Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1991 Gustavsberg Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið Gustavsberg Fæstíhelstu igarvöruvers umlandallt. philips Whirlpool FRYSTIKISTUR Gói tækí. Gott veri • AFG 015 138 lítra. h:88 b:60 d:66 cm kr.stgr. 29.830.- • AFG 033 327 lítra. h:88 b:112d:66 cm kr.stgr. 42.655.- • AFG 041 408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 45.505.- Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KHINGLUNNI SlMI 6915 20 ’.scmoutufiiM Minning: Katrín J. Guðmunds- dóttir frá Rifi Þegar ég fer að rifja upp minning- ar um Katrínu systur mína koma fyrst upp í huga minn bernskuárin þegar við vorum að leika okkur heima á Rifi. Okkar leikföng voru ólík því sem verið er með nú til dags. Okkar ær og kýr voru kindarhorn og skeljar og allt annað sem við gátum fundið til. Fullu nafni hét hún Katrín Jó- hanna. Fædd 2. maí 1917, dáin 25. september 1991. Dóttir hjónanna Jófríðar Jónsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar er bjuggu á Rifi á Snæfellsnesi. Þegar foreldrar okkar voru búin að eignast 6 börn var orð- ið of lítið fyrir þau að búa á Selhól, Keflavík við Hellissand. Þau þurftu að hafa meira svigrúm fyrir börnin. Móðir mín sagði mér, að þegar hún var búin að eignast þessi sex börn hafi hún sagt; að nú væri komið nóg, þrennt af hvoru. En svo varð þó ekki því hún átti eftir að eignast þrjár stúlkur til viðbótar. Af þeim var Katrín Jóhanna elst en við vorum þijár stundum kallaðar „yngri syst- urnar“. Kata, eins og við kölluðum hana oft, var einskonar fyrirliði okkar Astu bæði í leik og starfi. Þegar við stálpuðumst fórum við að vinna ýmis störf við okkar hæfi, bæði inn- an bæjar og utan. í sveitinni voru alltaf til næg verkefni og skemmti- leg. Margt, sem við vorum látnar gera, gátum við gert að einskonar leik. En ýmis verk, sem við Ásta gátum ekki leyst af hendi, urðu oft leikur í höndum Kötu. Það var ekki frítt við það að ég hálf öfundaði hana. Ef kýrnar voru annars staðar en þær áttu að vera, eða ef þurfti að reka hestastóð var Kata sjálfsögð til þess og alltaf leysti hún sín verk- efni vel af hendi. Henni þótti líka fjarska vænt um skepnurnar sem hún umgekkst. Hún gat gengið að hest- unum úti í haga sem aðrír voru í vandræðum með að ná í. Svona mætti lengi telja frá bernskuárunum okkar heima á Rifi. Katrín gekk aldr- ei í barnaskóla og ég ekki heldur. Mér þótti það svo sjálfsagt að við lærðum heima, að ég gerði aldrei neina athugasemd við það. Foreldrar okkar kenndu okkur, þau voru svo langt á undan sinni samtíð, þó var hvorugt þeirra skólagengið. Móðir okkar kenndi Kötu sérstaklega allt sem hún þurfti undir ferminguna, hún var ekkert óvön því að kenna krökkum. Ilvort sem það voru vísur eða vers, sem Kata lærði þegar hún var ung, mundi hún þau alltaf. En móðir okkar kenndi okkur fleira en bóklegt. Hún kenndi okkur allt verk- legt sem hún kunni og það féll vel í jarðveg hjá Kötu, því það átti eftir að koma fram að hún var listræn í sér. Hún hefur ef til vill veríð það sem nú er kallað seinþroska. Þegar unglingsárin voru liðin fór Kata að fara í burtu til að vinna fyrir sér. Það var ekki þörf fyrir allar þessar stelpur heima. Svo vildi mamma ekki Umhverfisvæn efni leggðu þitl af mörkum til umhverfisverndar! Þvottaefni sem eru ekki msð fosfati. - að við værum alltaf að vinna einhver strákaverk. Fyrsta sumarið sem hún fór að heiman fór hún í kaupavinnu suður í Borgarfjörð. Ég man hvað hún var ánægð þegar hún kom úr þessari dvöl. Þarna kynntist hún nýju fólki og nýju umhverfi. Ég minnist þess þegar við vorum bara stelpur að Kata var að tala um hvað það væri nú gaman að fara til ann- arra landa og sjá svo margt þar. Mér fannst þetta svo mikil fjar- stæða, að við sem vorum hérna úti á hjara veraldar, alveg fákunnandi, að komast til annarra landa. Ég hef oft hugsað um þetta nú seinni árin. Sá Katrín framtíð sína þarna í ein- hvetjum hillingum eða var hana að dreyma fyrir utanlandsferðum sín- um. Síðan lá leið Katrínar systur minnar til Reykjavíkur. Þá var mest um að