Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 -4—.------U JC4£L/V\*N'siA- OAKN/IFÖT „þe£&C tö't i/óru sniSirvcí þig* þetta^ cr- þab ópLgtCL&teí. se**c [//JAófarn." Steinkast Það stendur yfir viðgerð á Reykj- anesbraut og ég ásamt dætrum mínum fór til Keflavíkur á sunnu- daginn var. Þegar við vorum komn- ar miðja vegu milli Straumsvíkur og Voga mættum við fólksbíl sem steinn skaust undan hjólinu á og í hliðarrúðuna á okkar bíl. Steinninn mölbraut rúðuna og það var mesta mildi að ekki hlaust siys af._ Þetta kostaði 16 þúsund krónur. Ég tek fram að við vorum á nýlegum Toy- ota bíl. Mér finnst það lágmarks krafa þegar verið er að gera við vegi, að starfsmenn fjarlægi steina sem liggja á veginum. Fólk í Keflavík sagði mér að það hafi þó_ nokkrir bílar lent í þessu sama. Ég vona að Vegagerðin taki þetta til athugunar. 5670-6054 Verði þér að góðu. Ég er band- Bara sólbekkjaauglýsing... ormur ... HÖGNI HREKKVlSI „ÉG ÆTL.API AE> FvK ikNApAN P£NIHG ÓR.D!>NONMl HANS HÖGNA . . . . • EM HAMN HERJR FRysT ElGOR SÍNAR." Hjólkopp- um stolið Hjólkoppum af Audi-bifreið var stolið miðvikudagskvöldið 25. sept- ember við Aðalsbílasöluna. Þeir sem geta gefið einhyeijar upplýsingar eru beðnir að hafa samband við bílasöluna eða sá sem tók þá að skila þeim á sama stað. Það læra börnin Ég vil beina þeim tilmælum til allra presta þjóðkirkjunnar að á næstkomandi vetri hefji þeir að kenna fermingarbörnum sinum sem flest af sálmalögum sem sungin eru við almennar guðsþjónustur. Að hugsa til þess að mjög stór hópur fólks kann ekki þessi fallegu lög! Sumir segjast jafnvel aldrei hafa heyrt þau. Verði þetta fram- kvæmt sem minnst var á, mun það auka kirkjusókn og um leið koma í veg fyrir breytingar til hins verra á hinu gamla og góða messuformi. J.H. Þessir hringdu . .. Ókominn vinningur Hulda Jakobsdóttir hringdi. Hún taldi að aðstandendur „Fanta-leiksins“ yrðu að taka sig á. Aðallega hefðu börn og ungl- ingar tekið þátt í þessum leik, þ. á. . sonur hennar. Nöfn hefðu verið birt i blöðunum og sagt að vinningar kæmu síðar. En á því hefði orðið bið. Hún hefði hitt stúlku í búð sem var að kynna nýjan „Fanta-leik“ og borið þetta undir hana. Sú hefði gefíð sér upp símanúmer til að hringja í en þar svaraði ekki. Svona mætti alls ekki standa að málum, sérstak- lega þegar krakkar ættu í hlut. Reiðhjól frá Rekagranda Fimm ára snáði varð fyrir því að splunkunýja reihjólið hans hvarf úr reiðhjólageymslu á Reka- granda 3, laugardaginn 21. sept- ember. Hjólið er 18 tommu strákahljól áf gerðinni „Rally- Kent“ og á stöng stendur „K-14“. Stýrisstöng er með grænum og apelsínugulum neonlitum. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eða geta veitt einhverjar upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 12144. Fundarlaun. Veski „Yfir strikið" Harold hringdi. Hann var staddur helgina 21—22. septemb- er fyrir utan veitingahúsið „Yfir strikið" í Ármúlanum og glataði þar svörtu peningaveski með skil- ríkjum ug öðrum pappírum. Þetta tap væri mjög bagalegt. Ef ein- hver kynni að hafa rekist á vesk- ið, er sá hinn sami beðinn um að hringja í síma 656005. Gleraugu á Þingvöllum Kona hringdi og greindi frá því að hún hefði á góðviðrisdegi, væntanlega sunnudeginum 15. september, fundið gleraugu rétt hjá Öxará ekki ijarri veitinga- staðnum „Valhöll“. Gleraugun eru í silfurumgjörð, bein að