Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 3ltargisiiÞIafrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. *Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjaid 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Vextir og ríkisvíxlar Seðlabankinn lagði fram spá sína um verðbólgu næstu mánuði á fundi með forustu- mönnum viðskiptabanka og sparisjóða í fyrradag. Spáin gerir ráð fyrir því, að verðbólg- án fari ört lækkandi fram til áramóta. Að vísu er sá var- nagli sleginn, að óvíst er um þróun launamála, þar sem samningar eru lausir. Niður- staða í kjarasamningunum get- ur haft úrslitaáhrif á verð- bólguþróunina. Hækkun lánskjaravísi- tölunnar milli mánaðanna ág- úst og september var aðeins 0,28% og er sömu hækkun spáð um næstu mánaðamót. Þetta jafngildir aðeins 3,4% verðbólgu á heilu ári og hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Þá gerir spá Seðlabankans ráð fyrir því, að verðbólguhraðinn verði kominn niður í 1,4% í desember, en sú tala byggist á því, að engar breytingar verði á launum en samningaviðræður um nýja kjarasamninga eru á næsta leiti, eins og kunnugt er. Ein helzta forsenda þess, að hóflegir kjarasamningar ,náist er sú, að vextir lækki í takt við lækkandi verðbólgu. Ljón eru hér á veginum og þá fyrst og fremst gífurleg þörf ríkis- sjóðs fyrir lánsfé vegna mikils hallareksturs undanfarinna ára, svo og lánsfjárþörf opin- bera húsnæðislánakerfisins og annarra opinberra sjóða. Láns- fjárþörf hins opinbera hefur ekki aðeins haldið uppi háum vöxtum heldur beinlínis valdið hækkun þeirra. Þá hafa af- skipti stjórnvalda, fyrst og fremst svonefndar handaflsað- gerðir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, stuðlað að óþarflega háu vaxtastigi. Nægir þar að nefna afskipti, síðustu ríkisstjórnar af útlána- reglum bankanna, sem höfðu í för með sér misræmi á kjörum verðtryggðra og óverðtryggðra útlána. Það leiddi til mikils taps bankanna fyrri hluta árs- ins, sem þeir hafa verið að vinna upp síðari hluta árs með vaxtahækkunum. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, snerist harðlega gegn þessum vaxtahækkunum í ág- ústbyijun. Hann sagði þá, að vaxtahækkanirnar væru í engu samræmi við veruleikann og bankarnir virtust vera að mæta tapi, sem þeir hefðu orðið fyrir af óvarkárni í starfsemi sinni. Forsætisráðherra sagði, að þegar vaxtahækkunin hefði verið ákveðin hefði verðbólgan verið á hraðri niðurleið. í framhaldi af þessari gagn- rýni sinni sendi forsætisráð- herra bréf til Seðlabankans í septemberbyrjun. Þar segir hann, að bankarnir geti í skjóli skorts á samkeppni komizt upp með að hækka vexti á einum tíma til að bæta sér upp tap á öðrum. Forsætisráðherra kvað Seðlabankann eiga að stuðla að æskilegri vaxtaþróun fyrir efnahagslífið i víðara samhengi og veita bönkunum aðhald í ljósi ófullkominna markaðsað- stæðna og beita til þess for- tölum og þeim tækjum, sem hann hafi yfir að ráða. Næsta, sem gerðist í vaxta- málunum, er það, að bankarnir lækkuðu verulega vexti af bankabréfum, sem keppa við ríkissjóðsvíxla á markaðnum, eða um allt að 4 prósentustig. í ljósi ört lækkandi verðbólgu og bréfs forsætisráðherra hefði mátt búast við því, að ríkissjóð- ur