Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 34

Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 34
, MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 AKUREYRI Hagnaður nam tæp- um níutíu milljónum UM 86 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Mjólkursamlags Tónleikarog burtfararpróf V ORTÓNLEIKAR orgelnem- enda Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í Akureyrar- kirkju á morgun, laugardag, kl. 17., A fyrri hluta efnisskrárinnar flytja nemendur verk eftir Dupré, Bach, Pachelbel, Pál ísólfsson, Reger, Karg-Elert og Jón Þórarins- son. Síðari hluti tónleikanna er „opið próf“ en Stefán Gíslason lýk- ur burtfararprófi á orgel og leikur hann verk eftir Bach, Frank og Bollermann. Stefán hóf orgelnám hjá Reyni Jónassyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en hefur síðustu fimm ár verið nemandi við Tónlist- arskólann á Akureyri. Kennari hans er Björn Steinar Sólbergsson. Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári, en var 14 milljónir árinu á undan. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í gærkvöld, þriðjudagskvöld. Velta mjólkursamlagsins var tæpir tveir milljarðar á árinu 1990 og fengu bændur greiddan rúman milljarð fyrir mjólkina sem þeir lögðu inn hjá samlaginu. Alls var tekið á móti 21.618.954 lítrum af mjólk á liðnu ári, sem er 5,73% aukning. Eignir samlagsins eru metnar á um 1,5 milljarða króna. Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- samlagsstjóri sagði að aðalástæður þessa bata í rekstrinum séu aukið mjólkumagn, stöðugt rekstrarum- hverfí, hagstætt gengi dollars og þá hafi vextir af afurðalánum lækkað úr 28,5% í 14% á árinu. Um 220 bændur lögðu inn mjólk hjá samlaginu á síðasta ári, en starfsmenn þess voru um 70 tals- ins. Engin netjaveiði verður leyfð við Mývatn í maí Björk, Mývatnssveit. STJÓRN Veiðifélags Mývatns hefur ákveðið í samráði við Guðna Guðbergsson fiskifræð- ing að leyfa enga netjaveiði í Mývatni í maímánuði. Hins veg- ar er dorgveiði í vatninu heim- il. Veiði hófst þann 1. febrúar en hún hefur siðan verið frekar dræm. Margir hafa litla sem enga veiði stundað þetta veið- itímabil og þeir eru því ósáttir við framangreint bann við netjaveiði. Farfuglum hér við Mývatn fjölg- ar nú með hveijum degi. Þess má þó geta að alltaf er hér nokkuð af fugli árið um kring, til dæmis hefur verið með mesta móti af húsönd hér í vetur sem bendir til að nú séu fæðuskilyrði fyrir hana í vatninu mjög hagstæð. Ýmsir íbúar við Mývatn telja að nú þegar farfuglarnir séu að koma hingað sé brýnt að þeir verði ekki styggðir. Sérstaklega óttast menn meðferð skotvopna í því sambandi og telja þess vegna að það sé áríðandi að slíkt sé strang- íega bannað. Þess er vænst að Náttúruverndarráð styðji þær að- gerðir. Morgunblaðið/Margrét Þóra Grillaðar pylsur í Glerárskóla Eitt af því sem tilheyrir íslenska sumrinu eru grillaðar pylsur og vissulega voru foreldrar og börn í Glerárskóla í sumarskapi þegar þau hittust á leikja- og grilldegi í skólanum 1. maí. Mikið fjölmenni var og sporðrenndu börnin 400 pylsum með léttum leik og foreldrarnir gæddu sér á kræsingum sem 9. bekkingar sáu um. Fótboltaleik- ir voru háðir milli bama og foreldra og farið í aðra leiki, auk þess sem lögreglan sá um að skoða reiðhjól barn- anna. Á stærri myndinni bíða börnin spennt eftir pylsu og gosi, en á þeirri minni skoðar Magnús Axelsson lög- reglumaður reiðhjól og límir þar til gerða viðurkenningar- miða á þau sem eru í lagi. Félag eyfirskra nautgripabænda og mjólkursamlag KEA: Mjólkurframleiðendum í landinu fækkaði um 700 á síðasta áratug Jersey-mjólkurkúakynið hugsanlega ræktað í Hrísey Ytri-Tjörnum. FRAMLEIÐENDUM mjólkur í landinu fækkar ört, árið 1980 voru þeir tæplega 2.300 en voru á síðasta ári komnir niður í 1.600. Búin hafa jafnframt stækkað og er framleiðsla þeirra nú að meðal- tali um 66 þúsund lítrar á ári en var innan við 50 þúsund lítrar í upphafi