stúlkur utan að landi færu í vist í húsum. Eitthvað var hún það, en það var ekki lengi. Þegar Kata lenti hjá fólki sem henni féll vel við hélst sá kunningsskapur árum saman en um hina vildi hún ekki tala. Kata festi sig ekki lengi við svona störf. Hún fór að vinna á sjúkrahúsum, sem féll henni sérstaklega vel, að annast þá sem sjúkir voru. Hún vann þar á meðal á Kleppsspítala. Þar féll henni líka vel að vinna. Það var eitthvað í kringum 1950 sem Katrín giftist. Sá maður hét Kristinn Bjömsson. Þau bytjuðu sinn búskap á að fara til Noregs. Hann var þar við nám. Þar með rættist hennar fyrsti draum- ur, að fara til annarra landa. Hún vann þar algjörlega fyrir sér. Hún minntist þeirrar dvalar ævinlega með ánægju. Hún hikaði ekki við að vinna á norskum heimilum þó hún kynni lítið í málinu. Þeirra hjónaband stóð yfir í eitthvað 15 ár. Eins og ævin- lega vill verða er erfitt að rifta í sundur heimili, sem fólk er búið að byggja upp með öðrum. Katrín var ekki að blása sín vandamál út um torg. Hún kom til mín og sagði mér frá þessum vanda og að hún ætlaði að tala við mömmu einslega, sem hún gerði. Ég vissi aldrei hvað þeim fór á milli. Hún vissi að móðir okkar ráðlagði alltaf það besta. Hún skildi Kötu betur en sálfræðingurinn. Eftir að Kata var orðin ein eignaðist hún litla íbúð við Rauðarárstíg '3. Þama þurfti hún ekki að deila neinu með öðrum. Hún hafði mikla ánægju af að prýða heimilið sitt. Enda ber það merki um hvað handavinnan hennar er falleg. Katrín var félagslynd kona, sem átti margar og góðar vinkonur. Þær hafa sagt mér að það voru þeim ógleymanlegar stundir sem þær áttu í eldhúsinu hennar Katrínar. Hún átti þarna í húsinu trausta konu, sem hélt nokkurskonar verndarhendi yfír Katrínu. Það er Helga Melsted, sem Kata keypti íbúðina af. Það er ekki alltaf sem myndast gott samband á milli seljanda og kaupanda. Það vissu fáir um það traust og á Helga Melsted þakkir skilið fyrir að hafa stutt systur mína í hennar erfiðleik- um. Árum saman vann Katrín á Hrafnistu í Reykjavík. Þar líkaði henni vel að vinna. Vistfólkið kunni vel að meta umhyggju hennar fyrir því. Hún vann þar, þar til hún þurfti að hætta að vinna aldurs vegna. Hún fór oft í heimsókn þangað. Hún sagði mér að hvert sinn sem hún kæmi Karólína S. Jósefs- dóttir — Minning Fædd 5. febrúar 1905 Dáin 15. september 1991 Amma mín, Karólína Soffía Jó- sefsdóttir, lést á Hrafnistu í Reykja- vík þann 15. september eftir Ianga vanheilsu og jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Amma var fædd þann 5. febrúar 1905 að Lögmannshlíð í Kræklingahlíð í Eyj- afirði og var því á 87. aldursári er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur og Jósefs ísleifssonar sem bjuggu í Lög- mannshlíð í sambýli við foreldra Sig- urbjargar sem var eins og maður hennar eyfirskrar bændaættar í aftur í aldir. í Lögmannshlíð, hinum forna kirkjustað, var fjölmennt í heimili og þar var oft margt um manninn á sunnudögum og hátíðisdögum því að þá var byggð fjölmenn í Kræklinga- hlíð og Glerárþorpi og það fólk sótti Lögmannshlíðarkirkju. Amma átti glaða æskudaga í hópi margra barna og það átti vel við hana. Hún var söngelsk og söng í kirkjukór Lögmannshlíðar og tók mikinn þátt í félagslífi sveitarinnar. Hún minntist æsku sinnar með hlýj- um hug og sagði mér oft sögur frá þessum árum. Amma missti móður sína þegar hún var átta ára og það var henni mikið áfall, nokkur sárabót var að hún átti áfram skjól hjá afa sínum og ömmu því faðir hennar bjó áfram í Lögmannshlíð með hana og bræður hennar, Eggert og Sigurgeir, sem síðar urðu báðir kunnir sjómenn á Siglufirði og nú eru látnir, og Bern- harð iðnaðarmann á Akureyri. Þá átti amma einnig hálfbróður Ara tollþjón í Reykjavík. Þegar amma var 22 ára giftist hún afa mínum Jóhannesi Jóhannessyni sem var sveitungi hennar og nábúi. Afi lést fyrir tæpum tveimur árum. Afí og amma stofnuðu sitt eigið heimili strax eftir giftinguna á litlu býli, Rangái-völlum, skammt ofan við Akureyri. Þau eignuðust tvær dætur Berg- rósu móður mína 1927 og Elsu 1929. Barnabörnin