Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR íS. OKTÓBBR ó 9Ó1 Mjólkurframleiðslan: Fullvirðisréttur- inn seldur á allt að 126 kr. lítrinn FULLVIRÐISRÉTTUR í mjólkurframleiðslu hefur verið seldur á allt að 126 kr. lítrinn frá því viðskipti milli framleiðenda með fullvirðis- rétt voru gefin frjáls í júní síðastliðnum, en grundvallarverð til fram- leiðenda er nú 52 kr. fyrir lítrann. Að sögn Stefáns Tryggvasonar, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, hefur verslun með full- virðisrétt átt sér stað nánast í öllum héruðum landsins. Hann sagði ekki liggja fyrir neinar staðfestar upplýsingar um það magn fullvirðis- réttar sem selt hefur verið né það verð sem bændur hafa greitt fyrir réttinn, en þó væri ljóst að það væri ekki eins mikið og menn hefðu óttast í upphafi. vera það að kaupendur áttuðu sig á því hve mikið magn þeir gætu keypt á hæsta verði. „Það skiptir auðvitað öllu ef verið er að ræða um að kaupa rétt án þess að þurfa að kosta neinu öðru til, þ.e. ef ekki þarf að kaupa kýr og ef básar eru til staðar. Sé t.d. um 1-2 kýr að ræða, eða á bilinu 5-10 þúsund lítra, þá getur kaupand- inn kannski sætt sig við að vera kauplaus við þetta á þriðja ár, því beini útlagði kostnaðurinn er þá fyrst og fremst vegna kjarnfóðurkaupa. Ef síðan er reiknað með því að eftir að þetta hefur verið greitt niður sé komin hagkvæmari framleiðsluein- ing, þá verður að líta svo á að þetta skili sér margfalt til baka.“ Stefán sagði að hæsta verð sem hann hefði heyrt að greitt hafi verið fyrir fullvirðisrétt væri 126 kr. lítrinn á Eyjafjarðarsvæðinu, og á Suður- landi hefði rétturinn verið boðinn á 120-125 kr. lítrinn í fimm þúsund lítra einingum. „Ég hef þá tilfinningu að algeng- asta verðið sé í kringum 100 kr., en verð yfir 120 kr. held ég að heyri til algjörrar undantekningar. Verðið er þó eitthvað breytilegt eftir því hvort um staðgreiðslu er að ræða, og þá er leigður réttur seldur á eitt- hvað lægra verði, eða kannski 60-70 kr,“ sagði hann. Stefán sagðist telja aðalatriðið í viðskiptum bænda með fullvirðisrétt Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Á grænfóðurakri Kýr eru enn hafðar úti víðasthvar á landinu. Síðsumars og á haustin er þeim beitt á grænfóður. Myndin var tekin á Kópsvatni í Hrunamannahreppi á dögunum. Heimsmeistaramótið í brids: Islenska liðið gæti hæglega iinnið mótið - segir Bobby Wolff, margfaldur heimsmeistari í brids Yokohama, Japan. Frá Guðniundi Hermannssyni hlaðainanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKA landsliðið hefur enn örugga forustu í sínum riðli á heims- meistaramótinu í brids. Það vann tvo leiki í gær með minnsta mun, þar af annan gegn Argentínu, sem er í 3. sæti riðilsins, og gerði jafntefíi við Breta, sem eru í öðru sæti. Ekkert nema stórslys getur nú komið í veg fyrir að Island spili í úrslitakeppninni því nú munar 50 stigum á Islandi og þjóðinni, sem er í 5. sæti riðilsins. Spila- mennska íslendinganna til þessa bendir ekki til að ástæða sé til að óttast það. Frammistaða Islendinganna vekur mikla athygli og margir eru farnir að reikna alvarlega með þeim í keppninni um verðlaunin. „Auðvitað gæti íslenska liðið unnið mótið, það hefur