Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 Ferðamannaslóðir vanbúnar til að taka við þungri umferð; Dimmuborgir og Suð- urárbotnar í hættu vegna átroðnings Vaxandi hætta á uppblæstri þar sem varanlegar slóðir vantar NOKKUÐ er um að þeír sem ferðast ofan byggða leggi leið sína í Suðurárbotna. Talið er að aukin umferð bíla um vegleysur þangað geti hæglega komið af stað gróðureyðingu. Dimmuborgir eru í veru- legri hættu af átroðningi miklu fleiri ferðamanna en staðurinn þolir að óbreyttum aðstæðum. Tröllslegir bryndrekar fara um viðkvæmar slóðir á hálendi íslands. Mikið skortir á að ferðamönnum sem koma með bíla sína til íslands séu gefnar nægilega góðar leiðbeiningar um umgengni við landið. „Segja má að ferðamannastraum- ur í Suðurárbotna hafi aukist nokk- uð, en satt að segja hafa menn lítinn áhuga á að hann aukist, fólk er ekk- ert hvatt til að fara þangað og það er eiginlega þegjandi samkomulag um að hafa það svo, að minnsta kosti meðan slóðir eru ekki bættar mikið,“ sagði Hjörleifur Sigurðarson á Grænavatni í Mývatnssveit í sam- tali við Morg^unblaðið. „Ég vil ekki segja að land hafi nú þegar spillst af þessari umferð en þó er það í áttina. Efst við ána er dálítið blautt og viðkvæmt, en það skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli í þurrkum eins og núna að undanförnu. Hins vegar er keyrt eftir móum uppeftir. Þar er mjög þurrt og þar sem slóðin er kom- in niður úr grasrótinni er byijað að blása. Það er það sem menn eru aðallega hræddir við.“ Hjörleifur sagði að umferð í Suð- urárbotna hefði ekki verið mikil hjá Grænavatni í sumar, hún væri að jafnaði mest í ágúst. Hins vegar væri mikið farið upp frá Svartár- koti. Þar lægi einkum leið útlend- inga, en þar væru aðallega á ferð Þjóðveijar, Austurrikismenn og Svisslendingar. Um ferðamennsku í Mývatnssveit taldi Hjörleifur að hún hefði verið heldur minni í ár en tvö þau síðustu, allt þar til fyrir viku eða svo þegar allt hefði fyllst og fjöldinn orðið hrikalegur. Þáttur íslendinga væri sýnilega síminnkandi í þessum manngrúa. Þó hefði hann orðið var við að Akureyringar væru farnir að fara sunnudagstúra í Mývatnssveit eins og í gamla daga og það væri gleðileg endurvakning gamalla siða. Hins vegar væri mjög áberandi um- ferð stórra rútubíla með fólk af stóru ferðamannaskipunum. Þeir kæmu akandi frá Akureyri, fólki væri hleypt út við Dimmuborgir, færi á klósett í Selinu og sumt í kaffi á hótelinu, væri svo jafnan hleypt út í Náma- skarði og síðan ekið með það í burtu. Þetta væri svona yfírborðsferða- mennska sem skildi lítið eftir, hvort tveggja hjá neytendum og hinum sem annast ferðaþjónustu í sveitinni. Steinþór Þráinsson, landvörður í Mývatnssveit, hafði svipaða sögu að segja af ferðamannafjöldanumá- „skipadögum." Hann sagði að það skildi eftir sig sýnileg spor þegar þessar þúsundir manna færu um við- kvæmar slóðir. Að vísu væri sýnileg bót í máli að útbúa aðstöðu til að hlífa landinu við sporum manna. Bjargey III bætist í hópinn Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir feðgar Óli Hjálmar Ólason og Óli Bjarni Ólason í Grímsey festu fyrir skömmu kaup á nýlegum bát, Sóma 800, sem hlaut nafnið Bjargey III. Fyrir eiga þeir feðgar Bjargeyju og Bjargeyju II. Bátinn keyptu þeir frá Hafnarfirði og ætla að gera út á handfæri í sumar, en þeir hafa lokið við að veiða kvóta eldri bátanna. Til að sitja ekki auðiim höndum sumarlangt eða fram að næsta kvótaári, 1. september, ákváðu þeir að kaupa þriðja bátinn. í síðustu viku sigldu þeir inn til Akureyrar til að lagfæra bátinn örlítið og einnig voru settar á hann fjórar nýjar DNG-færavindur, en þær hafa reynst þeim Grímseyjarfeðgum vel. Þannig hefði verið reynt að gera gangstíga og