Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 Nokkrar athugasemdir vegna viðtals við Atla Gíslason hrl. — sækjanda í máli „Þýsk Islenska“ eftir Jónatan Sveinsson í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. júní sl. er birt grein, sem hefur annars vegar að geyma viðtal við Atla Gíslason hrl., skipaðan sækj- anda í máli ákæruvaldsins á hendur forstjóra og fyrrum starfsmanni fyrirtækisins Þýsk íslenska hf. hér í borg, og hinsvegar frásögn blaða- mannsins af viðhorfum sækjandans til ýmissa álitaefna í málinu. Dómur í máli þessu gekk fyrir skömmu í Hæstarétti og vakti að vonum nokkra athygli. Ekki er það ætlun mín sem skipaðs verjanda annars ákærða í málinu að fjalla um sjálf- an dóminn, þótt til þess væri ærin ástæða, heldur hitt sem sækjandinn lætur hafa eftir sér, annars vegar um störf okkar verjendanna í mál- inu og hinsvegar um atbeina og framlag hans sjálfs sem sækjanda til þeirra ákvörðunar Hæstaréttar að lækka og milda refsingar hinna ákærðu frá því sem ákveðið var í dómi undirréttarins, Sakadóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 5. desember 1990. Nokkur nýlunda er það fyrir mér sem fyrrverandi saksóknara um langt árabil, að sækjandi opinbers máls láti hafa við sig blaðaviðtal um mál sem hann hefur farið með af hálfu ákæruvaldsins og endan- legur dómur er genginn í. Ekki hvað síst undrar mig að sækjandinn skuli telja viðeigandi að fjalla í blaðaviðtaii um einstaka þætti í meðferð málsins, svo ekki sé nú talað um tilburði hans til að fella miður jákvæða dóma um frammi- stöðu okkar veijendanna í málinu. Það sem fyrst bar á góma milli blaðamannsins og sækjandans var sú ákvörðun okkar veijendanna að afla fræðilegra viðhorfa nokkurra valinkunnra íslenskra lögfræðinga og eins erlends (dansks) um nokkur grundvallaratriði lagalegs eðlis í úrlausn þessa sakamáls, sem fyrir margar sakir er mjög sérstætt og í ýmsum efnum, einkum réttarfars- legum, afar erfitt úrlausnar. Áður en ég vík að viðhorfum sækjandans til þessa framtaks okkar, sem í raun er tilefni þessa greinarstúf, þá þykir mér rétt að upplýsa lesend- ur um raunverulegar ástæður þess- arar ákvörðunar okkar. Þegar við veijendurnir fengum endurrit héraðsdómsins í hendur á sínum tíma, sem var mikill að vöxt- um, eða tæpar 150 blaðsíður, urðum við ekki aðeins fyrir vonbrigðum með sjálfa niðurstöðu dómsins og þær þungu refsingar sem þar voru dæmdar, heldur undraði okkur mjög öll efnistök dómenda á sjálfum ákæruefnunum. Okkur sýndist dómaramir ekki aðeins fara langt út fyrir ákæruna sjálfa hvað varðar sjálf ákæmefnin, heldur var þess hvergi getið í sjálfum dómnum hvaða kröfur við hefðum haft uppi í málinu vegna skjólstæðinga okkar og því síður, að greindar væru málsástæður, sýknuástæður, sem við veijendur hvor fyrir sig höfðum haft uppi til stuðnings kröfum okk- ar. Af þessum annmarka dómsins leiddi, að ekki fengust svör við ýmsum lagalegum álitaefnum, sem vamir okkar framar öðru byggðust á. Þetta verklag dómendanna í hér- aði var ekki aðeins skýlaust brot á lagaskyldum þeirra við samningu sjálfs dómsins, sbr. 2. mgr. 166. gr. laga um meðferð opinberra mála, heldur beinlínis óvirðing við okkur veijendur sem slíka, svo ekki sé nú minnst á hina ákærðu menn, skjólstæðinga okkar. Raunar sáust þess engin merki í sjálfum héraðs- dóminum, að við veijendur hefðum komið þar nærri, nema okkur voru dæmd málsvarnarlaun. Þetta voru hinar raunverulegu ástæður þess, að við ákváðum að leggja nokkrar þessara áleitnu spurninga, sem dómurinn hafði skotið sér undan að svara, fyrir nokkra reynda og velmetna lög- fræðinga, hæstaréttarlögmenn, nú- verandi