spilað vel og jafnt. En erfiðari hlutinn er samt eftir," sagði Bobby Wolff, margfaldur heimsmeistari og til- vonandi forseti Alþjóðabridssam- bandsins, í gærkvöldi. Wolff er meðal skýrenda við sýn- ingartöfluna og í gær, á meðan á leik íslendinga og Breta stóð, fór hann miklum viðurkenningarorðum um íslenska liðið. Hann sagði það hafa komið á óvart í byijun móts- ins, en nú væri ljóst að íslendingar hefðu komið til að vera, ef orð hans eru þýdd beint á vonda íslensku. Hann sagði greinilegt að í íslenska liðinu væru hæfileikarík- ir spilarar sem spiluðu jafnt og vel og því yrði að reikna sterklega með þei_m í úrslitakeppninni. íslendingar spiluðu við Egypta í fyrsta leik sínum í gær. Leikurinn var í jámum allan tímann en var frekar vel spilaður af hálfu beggja liða. Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson, og Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson spiluðu leikinn fyrir ísland og fá keppnisstig skiptu um eigendur. Ísland náði á endanum að vinna með þriggja keppnisstiga mun, sem þýddi 16-14 í vinningsstigum. Eftir 7. leikinn fengu liðin ný rásnúmer fyrir síðari hálfleik riðla- keppninnar, en þar er spiluð tvö- föld umferð. íslendingar mættu Bretum í 8. leiknum en það sem af er eru Bretar eina liðið sem hefur unnið það íslenska. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen komu inn fyrir Guðlaug og Órn. íslenska liðið bytjaði frek- ar illa við bæði borðin, en leikurinn við bæði borð var sýndur í sjón- varpskerfi. Bretar voru komnir með nokkra forustu þegar þetta spil kom fyrir: V/Allir. Norður ♦ D53 ¥ DG975 ♦ ÁD103 *K Austur ♦ KG ¥108643 ♦ 2 + D10863 Suður ♦ Á42 ¥- ♦ KG98765 ♦ ÁG8 Við annað borðið runnu Guð- mundur og Þorlákur í sex tígla, og eina hættan virtist vera sú að Bretarnir Forrester og Robson færu í alslemmu, sem vinnst eins og spilið liggur, vegna þess að hægt er að trompa niður ÁK í hjarta. En Jóni tókst að trufla Bret- ana með taktískri opnun: Vesíur Norður Austur Suður Jón Robson Aðals. Forr. 2 spaðar Pass Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 Líglar Pass Pass Pass Opnun Jóns sýndi 5-lit í spaða og að minnsta kosti 4-lit í láglit tii hliðar. Það þurfti þó kjark til að nota opnunina á hættunni með þessa liti, en eftir það er erfitt að sjá hvernig breska parið átti að ná slemmunni með öryggi. Báðir gátu þó sagt meira, t.d. Forrester stokk- ið í 5 tígla eftir 3 hjörtu sem lofa einhveijum tígulstuðningi, og Rob- son hækkað 4 tígla í fimm. Þeir fengu aðeins 190 fyrir 4 tígla sem sagði lítið í 1.370 sem ísland fékk við hitt borðið. Eftir þetta átti íslenska liðið góðan kafla, sérstaklega Guð- mundur og Þorlákur, og það tók forustuna en Bretar náðu að jafna muninn aftur. Lokastaðan var 15-15 sem var sanngjörn niður- staða í baráttuleik. „Þetta var harð- ur leikur og menn geta ekki búist við að sleppa villulaus frá slíku,“ sagði Guðmundur. Síðasti leikur dagsins var gegn Argentínumönnum. Eftir að Íslend- ingar gersigruðu Argentínumenn í 3. leik mótsins, tóku þeir á mikinn sprett, unnu hvem stórsigurinn á fætur öðrum og voru nú komnir í 3. sæti í riðlinum. Guðlaugur og Örn komu í stað Guðmundar og Þorláks og enn einn baráttuleikur- ■ lIELGI