Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 27 Barátta í hæsta gæðaflokki __________Skák______________ Margeir Pétursson ANATÓLÍ Karpov, fyrrum heimsmeistari, tók forystuna á heimsbikarmóti Flugleiða í gær með því að vinna biðskák sína við Valerí Salov. Karpov hefur þar með hlotið tvo og hálfan vinning, en þeir Salov, Chandl- er og Ljubojevic koma næstir með tvo vinninga. Þetta er í fyrsta skipti sem Karpov nær að leggja Salov að velli. Fjórða umferð mótsins hefst í dag kl. 18.10 á Hótel Loftleiðum. Þá hefur Karpov svart gegn Alex- ander Beljavskí. Jóhann Hjart- arson hefur hvítt gegn Júgósla- vanum Predrag Nikolic. Búast má við hörkuviðureign þeirra Beljavskís og Karpovs, því Beljavskí sættir sig aldrei við bar- áttulaust jafntefli með hvítu eins og margir stórmeistarar gera gegn Karpov, nýjasta dæmið er Lajos Portisch í annarri umferð heimsbikarmótsins. Karpov hefur yfirleitt vegnað vel gegn Beljavskí, sérstaklega upp á síðkastið. Jóhann lagði Nikolic að velli með hvítu á heimsbikarmóti Stöðvar tvö 1988 og mun vafa- laust reyna að leika sama leikinn nú. Af öðrum skákum í dag má nefna að Timman hefur hvítt gegn Seirawan og reynir þá örugglega að hefna fyrir óvænt tap í einvígi við Bandaríkjamanninn um síðustu áramót. Heimsbikarmótið hefur farið fremur rólega af stað, 18 skákum af 24 hefur lokið með jafntefli og virðist svo sem margir keppenda treysti sér ekki fyllilega til að taka áhættu svo snemma móts. Vasilí ívantsjúk hefur enn ekki fundið sig fyllilega, það er skiljan- legt að hann þurfi tíma til að sleikja sárin eftir hið óvænta og slysalega tap fyrir Júsupov í einvígi þeirra í ágúst. Margir skákáhugamenn hafa þurft að bíða í tvo áratugi eftir að sjá Karpov tefla hérlendis og hingað kom hann aldrei sem heimsmeistari þrátt fyrir fjölda boða. En nú er kappinn loksins kominn og byijunin lofar góðu, eftir tvær glæsilegar sigurskákir gegn Speelman og Salov er ljóst Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Tvennir tímar („En handfull tid“). Sýnd á norskri kvik- myndaviku í Háskólabíói. Leik- stjóri: Martin Asphaug. Hand- rit: Erik Borge. Kvikmynda- taka: Philip Oegard. Noregur. 1989. Það er óhætt að segja að aðal- persónan í norsku myndinni Tvennir tímar („En handfull tid“) lifi í fortíðinni. Martin gamli (Espen Skjönberg) er á elliheimili en hugur hans er víðsfjarri í tíma og rúmi. Það sækja á hann minn- ingar frá því hann var ungur maður og ástfanginn. Þeim fylgir sterk og sársaukafull sektar- kennd vegna atburðar sem olli dauða konunnar hans og var í rauninni athugunarleysi hans að kenna. Fyrir þetta vill hann bæta ef hann getur. Pinna frið í sálinni eftir öll þessi ár. Og fyrirgefn- ingu. Tvennir tímar minnir lítið eitt að aðrir keppendur verða mjög að herða sig ef þeir ætla að veita honum keppni um efsta sætið. Það var þung undiralda í viður- eign þeirra Karpovs og Salovs. Ekki aðeins í flókinni stöðubarátt- unni á skákborðinu sjálfu heldur líka vegna þess að fyrir fimrn árum aðstoðaði Salov Karpov í einvíginu við Kasparov í London og Leningrad. Það slitnaði þó fljótlega upp úr samstarfi þeirra, en svo virðist sem Salov hafi lært allnokkuð af því. Hann er einn örfárra skákmanna sem hefur kunnað tökin á Karpov. Fram að mótinu í Reykjavík hafði hann aldrei tapað