Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Umdeild vrtaspyma lærði Wales sigur ISLENSKA landsliðið íknatt- spyrnu tapaði, 1:0, fyrir Wales ívináttulandsleiká Ninian Park í Cardiff á miðvikudagskvöld. Paul Bodin, leikmaður Crystal Palace, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 35. mínútu leiks- ins. Leikurinn var frekar daufur og lélegur ef á heildina er litið. Walesverjar voru sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa sér mörg hættuleg færi. Gary Spe- ed, Leeds, fékk eina umtalsverða marktækifærið undir lok hálfleiks- ins er hann fékk sendingu inn í vítateiginn, en Bjarni Sigurðsson varði meistaralega af stuttu færi. Síðari hálfleikur var jafnari. Arnór Guðjohnsen fékk besta marktæki- færi íslands er hann komst í einn í gegnum vöm Wales á lokamínút- unum en Neville Southall, mark- vörður, bjargaði í horn. Vítið var mjög umdeild og kom eins og áður segir á 35. mínútu. Guðni Bergsson var að kljást við Wales-lslandl :0 Ninian Park í Cardiff, miðvikudaginn 1. maí 1991, vináttulandsleikur í knatt- spymu. Mark Wales: Paul Bodin, vítasp. (35.) ísland Bjami Sigurðsson, Gunnar Gíslason, Atli Eðvaldsson, Sævar Jóns- son, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðar- son, Þorvaldur Örlygsson (Hlynur Stef- ánsson 75.), Sigurður Grétarsson, Rúnar Kristinsson, Arnór Guðjohnsen, Antony Karl Gregory (Ólafur Kristj- ánsson 70.). Lið Wales: Neville Southall, David Phillips, Paul Bodin, Mark Aizlewood, Andrew Melville, Kevin Ratcliffe, Jer- emy Goss, Barry Home, Dean Saund- ers, Mark Hughes, (Colin Pascoe), Gary Speed. Áhorfendur: 3.656 Mark Hughes út við vítateigshorn og reyndi að ná til knattarins en rak ristina í Hughes, sem lét sig hreinlega detta án þess að knöttur- inn væri nærri. Rúnar Kristinsson var besti leik- maður íslenska liðsins, lék einn besta landsleik sinn. Vömin var sterk með Guðna sem besta mann GOLF IMáði takmarkinu - segir ÚlfarJónsson sem sigraði í háskólamóti í Louisiana Ulfar Jónsson, kylfingur úr Keili sem stundar nám í Bandaríkjunum, sigraði í háskóla- móti í Louisiana um síðustu helgi. Hann lék á 142 höggum (71 og 71) og var tveimur höggum undir pari vallarins. Úlfar hefur tekið þátt í sex háskólamótum að undanförnu með skólaliði sínu, Louisiana. „Mér hefur gengið ágætlega í mótunum og alltaf verið innan við tíu. Ég setti mér það markmið fyrir mótin að vinna eitt háskóla- mót og nú hef ég loks náð því takmarki," sagði Ulfar í samtali við Morgunblaðið. í umræddu móti var Úlfar þremur höggum á undan næsta Úlfar Jónsson. keppanda. Ails tóku 35 keppendur þátt í mótinu frá sjö háskólum. Einnig var keppt í liðakeppni og þar sigraði skóli Úlfars. Völlurinn sem spilað var á er 6.200 metrar og voru leiknar 36 holur. og Bjarni stóð fyrir sínu í markinu. Aðrir leikmenn virkuðu þungir. Undarlegur dómur „Þetta var mjög erfíður leikur fyrir okkur. Við náðum ekki að leika eins vel og í fyrri leiknum, gegn Englandi, auk þess sem lið Wales , er mjög gott og lék mun betur ení b-lið Englands um daginn. Vömin hjá okkur lék að vísu ágætlega, en vítaspyrnudómurinn er einhver sá undarlegasti sem ég hef orðið vitni að,“ sagði Bo Johansson, landsliðs- þjálfari. „En þeir voru betri og sig- urinn sanngjarn." Bo var ánægðast- ur með síðustu 30 mínútur leiksins, sagði að íslenska hefði leikið best á þeim kafla. „Lið Wales er sterkt. Southall mjög góður í markinu, vörnin sterk með Kevin Ratcliffe, sem besta mann, miðjumenn- imir duglegir og framlínan mjög góð,“ en í fremstu víglínu léku Mark Hughes frá Manchester United og Dean Saundersfrá Derby. Rúnar Kristinsson lék einn besta leik sinn með íslenska landslið- inu gegn Wales. BADMINTON / HM Tap gegn írum og Norðmönnum ISLENSKA landsliðið í badmin- ton tapaði tveimur