lækkaði vexti á ríkisvíxlum í takt við bankana. En það gerðist ekki. Ríkissjóður lækk- aði sína vexti aðeins um 1 'A, sem leiddi til þess að bankarn- ir hækkuðu vexti sína aftur til að vera samkeppnisfærir um lánsféð. Þessi ráðstöfun ríkisstjórn- arinnar hlýtur að teljast furðu- leg, að ekki sé meira sagt, og í engu samræmi við bréf for- sætisráðherra til Seðlabank- ans. í ljósi heildarhagsmuna hlýtur ríkisstjórnin að stuðla að lækkun vaxta. Ekki ein- göngu út frá þrengstu hags- munum ríkissjóðs heldur fyrst og fremst út frá hagsmunum atvinnulífsins og hag heimil- anna. Hvernig ætlar ríkis- stjórnin að útskýra þetta fyrir forustu vinnuveitenda og verkalýðs í þeim kjarasamn- ingum sem framundan eru? Heildarhagsmunir almenn- ings og atvinnulífs krefjast þess , að ríkisstjórnin fylgi fast eftir því markmiði að ná verð- bólgunni niður. Það verður eitt- hvert samræmi að vera milli orða og gerða ríkisstjórnarinn- ar. Afstaða ríkisstjórnarinnar til vaxtabreytinga á ríkisvíxl- um eftir að bankarnir höfðu gengið á undan með góðu for- dæmi er óskiljanleg. Verðbólg- an þarf til frambúðar að vera svipuð eða minni en í helztu viðskiptalöndum okkar. Einn helzti þátturinn í þeirri baráttu er að vextir lækki í samræmi við lækkandi verðbólgu. p- - .. n ! ■ IWl/lU" . m ' » o . MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 23 Austurstræti opnað fyrir bílaumferð á ný; Skiptar skoðanir meðal veg- farenda og verzlunarmanna ÁKVÖRÐUN borgarsfjórnar Reýkjavíkur um að opna Austur- stræti aftur fyrir bílaumferð til reynslu í hálft ár hefur vakið upp deilur. Er Morgunblaðið ræddi við vegfarendur og verzlun- armenn í Austurstræti í vikunni komu fram ýmis sjónarmið. „Mé_r lízt hörmulega á þetta,“ sagði Ásgeir II. P. Hraundal. „Er ekki allt á hausnum? Eftir að hafa prófað þetta í hálft ár verður þetta rifið upp fyrir margar millj- ónir. Svo eru allir að kvarta um peningaleysi. Svo er dúndrandi halli á byggingu ráðhússins og allt á kúpunni.Eg er á allan hátt á móti þessu, af því að það hefur engin áhrif á þessar búðarholur, sermeru hérna.“ Ágúst Guðmundsson sagði að verzlunarmenn héldu að bílaum- ferðinni fylgdi meiri verzlun. „En getur borgarstjórinn gert þetta bara út á það? Þetta er svo dýrt,“ sagði hann. Á von á að viðskiptin glæðist aftur „Það á loksins að fara að fram- kvæma það, sem ég hef barizt fyrir í átján ár,“ sagði Þorvaldur Kjartansson hárskeri, sem hefur haft rakarastofu í Austurstrætinu í rúm 39 ár. „Viðskiptin hafa far: ið minnkandi með hverju ári síðan götunni var breytt. Ég á von á að þau glæðist aftur núna.“ Þorvaldur sagði að kannski yrði að vera göngugata í Miðbænum. „Það er ósköp skemmtilegt að sjá fjölda manns hér í góðu veðri á sumrin. En við, sem höfum af- komu af viðskiptum, sjáum hvers konar fólk það er. Það er ekki í viðskiptahugleiðingum. Að sumr- inu eru þetta mikið til barnapíur, útlendingar og eldri borgarar. Við verðum að viðurkenna að í dag fara viðskipti og hraði saman. Og það er enginn hraði hér í þessum litla götuspotta. Hér áður fyrr voru ekki nema sjö eða átta bíla- stæði hér á þessum kafla í göt- unni. En meira en annar hver bíll, sem ók hér um, skildi einn eða fleiri eftir í götunni, og margir bílar sóttu fólk, sem hafði verið að sinna hér erindum. Ég man tií dæmis eftir því að konur stóðu oft með innkaupavagna á gang- stéttinni við matvöruverzlunina hér á móti og biðu eftir því að eiginmennirnir kæmu á bílnum og sæktu þær.