Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 43 AFREKSMANNASJOÐUR ISI Fjórir styrktir til viðbótar Tvö sérsambönd ÍSÍ verðlaunuð og ellefu íþróttamenn styrktir til áramóta STJÓRN afreksmannasjóðs íþróttasambands íslands lagði til við framkvæmda- stjórn ÍSÍ í gær að 11 íþrótta- menn yrðu styrktir frá sept- ember til desember n.k. að báðum mánuðum meðtöldum og var erindið samþykkt. Sjö íþróttamenn voru styrkþegar sjóðsins frá áramótum til ág- ústloka, en fjórir bætast nú í hópinn. Eins var tillaga um að verðlauna Körfuknattleiks- sambandið og Handknatt- leikssambandið vegna Norð- urlandameistaratitla ungl- inga s.l. vor samþykkt. Nýju styrkþegarnir eru Krist- inn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, Magnús Már Ólafs- son, sundmaður úr Sundfélagi Suðumesja, Ingibjörg Arnardótt- ir, sundkona hjá Ægi, og Martha Ernstdóttir, hlaupari í IR. Þetta íþróttafólk fær 40 þúsund krónur á mánuði eins og Sigurður Matt- híasson, spjótkastari frá UMSE, Ingibjörg Arnardóttir Ragnheiður Runólfsdóttir, sund- kona í ÍA, og Vésteinn Hafsteins- son, kringlukastari frá HSK, sem voru fyrir í flokknum. Sigurður Einarsson, spjótkast- ari í Ármanni, fluttist úr neðri í Kristinn Björnsson efri flokk og fær nú 60 þúsund króna styrk mánaðarlega eins og Bjarni Friðriksson, júdómaður í Ármanni, Einar Vilhjálmsson, spjótkastari hjá ÍR, og Pétur Guð- mundsson, kúluvarpari frá HSK. Að mati sjóðsstjórnar á þetta Martha Ernstdóttir vegna frammistöðu unglinga- landsliða sambandanna s.l. vor, en þau urðu Norðurlandameistar- ar — handboltastrákarnir í Finn- landi og körfuboltapiltarnir í Stykkishólmi. Magnús Már Ólafsson íþróttafólk mikla möguleika á að tryggja. sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum á næsta ári og er þess vegna sérstaklega styrkt. Þá fengu HSÍ og KKÍ 250.000 krónur hvort samband í styrk KORFUBOLTI Ólafur Rafnsson Mike Dizaar til Hauka * Urvalsdeildarlið Hauka í körfu- knattleik hefur fengið Banda- ríkjamanninn Mike Dizaar til liðs við sig. Dizaar, sem er rétt um tveir metrar á hæð, kemur til landsins á mánudag og leikur með Haukum í fyrsta leik deildarinnar gegn Val 6. október. Haukar binda miklar vonir við manninn, en þeir urðu fyrir von- brigðum með annan Bandaríkja- mann, sem þeir réðu sem þjálfara og leikrftann og var sá látinn fara. Þeir léku því án útlendings gegn IBK í Reykjanesmótinu í gær- kvöldi, en töpuðu naumlega, 102:99. Þá vann UMFN UMFG 67:63. Ólafur Rafnsson, fyrrum leik- maður, hefur verið ráðinn þjálfari Hauka. IÞROTTASAMBAND ISLANDS Stefán Konráðsson JW ráðinn til starfa hjá ISI FRAMKVÆMDASTJÓRN íþróttasambands íslands ákvað á fundi sínum í gær að ráða Stefán Konráðsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra ÍSÍ og kemur hann til starfa í desember n.k. Ellert B. Schram tók formlega við sem forseti ÍSÍ í gær. „Það er mikill fengur að fá Stefán til starfa hjá okkur,“ sagði Ellert við Morgunblaðið um ráðninguna. Stefán lætur af starfi fram- kvæmdastjóra Knattspyrnusam- bands íslands að loknu ársþinginu í byijun desember og flytur þá í næsta hús. „Ég óska Snorra Finp- laugssyni, sem tekur við af mér, velfarnaðar í starfi. Ég tel mig hafa komið á góðum skipulags- breytingum á skrifstofu KSÍ og er viss um að hann tekur við góðu búi.