fyrstu leikj- um sínum á heimsmeistara- mótinu sem nú stendur yf ir í Kaupmannahöfn. Á miðviku- dag tapaði íslenska liðið fyrir írum, 2:3 og í gær fyrir Norð- mönnum, 1:4. Islenska liðið er í riðli með írmun, Norðmönnum og Búlgaríu í liða- keppninni, en alls taka 36 þjóðir þátt í mótinu. Einnig er keppt í einstakl- ingskeppni og hest hún 5. maí. ísland tapaði fyrir írlandi, 2:3. Broddi Kristjánsson vann Liam McKenna, 15:9 og 15:3 í einliðaleik og í tvíliðaleik karla unnu Broddi og Arni Þór Hallgrímsson Peter Fergus- son og Michael O’mera, 15:8, 7:15 og 15:13. Elsa Nielsen tapaði fyrir HANDKNATTLEIKUR / SPANN Sigurður vann Alfreð! Sigurður Sveinsson og félagar í Atletico Madrid sigruðu Alfreð Gíslason og samherja í Bidasoa, 26:22, á heimavelli sínum í spænska handboltanum á þriðjudagskvöld. Bidasoa hafði yfír í leikhléi, 11:12. Sigurður gerði 5 mörk fyrir Atletico og þar af eitt úr vítakasti. Alonso var markahæstur með 8 mörk. Alfreð skoraði 4 mörk fyrir Bidasoa, en Pólveijinn Bogdan Wenta gerði 7 mörk. Barcelona er enn efst í deildinni með 22 stig, Bid- asoa kemur næst með 21, Teka er með 20 stig og Atletico Madrid 19. Bidasoa og Atletico hafa leikið einum leik meira. A.H. VALUR 80 ARA 11. MAÍ 1991 HREINSUNARDAGUR verðurá Hlíðarenda laugardaginn 4. maí. Byrjað kl. 11.00. Allir iðkendur, velunnarar, stjórnir og nefnd- ir mæti í góðu skapi. Pylsur og Svali á línuna kl. 14.00. Pílukastkeppni flokka að verki loknu. Afram Valur Svæðisnefnd. Ciara Doheny í einliðaleik, 2:11 og 5:11. Elsa og Ása Pálsdóttir töpuðu í tvíliðaleik fyrir Doheny og Holly Lane, 3:15 og 3:15 og Ása og Árni Þór töpuðu fyrir Ferguson og Holly Lane í tvenndarleik, 2:15 og 13:15. í gær tapaði íslenska liðið fyrir Norðmönnum, 1:4. Ámi Þór og Broddi unnu tvíliðaleikinn gegn Sperre og Lea, 15:5 og 18:14, í mjög góðum leik. Sperre og Lea eru ofar en íslensku strákarnir á styrkleika- listanum og því gott að vinna Norð- mennina. Broddi tapaði naumlega í einliðaleik karla fyrir Hans Sperre, 11:15, 17:15 og 10:15. Elsa tapaði fyrir Tove Hole, 8:11 og 3:11. Ása og Kristín Magnúsdóttir töpuðu fyrir Silvas og Solberg, 7:15 og 7:15 og Kristín og Guðmundur Adolfsson töp- uðu í tvenndarleik fyrir Waland og Silvas, 7:15 og 7:15. íslenska liði leikur gegn Búlgaríu í dag og sagðist Sigríður M. Jónsdótt- ir, fararstjóri íslenska liðsins, vera bjartsýn á að sigur gegn Búlgaríu. Ikvöld Körfuknattleikur Evrópukeppni landsliða heldur áfram í Laugardalshöll í kvöld. Noregur og Finnland leika kl. 18 og Danmörk og Portúgal kl. 20. Islenska liðið hvíiir í kvöld. Hængsmót Hængsmótið, opið íþróttamót fyrir fatlaða, fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í dag og á morgun. Mótið hefst kl. 20.30 í kvöld með keppni í bogfimi og borðtennis og heldur áfram á morgun, með keppni í boc- cía kl. 9.00 og lyftingum kl. 12.00. Alls eru 106 keppendur skráðir, víðs vegar að af landinu, sem er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í Hængsmóti. Hins vegar hafa þátt- takendur verið fleiri þegar Hængs- mótið hefur fallið inn í Islandsmót. Það er Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri sem er framkvæmdarað- ili mótsins í samvinnu við ÍFA. Mó- tið var fyrst haidið árið 1983 og er nú haldið í 8. sinn en tvívegis hefur mótið fallið inn í íslandsmót ÍFA. Golf í Grindavík Opið mót, Atlantik-mótið, verður haldið hjá Golfklúbbi Grindavíkur á morgun. Mótið hefst kl. 8, en rástím- ar verða gcfnir í dag milli kl. 17 og 19 í golfskálanum. URSUT Knattspyrna Evrópukeppni landsliða — leikir mið- vikudaginn 1. mai. 1. riðill Tirana, Albaníu: Albanía - Tékkóslóvakía............0:2 - Lubos Kubik (47.), Pavel Kuka (67.) Áhorfendur: 10.000 Staðan: Frakkland............5 5 0 0 13:3 10 Tékkóslóvakía........4 3 0 1 7:4 6 Spánn................4 2 0 2 14:7 4 'ísland..............4 1 0 3 4:5 2 Albanía..............5 0 0 5 0:19 0 ■Leikir sem eftur eru; 26. maí: Albanía - ísland, 5. júní: ísland - Tékkóslóvakía, 4. septemben Tékkóslóvakía - Frakkland, 25. september: fsland - Spánn, 12. októben Spánn - Frakkland, 16. október: Tékkóslóv- akía - Albanía, 13. nóvember: Spánn - Tékkóslóvakía, Frakkland - fsland, 18. des- ember: Albanía - Spánn. 