fyrir heimsmeistaran- um fyrrverandi en náð að leggja hann að velli á heimsbikarmótinu í Rotterdam 1989. Það tap lagðist svo illa í Karpov að hann tapaði næstu tveimur líka og missti þar með efsta sætið á mótinu og líka í heimsbikarkeppninni sjálfri. En hér í Reykjavík var stund hefndarinnar runnin upp. Karpov sýndi sínar beztu hliðar í stórkost- legri baráttuskák: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Valerí Salov Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Bb7 5. Bg2 - Be7 6. Rc3 - Re4 7. Bd2 - Bf6 8.0-0 í hinni örlagaríku skák í Rotter- dam 1989 lék Karpov hér 8. Hcl, sem gaf kost á 8. — Bxd4! 9. Rxd4 — Rxc3 og Karpov varð að á Börn náttúrunnar því Martin strýkur af elliheimilinu og reynir að ná þangað sem hinir örlaga- ríku atburðir ungdómsáranna áttu sér stað. En annars er um tvær gerólíkar myndir að ræða. Þessi norska mynd er að mestu sögð í afturhvarfi og fæst við sektarkennd og fyrirgefningu og svipi fortíðar, söknuð ást og dauða á oft sláandi harkalegan hátt, spennandi og áhrifaríkan. Rauði þráðurinn í Tvennum tímum er falleg, tregablandin ástarsaga Martins og stúlkunnar hans, Önnu (Camilla Ström Hen- riksen). En það eru björtu hlið- arnar. Leikstjórinn, Martin Asp- haug, gefur ekkert eftir þegar kemur að lýsingu á siijaspelli og ofbeldisfullum föður Onnu sem ræðst á þau á löngu ferðalagi þeirra yfir fjöll og fírnindi svo minnir jafnvel á þriller eins og „Deliverance“ í köldu og hijóst- ugu fjallalandslagi Noregs. Landslagið er reyndar kjörið fyrir þá miskunnarlausu hörku sem skýtur reglulega upp á yfirborðið. láta drottninguna með 10. Bxb7 — Rxdl 11. Hxdl — c6 og staðan varð mjög flókin. í skák sömu manna á sovézka meistaramótinu 1988 eyddi Karpov leik til að þvinga strax fram uppskipti á riddaranum á e4: 8. Dc2 - Rxd2 9. Dxd2 - d6 10. 0-0 - 0-0 11. d5 - e5. í þeirri skák komst Karpov ekkert áfram og lenti í vörn, þótt skák- inni lyktaði með jafntefli. 8. - 0-0 9. Hcl — d6 10. d5 - Rxd2 11. Dxd2 - De7 Það er athyglisvert að Salov skuli ekki leika 11. — e5, en þá hefði skákin líklega tekið svipaða stefnu og viðureign þeirra á sovézka meistaramótinu 1988. Karpov lék reyndar þeim leik sjálfur með svörtu gegn Torre í Brussel 1987. 12. e4 - Rd7 13. Rd4 - Bxd4 14. Dxd4 - e5 15. Dd2 - a5 16. f4 - Rc5 17. f5 Niðurstaðan út úr byijúninni er sú að Karpov hefur talsverða yfirburði í rými. Öll miðborðspeð hans eru hins vegar negld niður á hvftum reitum, svo biskupinn á g2 virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér. Karpov byijar á að stað- setja hann á bezta reitnum, dl, þar sem hann getur haft áhrif bæði á kóngs- og drottningar- væng. 17. - f6 18. Bf3 - g5 19. b3 - Bc8 20. Bdl - Bd7 21. a3 - Ha7 22. b4 - Rb7 23. Hf2 - Eins og í hrollvekju bíður maður allan tímann eftir að eitthvað hræðilegt komi fyrir unga fólkið í basli sínu. Ferðalag þeirra er einhvern veginn dauðadæmt frá byijun. Á milli þess sem horfið er aftur til fortíðar segir frá vegferð Mart- ins á gamals aldri þegar hann heyrir rödd hinnar löngu látnu Önnu og telur sig geta bætt fyrir vangá sína takist honum að kom- ast í fjallakofann þar sem Anna lét líf sitt af barnsförum 50 árum fyrr. En leið hins gamla manns er torfær og erfið. Tvennir tímar er fyrsta mynd leikstjórans Martins Asphaugs