síðasta áratugar. Þetta kom fram í erindi sem Oddur Gunnarsson bóndi á Dagverðareyri og formaður Félags eyfirskra nautgripabænda hélt á sameiginlegum aðalfundi félagsins og Mjólk- ursamlags KEA, sem haldinn var á þriðjudagskvöld. í erindi hans kom einnig fram að á síðasta áratug hafí rauntekjur mjólkurframleiðenda lækkað um 12% og nautakjötsframleiðendur hafa misst 20% eða hluta raun- tekna sinna á sama tíma. Oddur ræddi einnig um fram- tíð holdanautaræktunar á íslandi og um Einangrunarstöðina í Hrís- ey, en Galloway-kynið sem þar hefur verið er nú fullræktað og flutningur fijóvgaðra eggja úr eynni í land er þegar hafinn. Hugsanlegt er að ný kyn verði flutt í stöðina í Hrísey og hefur helst komið til greina Jersey- mjólkurkúakynið eða nýtt holda- nautakyn og hafa tvö slík verið nefnd til sögunnar. Dagvístardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftír leikskólastjórum, fóstrum, þroskaþjólfum eða öðru uppeldismenntuðu fólki, sem tilbúið er til að flytja út ó landsbyggðina og reyna eitthvað nýtt. Á Akureyri bjóðum við upp á fjölbreytt uppeldisstarf, regluleg námskeið, öflugt félagslíf og síðast en ekki síst góða veðrið og skíðafærið. Fyrir utan leikskólastjóra og deildarfóstrur vantar okkur 2 stuðningsaðila, þroskaþjálfa eða fóstrur í 100% störf fyrir 2 fötluð þörn. Boðið er upp á stuðningsnámskeið og handleiðslu. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um störfin eru veittar á dagvistardeild í síma 96-24600, alla virka daga frá 10-12 og hjá starfs- mannastjóra í síma 96-21000. Umsóknarfestur er til 15. maí og umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til starfs- mannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akur- eyri. Húsnæði í„Listagili“ í viðræðum Akureyrarbæjar og Kaupfélags Eyfirðinga um hugsanleg kaup Akureyrarbæjar á hluta af húseign- um Kaupfélagsins í Grófargili („Listagili"), hefur verið rætt um að Akureyrarbær selji síðan áfram til einstakl- inga og/eða samtaka hluta af þessu húsnæði. Um er að ræða húsnæði sem gæti t.d. hentað fyrir vinnu- stofur, verkstæði, gallerí, veitingasölu, verslun o.þ.h. Nánari upplýsingar um það húsnæði, sem hugsanlega yrði boðið til endursölu, er hægt að fá á skrifstofu menn- ingarmála hjá Akureyrarbæ, Strandgötu 19b, sími 27245. Þeim sem hug hefðu á að athuga með húsnæði þarna er bent á að hafa samband við áður nefnda skrifstofu menningarmála fyrir 10. maí nk. Bæjarstjóri. í skýrslu mjólkursamlags- stjóra, Þórarins E. Sveinssonar, kom fram að samlagið tók á móti rúmlega 21,6 milljónum lítra af mjólk, en það er 5,73% aukn- ing á innvegnu magni miðað við árið á undan. Flokkun mjólkur- innar var mjög góð, en 99,13% hennar fóru í 1. flokk. Lands- grundvallarverð til bænda var 48,56 krónur sem er tæpur helm- ingur af óniðurgreiddu heildsölu- verði. Velta samlagsins var á síðasta ári tæpir tveir milljarðar, en bænd- um var greiddur rúmur milljarður fyrir mjólkina. í máli Þórarins kom fram að rekstur samlagsins gekk mjög vel á liðnu ári og var rekstrar- hagnaður 86 milljónir króna, en á árinu þar á undan, 1989 var hagn- aðurinn 14 milljónir króna. Taldi samlagsstjórinn það aðallega au- knu mjólkurmagni að þakka, en aukningin nam tæpum 1,2 milljón- um lítra, húsnæði, tæki og öll að- staða hefði nýst betur. Þórarinn taldi augljóst að yfirstandandi ár yrði mun lakara að þessu leyti. Alls fékk 21 framleiðandi verð- laun fyrir að framleiða úrvals- mjólk, þar af þrír sem höfðu fram- leitt úrvalsmjólk þijú ár í röð, Leif- ur Guðmundsson í Klauf, Sverrir Sverrisson, Neðri-Vindheimum, og Þorsteinn Rútsson, Þverá. í þessu sambandi má geta þess að kröfur hjá MSKEA við verðlaunaveitingar eru miklu strangari en alls staðar annars staðar á landinu. Ef sömu reglur væru í gildi hér og hjá Mjólkurbúi Flóamanna hefðu um 150 mjólkurframleiðendur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Benjamín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.