Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 39 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Helgi Kolviðsson úr ÍK gefur hér fyrir mark Vals en Ágúst Gylfason er til vamar. Morgunbiaðið/Bjarni Víðismenn hefndu ófaranna frá 1987 Stigu á Laugardalsvöllinn í fyrsta sinn síðan eftir 0:5 tapið gegn Fram í bikarúrslitaleiknum 1987 og slógu íslandsmeistarana út VÍÐISMENN úr Garðinum komu í gærkvöldi inná Laugardalsvöll- inn í fyrsta skipti síðan þeir fóru út af honum eftir úrslitaleik bikarkeppninnar 1987 með 0:5 tap á bakinu. Nú var andstæðing- yrinn sá sami, Fram, keppnin sú sama, en skemmra á veg kom- in og úrslitin svo sannarlega önnur. Garðsbúar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 2:1. Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, sem var einn átta leikmanna liðsins í gær sem léku áðurnefndan úr- slitaleik, var að vonum kampakátur. „Við höfum lítið vilja tala um úrslitaleikinn, en rifjuðum hann lítillega upp fyrir leikinn í kvöld! Nú var möguleiki á að hefna fyrir hann og það tókst. Annars var þetta bara fyrri hluti hef ndarinnar — seinni leikurinn í deildinni er eftir hér á Laugardalsvelli," sagði Guðjón. Islandsmeistararnir voru mun meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér verulega hættuleg færi. Víðismenn drógu sig nokkuð ■(^■■■1 aftur eftir að hafa Skapti skorað snemma Hallgrímsson leiks, vörðust vel og skrífar léku oft ágætlega saman úti á vellin- um þegar færi gafst. „Það var sannarlega kominn tími á að við sigruðum í sumar. Við höfum átt það skilið áður en ekki tekist að klára dæmið fyrr en nú. Menn voru staðráðnir í að koma einu sinni brosandi frá viðureign við Framara og það tókst! Þetta rífur vonandi upp sjálfstraustið og baráttuandann," sagði Óskar Ingi- mundarson, þjálfari Víðis að leiks- lokum. Grétar Einarsson kom Víði yfir strax á 11. mín. með laglegu marki. Björn Vilhelmsson átti fallega send- ingu í gegnum vörn Fram, Grétar komst inn á teig og lyfti knettinum yfir Birki sem kom á móti. Vel að verki staðið. Framarar sóttu mjög fram að hléi, sköpuðu sér fáein sæmileg færi en ekkert þeirra nýtt- ist. Framarar héldu boltanum áfram mún meira eftir hlé og sókn þeirra bar árangur á 71. mín. Markið var glæsilegt: Ríkharður Daðason vann knöttinn úti á velli, renndi út til vinstri á Ásgeir Ásgeirsson sem sendi þegar í stað inn í miðjan teig þar sem Ríkharður var kominn og skallaði af miklum krafti í hornið. Skömmu fyrir markið átti Steinar Guðgeirsson hörkuskalla í stöng og Fram-sóknin hélt áfram eftir jöfn- unarmarkið. En aðeins sjö mín. síðar fögnuðu Víðismenn á ný. Grétar tók hornspyrnu frá hægri, Guðjón fyrirliði var á markteigs- horninu nær og fleytti knettinum aftur fyrir sig inn á miðjan mark- teig þar sem varnarmaðurinn Sig- urður Magnússon var algjörlega óvaldaður, henti sér fram og skall- aði markið. Mjög laglega ^ert, en vörn Fram var steinsofandi. Víðismenn börðust af krafti eins og þeir eru þekktir fyrir, en léku einnig ágætlega á milli sín. Leik- menn liðsins léku fast en ekki gróft, og uppskáru eins og til var sáð. Framarar voru ekki eins og þeir eiga að sér. Héldu knettinum að vísu vel innan iiðsins eins og þeir eru vanir, en lítið kom út úr því. Þeir söknuðu greinilega Þor- valdar Örlygssonar af miðjunni. Hann hefur leikið mjög vel undan- farið en meiddist á æfingu í fyrra- kvöld. En þó hann vanti á liðið að í kvöld KNATTSPYRNA Fjórir seinni leikir 16-liða úrslita Mjólkurbikarkeppninnar verða í kvöld og hefjast kl. 20. Sandgrasvöllur...UBK - Víkinj^ur Akureyrarvöllur.......