og fyrrverandi dómendur í héraði og fyrir Hæstarétti, prófess- or í lögum við Háskóla íslands og virtan danskan fræðimann í lögum. Svo sem þessi upptalning ber með sér, var þess gætt að svarendur væru af hinum ýmsu sviðum fræði- greinarinnar. Allir fengu þeir sömu spurningarnar og sömu forsendur hverrar spurningar. Öllum var gerð grein fyrir því, að svör þeirra kynnu að verða notuð í þessu tiltekna máli. Ég leyfi mér að fullyrða, að allar forsendur og sjálfar spurningarnar voru lagðar fyrir af fýllstu hlut- lægni og til þess eins ætlast að fá við þeim fræðileg svör. Öll svörin voru vel unnin og auðsætt, að fyrir svarendum vakti það eitt að svara fræðilegum álitaefnum en ekki veita okkur liðsinni í störfum okkar sem skipaðra veijenda ákærðu í þessu tiltekna máli. Ekki er ástæða til að rekja hér spurningarnár sjálf- ar né svörin við þeim, þau standa að mínu mati fyrir sínu sem fræði- legt innlegg um þau iögfræðilegu álitaefni sem þar var um fjallað. Hitt er meginmálið, að af framan- röktu má ljóst vera, að hér var leit- ast við að afla fræðilegra viðhorfa sérfróðra manna til lögfræðilegra Hafa ríkisafskipti lagt íslenskt atvinnulíf í rúst? eftir Kjartan Magnússon Það hefur ekki farið fram hjá framsóknarmönnum frekar en öðr- um landsmönnum að ný ríkisstjóm hefur tekið við völdum. Út af fyrir sig er það nokkuð sérstakt í ís- lenskri stjómmálasögu að ný stjórn hafi tekið við aðeins tíu dögum eftir kosningar. Hingað til hafa íslendingar þurft að venjast því að stjórnarmyndunarviðræður drægjust á langinn, oft um nok- kurra mánaða skeið, með tilheyr- andi þjarki og tímaeyðslu. í þetta sinn var ríkisstjórn hins vegar mynduð á mettíma og sjást þess nú þegar merki að hún tekur hlut- ina öðrum tökum en forveri henn- ar. Af því leiðir að framsóknar- mönnum er ekki skemmt um þess- ar mundir. Þeim finnst þeir hafa verið reknir á vergang eftir að hafa setið að kjötkötlunum nær samfellt í tuttugu ár. Styrkur Framsóknarflokksins hefur að miklu leyti byggst á ítökum hans í stjórnkerfínu og getu til að launa flokksgæðingum veittan stuðning með ýmsum embættum. Nýafstað- in stjómarmyndun er því mikið áfall fyrir ýmsa flokksgæðinga Framsóknar sem treystu því að flokkur þeirra myndi fyrirhafnar- laust sigla þjóðarskútunni inn í þriðja framsóknaráratuginn. Fyrir nokkru héldu framsóknar- menn fund með foringja sínum, Steingrími Hermannssyni. Þar full- yrti hann að núverandi ríkisstjórn væri að ieggja atvinnulífíð í rúst með því að láta það afskiptalaust. Það er ástæða til að vekja athygli lesandans á því að þessi orð eru mælt á ísiandi anno 1991. Ef þessi fyrirvari væri ekki hafður á, gæti fólk haldið að ég væri að vitna í ræðu eftir Lenín frá árinu 1917 eða Mengistu, fyrrv. einræðisherra Eþíópíu, frá 1977. Af orðum Steingríms má helst ráða að atvinnulífið dafni í réttu hlutfalli við afskipti ríkisins af því. En skyldi það vera svo? Fram- sóknarmenn ættu frekar að velta því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt veríð ríkisafskipti sem lögðu íslenskt atvinnulíf í rúst. Sósíalismi er ágætt nafn yfir ríkis- afskiptastefnu. í öllum heimsálfum eru þjóðir að varpa af sér oki só- síalismans og taka upp vestrænar hagstjómaraðferðir. Hægt er að nefna flest lönd Austur-Evrópu og jafnvel sum lönd þriðja heimsins í þessu sambandi. Engum dettur í hug að það sé verið að leggja eitt né neitt í rúst með þessum aðgerð- um nema ef vera skyldi hið sjúka efnahagskerfi sósíalismans. Þetta er það sem núverandi ríkisstjóm er að gera. í íslensku atvinnulífí eru fjöl- mörg fyrirtæki sem em löngu orð- in