Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 SAKHAROV VERÐLAUNIN AFHENT I DAG: Verðugur verðlaunahafi eftir Jakob F. Asgeirsson í dag tekur yngri sonur Aung San Suu Kyi við Sakharov verð- laununum sem Evrópuþingið í Strasbourg hefur veitt móður hans. Sakharov-verðlaunin eru veitt fyrir „baráttu fyrir hugsun- arfrelsi" — í anda Andreis Sak- harovs. Fyrri verðlaunahafar eru Nelson Mandela, Alexander Dubcek og rússneski andófs- maðurinn Anatoly Martsjenko, vinur Sakharovs, sem dó í fang- elsi. Aung San Suu Kyi er að allra dómi verðugur verðlauna- hafí og sagt er að hún komi sterklega til álita við úthlutun næstu friðarverðlauna Nobels. Hún er enn pólitískur fangi í föðurlandi sínu, Búrma. Síðustu tvö ár hafa eiginmaður hennar og tveir synir þeirra hjóna ekk- ert samband fengið að hafa við hana. Baráttu hennar fyrir mannréttindum og lýðræði í Búrma var lýst að nokkru í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Sú grein sem hér birtist, Frelsi frá ótta, er áður óbirt ritgerð úr væntanlegu ritgerðarsafni hennar sem hún helgar minn- ingu föður síns, Aung San, sjálf- stæðishetju Búrma. Greinin var rituð áður en Suu var handtekin, en birtist í dag í mörgum helstu dagblöðum heims sérstaklega í tilefni verðlaunanna. Hún varpar skýru ljósi á andófsmanninn Aung San Suu Kyi og háleitar hugsjónir hennar. Meðfylgjandi er jafnframt stutt yfirlýsing frá eiginmanni hennar, dr. Michael Aris, sem er einn helsti sérfræð- ingur heims í tíbeskum fræðum, félagi á St. Antony’s garði í Oxford en nú um stundir gisti- prófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Svo sem fram kom í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins vann Lýðræðishreyfing Aung San Suu Kyi glæsilegan sigur í frjáls- um kosningum sem fram fóru í Búrma í maí 1990. Herforingj- aklíkan sem ræður ríkjum í land- inu hefur hins vegar með öllu neitað að afhenda völdin í hend- ur réttkjörinnar borgaralegrar stjórnar. Aung San Suu Kyi er haldið í algerri einangrun á heimili sínu í Rangoon og fylgis- menn hennar eru ofsóttir um allt land. Búrma er sósíalískt gjaldþrotafyrirtæki sem herinn heldur gangandi með vopna- valdi. Samt er Búrma álitið eitt ríkasta land Asíu að náttúru- auðæfum. Þegar „leið Búrma til sósíalismans“ hófst í upphafi sjöunda áratugarins var landið þriðji stærsti hrísgrjónaútflytj- andi heims með mikla efnahags- lega möguleika. Að áliti Samein- uðu þjóðanna er Búrma nú, þrjá- tíu árum síðar, komið í hóp 10-15 fátækustu ríkja heims og nýtur þar af leiðandi margvís- legrar fyrirgreiðslu og sérstakr- ar hjálpar alþjóðastofnana. Samt sem áður hafa Sameinuðu þjóð- irnar og aðrar alþjóðastofnanir ekki megnað að breyta að neinu marki samsetningu ríkisútgjalda í Búrma, en 40% þjóðartekna renna beint til hers og lögreglu. Vestræn ríki hafa sett bann á vopnasölu til landsins en komm- únistastjórnin í Kína heldur áfram að leggja valdhöfunum í Búrma til vopn. Til að fjármagna vopnakaup sín hafa valdhafarnir nánast sett á útsölu aðgang að náttúruauðæfum landsins, t.d. hinum miklu tekkskógum, fiski- miðum og hugsanlegum olíulind- um. Landinu er að mestu lokað fyrir vestrænum áhrifum; það er ígildi föðurlandssvika að blanda geði við útlendinga. Eina trygga samband landsmanna við umheiminn eru fréttasendingar BBC-útvarpsins á búrmönsku, en því hefur verið haldið fram að nánast öll þjóðin leggi við hlustir þegar þeim er útvarpað til landsins. Fátt bendir til að breyting sé í vændum á stjórnar- háttum í Búrma. Það er sam- dóma álit vestrænna stjórnarer- indreka í Rangoon að