 86 milljónir króna, en á árinu þar á undan, 1989 var hagn- aðurinn 14 milljónir króna. Taldi samlagsstjórinn það aðallega au- knu mjólkurmagni að þakka, en aukningin nam tæpum 1,2 milljón- um lítra, húsnæði, tæki og öll að- staða hefði nýst betur. Þórarinn taldi augljóst að yfirstandandi ár yrði mun lakara að þessu leyti. Alls fékk 21 framleiðandi verð- laun fyrir að framleiða úrvals- mjólk, þar af þrír sem höfðu fram- leitt úrvalsmjólk þijú ár í röð, Leif- ur Guðmundsson í Klauf, Sverrir Sverrisson, Neðri-Vindheimum, og Þorsteinn Rútsson, Þverá. í þessu sambandi má geta þess að kröfur hjá MSKEA við verðlaunaveitingar eru miklu strangari en alls staðar annars staðar á landinu. Ef sömu reglur væru í gildi hér og hjá Mjólkurbúi Flóamanna hefðu um 150 mjólkurframleiðendur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Benjamín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.