Jóhannsson forseti Bridssambands íslands kofn til Yokohama í gær í þann mund sem ísland var að ljúka sínum sjötta sigurleik. „Það er munur að koma í þessari stöðu en þeirri á Evrópu- mótinu í sumar,“ sagði hann. Þeg- ar Helgl heimsótti Evrópumótið á Irlandi í sumar, hafði ísland spilað einn leik, gegn Bretum og tapað honum 3-25. ■ÍSLAND er eina þjóðin, enn sem komið er, sem hefur skotið úrskurðum keppnisstjóra mótsins til dómnefndar. Það hefur gerst Jón Baldursson sló andstæðing- ana hvað eftir annað út af lag- inu í gær. inn hófst. Það voru sérstaklega Jón og Aðalsteinn sem reyndu hvað þeir gátu til að gera andstæðingn- um erfitt fyrir, þótt þeir hefðu ekki alltaf árangur sem erfiði. Guðlaug- ur og Örn spiluðu einnig vel og sögðu tvær slemmur sem Arg- entínumenn misstu. Aðra þeirra að vísu eftir að Jón sló þá út af laginu: A/AV Norður ♦ G1087 ♦ G842 ♦ 954 ♦ 75 Austur ♦ K432 ¥ ÁK953 ♦ 73 ♦ 64 Suður ♦ D965 ¥10 ♦ KG108 ♦ DG93 tvisvar, og í bæði skiptin hefur úrskurðurinn fallið Íslandi í vil. í síðari leiknum gegn Argentínu töldu Argentínumennirnir að Guðlaugur hefði sagt slemmu eftir að Örn tók sér umhugsun fyrir eina sögn sína, og þannig gefíð til kynna að hann ætti betri spil en sögnin sjálf gaf til kynna. Keppnisstjóri var sammála Arg- entínumönnunum og dæmdi slem- muna af, en Guðlaugur hélt því fram að hann hefði hvort sem er átt fyrir því að hækka í slemmu. Dómnefndin var sammála Guð- Vestur Norður Austur Suður Örn Lambardi Guðlaug- Lucena ur — — 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Eftir að Guðlaugur opnaði í aust- ur voru þeir Örn fljótir að segja slemmuna sem vannst þótt trompið lægi illa. Vestur Norður Austur Suður Muzzia Jón Poleschi Aðals. — — Pass Pass 1 lauf 1 grand! dobl Pass Pass 2 lauf Pass Pass dobl redobl Pass 2 tíglar dobl redobl Pass 2 spaðar Pass Pass dobl Pass Jón upphóf mikinn björgunar- leiðangur eftir að hafa hætt sér inn á sterkt lauf vesturs, en redoblin voru bæði hróp á hjálp frá Aðal- steini við að finna einhvern annan tromplit. Argentínumennirnir uppskáru að lokum 500 fyrir að dobla 2 spaða en það sagði lítið upp í 1.430 sem ísland fékk við hitt borðið. Staðan í riðli íslands eftir 9 umferðir af 14 var þessi: ísland 171,25, Bretland 155, Argentína 143, Bandaríkin 139,5, Venezúela 123, Ástralía 116, Egyptaland 113, Japan 95. í hinum riðlinum leiða Svíar og Brasilíumenn með 162 stig en Pólvetjar og B-sveit Banda- ríkjanna eru í næstu sætum. í dag spilar ísland við Egypta, Ástrali og Japani en riðlakeppninni lýkur á föstudag. Þá taka við undanúr- slitin þar sem liðin spila tvö og tvö 96 spila útsláttarleiki. laugi og slemman fékk að standa. ■BRETAR gera sér góðar vonir um að lið þeirra verði heimsmeist- ari í mótslok. Patrick Jourdan, fréttamaður Daily Telegraph, sagði mér að honum hefði verið lofað því að ynni breska liðið yrði frétt um það á forsíðu blaðsins. „Það yrði í fyrsta sinn sem brids kæmist á forsíðu breskra blaða, síðan Boris Schapiro og Ter- ence Reese voru ákærðir fyrir að svindla á heimsmeistaramóti fyrir 26 árurn," sagði hann. Vestur ♦ 109876 ¥ÁK2 ♦ 4 ♦ 9752 Vestur ♦ Á ¥ D76 ♦ ÁD62 ♦ ÁK1082

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.