Þór - IBK Stjörnuvöllur....Stjarnan - KA KR-völlur.............KR-ÍA TENNIS Tennismót Víkings hefst í kvöld og lýkur á sunnudag. geta miklu betur. „Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkuur — alger aulagangur,“ sagði Ríkharður Daðason á eftir. „Við vorum miklu meira með boltann, og eftir að við höfðum náð að jafna gerði ég ráð fyrir því að þeir myndu reyna að sækja meira og vöm þeirra því opnast. En það kom aldrei til því þeir skoruðu nánast strax. Við vor- um ekki nógu vel vakandi þegar hornið var tekið.“ Snérí aftur oggerði sigurmarkið Sigurður Magnússon, vamar- maður í liði Víðis, lagði skóna á hilluna eftir keppnistímabilið 1985, en dustaði síðan rykið af þeim aflur í vetur og fór að æfa með iiðinu. Sigurður sér örugglega ekki eftir því nú — hvað þá félagar hans og stuðningsmenn liðsins — því það var einmitt Sigurður sem gerði markið mikilvæga í gær- kvöldi. Síðara markið gegn ís- landsmeisturum Fram í Laugard- alnum, og kom liði sínu þar með áfram í Mjólkurbikarkeppninni. Sigurður Magnússon Þökkunv* fyrirad vera sloppnir ígegn * - sagði fyrirliði Vals eftir sigur á ÍK „ÞETTA var erfiður leikur og við þökkum fyrir að vera sloppnir í gegnum þetta,“ sagði Steinar Adólfsson fyrir- liði bikarmeistara Vals eftir að þeir höfðu tryggt sér 2:1 sigur gegn 3. deildariiði ÍK úr Kópa- vogi. Heimamenn komust 1:0 yf ir en það dugði þeim ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍK kemst í 16. liða úrslit og þetta er einnig fyrsta tap þeirra á heimavelli í bikarkeppni. Við vorum seinir í gang og þeir hegndu okkur fyrir það og þegar þeir skoruðu komst sjálfs- traustið í lag hjá þeim,“ sagði Stein- ar ennfremur og Skúli Unnar bætti því við að ÍK Sveinsson hefði leikið agaða skrifar o g góða knatt- spyrnu. „Þetta var gaman en erfitt. Það^ var rólegt í markinu í fyrri hálfeik en nóg að gera í þeim síðari,“ sagði Ragnar Bogi Petersen fyrirliði IK. „Við náðum að stöðva leik þeirra í fyrri hálfleik en þeir voru óhemju þolinmóðir í síðari hálfleik og léku sinn bolta,“ bætti hann við. Kópavogsliðið bytjaði af miklum krafti og það var ekki að sjá að þeir bæru mikla virðingu fyrir bik- armeisturunum. Þeir léku skynsam- lega, létu boltann ganga alveg frá aftasta manni með góðum árangri. Heimamenn skoruðu strax á 6. mínútu o g var það sérlega glæsilega að verki verið hjá Úlfari Óttars- syni. Hann fékk knöttinn við miðju, stakk sér á milli tveggja varnar-^ manna Vals og brunaði inn í teig- inn. Bjarni kom út á móti en Úlfar sendi knöttinn af öryggi framhjá honum. Valsmenn voru meira með knött- inn en spil þeirra náði ekki nema fram undir miðju, þá var allur botn úr leik þeirra. Mikil breyting varð á leik þeirra f síðari, hálfleik, þá gekk boltinn manna á milli upp all- an völl og það bar árangur. Ragnar Bogi markvörður ÍK bjargaði marsinnis meistaralega áður en Val tókst að jafna. Hörður Már átti fast skot að marki Vals á 68. mínútu sem Bjarni varði vel. Hann kastaði boltanurn^ fram á völlinn þar sem Magni fékk'* hann, gaf upp í hægra hornið á Baldur sem lék á varnarmann, og gaf fyrir. Við fjærstöng stóð Ágúst aleinn og gat ekki annað en jafnað. Sigurmark Vals gerði Sævar eft- ir fallegan samleik við Steinar. Hann gaf á Steinar út í hægra hornið, Steinar vippaði knettinum laglega inn á miðjana teiginn þar sem Sævar var mættur og skoraði með fastri kollspyrnu. ÍK-menn léku allir vel en þó eng- inn betur en fyrirliði þeirra og markvörður Ragnar Bogi, sem átti^ ailan teiginn eins og hann lagði sig auk þess sem hann var stór- skemmtilegur á milli stanganna. Vörnin var sterk með Ómar sem traustan stjórnanda og miðjumenn- irnir léku af mikilli skynsemi. Hjá Val voru Ágúst og Steinar traustir og léku vel fyrir liðið en aðrir náðu sér ekki almennilega á strik fyrr en í síðari hálfleik, en þá lék Valsliðið ágætlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.