valdha- farnir séu klíka ómenntaðra rudda sem engu tauti verði við komið. Frelsi frá ótta eftirAung San Suu Kyi Það er ekki valdið sem spillir heldur óttinn. Óttinn við að missa völdin spillir þeim sem með þau fara og óttinn við valdbeitingu spillir þeim sem hún bitnar á. Flest- ir Búrmabúar eru kunnugir hinum fjórum tegundum siðspillingar, a- ghati. Chanda-gati er sú siðspilling sem sprottin er af löngun eða ágimd, dosa-gati er röng breytni til að storka þeim sem maður ber illan hug til, og moga-gati er sú villa sem sprettur af fáfræði. En öllum verst er sú fjóðra, bhaya- gati, því það er ekki aðeins að bhaya, óttinn, sé kæfandi og eyði smám saman allri tilfinningu fyrir muninum á réttu og röngu - hann er iðulega undirrót hinna þriggja tegunda siðspillingar. Rétt eins og chanda-gati - þ.e. þegar hún er ekki sprottin af hreinni fégræðgi - getur orsakast af ótta við skort eða ótta við að glata velvilja ástvina, getur óttinn við að verða undir, vera niðurlægð- ur eða særast verið undirrót hat- urs. Og örðugt væri að uppræta fáfræðina nema frelsið til að leita sannleikans sé leyst úr ijötrum óttans. Þar eð óttinn og spillingin eru svo skyld er ekki að furða að í öllum þjóðfélögum þar sem óttinn ríkir skýtur víðtæk spilling djúpum rótum. Því er oft haldið á lofti að al- menn óánægja með efnahagslegt harðrétti hafi verið meginupp- spretta þeirrar baráttu fyrir lýð- ræði sem hófst í Búrma í kjölfar mótmæla námsmanna 1988. Það má til sanns vegar færa að nær þriggja áratuga tímabil mótsagna- kenndra og ófullnægjandi stjómar- athafna, óviðráðanleg verðbólga og sílækkandi þjóðartekjur hafi leitt til efnahagslegrar óreiðu í landinu. En það var annað og meira en örðugleikar almennings við að láta enda ná saman sem gerði það að verkum að þolinmæð- in brást skyndilega hjá friðsamri og gæflyndri þjóð - það var niður- lægingin sem fólst í mannlífi af- skræmdu af spillingu og ótta. Námsmennimir risu ekki aðeins upp til að mótmæla dauða félaga sinna heldur jafnframt þeirri al- ræðisstjóm sem svipti þá mann- legri reisn og líf þeirra tilgangi og von. Og þar eð mótmæli náms- mannanna endurspegluðu örvænt- ingu alls almennings, leiddi af sjálfu sér að þau breiddust út um allt land. Sumir hörðustu stuðn- ingsmenn andófsaflanna komu úr hópi kaupsýslumanna sem hafði tekist ekki aðeins að komast af heldur að auðgast innan kerfisins. En velsæld þeirra gaf þeim ekki það öryggi eða þá lífsfyllingu sem þeir sóttust eftir. Þeir gerðu sér ljóst að forsenda þess að þeir og samborgarar þeirra myndu öðlast bærilega tilveru var að yfirvöld landins bæru ábyrgð gagnvart þjóðinni. Búrmaska þjóðin hafði gefíst upp á tvísýnum kvíða sínum og aðgerðarleysi — þar sem hún var „sem vatn í kringum lófa“ valdhafanna. Sem vatn í kringdum lófa erum við kðld sem demanturinn. Ó að við mættum vera glerbrot í þeim kringda lófa. Hið smæsta glerbrot, búið sinni skörpu og skínandi vörn gegn kremjandi höndum, getur verið lýs- andi tákn um þann neista hugrekk- is sem þeim er nauðsynlegur sem reyna að bijótast undan ánuð. Bogyoke Aung Sun leit á sjálfan sig sem byltingarmann og hann var óþreytandi við að leita lausnar á vanda Búrma á örlagatíma lands- ins. Hann hvatti þjóðina til þroska með sér hugprýði: „Látið ekki þar við sitja að treysa á hugrekki og kjark annarra. Hvert ykkar verður að færa fómir til þess að verða að hetju gagntekinni af hugprýði og dirfsku. Aðeins þá munum við öll eiga þess kost að njóta sanns frelsis. Þeim sem eru svo lánsamir að búa í réttarrfki er það ekki alltaf ljóst hversu mikið