Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Gleðispilið eftir Kjartan Ragnarsson frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld: Verk um leikskáldið Sigurð Pétursson, lífíð og tilveruna Fáanlegarfyrir 1 til 26 mælistaði, með eða án - aðvörunar. Mælisvið: -200+850, 0+1200 og +400 +176° C. Hitanemar af mismunandi lengdum og með mismunandi gengjur. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur, hægt er að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, lest- um.sjóog fleira. X.L SötLflirfigKLOgJlLOD3 tM5)(7T®©(Q)tn) <& Vesturgötu 16 - símar 91-14680 - 13280 - Telefax 26331 Morgunblaðið/Einar Falur HITAMÆLASTÖDVAR GLEÐISPILIÐ, nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson, verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleik- hússins í kvöld. Kjartan er sjálf- ur leikstjóri verksins og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikstýr- ir í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar um Sigurð Pétursson (1759—1827), fyrsta leikrita- skáld íslendinga, og vin hans, Geir biskup Vídalín. Sig^urður Sigurjónsson fer með hlutverk Sigurðar og með önnur helstu hlutverk fara Orn Arnason og Olafía Hrönn Jónsdóttir. Grétar Reynisson er höfundur leik- myndar og Páll Ragnarsson annast lýsingu, Jóhann G. Jó- hannson sér um tónlist og Stef- anía Adóifsdóttir hannar bún- inga. M935,- ^^Tkr.stgr. PHILIPS 20 tommu litasjónvarp • Hágæða litaskjár • Fullkomin fjarstýr- ingsemstýriröllum aðgerðum • Sjálfleitari • 40 stöðva minni • Sjálfslökkvandi stillir Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 .ísaMuftgunb Sem ungur námsmaður í Kaup- mannahöfn varð Sigurður Péturs- son fyrir sterkum áhrifum af hug- myndafræði evrópskra mennta- manna, en draumar hans um nýtt og bætt mannlíf áttu ekki upp á pallborðið hjá dönsku yfirvaldi. Sig- urður samdi leikritin Hrólf og Narfa, hann var fyrsta hirðskáld skólasveina í Herranótt Hólavalla- skólans og vildi nota leikhúsið í þágu íslenskrar tungu og menning- ar, en yfírvöld bönnuðu sýningar á Narfa. Kjartan Ragnarsson segir að list- amaðurinn Sigurður Pétursson hafi verið uppi á einhveijum rnestu ör- lagatímum í sögu íslensku þjóð- arinnar. „Móðuharðindin höfðu gengið yfir þjóðina og heimurinn upplifði mikla umbyltingartíma. Þetta er tími upplýsingastefnu, iðn- byltingar og byltingarinnar í Frakklandi, en ég lít alltaf á hana sem upphaf nútímamannsins og nútímahugsunar. Sigurður Pétursson var upplýs- ingarstefnumaður og ég geri hann að hugsjónamanni, listamanni sem átti sér þann draum að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Hann var listamaður sem auðnaðist ekki að komast til fulls þroska, hann fékk ekki að blómstra. Sú harm- saga er mér efni í þessa leikgerð um Sigurð og þá tíma þegar hann Örn Árnason, Erlingur Gíslason, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Sigurður Siguijónsson í hlutverkum sínum. var uppi, og um leið velti ég fyrir mér spurningum um lífið og tilver- una.“ Kjartan segist reyna að bijóta ekki í berhögg við staðreyndir um lífshlaup Sigurðar. „Ég hef reynt eftir megni að kynnast manninum og lífi hans, og þar sem ég fylli upp í eyðumar varðandi persónuleika Sigurðar reyni ég að byggja á þeim forsendum sem vom f umhverfi hans. Hann skrifaði ekki nema tvö leikrit og í verkinu læt ég ástæð- urnar fyrir því vera augljósar. Ég hef velt þessu efni fyrir mér í töluverðan tfma, það hefur verið að bijótast í mér allar götur síðan 1984 eða 85. Ég var lengi að koma mér að verki við að skrifa því heim- ildirnar sem ég þurfti að kanna sigurður Sig- vom gríðarmiklar. Þær spanna urjónsson sem Sigurður Péturs- son. Kjartan Ragnarsson langt tímabil, íslenska og evrópska sögu, og mér fannst að ég þyrfti að gera mér mjög góða grein fyrir bakgrunninum." Gleðispilið er fyrsta leikritið sem Kjartan setur upp í Þjóðleikhúsinu. „Ég hef aðallega starfað með Leik- félagi Reykjavíkur og er vanur að hafa í kringum mig leikhóp og tæknifólk sem ég þekki mjög vel. Upphaflega gældi ég við að setja þetta verk á svið í sambandi við opnun Borgarleikhússins, þar sem íslensk leiklistarsaga er svo sam- stíga þróun Reykjavíkurborgar. Herranótt verður til í Reykjavík þegar Lærði skólinn flytur úr Skál- holti í Hólavallaskóla. Þar upphefj- ast leiksýningar og Sigurður er fyrsta hirðskáld þeirra Herranæt- ursveina. En það er mjög gaman að koma í Þjóðleikhúsið sem géstur og kynnast nýjum aðstæðum; ég hef alltaf haft áhuga á að vinna í Þjóðleikhúsinu, ég hef fengið mjög góðar móttökur, kynnst nýjum samstarfsmönnum og það hefur gengið vel. Þar að auki hugsaði ég mér allan tímann að fá Sigurð Sig- uijónsson í aðalhlutverkið.“ Gleðispilið er sautjánda leikritið sem Kjartan skrifar, ef öll sjón- varps- og útvarpsleikrit og leik- gerðir eru talin með. „Eg var óvenju lengi að skrifa Gleðispilið, en vann reyndar einnig þijár leik- gerðir á þeim tíma. Það má segja að verkið hafí byijað að geijast með mér strax þegar ég var búinn að vinna að Lands míns föður. Og í raun var ég að vinna forvinnu að þessu þegar ég skrifaði hálftíma leikrit um Skúla fógeta í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborg- ar.“ Síðustu árin hefur Kjartan unnið leikrit upp úr vissum tímaskeiðum og persónum íslandssögunar, og hann segir það eiga vel við sig. „Það er bæði ögrandi og skemmti- legt — og einnig mjög tímafrekt því heimildavinnan tekur mikinn tíma. Undirbúningurinn er allt öðruvísi en ef maður skrifar um samtímann. En ég hef verið að þokast yfir í þessa sögulegu úr- vinnslu Þótt þarna séu ýmsar staðreynd- ir og hugleiðingar um atvik og persónur úr sögu okkar, þá eru um leið í verkinu vangaveltur um gildi leiklistarinnar og listarinnar yfir- leitt, og viðleitni mannsins til að takast á við tilveru sína“ - efi --------------------- ■ NÚ FER hver að verða síðastur að mæta á Árbæjarsafn þetta sum- arið, en helgin 28.-29. september er síðasta helgin sem opið er áður en vetrarstarfið hefst. Fólki gefst kostur á að kynna sér safnkennslu þá sem fram fer að vetrarlagi sunnudaginn 29. september, en þá munu safn- kennsluverkefni liggja frammi og safnkennari verður til staðar þann dag á milli kl. 14 og 16. Aðrir dag- skrárliðir 29. september eru sem hér segir: Almenn messa verður í kirkju safnsins kl. 14. Prestur er sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. Lummu- bakstur verður í Árbænum allan daginn, í Efstabæ verður ofið af kappi og Karl Jónatansson leikur á harmoniku við Dillonshús þar sem seldar eru kaffiveitingar. (Frótlatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.