2. riðill Sofía, Bulgaríu: Búlgaria - Sviss...................2:3 Kostadinov (11.), Sirakov (25.) - Knupp 2 (58., 85.), Tuerkyilmaz (90.) Áhorfendur: 40.000 Serraville, San Marínó: San Marínó - Skotland..............0:2 - Gordon Strachan (63., vítasp.), Gordon Durie (66.) Áhorfendur: 3.512 Staðan: Skotland.............5 3 2 0 8:4 8 Sviss................5 3 1 1 10:4 7 Rúmenía..............5 2 12 10:6 5 Búlgaría.............5 1 2 2 7:7 4 San Marínó...........4 0 0 4 1:15 0 3. riðill Osló, Noregi: Noregur - Kýpur....................3:0 Pál Lydersen (vítasp. 49.), Tore Andre Dahlum (65.), Göran Sörloth (89.) Áhorfendur: 7.800 Salerno, Ítalíu: Ítalía - Ungverjaiand..............3:1 Roberto Donadoni 2 (4., 16.), Gianluca Vialli (56.) - Gyorgy Bognar (66., vítasp.) Áhorfendur: 45.000 Staðan: ftalía.................4 2 2 0 8:2 6 Ungveijaland...........6 2 2 2 8:7 6 Noregur................4 2 1 1 6:2 5 Sovétríkin.............3 2 1 0 3:0 5 Kýpur..................5 0 0 5 2:16 0 4. riðill Belgrad, Júgóslavíu: Júgóslavía - Danmörk...............1:2 Darko Pancev (50.) - Bent Christensen 2 (31., 62.) Áhorfendur 26.000 Belfast, Norður-írlandi: Norður-írland - Færeyjar...........1:1 Colin Clarke (44.) Kari Reynheim (65.) Áhorfendur: 10.000 Staðan: Júgóslavía.............5 4 0 1 13:4 8 Danmörk................4 2 11 7:5 5 Færeyjar...............3 111 3:5 3 Norður-írland..........5 0 3 2 3:8 3 Austurríki.............3 0 12 1:5 1 5. riðill Hannover, Þýskalandi: Þýskaland - Belgía.................1:0 Lothar Matthaus (3.) Áhorfendur: 56.000 Staðan: Wales....................3 2 1 0 5:2 5 Þýskaland................2 2 0 0 4:2 4 Belgla...................4 1 1 2 5:5 3 Luxembourg...............3 0 0 3 2:7 0 7. riðill: Izmir, Tyrklandi: Tyrkland - England.................0:1 - Dennis Wise (32.) Áhorfendur: 20.000 Dublin, írlandi: f rland - Pólland..................0:0 Áhorfendur: 48.000 Staðan: England................4 2 2 0 5: 2 6 frland.................4 1 3 0 7: 2 5 Pólland................4 2 1 1 4; 2 5 Tyrkland...............4 0 0 4 0:10 0 Ishokkí Heimsmeistaramótið, haldið í Turku ! Finn- landi. Úrslitakeppni um 1.-4. sætið: Svlþjóð - Bandaríkin....................8:4 (2:0, 4:2, 2:2) Mörk Svíþjóðar: Kenneth Kennholt, Johan Garpenlov, Nicklas Lidström 2, Mats Sundin, Mikael Johansson, Thomas Rundqvist og Jon- as Bergkvist. Mörk Bandarikjanna: Jeremy Roenick, Kevin Miller, Danton Cole og Michael McNeill. ■Utan vallar, Svíþjóð 22 mín., Bandaríkin 20 mín. Sovétríkin - Kanada.....................3:3 (1-1 2-1 0-1) Mörk Sovétríkjanna: Vyacheslav Bykov, Valery Kamensky, Alexander Semak. Mörk Kanada: Murray Craven, James Maco- un, Joe Sakic. ■ Utan vallar, Sovétr. 21 mín., Kanada 20 mín. Staðan í keppninni um llM-titilinn: 1 1 0 11:7 3 1 1 0 9:7 3 0 2 0 6:6 2 0 0 2 8:14 0 ■Leikir sem eftir eru: Kanada - Bandarikin, Sovétríkin - Svíþjóð. Þeir verða báðir á morg- un, laugardag. Keppni um 5,- 8. sætið: Tékkóslóvakía - Þýskaland...............4:1 Finnland - Sviss........................6:2 Staðan: Finnland..................9 5 1 3 32:19 11 Tékkóslóvakía.............9 4 0 5 26:24 8 Sviss.....................9 2 0 7 19:35 4 ÞýSkaiatKS.:„.j..iJ..i..l.i.'...9 0 1 8 16:48' 1 1 Svíþjóð 2 2 2 Bandaríkin 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.