átak þarf til að vera óspilltur í umhverfi þar sem óttinn ræður ríkjum. Það er ekki aðeins að réttlát lög komi í veg fyrir spillingu með því að úthluta óvilhallri refsingu þeim sem bijóta af sér. Réttlát lög leggja jafnframt sitt af mörkum til að skapa samfé- lag þar sem fólk getur uppfyllt þau grundvallarskilyrði sem nauðsyn- leg em til að viðhalda mannlegri reisn. Þar sem engin slfk lög ríkja fellur byrðin á að halda uppi grand- vallar réttlæti og almennu velsæmi á herðar hins venjulega manns. Það er aðeins sameiginleg viðleitni almennings og þolgæði hans sem megnar að breyta ríki þar sem skynsemi og samviska era umvafín ótta í ríki þar sem lög og réttur gera hvort tveggja að ýta undir viðleitni mannsins til samlyndis og réttlætis og halda aftur af hinum miður æskilegu og skaðlegu þátt- um í eðilsfari hans. Við lifum á öld þar sem tækni- framfarir hafi skapað ægileg vopn sem iðulega eru notuð í þágu hinna voldugu til drottna yfír þeim sem óburðugir eru og hjálparlausir. Af þeim sökum er knýjandi þörf fyrir enn nánara samband milli stjórn- mála og siðfræði, hvort sem er innan einstakra ríkja eða á alþjóða- vettvangi. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna segir að sér- hver einstaklingur og sérhver stofnun í samfélagi manna skuli kappkosta að sjá til þess að öllum séu tryggð grundvallarréttindi og frelsi án tillits til kynþáttar, þjóð- emis eða trúarskoðana. En svo framarlega sem til era stjómvöld sem byggja vald sitt á kúgun en ekki á umboði almennings, og til era þrýstihópar sem kjósa fremur skammvinnan hagnað en langtíma frið og velmegun, þá er hætt við að alþjóðleg barátta til að veija og efla mannréttindi í heiminum hrökkvi á stundum skammt. í sum- um löndum verða því fórnarlömb kúgunar nær einvörðungu að treysta á sinn eigin innri styrk til að veija þau réttindi sem allir menn eiga heimtingu á. Hin fullkomna bylting er bylting hugarfarsins, sprottin af vitsmuna- legri sannfæringu um nauðsyn breytinga á þeim gildum og hugsunarhætti sem ráða ferðinni í þroska þjóðar. Bylting sem ein- vörðungu beinist að því að breyta stjórnarathöfnum og hlutverki ein- stakra stofnana innan þjóðfélags- ins, með það fyrir augum að bæta efnislega velferð, á litla möguleika á því að ná raunverulegum ár- angri. An byltingar hugarfarsins munu þau öfl sem sköpuðu rang- læti hins gamla skipulags að ein- hveiju leyti vera áfram við lýði og standa í vegi sannra umbóta og nýmyndunar. Það er á hinn bóginn ekki nóg að krejast frelsis, lýðræð- is og mannréttinda. Að baki slíkri kröfu þarf að búa sameinuð stað- festa að halda út baráttuna, að færa fórnir í nafni sannleikans, að forðast þá spillingu sem hlýst af ágirnd, hatri, fáfræði og ótta. Um dýrlinga hefur verið komist svo að orði að þeir séu syndugir menn sem haldi áfram baráttu sinni. A sama hátt eru fijálsir menn þeir sem þrátt fyrir kúgun halda áfram að beijast og öðlast þanníg þá ábyrgð og þann aga sem viðhalda mun frjálsu þjóðfélagi. Aung San Suu Kyi Menn þarfnast margs konar frelsis til að öðlast lífsfyllingu. Frelsi frá ótta er þeirra mikilvægast - hvort tveggja sem meðal og tilgangur. Þjóð, sem vill byggja ríki þar sem sterkar lýðræðisstofnanir standa djúpum rótum sem trygging gegn misbeitingu ríkisvaldsins, verður fyrst að læra að leysa sinn eigin huga úr ánauð sljóleika og ótta. Aung San var maður sem sýndi í verki það sem hann boðaði. Hug- rekki hans var annálað - ekki' aðeins líkamlegt heldur sú gerð dirfsku sem gerði honum kleift að segja sannleikann, standa við orð sín, gangast undir