“ Stefán hefur verið rúmt ár hjá KSI, en var áður hjá ÍSÍ. „Það má’ segja að ég sé að fara aftur heim, því strax og ég lauk námi í Noregi fékk ég starf hjá ÍSÍ,“ sagði Stefán. „Ég fékk góða skólun hjá Sveini Björnssyni heitnum og hans mönn- um og er mjög spenntur að fara að starfa með Ellerti B. Schram. Það eru gífurlega mörg spennandi verkefni framundan í íþróttaheim- inum og ég vænti góðs samstarfs við alla í hreyfingunni." sagði Stef- án. KNATTSPYRNA Snorri verður fram- kvæmdastjóri KSÍ SNORRI Finnlaugsson verður næsti framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands íslands og tekur hann við starfinu að loknu ársþinginu í desember. Þetta var ákveðið á stjórnar- fundi KSÍ ígær. Snorri var kjörinn í varastjórn KSÍ á síðasta ársþingi fyrir tæpum tveimur árum. Hann hefur verið formaður mótanefndar og í landsliðsnefnd U-16 ára karlaliðs- ins, en lætur af þessum störfum, þegar hann tekur við sem fram- kvæmdastjóri. „Ég lagði til á stjórnarfundinum að Snorri yrði ráðinn, þar sem hann er öllum hnútum kunnugur hjá okk- ur og veit að hverju hann gengur," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við Morgunblaðið að loknum stjórnarfundinum í gær. Snorri sagðist hafa fallist á að taka að sér starfið eftir nokkra umhugsun. „Það sem gerir þetta Snorri Finnlaugsson sérstaklega spennandi er að ég kem að mjög góðu búi, bæði fjárhags- lega og skipulagslega, því Stefán -Konráðssonr-hefur gert hér mjög góða hluti.“ Fáir áhorfendur vitni að sigrinum gegn Spánverjum Aðeins 3.893 greiddu að- gangseyri á leik íslands og Spánar - besta leik sem íslenskt knattspyrnulandslið hefur sýnt. Það voru því grátlega fáir áhorf- endur sem urðu vitni að hinum frækilega sigri íslands - mesta sigri í knattpyrnusögu landsins. „Það er sorglegt hvað fáir áhorf- endur urðu vitni að þessum sigri,“ sagði Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ. „Þetta má rekja til þess sem á undan hefur gengið.“ Það er greinilegt að knatt- spyrnuunnendur hafí verið búnir að gefast upp; verið búnir að fá sig fullsadda af varnarleik íslenska liðsins. Það var ekki ' rhérkilég knáttsþy rn'a sém íslenska liðið sýndi gegn lélegu dönsku liði á dögunum, þar sem var pakkað í vörn eins og svo oft áður. Eftir sigurinn gegn Spán- veijum er nýtt tímabil hafið í íslenskri knattspyrnusögu. Það verða því örugglega fleíri áhorf- endur sem styðja við bakið á íslenskum knattspyrnumönnum þegar undankeppni heimsmeist- arakeppninnar hefst á næsta ári. Þess má geta til gamans að 6.818 áhorfendur greiddu að- gangseyri á leik íslendinga og Spánveija í undankeppni Evrópu- keppni landsliða 1983 og áhorf- endur voru 10.400 þegar þjóðirnar léku á LaUgardalsvellinum 1985 í undankeppni HM í Mexíkó 1986. ÍÞRÓmR FOLK ■ GUNNAR Gíslason hefur tekið tilboði KA um að hann þjálfi KA- liðið næsta sumar. Gunnar mun einnig leika með KA í 1. deildar- keppninni. ■ SIGURVIN Ólafsson gerði fyrra mark U-16 ára landsliðsins gegn N-lrlandi í fyrradag, en ekki Sigurbjörn Hreiðarsson eins og stóð í blaðinu í gær. Þetta leiðrétt- ist hér með og er beðist velvirðing- ar á mistökunum. ■ VISA ÍSLAND hefur veitt spjótkösturunum Einari Vii<__ hjálmssyni og Sigurði Einarssyni sérstakan afreksstyrk fyrir að þeir komust í úrslitakeppnina í spjót- kasti á heimsmeistaramótinu í Tókýó á dögunum. Þeir fengu kr. 100 þús. í styrk frá fyrirtækinu. ■ GORAN Micic, leikmaður hjá Þróttiog fyrrum leikmaður Víkingsliðsins í knattspvrnu, hefun^- ákveðið að leika ekki næsta keppn- istímablt friéð Þrótti, eri harin verð- ur þó áfram hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.