“ Þorvaldur sagði að opnun göt- unnar væri skref í rétta átt, en borgaryfirvöld þyrftu að gera mun meira til að endurvekja athafnalíf í Miðbænum. Til dæmis væri lítil sem engin athygli vakin á þeim mörgu og góðu bílastæðum, sem væru í Miðbænum. Slíkt þyrfti að gera með ábendingum til almenn- ings á áberandi skiltum. Væri nær að byggja yfir götuna Bjarni Hermundarson verzlar með ýmsa smávöru á gangstétt- inni gegnt rakarastofu Þorvaldar. Hann hefur algerlega andstæðar Ágúst Guðmundsson og Ásgeir H. P. Hraundal. Þorvaldur Kjartansson Bjarni Hermundarson. Kristín Guðmundsdóttir Bergsteinn Metúsalemsson skoðanir á ákvörðun borgarstjórn- ar. „Mér finnst þetta fráleitt. Sennilega er búið með útimarkað- inn hérna ef þetta gengur eftir. Það er rugl að bílaumferð glæði eitthvað verzlun í húsunum hérna. Það, sem borgin ætti að gera, er Reinharð Reinharðsson að byggja yfir Austurstrætið al- veg að Morgunblaðshöllinni og gera götuna dálítið skemmtilega." Höfum gott af að ganga Kristín Guðmundsdóttir sagðist algerlega á móti því að opna göt- una fyrir bílum. „íslendingar hafa bara gott af að ganga,“ sagði hún. „Ég hefði viljað hafa Lauga- veginn göngugötu líka. Ég geri mikið af því að ganga hér um sjálf.“ Hún sagði að ef ætti að hressa upp á Miðbæinn væri nær að reyna að lífga upp á mannlífið í göngugötunni. „í útlöndum er miklu meira líf. Fólk er að spila á gítar og fleira í þeim dúr, en hér er allt slíkt bannað.“ Er alltaf hérna Einar Björn Ingvason sagðist mjög á móti ákvörðun borgar- stjórnar. „Það er alveg fráleitt að ætla að eyðileggja götuna svona,“ sagði hann. Einar sagðist halda til að nokkru leyti í götunni ásamt félögum sínum. „Ég er alltaf hérna,“ sagði hann. „Mér finnst að-það eigi ekki að hafa umferð, fólk á að geta labbað um Miðbæ- inn í rólegheitum. Auður Halldórsdóttir sagði að sér litist ekki of vel á að opna Austurstrætið fyrir bifreiðum. „Það er svo mikið af bílum alls staðar. Mér finnst þá verða að koma með eitthvað annað í stað- inn, þar sem fólk getur gengið um án þess að vera dauðhrætt við að vera keyrt niður.“ Hún sagðist ekki búast við að verzla meira við kaupmenn í götunni þótt hún gæti komið á bílnum. „Bærinn er að breytast. Kringlan á stóran þátt í þessu. Borgin er orðin svo stór, og verzlunarkjarnar eru komnir um alla borg.“ Óvistlegasti staður í Reykjavík Reinharð Reinharðsson, verzl- unarstjóri í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, sagðist ekki telja það aðalmálið að bílaumferð yki viðskiptin. „Gatan er búin að drab- bast niður og orðin subbuleg, þannig að það er til bóta ef eitt- hvað verður gert, fyrir hana. Ég myndi ekki vilja koma hingað sjálfur um helgar. Þetta er óvisF- legasti staðurinn í Reykjavík.“ Hann sagðist ekki halda að hægt væri að reyna að lífga upp á Aust- urstræti sem göngugötu. „Var ekki gefizt upp á því að hafa hér blóm, styttu af Tómasi og fleira slíkt, sem var bara eyðilagt?