eru átta og barnabarna- börnin eru orðin átján. Um 1930 fluttu þau niður í bæinn. Þá var vinna farin að aukast við höfnina og langt fyrir afa að sækja vinnu frá Rangár- völlum en við höfnina vann hann lengstum. Árið 1938 byggðu þau sér lítið hús við Holtagötu 2 og þar bjuggu þau til 1976 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem dætur þeirra voru þá báðar búsettar. Þar keyptu þau sér litla íbúð að Leifsgötu 10 og bjuggu þar í nokkur ár en seldu þá íbúðina og leigðu hjá Elsu sem þá var orðin ekkja. Afí bjó þar til dauðadags en amma þar til fyrir fjór- um árum að hún var vistuð að Hrafn- istu. Hjónaband a*fa og ömrnu var ein- Kerfistækni og System 7.0 ítarlegt námskeiö um hiö byltingarkennda stýrikerfi Madntosh, © nettengingar, flutning skjala á milli IBM PC og Madntosh og flest annaö sem ábyrgöarmenn Madntosh tölva þurfa aö kunna. <%» Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - flmm ár í forystu & þaðan væri hún búin að heita því að vera ekki að fara oftar „en það er eitthvað sem dregur mig þangað. Það er svo gaman að tala við gamla fólk- ið“, sagði hún, „og segja þeim frá ferðalögum mínum“. Og kem ég þá að síðasta kafla þessarar minningar. Katrínu þótt fjarska gaman að ferð- ast. Hún var búin að ferðast mikið hérna um landið. Hún naut þess að sjá fallega staði og ekki síður hrika- lega staði sem eru margir hérna á íslandi. En hún lét ekki hér staðar numið. Hún var búin að fara í ótrú- lega margar stórar utanlandsferðir með vinkonum sínum í hópferðum. Hún tók alltaf bara vissan hluta af kaupinu sínu til heimilishalds en safnaði hinum hlutanum til næstu ferðar. Hún borgaði ekki ferðakostn- aðinn eftirá. Hún var alltaf kvitt þegar heim kom. Hún var heldur ekki að koma með fullar töskur af innkaupum. Hún var að ferðast til að sjá alltaf eitthvað nýtt og nýtt í heiminum. Fyrir rúmu ári fór hún að fínna fyrir þeim veikindum, sem hún átti svo eftir að líða mest fyrir. Þegar það fór að koma í Ijós að hún var farin að vera eitthvað skrítin í tali og átti jafnframt erfítt með að renna niður fór hún strax að leita sér lækn- inga. Henni var vísað frá einum lækninum til annars. Síðan var kveð- inn upp sá dómur að ekkert væri hægt að gera. Þetta væri lömun sem myndi halda áfram. Þetta var reiðar- slag fyrir Katrínu. Það hefði margur ekki þolað minna. En Katrín var eins og klettur sem bylgjumar brotna á. Hún tók þá ákvörðun að vera sjálf- bjarga í lengstu lög. Það var erfiðast fyrir hana þegar fólk gat ekki skilið þegar hún var að reyna að tjá sig. En oftast nær kom það í ljós. Það var líka erfítt að fara frá henni og vita ekki hvað það var sem hún vildi segja mér. Eins og ævinlega þegar hún var að búa sig í ferðalög var hún ekki með neinn þusugang né hávaða. Eins var það þegar hún lagði upp í sína hinstu ferð. Nú er hún farin að kanna nýja heima. Ég vil þakka fyrir hönd Katrínar systur minnar starfsfólkinu á dagsp- ítala Landakotsspítala, Hátúni lOb, fyrir þolinmæði og aðstoð við hana. Þar leið henni vel. María Guðmundsdóttir staklega farsælt þó þau væru ekki skaplík. Afi var mjög skapstilltur og hæglátur maður en það gat gustað af ömmu og hún var kvik og snör í snúningum og öllu kátari en afi. Amma hafði mikð gaman af að dansa en aldrei sá ég afa stíga dansspor. Aldrei heyrði ég þau deila þó þau væru ekki alltaf sammála. Amma var þá fljót að slá á léttari strengi. Hún var ein af þessum konum sem aldrei gat setið iðjulaus og fann sér alltaf eitthvað að stússa. Við hús ömmu og afa í Holtagöt- unni var lítill garður sem amma hirti af mikilli umhyggju og hlaut viður- kenningu bæjaryfirvalda fyrir. Ég minnist þess ekki að hafa séð heimili jafn snyrtilegt og vel hirt utanhúss sem innan eins og heimili ömmu minnar. Ég á góðar minningar um ömmu mína frá bamæsku og fram til þess tíma að hún veiktist af Alzheimer sjúkdómi. í veikindum sínum naut hún mikillar og góðrar ummönnunar á deild A-3 á Hrafnistu í Reykjavík og flyt ég þeim bestu þakkir fyrir. Blessuð sé minning hennar. Elsa K. Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.