Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 15 „Okkur langar að hitta hana og tala við hanau Yfirlýsing í tilefni veitingu Sakh- arov-verðlaunanna til Aung San Suu Kyi frá Búrma — eftir eiginmann hennar, dr. Michael Aris Á þessari stundu þegar við hugsum öll til Suu en erum þó svo órafjarri henni þar sem hún er í algerri einangrun frá umheimin- um, hef ég fallist á að skrifa um hana fáein orð frá eigin brjósti. Allt frá barnæsku var Suu í sí- fellu minnt á að hún væri dóttir þjóðarhetju Búrma, U Aung San. Hann er dáður sem foringi þjóðar- innar í sjálfstæðisbaráttu hennar, en var myrtur 1947, aðeins 32 ára — rétt í þann mund sem sjálfstæð- ið sem hann hafði barist fyrir og samið um varð að veruleika. Suu var þá tveggja ára. Það má segja að alla tíð síðan hafi hún verið að fræðast um föður sinn, sem hún aldrei þekkti, og þær meginreglur fijálsræðis, aga og sjálfsfórna sem hann var fulltrúi fyrir. Til þessara lífsreglna hefur hún sótt innblástur í baráttu sína. Sú barátta er að sönnu mjög ólík þeirri sem faðir hennar háði — en takmark beggja hið sama. Faðir- inn neyddist til að beita vopna- valdi meðfram samningslipurð sinni í baráttunni gegn útlendum yfirráðum, en dóttirin hefur lagt áherslu á friðsamlegar aðgerðir til að skapa skilyrði fyrir þjóðfélag laust við ótta. Áður en við giftum okkur fyrir sem næst tuttugu árum bað Suu mig að lofa því að standa aldrei í vegi fyrir henni og landi hennar eða hindra á annan hátt að henni tækist að fullnægja því sem hún kallar grundvallarskyldu sína gagnvart þjóð sinni. Ég lofaði því — enda þótt ég vissi fullvel að einn daginn myndi hún halda heim á leið þegar sú stund rynni upp að hún yrði að endurgjalda þá ástúð og það álit sem íjölskylda hennar naut. Suu leit jafnframt svo á að menntun hennar, sem hún var svo lánsöm að njóta frá fimm- tán ára aldri í Delhí og Oxford, hefði verið undirbúningur undir að jijóna landi sínu. Á sama hátt og það voru hvort tveggja forlög og fijáls vilji sem leiddu okkur saman í hjónaband 1972, þá var það hvort tveggja söguleg tilviljun og hennar eigin ákvörðun sem réð því að hún sneri aftur að hjúkra móður sinni árið 1988 — rétt í þann mund sem alda mótmæla reið yfir Búrma og allur almenningur krafðist breyttra stjórnarhátta. Það endaði með því að Suu stofnaði nýjan stjórnmálaflokk, Lýðræðishreyfinguna. I maí 1990 vann flokkur hennar einn glæsi- legasta kosningasigur allra tíma, þegar frambjóðendur hans hrepptu 82% þingsæta í fijálsum kosningum. Sjálf hafði hún þá setið í stofufangelsi í tíu mánuði, eftir að hafa farið um landið þvert og endilangt með mannréttinda- boðskap sinn og ákall um borgara- lega ólöghlýðni. Vilji fólksins kom þannig.skýrt I ljós. Búrmanska þjóðin kaus til forystu dóttur sjálf- stæðishetju sinnar sem loks hafði gefist tækifæri til að snúa aftur til heimalands síns. En búrmanska þjóðin var jafnframt að kjósa konu sem hafði sannað sjálfa sig í orra- hríð stjórnmálanna með staðfestu sinni og gáfum. Síðan er meira en heilt ár og ekkert bólar á því lýðræði sem lofað var. Raunar virðist mér það vera íjarlægara takmark en nokkru sinni fyrr — en hver getur svo sem um það sagt? Suu er enn- þá lokuð einsömul inni á heimili sínu. í þessum mánuði byijar hún þriðja árið sem pólitískur fangi. Valdhafar hersins hafa jafnvel þvingað þær leifar sem eftir standa af stjórnmálaflokki hennar til að víkja henni úr sæti leiðtoga. Og þeir halda áfram að beita linnu- lausum þrýstingi til að fá hana til að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Mér og sonum okkar er