“ sagði hann. Reinharð sagðist telja reynsl- una af göngugötunni slæma. „Það ætti þá frekar að gera allt hverfið að vistlegu göngusvæði. Það er alltaf verið að bera Austurstrætið saman við Strikið í Kaupmanna- höfn, en Strikið er lengra en 50 metrar. Það er engin eftirsjá í þessum stubb eins og hann er í dag.“ Bílarnir verzla ekki Bergsteinn Metúsalemsson frá Egilsstöðum var í borgarferð og sagðist vera sama um það hvort götunni yrði breytt eða ekki. Það taldi hann viðhorf landsbyggðar- fólks almennt. „Fara menn ekki alveg eins í Kringluna?" sagði hann. Aðspurður hvort hann héldi að bílaumferð myndi auka verzl- unina, sagði hann: „Nei, það er alveg fráleitt. Bílarnir verzla ekki neitt.“ Litríkar kenningar og heilaspuni um veru víkinga í Nýja heiminum Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunbladsins. KOMA víkingaskipanna Gaiu, Oseberg og Saga Siglar til Banda- ríkjanna hefur vakið þó nokkra athygli. Jafnframt hafa þeir, sem vilja halda þvl fram að sannanlegt sé að víkingar hafi stigið á land hér og þar á austurströnd Bandaríkjanna, vaknað til lífsins. Sögulegar ferðir fyrri alda hafa mikið aðdráttarafl og það er óþarfi að láta staðreyndir standa í vegi fyrir fullyrðingunum. Samfara komu skipanna til Boston kom út bók eftir Norðmanninn Káre Prytz undir nafninu „Vesturfarar á undan Kólumbusi" (Westward Before Columbus). Þar er leitt getum að því að víking- ar hafi komið þar sem nú er Boston. Prytz er ekki einn um slíkar staðhæfingar. Víkingaskipið Gaia siglir inn á Bostonhöfn eftir fjögurra mánaða sigl- ingu frá Noregi með viðkomu á íslandi og Nýfundnalandi meðal ann- ars. í bænum Cambridge, sem liggur að Boston, hefur verið reistur minnisvarði úr graníti með áritun- inni: „Á þessum bletti reisti Leifur Eiríksson sér hús í Vínlandi árið þúsund.“ I bænum Weston er tíu metra hár turn, sem var hlaðinn fyrir einni öld.til þess að leyfa ferðamönnum að virða fyrir sér staðinn þar sem „eitt sinn þreifst blómleg víkingabyggð". Auðugur efnafræðiprófessor við Harvard- háskóla, Eben Horsford, gerði þessar „uppgötvanir skömmu fyrir síðustu aldamót og hafði efni á því að reisa bæði bústað Leifs Eiríks- sonar og víkinganýlendunni minn- isvarða. Fornleifafræðingar liafa ekkert fundið, sem rennt gæti stoð- um undir þessar fullyrðingar og menjarnar á bæði bæjarstæðinu og í víkinganýlendunni eru taldar vera frá þeim tíma, sem Banda- ríkin voru bresk nýlenda. Víða finnast víkingamenjar í bænum Newport á Rhode Isl- and, þar sem víkingaskipin þijú koma til hafnar 20. september, stendur gamall steintum. Fyrir nokkrum áratugum hröktu vísindamenn fullyrðingar um að víkingar hefðu reist turninn. En allt kom fyrir ekki. Tómstunda- sagnfræðingar halda því enn til steitu að turninn sé af norskum uppruna og ferðamálafrömuðir á staðnum hafa ekkert á móti því að halda lífi í þeirri kenningu. I Minnesota stendur Rúna- steins-safnið. Það var nýlega gert upp og vikulega streymir að fjöldi ferðamanna, sem glaðir vilja greiða fyrir að sjá rúnaristur víkinganna í Kensington-steinin- um. Aðstandendur safnsins horfa óhikað framhjá því að fornleifa- fræðingar komust að því fyrir nokkrum árum að sænskur inn- flytjandi risti táknin í steininn árið 1891 til að skemmta sjálfum sér. Stephen Williams, prófessor í fornleifafræði við Harvard- háskóla, sagði í viðtali við banda- ríska dagblaðið The Boston Globe að vandinn væri sá að fæstir skildu heilaspunann frá ruslinu — eða skortinum á rusli. „Enginn alvar- legur fornléifafræðingur myndi halda því fram að víkingar hafi ekki komið til þessara staða,“ sagði Williams. „En það verða að vera sannanir til að styðja kenningarn- ar. Ruslið, sem þeir skildu eftir, verður að finnast.