Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 11 Ný viðhorf Myndlist Bragi Asgeirsson Meira en sennilega kemur ein- hverjum yfírskrift þessarar listrýni spánskt fyrir sjónir, þegar ég hef að rita um sýningu Kristínar Gunn- laugsdóttur í listhúsinu Nýhöfn. Sýningin túlkar nefnilega ekki það, sem kennt er við núlistir á síð- ustu tímum, heldur er myndefnið sótt í áhrif frá Toskana-skólanum ítalska og þá aðallega í Flórenz, þar sem Kristín hefur verið við nám undafarin þijú ár. Áður dvaldi hún vetrarlangt í Róm og hefur vafalít- ið sótt áhrif þangað að hluta, og þess má geta að hún bjó þar í nunnuklaustri. Trúarleg myndlist fór að höfða til hennar áður en hún hélt utan svo sem sjá mátti á út- skriftarmyndum hennar úr MHÍ fyrir fjórum árum, svo að ekki sótti hún þau til Ítalíu, heldur fann sam- hljóm með þeim þar. Hún hefur og einnig lagt fyrir sig gerð íkona- mynda og er trúlega lærðust íslend- inga í þeirri tækni. En það er margur hátturinn að nálgast nútímann í gegnum fortíð- ina, og þótt Flórenz sé íhaldssöm borg hafa ýmsir nafnkenndir nútím- amálarar numið þar eða búið um árabil og má meðal ágætra nefna Fernando Botero, er málar með tækni gömiu meistaranna og var samtíða Erró þar í borg á sínum tíma, en þeir eru jafnaldrar. Kól- umbíumaðurinn dvaldi í Bologna og Flórenz, en nam annars við Fag- urlistaskólann í Madrid. Hinn svonefndi Flórenz-skóli í málverkinu, sem stóð frá byrjun fjórtándu aldar til loka hinnar sext- ándu er svo lifandi og merkilegur, að það má vera skrítinn nútímamál- ari sem ekki getur sótt eitthvað til hans, þótt ekki væri nema óbein áhrif. Þetta hófst allt með Giotto di Bondone (fæddur í smáþorpi í grend við Flórenz sirka 1267, dáinn í Flórenz 1337), sem lagði grunninn að nýjum kafla í málverki megin- landsins og starfaði í Flórenz, Ass- issi, Róm, Padua, Rimini, Neapel, Mílanó og sennilega einnig Avign- on. Nokkuð mikil yfirferð á þeim manni og alls staðar skildi hann eftir sig einstök listaverk, sem jafn- vel nútímamálarar leita til. Nafn- kenndasti skrásetjari lista endur- reisnartímabilsins, Giorgio Vasari, (fæddur í Arezzo 1511, dáinn í Flór- enz 1574), sem var í senn málari, húsameistari og rithöfundur, taldi að í verkum Giottos hefði fyrsta þrepi endurfæðingar „rinascita“ verið náð, sem hefði einungis verið mögulegt með ríkri samkennd með náttúrunni og í eins konar samkom- ulagi við hana. Giotto telst þannig hafa lagt grunn að („undirstöðustein" eins og það heitir á útlensku) blóma- skeiði endurreisnartímabilsins í Flórenz. Það var þetta með endurfæðing- una sem ég vildi leggja áherslu á, því að listin er alltaf að endurfæð- ast, en er hins vegar aldrei eingetin og því síður ijarstýrður, staðlaður tilbúningur. Hún telst af holdi og blóði og rótföst við náttúruna, en ekki kaldur tölvustýrður útreikn- ingur. Þannig hefur verið í aldanna rás og er ennþá og því geta listamenn alltaf sótt til smiðju fortíðarinnar með góðri samvisku. Þetta hefur Kristín Gunnlaugs- dóttir einmitt gert og það kallaði á þessi aðfararorð til dýpri skilnings. Hún hefur valið sér óvenjulega og erfiða námsbraut, vinnur út frá gömlum hugmyndum en klæðir þær um sumt í nýjan búning og þær myndir eru að mínum dómi einna hrifmestar á sýningunni, eins og t.d. hin stóra mynd „Boðun Maríu“ (12), sem ég tel eftirtektarverðustu mynd sýningarinnar fyrir það hve vinnubrögðin eru hrein og sérstæð. Þessi mynd er að öllu leyti byggð upp á ljósum litblæbrigðum og er einhvern veginn svo heildstæð og látlaus auk þess sem hún býr yfir ríku trúarlegu innsæi. Af líkri gerð en eldri er hin einfalda