stiga upp á einhveija af Skútustaðagígum og það væri til mikilla bóta. Hins vegar sagði hann að í Dimmuborgum blöstu við vand- ræði, þar væri mikil hætta af átroðn- ingi. Einhveijar áætlanir væru til um að leggja gönguleiðir malbiki eða timbri þar, en það væri nánast ófram- kvæmanlegt. Sjálfur sagðist hann hafa stungið upp á því að Dimmu- borgir yrðu aðeins opnar á ákveðnum tímum dags, til dæmis frá 10 að morgni til 6 að kveldi. Þar yrði hóp- um svo hleypt inn á hálftíma- eða klukkutíma fresti. Flytja mætti gest- um fyrirlestur uppi á Borgarási og síðan hefðu unglingar, gjarnan skólafólk, það hlutverk að fylgja hveijum hóp á ferð um Borgirnar. Þama gæti skapast vinna fyrir 4 til 5 og mundi fljótt borga sig ef hver maður greiddi fyrir þetta 50 til 100 krónur. Svona væri gert víða í út- löndum og hlyti að mega gera hér. Af þessu fengist auk heldur fé til að vinna að lagfæringum á svæðinu. Mjókurbikarkeppni KSI - Akureyrarvdllur í kvöld kl. 20. Allir á völlinn í kvöld SIEMENS HYUNDAI (ÍVlWÖR? V iM BATASMIDJ* Annars sagði Steinþór að ferða- menn væru sýnilega mun færri en í fýrra. „Hér sjást tii dæmis' varla neinir puttalingar núna. Ýmist eru þetta stórir hópar útlendinga skipu- lagðir hér innanlands eða ennþá stærri hópar á vegum erlendra aðila. Að vísu hefur orðið stórmikil fjölgun á einu sviði. Það eru húsbílar, sem hrannast nú að, og eitthvert brýn- asta mál í að bæta aðstöðu fyrir er- lenda ferðamenn hér og annars stað- ar á landinu hlýtur að vera að gera eitthvað til að koma þessum húsbíl- um fyrir. Þeir stoppa nærfellt hvar sem er og eru yfir nótt, en þar sem aðstaða er engin vill brenna við að fólk keyri í burtu og skilji ruslið sitt eitt eftir að morgni. Þetta getur orð- ið verulegt vandamál ef ekki er strax reynt að útbúa aðstöðu fyrir þetta lag á ferðurn." Þetta húsbílafólk er sem fyrr segir aðallega útlendingar. íslenskir húsbílar eru frekar við Ás- byrgi og þar austur um. Steinþór sagði að dálítið væri gert af því að sporna við því að fólk færi um viðkvæm svæði á bílum. Þess í stað væri reynt að hvetja fólk til gönguferða, en árangur væri mis- jafn. Hann nefndi sem dæmi leiðina suður frá Lúdent, suður Þrengsla- borgir og um Seljahjallagil í Blá- hvamm. Þarna hefði nokkuð verið reynt að troðast á bílum en hefði að mestu tekist að stöðva það með hliði við Hverfjall. Þarna væri hins vegar kjörin dagsgönguferð, ákaflega fal- leg. Kári Kristjánsson, landvörður í Herðubreiðarlindum, sagði að ferða- mannastraumur þar væri ekki telj- andi mikill, að vísu væri nokkuð snemmt að áætla hvort um breyting- ar væri að ræða frá síðasta ári, það skýrðist ekki fyrr en lengra liði á mánuðinn. Hann sagði að nokkuð vel gengi að fá fólk til að fara að reglum um umgengni við iandið, en þó þyrfti ævinlega að fylgjast vel með utanvegaakstri og því að fólk settist að á slóðum þar sem slíkt væri ekki heimilt. Kári sagði greini- legt að fólk fengi ónógar upplýsingar um hálendisferðir. Sýnilega þyrfti að stórauka kynningu á þessu, til dæmis um borð í feijunni, þannig að fólk væri búið að kynna sér regl- ur og skipuleggja ferðir í samræmi við þær áður en lagst væri að bryggju á Seyðisfirði. Iðulega bæri fólk fyrir sig ókunnugleika ef út af reglum bæri. Það bitnaði svo á ferðafólkinu sjálfu ef þyrfti að vísa því burt af náttstað en endanlega kæmi utan- vegabröltið þó mest niður á landinu sjálfu, skemmdin væri þegar orðin. Kári sagði að mjög áberandi farar- tæki væru húsbílar, afar stórir trukk- ar, nánast hálfgerðir skriðdrekar sem kæmust um allt en ekki endilega eftir til þess gerðum slóðum. Til dæmis hefði fyrir skemmstu komið mikið ferlíki, svo breitt að eyðilagst hefðu þijú dekk á því að nuddast í gijót í vegköntum. Varla