“ Það hefur aðeins gerst á einum stað í Norður-Ameríku. Norsku fomleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad fundu og skráðu árið 1963 tengi, hluta af spuna- hjóli og leifar af grunni bæjarstæð- is, sem rakið hefur verið til ársins 1000. Þessi fornleifafundur í L’Anse-Aux-Medows í Nýfundna- landi staðfesti að víkingar hefðu komið til álfunnar. Williams skrifaði nýverið bókina „Hugmyndarík sagnfræði: villta hliðin á forsögu Norður-Ameríku" (Fantastic Archeology: The Wild Side of North American Prehi- story) þar sem hann rífur fullyrð- ingar þess hóps, sem hann kallar heilakestina (the fantastics), um komu víkinga til Nýja heimsins og aðrar kenningar niður lið fyrir lið. Hann segir þessar fráleitu fullyrð- ingar grafa undan því, sem samfé- lög fyrri alda hefðu afrekað. Vinlandskort frá 15. öld Dellur um komu víkinga til Norður-Ameríku náðu hámarki þegar Yale-háskóli lýsti því árið 1965 að Beinecke-bókasafnið, sem safnar fágætum bókum og hand- ritum, hefði keypt kort frá árinu 1440 þar sem Vínland var greini- lega merkt inn á efra hornið vinstra megin. Þetta kort átti munkur að hafa teiknað áður en Kristófer Kólumbus sigldi yfir Atl- antshafið. Samkvæmt því hefði Kólumbus getað haft kort af Vínlandi undir höndum áður en hann lagði af stað í vesturför sína og það þótti saga til næsta bæjar að hinn mikli landkönnuður hefði einfaldlega siglt til Nýja heimsins eftir korti. Þetta tækifæri til að lítillækka Kólumbus átti ugglaust þátt í því að Yale-háskóli greindi frá kortakaupunum á Kólumbusar- degi. Kortið kom af stað miklu írafári og einn þeirra, sem héldu því fram að kortið væri falsað, kallaði það „hálfsoðið spaghettí“. Og það kom á daginn að kortið var falsað. Árið 1972 var gerð litrófsmynd af Vínlandskortinu og þar komu fram agnir af efninu títaníum díoxíði, sem ekki var farið að nota í blek fyrr en árið 1914. Talsmaður Beinecke-safnsins sagði við The Boston Globe að síðari rannsóknir á annarri rannsóknarstofu hefðu sýnt að fyrsta rannsóknin hefði leitt til rangrar niðurstöðu. Hann sagði að það sannaði ekki að kort- ið væri ekta, aðeins að efnagrein- ingin hefði verið gölluð. Fyrir nokkrum árum rakti Erik Wahlgren, virtur norskur fornleifa- fræðingur, kortið til Lukas Jelics, kaþólsks prófessors frá Júgóslavíu. Að sögn Wahlgrens setti Jelic fram ýmsar umdeildar sagnfræðikenn- ingar. Hann falsaði kortið fyrir dauða sinn árið 1922 til þess að gera gagnrýnendum sínum grikk. Eftir að kortið fannst fjölgaði mjög kenningum um víkingaferðir í Ameríku. Hér eru þijú dæmi úr úrklippusafni The Boton Globe. 