gert með öllu ókleift að hafa samband við hana. Það er rétt ég greiði hér úr einni af þeim mörgu mótsögnum sem Búrma glímir nú við, enda þótt þessi sýnist nú harla léttvæg. Þar eð ég er útlendingurinn* sem mun ávallt vera kvæntur Suu, þá lýsi ég því hér með yfir að ég hef nákvæmlega enga löngun til að hlutast til um innanríkismál í föð- urlandi konu minnar. Við ákváðum fyrir löngu að enda þótt ég muni ævinlega standa heilshugar á bak við hana, þá myndi ég aldrei reyna að hafa áhrif á stjórnmálabaráttu hennar. í þeim efnum er hún sinn eigin herra. Samt sem áður held ég það sé ekki ósanngjarnt að reyna að hafa áhrif á yfirvöldin í Búrma í þá veru að leyfa mér og sonum okkar að hitta hana með reglulegu milli- bili. Er það til of mikils ætlast? Væri það ekki í samræmi við sið- menntaða framkomu hvar sem er í heiminum og við þær meginregl- ur Búddha um siðferði og samúð sem allir Búrmabúar halda í heiðri? Okkur langar til að hitta hana og tala við hana. Við söknum hennar. Búrma verður sjálft að marka sína framtíðarbraut. En ég held það verði aðeins unnt þegar því linnulausa ákalli Suu og Tjölda annarra um raunverulegar viðræð- ur í þágu friðar og sátta verður svarað. Sjáíf mun hún undir eng- um kringumstæðum gefast upp í baráttu sinni fyrr en slíkar viðræð- ur hefjast af alvöru, ekki fyrr en hún er þess fullviss að Búrma hefur tekið rétta stefnu og hún sjálf þar með gert skyldu sína. Aðeins þegar því marki er náð mun hún geta helgað sig fjölskyldu sinni á ný og sest við skriftir (eins og núverandi yfirvöld í Búrma hafa raunar hvatt hana til). Þetta var það sem faðir hennar hafði alltaf ætlað sér þegar sjálfstæðis- baráttan væri í höfn, að draga sig í hlé og helga sig íjölskyldu sinni og skriftum, en ótímabær dauði hans setti strik í reikninginn. Það er ekki að ástæðulausu sem faðir hennar gaf dóttur sinni nafn- ið Aung San Suu Kyi. Ég man að hún sagði mér nokkru áður en við giftumst að nafn hennar þýddi: Skínandi safn óvenjulegra sigra. Enda þótt við eigum þess ekki kost að bera saman bækur okkar, þá veit ég að Aung San Suu Kyi þiggur þann mikla heiður sem Sakharov-verðlaunin eru í nafni þjóðar sinnar en ekki í nafni sjálfr- ar sín. Sigur hennar er hinn sið- ferðilegi sigur allra þeirra sem beijast og þjást í þágu mannrétt- inda í Búrma og um heim allan. * Einn stærsti „glæpur“ sem valdhafarnir í Búrma saka Aung San Suu Kyi um er að vera gift „útlendingi". Þýð. FJOLSKYLDU SUMARFRÍ Á FJÖLLUM KISUPÖSSUN Tökum að okkur að gæta kisu á meðan heimilisfólkið fer ífrí. Hafið samband við Helgu í síma 675563, eða Eyvöru í síma 50048. Geymið auglýsinguna. 5-6 daga námskeið fyrir alla fjölskylduna í Skíðaskólanum Kerlingarfjöllum. - DÁSAMLEGT SUMARFRÍ - BROTTFARARDAGAR: 14. og 21. júlí. 5 daga námskeið 5. ágúst. Almennt 5-6 daga námskeið 28. júlí. UPPLÝSINGAR 0G BÓKANIR HJÁ NÝJA SÖLUAÐILANUM OKKAR: FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS VÍií itb SKÓGARHLÍÐ 18 - SÍMI 91-25855 F 4966 ELM Sambyggður ofn/ örbylgjuofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill. Full sjálfhreinsun, kjöthitamælir, spegilútlit, örbylgjuofn, tölvuklukka og tímastillir. FIM 6 Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, full sjálfhreinsun, stálútlit, tölvuklukka og tímastillir. F 3805 ELM Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, fituhreinsun, svart eða hvítt spegilútlit, tölvuklukka með tímastilli. grill, fituhreinsun, svart Funahöfða 19 eða hvítt glerútlit, sími 685680 tölvuklukka með tímastilli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.