í fullri lengd. Hvergi er þó annað að sjá en að hér sé á ferð verk fullþroskaðs kvikmyndagerðar- manns. Hann hverfur fram og aftur í tíma í frásögninni án þess að mann nokkurntímann reki í vörðurnar og tengir næsta óskeikull saman tvö ólík tímabil og tíðaranda. Myndataka Philip Oegard er einkar hreyfanleg og lífleg, einkennist mikið af krana- tökum, og persónur og leikendur falla sérlega vel inní söguna. Reyndar eru bresku leikararnir Nigel Hawthorne og Susannah York í hlutverki engla undir lokin . óþarfa viðbót og lítt skiljanleg. Rd8 24. De3 - axb4 Það er vissulega mikilvæg ákvörðun að opna a-línuna, en Salov er að draga úr áhrifum c4-c5-framrásarinnar sem vofir yfír. Eftir 24. — Rf7 25. c5 væri of seint að ieika 25. — axb4 vegna 26. cxb6. 25. axb4 - Rf7 26. h4 Gefur svarti kost á að opna línu á kóngsvæng og Salov bítur á agnið skömmu síðar. 26. - Kh8 27. Kfl - Hg8 28. Hcc2 - Df8?! Þetta er afskaplega afdrifarík- ur leikur sem af framhaldinu að dæma er rangur. Með honum gefur Salov a-línuna eftir, hann getur ekki lengur svarað 29. Ha2 með 29. — Hga8. Greinilega telur hann mótspil sitt á kóngsvæng geta gefið sér nægileg færi, en stöðumat Karpovs reynist réttara. Flóttinn með kónginn yfir á drottningarvæng er stórkostleg og lærdómsrík lausn, sem fáir geta leikið eftir. 29. Ha2 - Hxa2 30. Hxa2 - gxh4 31. gxh4 — Dg7 32. Kel - Rh6 33. Ha7 - Be8 34. Kd2 - Dg2+ 35. Kcl - Rf7 Nú fellur hornsteinn svörtu peðastöðunnar á c7, en úr því svartur var búinn. að gefa a-línuna eftir verður hann að beita öllum sínum krafti í mótspilið. 36. Hxc7 - Hg3 37. Dd2 - Dh3 38. Kb2 - Kg7 39. Hc8 - Bd7 40. Hc7 - Be8 41. Be2 - Dxh4 42. c5! - bxc5 43. bxc5 - Kf8 44. c6 - Dh2 45. Hc8 - Df2 46. Hb8 - Dc5 47. Dc2 - Rg5 Þótt Karpov sé með geysilega öflugt valdað frípeð á c6 virðast menn svarts þó vera mjög virkir, auk þess sem hann er með fjar- lægt frípeð á h-línunni. En það HEIMSBIKARMÓT FLUGLEIÐA munar miklu að biskupinn á e8 er óvirkur og getur ekki tekið þátt í sókn að kóngsstöðu hvíts. Tilfæringar Karpovs. í næstu leikj- um eru mjög lærdómsríkar. 48. Hb3 - Hg2 49. Hb5 - Da7 50. Dd3 - h5 51. Dc4 - Dd4 52. Kb3 - Hg3 53. Kc2 - Hg2 54. Kb3 - Hg3 55. Kc2 - Hg2 56. Dd3 - Da7 57. Hb7 - Dc5 58. Hb5 - Da7 59. Hb7 - Dc5 60. Kb3 — li4 61. Dc4! Eftir tíu leikja þóf er Karpov kominn með stöðu þar sem svart- ur getur ekki komist hjá drottn- ingarkaupum. 61. — Dxc4+ 62. Bxc4 Hér fór skákin í bið. Staða svarts er vonlaus eins og sézt bezt af afbrigðinu 62. — h3 63. Hc8 - h2 64. c7 - hl=D 65. c8=D — Dh5 66. Bb5 og hvítur verður manni yfir. Salov hugsaði sig í dágóða stund um biðleikinn og þegar skákin var tefld áfram í gær reyndi hann árangurslaust að finna björgunarleið. Karpov notaði hins vegar aðeins fimm mínútur á biðskákina. 62. - Rf3 63. Bb5 - Rd4+ 64. Kc4 - h3 Eða 64. - Rxb5 65. Rxb5 - h3 66. Hh7 65. c7 - Rxb5 66. c8=D - h2 67. De6! og Salov gafst upp, því 67. — hl=D er aufvitað svarað með 68. De7+ og r íátar. Þeir sem hafa skoðað þessa skák skilja væntanlega betur hvers vegna Karpov hélt heims- meistaratitlinum í heil 10 ár. Mórgunblaðið/Bjarai Við upphaf biðskákarinnar í gær. Þegar henni var lokið hafði Karpov náð forystunni af Salov. Norsk kvikmyndavika: Tvennir tímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.