en áhrifarí- ka mynd „Stúlka með bolta“ (3). Kunningj akí mm Hljómplötur Árni Matthíasson Sniglabandið hefur verið helsta gamansveit landsins síðustu miss- eri á þá lund að láta allt flakka í fullkomnu ábyrgðarleysi. Sveit- ina skipa snjallir hljóðfæraleikarar sem vert er að upplifa á tónleikum fyrir troðnu húsi, því það er þann- ig sem sveitin skarar framúr. Mis- jafnlega hefur tekist til með plötur Sniglabandsins í gegnum tíðina, en á pappírnum virðist skothelt að gera með sveitinni tónleika- piötu. Snemma í sumar gerðu sveitarmenn einmitt það, þegar þeir sendu frá sér plötuna rativflá- hgosnieðitálikkeðivmuteG? (sem útleggst: Getum við ekki látið eins og hálfvitar? — afturábak). Á þeirri skífu eru upptökur af tón- leikum Sniglabandsins í Gauknum í febrúar á þessu ári. Það er í samræmi við stefnu sveitamanna að á plötunni mis- þyrma þeir lögum úr ýmsum átt- um; þar á meðal Honky Tonk Woman (Himpi gimpi gella), Ryk- sugan á fullu og Paradísarfuglin- um. Nokkuð hefur verið spiluð í sumar reggíútsetning á Wild Thing (að hætti Dread Zeppelin) og sem slíkt er lagið allvel heppn- að, þó fulllangt sé. Rudolf er og snjall grautur af Þey-laginu kunna og bandarískri jólavísu og þýski kaflinn í miðju lagi ótrúlegt rugl. Sveitinni tekst einmitt best upp þegar hún er að hræra saman lögum og skreyta með tilvísunum í ýmsar áttir, en lakar þegar sveit- armenn eru að vera alvariegir, eins og t.a.m. í Little Wing, sem ekki gengur upp þrátt fyrir ágæt- ar rispur í útsetningu, og í 750 cc blues, sem er heldur máttlaust flutt. Helsti galli plötunnar er hve hljómur er „þunnur“, því þegar platan er spiluð hátt, sem líklega er ætlunin, vantar botn og kraft. Ekki er þó rétt að leggja á afurð- ina sömu mælistiku og á „alvar- legri" útgáfu, en það má kvarta yfir því að kunningjakímnin skilar sér ekki alltaf til áheyrenda. Góðir gestir í Grindavíkurkirkju Grindavik. ALMENN messa verður í Grindavík- urkirkju nk. sunnudag, 29. septemb- er, kl. 14. Auk heimamanna taka gestir frá Fáskrúðsfirði þátt í mess- unni og Fáskrúðsfirðingafélagið mun annast kirkjukaffi í safnaðar- heimilinu eftir messu. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Grindavík er ættuð frá Fáskrúðsfirði. Kjartan Olafsson syngur stólvers og leikur undir söng Berglindar Óskar Agnarsdóttur í kaffisamsætinu en þau eru einnig frá.Fáskrúðsfirði. Organisti er Sigu- róli Geirsson og kirkjukórinn syngur. Ferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni í boði Fáskrúðsfirðingafélagsins og verður lagt af stað kl. 13 með Vestfjarðaleið. í fréttatilkynningu kemur fram að allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjuna og vonast er eftir fjölmenni. F.Ó. Orgeltónleikar ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Frá því um miðjan ágústmánuð hafa Selfyssingar fagnað því að orgel Selfosskirkju hefur verið nýlega stækkað og lagfært, með röð tónleika, þar sem bæði inn- lendir og erlendir orgelleikarar hafa leikið mörg af meistaraverk- um tónlistarsögunnar. Þeir sem þar áttu hlut að voru: Glúmur Gylfason, orgelleikari við Selfoss- kirkju, sem flutti tónverk eftir J.S. Bach, Buxtehude, Hándel, Reger og Franck, dr. Ortulf Punner, en hann lék öll orgelverk Mozarts, dr. Karen De Pastel, orgelleikari frá Vín, með verk samin á 18. öld, Bjöm Sólbergs- son, en á efnisskrá hans voru verk eftir J.S. Bach og franska meistara, eins og Franck, Boell- mann, Messiaen og Vieme. Á lokatónleikunum lék Friðrik Vignir Stefánsson en hann hljóp í skarðið fyrir sænskan orgelleik- ara, Staffan Holm, sem hafði ætlað sér að flytja verk eftir þýsk