Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Menningar- o g minningar sj óður kvenna 50 ára 50 AR eru liðin frá stofnun Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Haldið verður upp á afmælið með hátíðarfundi í Gerðubergi á morg- un, laugardag. Hugmyndina að stofnun sjóðsins átti Bríet Héðinsdóttir, en af form- legri stofnun varð þó ekki fyrr en rúmu ári eftir dauða hennar að börn hennar lögðu fram tvö þúsund kr. dánargjöf frá móður sinni. Það var á 85 ára afmælisdegi hennar 27. september 1941 og telst það stofndagur sjóðsins. Hefur sá dagur einnig verið fjáröflunardagur sjóðs- ins. Hlutverk sjóðsins hefur fyrst og fremst verið að styrkja konur til náms, jafnt hér á landi sem erlend- is með náms- og ferðastyrkjum. Ennfremur að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál kvenna. 335 konur hafa hlotið styrki úr sjóðnum til náms í ýmsum stnrfsgreinum. Margskonar listnám vegur þar þungt en einnig raunvísindanám og rannsóknar- störf. Auk styrkveitinganna er annar þáttur í starfi MMK að varðveita minningu mætra kvenna og karla. Sjóðurinn hefur gefið út æviminn- ingabækur alls í fimm bindum. Á Landsbókasafni er að finna handrit MMK-bókanna í veglegu bandi. Fyrsti formaður sjóðsins var Laufey Valdimarsdóttir, við stofnun 1941, Næst kom Katrín Thoroddsen sem gegndi formennsku í meira en 20 ár. Núverandi formaður er Hjör- dís Þorsteinsdóttir sem jafnframt er framkvæmdastjóri KRFÍ. Haldið verður upp á afmælið með hátíðarfundi í Gerðubergi laugar- daginn 28. september og hefst dag- skráin kl. 11.30. Sigríður Erlendsdóttir sagnfræð- ingur mun flytja erindi um sögu og starfsemi sjóðsins. Þar verða flutt ávörp og tveir nemendur Guð- mundu Elíasdóttur, Ása Lísbet Björgvinsdóttir og Vilborg Reynis- dóttir syngja einsöng og tvísöng við undirleik Láru Rafnsdóttur. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. „Stóra bókin“ þ.e. handrit MMK- bókanna sem í eru æviágrip og myndir 376 kvenna og karla verða til sýnis fyrir gesti og fjölmiðla á fundinum. í tilefni af 50 ára afmælinu verða gefin út sérstök hátíðarkort sem verða fyrst um sinn til sölu á skrif- stofu félagsins. Að lokum skal þess getið að sjóðurinn er í vörslu Kven- réttindafélags íslands. (Úr fréttatilkynningu) Agatha Kristjánsdóttir við eitt verka sinna. Málverkasýning í Eden AGATHA 'Kristjánsdóttir hefur opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Sýningin stendur til 7. október. Agatha fæddist í Reykjavík 31. júlí 1935 og er uppalin þar. Hún hefur stundað myndlist í átta ár og á þeim tíma verið í Mynd- listaklúbbi Háaleitis, svo og sótt ýmis námskeið. Hún hefur ferðast mikið og sótt sýningar og söfn. Einnig hefur Agatha stundað nám í píanóleik. Myndir hennar eru teiknaðar eft- ir eigin skissum og hugmynda. Þetta er önnur einkasýning hennar. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Reykholtsstaður. Austan við nýbyggingu kirkju og Snorrastofu er gamla kirkjan, skólahúsin þar austan og sunnanvið. Minningarhátíð Snorra Sturlusonar í Reykholti Borgarnesi. I TILEFNI af því að liðin eru 750 ár frá vígi Snorra Sturlusonar efndu skólanefnd héraðsskólans í Reykholti og sóknarnefnd Reyk- holtskirkju til minningarhátíðar í Reykholti síðastliðinn mánudag. Á annað hundrað manns komu að Reykholti af þessu tilefni. Minningarhátíð hófst með at- höfn í gömlu kirkjunni á Reyk- holti. Kirkjukórinn söng og sóknar- presturinn, séra Geir Waage, bauði gesti velkomna. Síðan var hátíðinni fram haldið í skólahúsi staðarins. Dagskráin þar hófst á erindi séra Þóris Stephensen, staðarhaldara í Viðey, um Snorra Sturluson. Þá sungu þeir Sigurður Rúnar Jóns- son og Njáll Sigurðsson nokkur gömul lög og Sigurður Rúnar lék á langspil. Nemendur Héraðsskól- ans í Reykholti lásu úr verkum Snorra og séra Jón Einarsson prestur á Saurbæ flutti_ erindi um skólastarf í Reykholti. í Reykholti er í smíðum ný kirkja' og bóka- skemman Snorrastofa. Þar verður meðal annars íbúð fræðimanns og aðstaða til bókmenntarannsókna. Ólafur Noregskonungur kom að Reykholti sumarið 1988 og færði þá Reykholti eina milljón norskra króna að gjöf frá norsku þjóðinni til uppbyggingar Snorrastofu. Síð- an hefur verið byggt að mestu fyrir söfnunar- og gjafafé frá inn- lendum og erlendum aðilum. Þá hafa Reykdælir jagt fram mikla sjálfboðsvinnu við uppbyggingu þessa mannvirkis. Við athöfnina á mánudag af- henti séra Þórir Stephensen pen- ingagjöf til kirkjubyggingarinnar. Séra Jón Einarsson, formaður Héraðsnefndar Borgfirðinga, færði Snorrastofu Islensku alfræðiorða- bókina að gjöf frá Héraðsnefnd- inni. Þá afhentu norsku sendi- herrahjónin, Per og Liv Aasen, peningagjöf frá Noregi og þeim sjálfum til byggingarinnar. - TKÞ. Gestir við minningarhátið í tilefni af 750 ára ártíð Snorra Sturlusonar. Á fremsta bekk er séra Geir Waage og norsku sendiherrahjónin Per og Liv Aasen. / ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ 1 BORGARNES V VIÐ Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF. r v\ \ | in \« '.á t \y\ \ 'A \ '• IfiÉJsXSímSém L 4 9 $6 i-íi"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.