17. júní árið 1965 lagði þriggja manna áhöfn upp frá Provincetown á Cape Cod í Massachusetts upp til Skotlands í 7 metra löngum bát, sem nefndist Berserkurinn. „Þetta er menningarleg og sagn- fræðileg ferð, sem mun sanna að víkingarnir versluðu reglulega við indíána af Massasoit-ættbálki," sögðu leiðangursmenn. Þessari frétt var aldrei fylgt eftir. 28. júní árið 1966 sigldi 15 metra langt skip, Griffen, inn í höfnina í Edgartown á eyjunni Martha’s Vineyard í Massachu- setts-fylki. Ferðin var kostuð af enska blaðinu Manchester Guar- dian. Eftir að hafa siglt frá Eng- landi til Nýfundnalands felldi áhöfnin segl og lét berast fyrir straumum niður með austurströnd Norður-Ameríku. Einn skipveija sagði að koman til Martha’s Viney- ard (annað Vínland?) „sannaði þannig að ekki verður um villst að víkingarnir komu hingað fyrst- ir“. 25. október árið 1970 kvaðst Boston-búinn Walter Elliot hafa fundið þijá steina með rúnaristum víkinga í þjóðgarði í Maine-fylki. Elliot gróf steinana aftur niður í skyndingu þegar deilur hófust við yfirvöld í Maine um það hver ætti þá. Skömmu síðar gróf hann þá upp á ný þegar „þriðji aðili“ greiddi honum 4.500 dollara fyrir stein- ana. Um síðir komust vísindamenn að því að risturnar væru falsaðar. Elliot komst aftur í sviðsljósið fyrir tveimur árum þegar hann kvaðst hafa fundið hvelfingu, sem líktist gröf í Maine. Hann sagðist hafa fundið litla styttu og aðra muni í hvelfingunni og hafði eftir sérfræðingum að þeir væru „án efa úr heiðni og evrópskir, annað hvort frá víkingum eða Fönikíu- mönnum“. Elliot geymir munina í kassa heima hjá sér. Og enn eru uppi vangaveltur. í næstu viku mun eðlisfræðiprófess- or við Rhode Island-háskóla kynna rannsóknir sínar í Newport, þar sem víkingaskipin hafa næst við- komu. Hann hyggst sýna hvernig víkingar reistu fyrrnefndan turn í Newport með hliðsjón af gangi himintunglanna og stöðu sólar. Gildir þá einu að í fornleifauppgr- eftri árið 1949 var sýnt fram á að turninn væri steinmylla frá ný- lendutímanum. Bók Káre Prytz hefur einnig bæst við umræðuna. í síðustu viku var athöfn við styttu Leifs Eiríks- sonar í Boston. Þar færðu áhafnir víkingaskipanna móttökunefnd bókina „Vesturfarar á undan Kól- umbusi“ eftir Prytz volga úr prent- smiðjunni. í bókinni, sem er 236 síður, kvaðst Prytz í viðtali við Morgunblaðið meðal annars sýna fram á að stór víkinganýlenda hefði verið í Boston. Prytz var blaðamaður og ritstjóri í Noregi, en hugur hans beindist alltaf tií sagnfræði. Hann hefur undanfarið 21 ár rannsakað ferðir Evrópu- manna til Norður-Ameríku, allt frá Leifi heppnatil aldamótanna 1700. Kenningin um víkinganýlenduna i Boston er aðeins ein margra í bók- inni. „Ég komst að þessari niður- stöðu með því að bera saman ritað- ar heimildir frá nýlendutímanum í Bandaríkjunum og frá söguöld um staðsetningu eyja með dýralífi. Þorfínnur karlsefni fann eyju og beggja vegna við hana var mikill straumur. Á eyjunni var allt krökkt, af dádýrum. Kallaði hann fjörðinn fyrir innan eyna Straumfjörð. Þeg- ar enskir landnemar komu til Nýja Englands fundu þeir eyju fyrir fjarðannynni og á henni var sægur dádýra," sagði Prytz og bætti við að sennilega væri þar um sömu eyjuna að ræða. Á bókarkápu seg- ir að höfundurinn „afgreiði þessar spurningar í eitt skipti fyrir öll“. (Hciinild: The lioston Globe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.