barokktónskáld. Friðrik Vignir Stefánsson lauk kantoraprófi frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar fyrir þremur ámm en starfar nú sem orgelleikari og kórstjóri í Gundarfirði. Á efnis- skránni voru Preludia í fís moll eftir Buxtehude, sex sálmforleikir eftir J.S. Bach, þrír sálmforleikir eftir Reger og ýmis styttri tón- verk og umritanir af þeirri gerð- inni sem teljast til vinsælla tón- verka. Friðrik Vignir er ágætur orgel- leikari, sem kom einna gleggst fram í Preludíunni eftir Buxte- hude og sáimforleikjunum eftir Bach og Reger. Vinsælu verkin voru; Ave Maria eftir Bach/Go- unod, Andantion eftir Cesar Franck, Adagio þáttur úr konsert í d-moll eftir Marcello og Máríu- vers eftir Pál ísólfsson. Allt þetta lék Friðrik af smekkvísi og nýtti sér raddbrigði orgelsins. Má vera að nokkru hafí ráðið, að hann mun ekki hafa haft nægan tíma til að kynna sér alla möguleika orgelsins. Andante cantabile- þátturinn úr „Pathetique“-sónö- tunni er fallegur, en styttur og útfærður fyrir orgel eins og hálf- kveðin vísa. Brúðarmarsinn eftir Mendeissohn er glæsilegt verk og alls ekki auðvelt í leik. Nokkuð var það hægferðugt og þungt í flutningi Friðriks en þar gat að heyra þrumuhljóm orgelsins. Sem aukalag lék Friðrik Slá þú hjart- ans hörpustrengi eftir J.S. Bach og gerði það ágætlega og sýndi í því verki, eins reyndar í fyrst- nefndu verkunum, eftir Buxte- hude, Bach og Reger, að hann er býsna slyngur og efnilegur orgelleikari. Kristín Gunnlaugsdóttir Hér kemur greinilega fram hvrenig Kristín hagnýtir sér lær- dóm sinn á persónulegan hátt og án nokkurrar tegundar íburðar og kannski er henni það ekki fullkom- lega ljóst ennþá, að hér stendur hún á þröskuldi mjög merkilera vinnu- bragða, sem sýnast samofin persón- ugerð hennar. í öðrum myndverkum, þar sem Kristín fléttar ýmsum smáatriðum inn í myndheildirnar og hafa mun meira skreytigildi, virðist hún vinna meira í anda fýrirmyndanna, því hér er svo margt úr helgimyndum sem maður kannast við. En hún leggur að auk sína ungu hönd að, og gera má ráð fyrir að fyrr en varir fari að birtast hlutir þar sem í auknum mæli er byggt á þessum grunnatriðum, sem hún hefur lagt svo ríka áherslu á að tileinka sér. Hér skiptir þá öllu að einstigið sé rétt fetað og þar er vandinn mestur. Ljóst má vera, að hér er sleginn nýr tónn í íslenskri myndlist, en hve hátt hann muni hljóma ber framtíð- in í skauti sér. ■ LOKASÝNING á skemmtidag- skránni I hjartastað — Love me tender verður á Hótel íslandi næstkomandi laugardag 28. sept- ember. Söngvararnir Ari Jónsson, Anna Vilhjálms, Björgvin Hall- dórsson, Sigrún Eva og Eyjólfur Kristjánsson ásamt sex manna hljómsveit Jon Kjell og Sputnikk- arnir og sex dansarar Helena og Stjörnuljósin hafa séð um að skemmta gestum okkar með úrvali laga frá 1955-1965. Sviðsstjóri er Ágúst Ágústsson, ljósamaður Kristján Magnússon og Sveinn Benediktsson. Hljóðmaður er Ivar Ragnarsson og Einar Gíslason um búninga sér Halla Harðardótt- ir og förðun Anna María Einars- dóttir. Hinn eini og sanni Stórútsölumarkaður Bíldshöfða 10 Steinar, Karnabær, Sonja,Vinnufatabúðin, Partý, Bombey, Strikið, Kókó/ Kjallarinn, Stúdíó, Saumalist, Theodóra, Árblik, Blómalist, Karen og Madam ntíTT KAFFl - VIDEÓHORH FYRItt BÓRimi -ÓTRÚLEBT VERÐ Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrva! Með/águ verði, mik/u vöruúrva/i ogþátttöku fjölda fyrirtækja hefurstór- útsölumarkarðurinn svo sannarlega s/egið ígegn og stendur undir nafni. Opnunantími: Föstudaga ki. 13-19. Laugandaga ki. 10-16. Aöna daga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.