hefði verið hægt að stýra þessu tæki, hefði þurft að mjaka því aftur og fram til að komast fyrir beygjur. Fátt vantaði á svona vagna annað en eldflaugar svo þeir minntu á eyðimerkurstríð suður undir Persaflóa. Enda þótt þetta væri ekki dæmigerð lýsing á farar- tækjum sem kæmu í Herðubreiðar- lindir væri um að ræða mjög mikið af tröllslegum trukkum og á öllu greinilegt að fólki gæfust ekki réttar og nógu góðar upplýsingar um það hvernig ferðast má um landið án þess að valda spjöllum. FÉLAGSLÍF FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Notið góða veðrið til úti- veru með F.í. Miðvikudagur 10. júlí kl. 20 Kvöldsigling um sundin blá. Siglt verður að Engey. Athugið að vegna aðstæðna verður ekki hægt að fara í land í eyjunni að þessu sinni en þess í stað verð- ur höfð viðdvöl [ Viðey í baka- leið. Verð 800 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Við- eyjarbryggju Sundahöfn. Helgarferðir 12.-14. júlí 1. Þórsmörk - Langidalur. Gisti- aðstaðan í Skagfjörðsskála Langadal er ein sú besta i óbyggðum. Góð leið til að kynn- ast Mörkinni er þátttaka í ferð- um Ferðafélagsins. Gönguferöir við allra hæfi. Við minnum enn- fremur á miðvikudags- og sunnudagsferðirnar. Tilvalið að eyða nokkrum sumarleyfisdög- um með dvöl milli ferða. 2. Landmannalaugar - Eldgjá. Góð gisting í Ferðafélagsskálan- um. Nú er búið að opna í Eldgj- ána. Gögnuferðir. 3. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Seljavallalaug. Gengið úr Mörkinni um þessa vinsælu leið að Skógum. Bað í Seljavallalaug að lokinni göngu. Gist í bórs- mörk, 4. Eiríksjökull - Surtshellir. Göngu á Eiríksjökul gleymir eng- inn. Tjöld. „Laugavegurinn" Nokkur sæti laus í 6 daga ferð sem hefst núna á föstudagskvöldið kl. 20. Upplýs. og farm. á skrifst., Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Pantið og takið miða í helgarferðirnar fyrir hádegi á föstudag. „Fanna skautar faldi háum“ Munið sunnudagsferðina 14. júlí á Skjaldbreiö í tilefni þess að 150 ár eru talin liðin frá því að Jónas Hallgrímsson orti kvæðið „Fjallið Skjaldbreiöur". Brottför kl. 09 frá BSÍ, austanmegin. Gerist félagar og eignist nýju árbók Ferðafé- lagsins: Fjalllendi Eyjafjarðar að vestanverðu II. Ferðafélag Islands. félag fyrir þig. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. H ÚTIVIST GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Miðvikudagur 10. júlf Kl. 20: Kvöldganga Hafravatn - Reykjaborg Gengiö frá Hafravatnsrétt upp á Reykjaborg en þaöan er mjög gott útsýni yfir Mosfellsdalinn og upp á Kjalarnes. Þá verður gengiö niður með Varmá. Þetta er létt ganga fyrir alla fjölskyld- una. Helgin 12.-14.7 Básar á Goðalandi Fimmvörðuháls - Básar Þjórsárdalur - Hekla Tjaldað [ Þjórsárdal. Gengiö á Heklu á laugardag, að Háafossi og í Gjánna á sunnudag. Sund- laug í nágrenninu. Fararstjórar. Laugardagur 13. júlí Kl. 08 Hekla Gengið verður upp frá Fjallabak- inu við Rauðuskál og með Heklu gjánni og upp á topp. Þá verður beygt vestur af fjallinu og komiö niður á Bjalla við Næfurholt. Gangan tekur um 8 til 9 klst. og er leiöin um 20 km. Nokkuð bratt á fótinn en hvorki klifur né klöng- ur. Sjáumstl Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. „Trúboð" í dag. Gestir frá Kanada taka þátt. Allir hjartan- lega velkomnir. (fffl SAMBAND (SLENZKRA ■SjaPs KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður: Karl Jónas Gísla- son. Allir velkomnir. NY-UNG Tany,Miájiiai Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.10. Samveran hefst kl. 20.30. Athugið breytta dagskrá. Afríkubúarnir Kjartan og Valdís koma [ heimsókn. Eftir samveru: Söng- og lofgjörð- arstund. Ungt fólk á öllum aldri velkomið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.