gagnrýni, viður- kenna yfirsjónir sínar, bæta fyrir mistök sín, bera virðingu fyrir mótstöðumönnum sínum, semja við óvini sína, og láta fólkið sjálft skera úr verðleikum sínum sem leiðtoga. Vegna slíkrar siðferði- legrar hugprýði mun hann ávallt verða elskaður og virtur í Búrma - ekki einvörðungu sem bardaga- hetja heldur sem vakningarafl og samviska þjóðarinnar. Lýsing Jawaharlal Nehru á Mahatma Gandhi á vel við Aung San: „Kjarni kenninga hans var óttaleysi og sannleikur, og breytni sprottin af þessum hvötum - ævinlega með velferð múgamannsins fyrir aug- um.“ Gandhi, hinn mikli postuli friðar- ins, og Aung San, herforinginn sem setti á laggirnar þjóðarher, vora mjög ólíkir menn. Á sama hátt og það er óhjákvæmilega margt líkt með yfirgangssömum valdhöfum í öllum löndum og á öllum tímum, er margt óhjákvæmi- lega líkt með þeim sem hafa for- ystu um að bjóða slíkum valdhöfum byrginn. Nehru, sem áleit það eitt mesta afrek Gandhis að telja kjark í indversku þjóðina, var nútíma- maður í stjórnmálum. En þegar hann reyndi að gera sér grein fyr- ir þörfum tuttugustu aldar sjálf- • stæðishreyfingar, stóð hann sig að því að horfa um öxl og leita inn- blásturs í hinn fornu heimspeki Indlands: „Stærsta náðargjöf ein- staklinga eða þjóða .. .var abhaya, óttaleysi, ekki aðeins líkamlegt heldur og andlegt.“ Það má vera að óttaleysi sé náðargjöf, en meira virði er kannski það hugrekki sem menn ávinna sér með staðfestu, hugrekki sem fæst með því að venja sig við að afneita valdi óttans til að stjórna athöfnum manns, hugrekki sem kalla má „reisn undir álagi“ - reisn sem endurnýjast hvað eftir annað andspænis þungum, látlausum þrýstingi. í kerfi sem afneitar tilvist grundvallar mannréttinda ríkir ótt- inn. Ótti við að vera hnepptur í varðhald, ótti við pyntingar, ótti við dauðann, ótti við að sjá bak vinum, vandamönnum, eignum eða atvinnu, ótti við fátækt, ótti við einangran, ótti við mistök. Slæg- astur er sá ótti sem klæðist gerfi heilbrigðar skynsemi, og jafnvel speki, og fordæmir sem heimsku- lega, glæfralega eða fánýta ýmsa daglega breytni sem hjálpar til að viðhalda sjálfsvirðingu og mann- legri reisn. Það er hægara sagt en gert fyrir fólk sem búið hefur áram saman undir járnhæl óttans í ríki þar sem mátturinn er valdið að fría sig undan lamandi eituráhrif- um óttans. Engu að síður rís hug- rekkið upp hvað eftir annað, jafn- vel í löndum þar sem tortímingar- afl ríkisvaldsins er hvað ægilegast, því óttinn er ekki eðliseinkenni hins siðmenntaða manns. Uppspretta hugprýði og þolgæð- is andspænis óbeisluðu valdi er yfirleitt staðföst trú á friðhelgi sið- ferðilegra grundvallarreglna tvinn- uð saman við þá sögulegu tilfinn- ingu að þrátt fyrir margvíslegt andstreymi sé mannkynið ótvírætt á leið til andlegi'a og efnislegra framfara. Það er þessi hæfileiki til sjálfsbetranar og sjálfsendurlausn- ar sem hvað skýrast greinir mann- inn frá skepnunni. Að baki mann- legrar ábyrgðar liggur hugmyndin um fullkomnun, hvötin til að öðlast hana, gáfan til að finna veginn til hennar og viljinn til að fylgja þeim vegi - ef ekki á leiðarenda þá a.m.k. svo langt sem þarf til að heíjast upp yfir mannleg takmörk og tálmanir umhverfisins. Það er draumsýn mannsins um heim sem sæmir skyni gæddu siðmenntuðu mannkyni sem kemur honum til að áræða og þjást við að byggja upp þjóðfélag án skorts og ótta. Hugmyndir á borð við sannleika, réttlæti og samúð mega ekki miss- ast því þær eru oftsinnis einu brim- bijótamir sem duga gegn mis- kunnarlausu valdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.