gjaldþrota. Fyrri ríkisstjóm sóp- aði vandanum Undir teppið og hélt lífinu í þeim með lántökum éða skattpeningum frá almenningi og vel reknum fyrirtækjum. Núver- andi ríkisstjóm hefur stigið skref í þá átt að hætta slíkum ósóma. Um leið vekur hún góðar vonir um að hún sé sú eina sem getur leið- beint (ath. ekki leitt) íslendingum inn í næstu öld. Verðmætasköpun í íslensku at- vinnulífi mun án efa aukast eftir því sem ríkisstjórnin Iyftir hrammi sínum af því. Islendingar ættu nú Kjartan Magnússon „Engum dettur í hug að það sé verið að leggja eitt né neitt í rúst með þessum að- gerðum nema ef vera skyldi hið sjúka efna- hagskerfi sósíalism- ans.“ að hafa lært að, eins og þyngdar- lögmálið, þá eiga viðurkennd efna- hagslögmál einnig við hér á landi en höfundur er varla einn úm þá skoðun að kennslustundin var óþarflega dýr. Höfundur er blaðamaður. Jónatan Sveinsson * „Eg ætla ennfremur að leyfa mér að vona, að þær yfirlýsingar sækj- anda, sem ég hef hér gert að umtalsefni, og að mínu mati sakfelling hinna ákærðu á veikum grunni, komi ekki til með að túlkast í fram- tíðinni sem slökun dóm- stóla á kröfum á hendur handhöfum ákæru- valdsins um skýrleika í framsetningu sakar- gifta í ákæruskjölum.“ álitaefna, sem sérstaklga reyndi á í máli þessu og vamir okkar beggja veijenda byggðust í grundvallaratr- iðum á. Ætla hefði mátt, að sækjandinn hefði fagnað þessu framtaki okkar veijendanna en því var nú öðruvísi farið. í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti varði hann löngum tíma í að atyrða okkur veijendurna fyrir þetta framtak okkar og fann spurn- ingunum, forsendum þeirra og þar af leiðandi svörunum, flest til for- áttu. í greindu blaðaviðtali heldur sækjandinn þessum málflutningi áfram á svipuðum nótum og í mál- fiutningi sínum fyrir Hæstarétti. Hér bætir hann ýmsu við, sem hann að sjálfsögðu leyfði sér ekki að orða fyrir Hæstarétti, svo fráleitt sem það er, og er mér hreint út sagt óskiljanlegt að ráða í, hvað vakir fyrir þessum annars ágæta og hæfa koljega mínum. I greininni er haft eftir honum innan tilvitnunarmerkja: „Það er harla óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að lögð sé fram í dómi lögfræðileg álit um lagaatriði, sem dómstólnum er ætlað að leysa úr.“ Ef hér er rétt skilið, þá er hér verið að halda því fram, að það sé ekki aðeins óvenjulegt heldur eins- dæmi að leggja fyrir dómendur, eins og hér var gert, álit sérfróðra manna um lagaatriði og rétta túlk- un þeirra. Þetta þykir ekkert tiltök- umál, séu slík viðhorf komin út á bók, en að mati sækjandans er frá- leitt að kynna slík viðhorf kunn- áttu- og fræðimanna, sé þeirra afl- að með framanlýstum hætti. Hvað með ef þessi sömu viðhorf kæmu nú formlega út í bók eða í fræðirit- um, svo sem tímariti lögfræðinga? Seinna í sömu málsgreininni er haft eftir sækjandanum: „í Hæsta- rétti situr landslið íslands í lög- fræði, þeirra hlutverk er að skera úr ura lagaatriði og þeir þurfa ekki álit annarra." Hvað gengur sækjandanum til með slíkum yfirlýsingum? Hvern er sækjandinn að upplýsa? Ekki lög- menn eða aðra kunnáttumenn, sem einhverntíma hafa komið að gangi dómsmála. Fráleitt tel ég að slíkt skjall sé til þess fallið að auka á virðingu almennings á dómstólum landsins og þaðan af síður að skapi þeirra ágætu og hæfu persóna sem sitja Hæstarétt. Sækjandi setur ennfremur fram í umvöndunar- og kvörtunartón, að með framtaki okkar með öflun þess- ara lögfræðilegu álitsgerða hefðum við raskað einhveiju jafnræði aðila í máli þessu og farið bak við hann sem sækjanda. Þetta viðhorf sækj- andans byggist á þeim grundvallar- misskilningi