Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 29 Kristinn Kolbeinn Ingólfsson - Minning Kidda kynntist ég síðastliðið haust og tókust fljótlega með okkur góð kynni. Áttum við margar góðar stundir saman í leik og starfi. Þann- ig hagaði til að báðir sóttum við um nám við Samvinnuháskólann á Bifröst og fengum nýlega inn- göngu. Glöddumst við yfir því að hefja báðir saman nám í haust, en örlögin urðu önnur. Kiddi var traustur vinur, glað- lyndur og átti auðvelt með að um- gangast fólk. Hans mun sárt sakn- að. Ég kveð vin minn Kristinn með söknuði og virðingu, og votta for- eldrum, systkinum og öðrum vanda- mönnum samúð mína. Minning um góðan vin mun ávallt lifa. Hér vit skiljumk ok hittask munum á fegins degi fira Drottinn minn. gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) Kjartan Hauksson Að morgni fyrsta júlí er við mættum í vinnuna bárust þau hörmulegu tíðindi að Kiddi, góður vinur okkar og starfsfélagi, hefði látist af slysförum. Það er undar- legt að hugsa til þess hversu nálæg- ur dauðinn er í rauninni, og áttum við mjög erfitt með að trúa því að Kiddi myndi ekki birtast brosandi Kveðjuorð: Steinunn Auðuns- dóttir í gær var jarðsett Steinunn Auð- unsdóttir eða amma á Bústaðaveg- inum eins og við kölluðum hana. Það var alltaf einhver góð tilfinn- ing, sem fylgdi því að heimsækja ömmu. Hún var einstaklega hlý og góð manlfeskja. um það þarf ekki að fara mörgum orðum. Við sem þekktum hana vitum það svo vel. Enda var heimili hennar athvarf flestum hennar 60 afkomenda, sem nutu þess að vera í kringum hennar hlýju persónu. Undir góðvildinni leyndist þó sterkur persónuleiki, sem hún öðl- aðist á langri og stundum erfiðri ævi. Hún hafði óvenju heilbrigt við- horf til lífsins, sem óhætt var að taka sér til fyrirmyndar. Ómentanlegt hefur það verið mér í gegnum uppvaxtarárin að geta skotist til langömmu eftir styrk og ráðleggingum, og oftast dugðu hennar ráð. Ég þakka henni fyrir samfylgd- ina og allt sem hún hefur fyrir mig gert. Olafur Elíasson rétt eins og venjulega. Kiddi var mjög traustur starfsfélagi, vinur sem vildi öllum vel og bar um- hyggju fyrir ölium. Kiddi skilur eft- ir sig djúpt skarð í huga okkar og eigum við öll eftir að minnast hans með söknuði. Við vottum fjölskyldu hans og vinum innilegrar samúðar. Starfsfólk Miklagarðs í Garðabæ. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Dauðsföll gera sjaldnast boð á undan sér. Það var því mikið áfall fyrir okkur þegar við fréttum á sunnudaginn síðastliðinn að Kiddi gamli skólabróðir okkar og sam- stúdent væri dáinn. Tekinn burt í blóma lífsins í hörmulegu slysi. Við kynntumst Kidda fyrst er leiðir okkar lágu saman í Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði. Sáum við strax að þarna var góður drengur á ferð. Það fór frekar lítið fyrir Kidda innan veggja skólans en þó var hann alltaf mjög virkur þiggj- andi á allt félagslíf. Þegar að við útskrifuðumst vorið 1988 var ákveðið að fara í útskrift- arferð til Portúgal. í þeirri ferð kynntumst við Kidda enn frekar og þeirri stórkostlegu manngæsku sem hann bjó yfir. Hann hafði góðan húmor og lífsgleðin var alltaf í fyrir- rúmi og heiðarleikinn virtist alltaf vera hans aðalsmerki. Við viljum þakka Kidda fyrir þær stundir sem við áttum með honum, þær voru ánægjulegur tími. Við biðjum guð að blessa fjöl- skyldu hans og vottum við þeim okkar dýpstu samúð og erum sann- færð um að Kiddi gegni nú ein- hvetju mikilvægu hlutverki hið efra. F.h. útskriftarnema Flens- borgar vorið 1988, Björn Sigurðsson, Gunnar Oskarsson. . t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA KEMP, Ljárskógum 26, sem lést 30. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 10. júlí, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á MS-félagið. Elsa Kemp, Ólafur Ólafsson, Lúðvík Kemp, Bára Kemp, Magnús Axelsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN MARKÚSDÓTTIR, sem andaðist laugardaginn 6. júlí á Garðvangi, Garði, verður jarðsungin/trá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. júlí kl. 14.00. Magnús Jónsson, Málfriður Agnes Daníelsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN GUÐMUNDSSON frá Flatey á Breiðafirði, Sólheimum 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 10.30. Gerður Gestsdóttir, Oddný Jónsdóttir, Gestur K. Jónsson, Valgerður Ólafsdóttir, Ragnar Jónsson, Sigrún Sólmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HALLBJÖRN GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON, Súgandafirði, verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju í dag, miðvikudaginn 10. júlí, kl. 14.00. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Svava Hansdóttir, Valgeir Hallbjörnsson, Gísli Hallbjörnsson, Róbert Hallbjörnsson, Valgerður Hallbjörnsdóttir. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR ÖGMUNDSSON, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudaginn 12. júli kl. 14.00. Jarðsett verður á Torfastöðum. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Ljósheima á Selfossi njóta þess. Grétar Grímsson, Lára Jakobsdóttir. Grímur Þór Grétarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Ó. Grétarsson, Gyða Halldórsdóttir, Guðmundur H. Grétarsson, Áslaug Sigurbjargardóttir, Ingibjörg R. Grétarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Dagný Rut Grétarsdóttir og langafabörn. ■ Þökkum vináttu og hlýhug við tengdamóður, t andlát og útför móður okkar og SIGRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR. Erla Jónsdóttir, Þorvarður Gunnarsson, Magnús Jónsson, Sigurþór Jónsson, Magnea Ingvarsdóttir, Sigurborg Valgerður Jónsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÞORBJARGAR SIGRÍÐAR SIGURBERGSDÓTTUR, áður til heimilis í Hamrahlið 23. Þórunn Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útfför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR JAKOBSSONAR frá Reykjarfirði, Engjavegi 7, ísafirði. Erla Jóhannesdóttir, Sigurjón Davfðsson, Þröstur Jóhannesson, Selma Guðbjartsdóttir og barnabörn. t Hjartkærar þakkir færi ég öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu mér samúð og veittu mér stuðning og hjálp í orði og verki við fráfall mannsins míns, ÓLAFS SIGURBJÖRNSSONAR, Vogabraut 52, Ákranesi. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR, Grundargerði 21, Reykjavík. Sigurjón Auðunsson, Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, Kristín Hafsteinsdóttir, Jórunn Sigurjónsdóttir, Vilberg Sigurjónsson, Sigrún Andrésdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Níls Jens Axelsson, Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hluttekningu og samúð við fráfall og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, SIGRÍÐAR SIGTRYGGSDÓTTUR frá Skefilsstöðum, Sæmundargötu 11, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússinis fyrir frábæra umönn- un í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Viggó Sigurjónssson, Margrét Viggósdóttir, Búi Vilhjálmsson, Sigríður Viggósdóttir, Helgi Friðriksson, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.