ofan og sýnist konunni að hér sé um lestr- argleraugu að ræða. Gleraugun er stór um sig og trúlega karl- mannsgleraugu. Eigandi getur hringt í síma 32695. Týnd lyklakippa Lyklakippa týndist, væntanlega þriðjudaginn 17. september, við Hringbraut/MikLubraut, hugsan- lega á kaflanum frá Landspítalan- um að Kringlunni. Lyklakippan er auðþekkjanleg, bronslituð með keðju og þar á hangir lítið svín. Finnandi gjöri svo vel að hringja í Ernu í sfmum 73220 eða 76546. Víkverji skrifar Fyrir nokkrum dögum reifst Víkverji svolítið ýfir merking- um starfsmanna gatnamálastjóra við gatnaframkvæmdir í höfuðborg- inni. Enn er ástæða til að árétta gagnrýnina á merkingarnar, í þetta sinn með áþreifanlegu dæmi. Und- anfarna viku hafa borgarstarfmenn verið að malbika Garðastrætið og því hefur gatan verið lokuð. Víkveiji er vanur að aka niður Túngötuna á leið til vinnu, beygja svo til vinstri norður Garðastrætið, fara niður Vesturgötuna og af henni inn í Grjótaþorpið. Eina skiltið, sem var- ar við lokun Garðastrætis, hefur verið sett upp á horninu þar sem framkvæmdirnar fara fram og öku- menn hafa því ekkert ráðrúm til að velja sér aðra leið. Bílstjórar, sem ætla að komast niður í Gijótaþorp, mega ekki beygja til vinstri inn í Aðalstrætið, og verða því að snúa bílum sínum á Túngötunni, sjálfum sér og öðrum ökumönnum til ar- mæðu, aka aftur upp Túngötuna beygja niður Ægisgötuna. í þessu tilfelli átti að sjálfsögðu að vera skilti ofarlega á Túngötu, sem varaði menn við lokun Garða.stræt- isins, svo þeir gætu valið Ægisgöt- una til að komast niður í bæ. Gatna- málastjóri verður að segja sínu fólki betur til um merkingar — reyndar ætti heilbrigð skynsemi að duga í flestum tilfellum. xxx Víkveiji sá um^jlaginn vegg- spjald frá ungum jafnaðar- mönnum, þar sem hugmyndum um skólagjöld er mótmælt. I stuttum texta veggspjaldsins eru ekki færri en fjórar stafsetningar- og málvill- ur. Kannski yrðu skólagjöld til þess að bæta íslenzkukennsluna í skól- unum svo ungviðið kæmist hjá því að gefa út villur á veggspjöldum. xxx > * Iframhaldi af þessu nöldri yfir íslenzkukunnáttu æskunnar er ekki úr vegi að gera örlitla bragar- bót fyrir Morgunblaðið, sem auglýs- ir: „Morgunblaðið góðann daginn“ í tímaritinu Stjórnun, sem nýlega er komið út. Þarna er éinu n-i of- aukið og hefði mátt lesa auglýs- ingatextann betúr yfir. Víkveiji skreppur stundum aust- ur fyrir fjall um helgar og ekur þá gjarnan aftur í bæinn á sunnudagskvöldi. Nú, eftir að farið er að hausta og skyggja, er það segin saga að í Svínahrauni mynd- ist bílalest sem endist þar til komið er til Reykjavíkur. Og í hvert skipti, sem Víkveiji lendir í slíkum lestum, fyllist hann forundran á aksturslagi margra ökumanna. Á þessum skásta vegi landsins ætti að vera hægt að halda jöfnum 80-90 kíló- metra hraða, jafnvel í bílalestum. En undantekningarlaust er eins og þessar bílalestir séu í hálfgerðum torfæruakstri, aki hratt á köflum en hægi ferðina þess á milli, jafn- vel niður í 40-50 kílómetra hraða með tilheyrandi bremsuljósum. Og sífellt eru einstaka ökumenn að reyna að aka framúr allri lestinni í áföngum, og demba sér inní hana aftur þegar bílar koma á móti. Víkveiji spyr einfaldlega: lúta bíla- lestir einhveiju náttúrulögmáli eða eru einfaldlega svona margir lélegir ökumenn til hér á landi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.