hans, að við höfum með þessu verið að afla sönnunar- gagna í málinu með öflun þessara álitsgerða. Þetta er að sjálfsögðu rangt og verður að gera kröfu til manns í hans stöðu að hann geri glöggan greinarmun á öflun sönn- unargagr.a í refsimáli og öflun fræðirita eða álits fræði- eða kunn- áttumanna um lagaatriði. Um jafn- ræði aðila í sakamáli á borð við það sem gerist í einkamálum getur aldr- ei verið að ræða eðli málsins sam- kvæmt. Þar hallar alltaf á sakborn- ing. Ég skil því ekki kvartanir sækj- anda í þeim efnum. Samkvæmt réttarfarslögum er það hlutverk sækjanda í opinberum málum......að stuðla að því, að hið sanna og rétta komi í ljós og yfir höfuð að létta dómara starfið með málflutningi sínum“. Skyldi nú af- staða sækjanda, svo sem hún fram kemur í þessu blaðaviðtali og raun- ar einnig í Hæstarétti, vera líkleg eða til þess fallin að þessu markm- iði allra markmiða, viðunandi rétta- röryggi þegnanna, verði náð? Vel rækt hlutverk sækjenda í opinber- um málum er mikilvægur hlekkur til þess að svo megi verða. Ég leyfi mér svo sannarlega að vona, að þessar og aðrar yfirlýsingar sækj- anda í umræddu viðtali séu ekki til marks um það, hvers vænta megi af honum sem sækjanda í opinber- um málum í framtíðinni. Hann hef- ur alla burði að leysa slík verkefni vel_ af hendi. I lok viðtalsins er sækjandinn inntur álits á því, hvað ástæður hann telji liggja til grundvallar þeirri ákvörðun Hæstaréttar að dæma ákærðu til mun vægari refs- ingar en gert var í héraðsdóminum. Svar sækjandans vekur ekki síður furðu mína en áðurgreindar yfirlýs- ingar hans, sem gerðar hafa verið hér að umtalsefni. Haft er eftir honum eftirfarandi: „Mín skýring er sú að ég bar fram nýjar og mildandi ástæður fyrir Hæstarétti sem horfðu til refsi- lækkunar en þær komu ekki til álita fyrir sakadómi." Enn kemur þessi annars ágæti kollegi mér í opna skjöldu. Áður hafði hann einfaldlega rangt fyrir sér en hér segir hann hreinlega ósatt af einhveijum ástæðum. í áfrýjunarstefnu málsins er krafíst þyngingar refsingar frá því sem ákveðið var í hinum áfrýjaða dómi. í kröfugerð sinni fyrir Hæsta- rétti gerði sækjandi ekki einungis kröfu til þess að sakfelling ákærðu í hinum áfrýjaða dómi yrði stað- fest, heldur yrðu þeir einnig sak- felldir fyrir þau ákæruatriði sem þeir voru sýknaðir af í héraði. Þá gerði hann ennfremur þá kröfu að refsing beggja ákærðu yrði þyngd. Sækjandi sparaði sig hvergi í mál- flutningi sínum fyrir Hæstarétti til að ná þessum kröfum sínum fram en hafði ekki árangur sem erfiði. Jafnframt gerir hann með þessum yfirlætislegum ummælum í skyn, að lítill veigur hafi verið í vörn okkar veijendanna. Slíkt oflæti kann sjaldan góðri lukku að stýra. Um dóminn sjálfan tel ég ekki ástæðu til að ijalla á þessum vett- vangi. Dómurinn á eftir að verða mikið lesinn, bæði af leikum og lærðum. Til hans kemur til með að verða oft vitnað og af honum kem- ur til með að verða dreginn marg- víslegur lærdómur, ekki síst af þeim sem fara með rannsókn ætlaðra skattlagabrota á frumstigi. Ég ætla ennfremur að leyfa mér að vona, að þær yfírlýsingar sækjanda, sem ég hef hér gert að umtalsefni, og að mínu mati sakfelling hinna ákærðu á veikum grunni, komi ekki til með að túlkast í framtíðinni sem slökun dómstóla á kröfum á hendur handhöfum ákæruvaldsins um skýrleika í framsetningu sakargifta í ákæruskjöium. Væntanlega verð- ur dómurinn ekki heldur til þess, að slaki komi á sönnunarbyrði ákæruvaldsins um allt er lýtur að því, að sakfellisskilyrðum sé full- nægt í málum af þessu tagi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.